Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 40

Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. NÓVEMBER 1991 líf efjtiA, vittnut horður torfa sendi frá sér nyjan geisladisk i byrj- un mánaöarins. Diskur- inn ber heitir „Kveöja" og hér er á ferðinni afar | vandaöur gripur meö 14 frumsömdum lögum og Ijóðum sem eru flest mjög Harðar-leg. Á disk- inum koma fram meö Herði margir okkar bestu tónlistarmanna, svo sem GUOMUNDUR PÉTURSSON tregasveitarmaöur. har- ALDUR REYNISSON, JAKOB smAri magnusson, ingölf- UR SIGURÐSSON, SIGUROUR SIGURDSSON og EDDA HEIÐ- RÚN BACKMAN. Ef þÚ VÍIt koma þér fyrir i sófanum heima og láta þér liða vel undir góðri og ekki allt of ágengri tónlist, þá er hér tilvalið afslöppunarmeð- al til að grípa til. ORN Og BJARNI ÓSKARSSYN ir á veitingastaðnum Berlin i Austurstræti létu reyna á það um siðustu helgi hvort staðurinn væri heppilegur til djass- flutnings eins og margir voru búnir að benda þeim á. Þeir fengu til liðs við sig jónas þóri og fé- laga til aö spila á sunnu- dagskvóldið og var húsið fullt af áheyrendum, enda smátilbreyting frá blúsnum sem tröllriður öllum veitingastöðum borgarinnar. Órn og Bjarni hafa þvi ákveðið að hafa djasskvöld á sunnu- dagskvöldum i Berlin i vetur og fá til liðs við sig bæði innlenda og erlenda listamenn. Æ, ég veit það ekki. Það er komið í mig eitthvert hel- vítis skammdegisþung- lyndi. Ætli ég verði ekki að hrista það af mór með því að fara í Þjóðleikhúskjallar- ann og tala vel um Hrafn Gunnlaugsson og víking- inn. Það er ekkert jafn- hressandi og að rífast við ellefu í einu. Annars sýnist mér á ýmsu von á Café Jensen. UppÁlHAlds VÍNÍð Helgi Pétursson tónlistarmaður með meiru ,,Besta rauöuin sem ég hef smahhaö er austurrísht og heitir Bismarch. Eg smahh- aöi þetta uín fyrir sennilega um luttugu og tueimur árum. Eg hef ekki fundiö þaö aftur, en Bismarck er mjög gott á bragöiö. Eins þykir mér Huannarótarbrenniuín i Malti mjög gott." Loðin rotta, á Tveimur vinum og Eldfuglinn á Staðið á önd- inni. Blúsbarinn stendur fyrir heljarmikilli djammsessjon á föstudags- og laugardags- kvöldið, sem felst í því að öll- um tónlistarmönnum sem náðist í á íslandi hefur verið boðið að koma fram og leika annaðhvort djass eða blús. Fyrirmyndin er fengin að láni frá útlöndum, þar sem þetta er mikið stundað á skemmti- stöðum. Á staðnum verður ryþmapar, bassi og trommur, sem undirspil hjá væntanleg- um listamönnum. Gömlu brýnin, Bjöggi Gísla og félagar, verða á Dansbarnum á föstu- dags- og laugardagskvöldið. Á sunnudagskvöldið verður Kvartett Alfreðs Alf á blús- barnum. Það eru þeir Þórður Högnason á kontrabassa, Jón Möller á pianó og Örn Ár- mannsson á gítar sem leika ERIC CLAPTON 24 NIGHTS Clapton nýtur svo sannarlega á hljóm- leikum. Síöasta „live" plata á undan þessari var „Just One Night" — ein besta „live" plata allra tíma. Þessi plata var tekin upp fyrr á árinu þegar hann hélt nokkra tón- leika i röð i Albert Hall í London. Nokkur kvöld voru bluskvöld með gestum. Það voru hljómsveitarkvöld með National Phil- harmonic Orchestra og svo kvöld með 4 og 9 manna rokksveit- um. Sýnishorn af þessum hljómleikum njóta sin best á LP- plötu þar sem hver hlið hefur sinn stíl. Hún fær 8 af 10. fljndartak í Óperunni Rafn Jónsson trommu- leikari er um þessar mundir aö gefa út fyrstu sólóplötu sína. ítilefni afútgáfu hennar veröa tónleikar í Óperunni í kvöld. Þetta verda sannkall- adir stórtónleikar því um þrjátíu listamenn koma fram. Rafn hefur sett saman fimm- tán manna hljómsveit af þessu tilefni en hana skipa, auk Rafns, gítarleikararnir Sigurður GröndaL Orn Hjálmarsson og Þorsteinn Magnússon, Einar Bragi og Jens Hansson saxófón- leikarar, bassaleikararnir Haraldur Þorsteinsson og Baldvin Sigurðarson, Jón Ólafsson hljómbordsleikari, Eyþór Arnalds sellóleikari og sídast en ekki síst trommu- leikararnir Steingrímur Guðmundsson, Gunnlaug- ur Briem, Halli Gulli og Ol- afur Hólm. Með þessari miklu sveit ætla að syngja Sœvar Sverris- son, Bubbi Morthens, Reynir Guömundsson, Andrea Gylfadóttir, Helgi Björnsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Stefán Hilmarsson og þær Eva og Erna. Magnús og Jó- hann hita upp. Allir þessir listamenn eru í hópi okkar þekktustu popp- ara og Rafn kveðst þora að lofa fólki góðri skemmtun. Uppistaða tónleikanna verð- ur efni af sólóplötu Rafns, „Andartaki", en einnig verða á dagskrá lög sem hljómsveit- in Grafík gerði fræg. Rafn var einn af stofnendum hljóm- sveitarinnar og spilaði með henni meðan hún starfaði. „Það verður öllu tjaldað til. Þetta er mikil vinna og ég tók þá stefnu að gera þetta veg- iegt og gott. Það er um margt einstakt að fólki skuli gefast kostur á að sjá allt þetta lista- fólk á sviði og ég lofa fólki góðri skemmtun," sagði Rafn í samtali við PRESSUNA. Allur ágóði tónleikanna rennur til Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra og til rann- sókna á sjúkdómnum MND, en Rafn er haldinn þeim sjúk- dómi. Ágóði plötunnar mun einnig renna til sama málefn- is. Allir þeir sem fram koma á tónleikunum gefa vinnu sína. Tónleikarnir hefjast klukk- an 21 og í upphafsatriði þeirra munu allir fimm trommararnir spila. Það er því jafngott að mæta tíman- lega. !§ 9 © Fanney Karlsdottir er tutt- ugu og eins árs nemi á sál- fræðibraut við Fjölbrauta- skólann í Ármúla. Fanney er formaður nemendafélags þeirra FÁ-inga og mikill Ijós- myndaáhugamaður. Hún er krabbi og laus og liðug. Hvað borðarðu i morgun- mat? „Jógúrt og banana." Kanntu brids? „Nei, en það er aldrei að vita nema ég læri það." Kanntu að elda? „Já það kann ég. Ég elda aðallega pasta og grænmetisrétti (ég er grænmetisæta)." Læturðu lita á þér hárið? „Nei, ég hef aldrei gert það." Hvar vildirðu helst búa ef þú ættir þess ekki kost að búa á íslandi? „Á ítaliu eða í Frakklandi. Ég hef búið í Frakklandi og líkaði það vel." Hvernig strákar eru mest kynæsandi? „Vel lyktandi, augnaráðið segir lika mikið." Hugsarðu mikið um í hverju þú ert? „Það er mis- jafnt frá degi til dags. Annars hugsa ég frekar mikið um það." Gætir þú hugsað þér að reykja hass? „Nei, alls ekki." Syngurðu í baði? „Nei, ég geri lítið af þvi, ég er laglaus." Hvaða ilmvatn notarðu? „Ég nota Safari frá Ralph Lauren." Feröu ein i bíó? „Ég hef ekki gert það hingað til. Mér finnst svo gott að hafa fólk sem ég þekki í kringum mig." Trúirðu á ást við fyrstu sýn? „Nei, ást er eitthvað sem vex. Það er kannski hrifning en ekki ást." Trúirðu á lif eftir dauðann? „Já, ég trúi þvi að við séum bara einn hlekkur í keðjunni." Ertu daðrari? „Nei það held jbn&uma álétnen Rúnar Pór Pétursson tónlistarmaður PRESSAN fékk Rúnar Þór Pétursson tónlistarmann til þess að taka að sér ímyndað kvöldverðarboð. Gestir Rún- ars eru eftirfarandi: Steinrikur af þvi hann hefur svo gam- an af þvi að borða. Jón Ólafsson af þvi honum finnst það svo gott. Chaplin af því hann kann kartöflu- dansinn. Spessi til að sjá um salatið. Mamma til að hæla sósunni. Heimir Már af þvi hann býður mér aldr- ei i mat. Sverrir frændi Stormsker af þvi honum er aldrei boð- ið neitt. Drottningin vonda heldur öllum við efnið. ég örugglega ekki. Ekki nema það sé eitthvað mikið í húfi, þá tekur maður kannski til sinna ráða." Hvað má vera mikill aldurs- munur á pörum? „Svona fimm ár ef strákurinn er eldri en tvö ef stelpan er eldri. Það er að segja þegar fólk er á mínum aldri. Þegar fólk er eldra skiptir aldur- inn ekki máli." Hvaða hæfileika vildirðu helst hafa? „Að geta hjálpað fólki meira en mér er unnt í dag og verða góð móðir." Áttu þér eitthvert mottó i lífinu? „Að lifa fyrir daginn i dag." með Alfreð á Blúsbarnum. Anna Vilhjálms verður með Borgarsveitinni í Borgarvirkinu á sunnudagskvöldið. Hinn stórkostlegi bandaríski gítar- isti Paul Weeden, sem leikur með Count Basie-stórsveitinni, heldur djasstónleika á Púlsin- um á sunnudagskvöld. Með honum leika Sigurður Flosa- son á sax, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Weeden er hér á vegum FÍH og Nord- jass og verbur fram í desem- ber við tónleika- og nám- skeiðahald í Reykjavík, fsafirði og á Hornafirði. NÆTURLIFIÐ Hafið þið tekið eftir öllum þessum kvikmyndafyrirtækj- um sem spretta upp? Eða öll- um þessum myndlistarmönn- um? Og að Leiklistarskólinn útskrifar átta leikara á hverju ári? Ein afleiðing þessarar fjölgunar i vitundariðnaðinum og listunum er að þetta fólk, sem áður rúmaðist á einum bar, getur nú fyllt tvo. Það má ganga að fólki af þessu sauða- 15—n—p—ir U-” 21 25 húsi vísu bæði á 22 og Bíó- barnum. í bland er annars kon- ar fólk; smákrimmar, smápíur, smáskáld og önnur smá- menni. VEITINGAHÚSIN____________ Ekki veit ég hvað er að Horn- inu. Eftir rúmlega tíu ára rekst- ur með glæsibrag er þessi staður að lenda í einhverri nið- urníslu. Það fyrsta sem ég tók eftir var að byrjað var að taka frá borð. Það passar illa við Hornið og var algjörlega óþarft þar sem staðurinn var vinsæll. Þaö eina sem fékkst var að fólki var vísað frá þó það væru laus borð í salnum. Síöan byrjaði þjónustan að dala. Minna sást af eigandan- um og hans ætt. Nú síðast tók “2ð~ |4T 45 r 7— r- r“ vr~ r ■ " ■ 56 i P r ■ i ■ 23 r 47 ; ■ L ÞUNGA GATAN LÁRETT: 1 kviga 6 hitamolla 11 drúpti 12 ungi 13 aukvisa 15 líkt 17 náttúrufar 18 fóðrun 20 afrek 21 tré 23 hjara 24 hinkra 25 fliss 27 skvettir 28 rúmmálseiningin 29 huglaus 32 þrjót 36 fuglar 37 óvirða 39 ernir 40 þrengsli 41 berja 43 espa 44 óvildin 46 lyfting 48 ástundunarsóm 49 tarfur 50 viðáttu 51 hagnaðinn. LÓÐRÉTT: 1 vafnings 2 rauðvíðir 3 heydreifar 4 hjala 5 duglegur 6 sveðja 7 ógleði 8 áköfu 9 sykur 10 ánægju 14 óðum 16 dýrkaði 19 harðskiptin 22 Ás 24 hrúgu 26 tími 27 svar 29 dökku 30 gaufa 31 ásjóna 33 úrkynjaði 34 flana 35 stjórinn 37 ósvikni 38 geislabauginn 41 hliðrun 42 ginnir 45 flökta 47 strit.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.