Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 28

Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. NÓVEMBER 1991 * er með ólíkindum — Á því herrans ári 1968, þegar blómabörn boðuðu frjálsræði og byltingar, var tungutak fjárlaga- valdsins enn nokkuð gamaldags. Þá voru 720 •nilljónir núgildra króna settar í svokallaða ríkis- framfærslu, þar af fóru um 125 milljónir i liðinn „fávitar". Það árið mátti einnig sjá 1,5 milljónir renna til bænda vegna „bóta fyrir Kolorado- bjöllu'' og prestar fengu m.a. 5 milljónir undir liðnum „álag vegna af- hendingar kirkna", hvað sem það nú þýðir. Það ár- ið áttu að renna 2,4 millj- ónir „til byggingar sýn- ingarskála á Miklatúni", en þvi var frestað. Hins vegar runnu 233 milljónir í „framkvæmd laga um hægri umferð". . . — Margir rótgrónir þingmenn hættu þing- mennsku fyrir síðustu al- þingiskosningar. Þegar lit- ið er til baka til þingkosn- inganna i júní 1971 kem- ur i Ijós að aðeins fimm |)iugmenn liafa liíað póli- tískt af allan timann. Þetta eru |)eir Slciniirim- ur llermtiimssou. Mulllií- us Hjtirnason. Kutiiitir Arnaltls. I'áliin .lóii.sson og Olafur (1. Kmarsson (sem |)að árið skreið á þing sem allra siðasti uppbótarþingmaður). I þessurn kosningum voru sex aðrir kosnir sem sátu á siðasta j>ingi en hættu nú. |>au Sk'fán Valneirs- son. Hai’iiliiltlur lli'li{<i- ilóllir, Kari’i'l l’áliiiason. Malllu'as A. Matliiescn, l'ridjiin l'tírdarson og l‘or- rtiltlur (Itirátir Kristjáns- son . . . FJDGUR RUSUND A HAUS AMEN Á hverju ári úthlutar ríkið náðarsamlegast sóknargjöld- um til trúfélaga landsins af skattpeningum landsmanna, allt saman hávísindalegt í samræmi við skráða með- limatölu. í ár hljóða sóknar- gjöldin upp á 728,8 milljónir króna, þau hækka um 111,1 milljón frá því í fyrra eða um 18 prósent. Sóknargjöldunum er dreift þannig að 3.870 krónur og 72 aurar koma á hvern sóknar- lim á árinu og því mikilvægt að innvígja sem flesta í söfn- uðinn. Þjóðkirkjan hefur yfir- burðastöðu í þessum efnum með 173.803 meðlimi og fær tæplega 673 milljónir. Næst- stærsti söfnuðurinn er Frí- kirkjan í Reykjavík með 3.989 meðlimi og fær 15,4 milljónir. Þar var hins vegar um að ræða fækkun á milli ára um 178 meðlimi. Hlutfallslega mesta fjölgun- in milli ára varð hins vegar í flokknum „önnur trúfélög og ótilgreind", úr 794 í 1.288 eða um 62,2 prósent. Inni í þess- um tölum er væntanlega að finna marga nýaldarsinnana, en gjaldið rennur þó í há- skólasjóð. Eitt nýlega viður- kennt trúfélag er komið í fyrsta sinn á pappírinn, Veg- urinn, með 184 meðlimi og hlýtur nú 712 þúsund krónur. Þrír sjálfstæðir söfnuðir telja innan við 40 manns hver eða sem svarar tíu fjögurra manna fjölskyldum. Sem er á við þokkaiegt fjölskylduboð. Þetta eru Sjónarhæðarsöfn- uðurinn á Akureyri, Hvíta- sunnusöfnuðurinn Kirkju- lækjarkirkju og Hvítasunnu- söfnuðurinn Salem, sem telur aðeins 30 manns. HVAR í ÓSKÖPUN- UM ER KIRIBATI? Það er að verða æ erfiðara að fylgjast með og vera gjald- gengur í landafræðinni. Fyrst kom bylgja nýrra landaheita með sjálfstæði fjölda Afríku- ríkja og nú eru gamalgróin ríki að liðast í sundur. Þau okkar sem komin eru af allra, allra léttasta skeiðinu lærðu landafræði með hlið- sjón af gömlu góðu „Landa- bréfabókinni" sem Ríkisút- gáfa námsbóka gaf út fyrir þrjátíu árum. Þá voru til lönd sem hétu Austur-Pakistan, Ceylon, Kongó og Ródesía. Þegar við hin sömu skoð- um lista yfir þjóðríki nútím- ans blasa við nöfn á borð við Kiribati, Vanuatu, Tuvalu, Burkina Faso, Rwanda og Mayanmar. Maður þarf greinilega helst að vera grænfriðungur til að fylgjast almennilega með .. . BYLTINGIN SEM VARÐ BYLTINGUM AÐ BRÁÐ Fyrir 10 árum varð bylting í Ijósvakamálum hér á landi. í landsfrægu en horfnu viku- blaði var byltingunni lýst með svofelldum hætti: „Öngþveiti ríkir skyndilega í sjónvarpsmálum íslendinga. Allt í einu standa menn and- spænis því, að sprottnar eru upp fjölmargar litlar „sjón- varpsstöðvar", sem saman- lagt ná til tugþúsunda manna, jafnt á Reykjavíkur- svæðinu og út um landið. Það er ekki aðeins, að íbúar fjöl- býlishúsa hagnýti sér hina einföldu leið, sem myndbönd bjóða upp á, heldur hafa framtakssamir áhugamenn um dreifingu myndefnis lagt kapla milli húsa, reyndar samtengt heilu blokkahverf- in í Reykjavík, og ná þannig samanlagt til tuttugu eða þrjátíu þúsund manna með útsendingum sínum." Hér var verið að ræða um Videoson-ævintýrið og önn- ur tengd því, afar umdeilt fyr- irbæri og að flestra mati kol- ólöglegt í Ijósi laga um höf- undarrétt og fleira. Nú er þessi hlið myndbandavæð- ingarinnar auðvitað löngu liðin og byltingar á borð við Stöð tvö og gervihnetti búnar að klippa á kaplana. En með- al annarra orða: Hvað varð af köplunum? Eru þeir enn tvist og bast í blokkunum og undir yfirborði jarðar? KYNLÍF Óædri Eg er alltaf spurð öðru hvoru um hvort endaþarm- urinn geti veitt einhverja kynferðislega ánægju eða hvort endaþarmskynmök séu góð. Venjulega upplýsi ég þá viðkomandi um þá staðreynd að rassopið og svæðið þar í kring er úr sama líkamsvef fóstur- fræðilega séð og kynfæra- vefirnir. Endaþarmsörvun getur því verið kynæsandi en einungis ef viðhorf til þeirrar kynhegðunar er það einnig. (Áður en lengra er haldið eru viðkvæmir lesendur varaðir við að halda lestrinum áfram.) Endaþarmurinn og kyn- ferðisleg þýðing hans eru í margra huga forboðin — tabú eins og stundum er sagt. Tabú er eitt form á sál- félagslegri stjórn meðal fólks og er sem slíkt mun magnaðra en allar almenn- ar siðareglur. Sumir for- boðnir hlutir valda okkur engu sérstöku hugarangri eða tilfinningaólgu heldur eru bara sjálfsagðir, eins og til dæmis það að við leggj- um okkur ekki hunda- eða endinn JONA INGIBJORG JONSDÓTTIB kattakjöt til munns. Aðrir forboðnir hlutir valda hjá okkur sterkum viðbrögð- unt og má þar nefna bann við kynmökum skyld- menna eða sifjaspellum. Kynferðislegir möguleikar endaþarmsins eru líka tabú í þjóðfélagi okkar en þó ekki nærri þvi eins mikið og sifjaspell. Ýmsir hafa hugleitt hvers vegna þetta líkamsop — endaþarmurinn — er tabú. Má þar nefna nokkrar kenningar. Endaþarmurinn hefur í gegnum tíðina verið tákn þess óhreina og þann- ig undirstrikað mikil- vægi hreinleikans og hins hreina innra með okk- ur. Hreinlæti skipar mis- mikinn sess meðal ólíkra samfélaga en er samt snar þáttur alls staðar. Enda- þarmurinn er forboðið lík- amssvæði og verður þann- ig hálfgerður líkamsskelf- ir í hugum manna. Tilgang- urinn með slíkum líkams- hrelli er einmitt sá að gera togstreituna á milli dýrs- legra og andlegra hvata okkar Ijósari — klofning lík- ama og sálar. í þeim trúar- brögðum þar sem þessi klofningur er áberandi er sektarkenndin mikil vfir hinu líkamlega — hinu „óhreiná'. í velflestum sam- félögum er litið á móttak- andi aðilann í endaþarms- kynmökum sem „kven- lega" aðilann, sumpart vegna þess hve þessi hegð- un líkist leggangasamför- um. Litið er á karlmann. sem riðið er í rass, sem minni karlmann. Þetta er meðal annars ástæðan fyrir því að stundum er sagt að hægt sé að greina á milli gagnkynhneigðs karl- manns og homma; ef sá gagnkynhneigði vill ekki láta stimpla sig homma forðast hann að vera mót- tökuaðilinn í endaþarms- kynmökum við annan karl- mann. Ein ástæðan fyrir að þetta líkamssvæði er for- boðið getur verið sú að það hjálpar til við að halda í skýrt afmörkuð félagsleg kynhlutverk. Aukin við- urkenning á endaþarms- örvun í kynlífi helst að sumu leyti einnig í hendur við aukna viðurkenningu á samkynhneigð. sérstak- lega meðal karlmanna. Tíminn stendur ekki í stað. Það má vel halda því fram að tími sé til kominn að skora þetta rassatabú á hólm. Framfarir í vísindum og læknisfræði gera okkur kleift að taka ákvarðanir um hreinlæti byggðar á rökum i stað tilfinninga ein- göngu. Klofningur líkama og sálar fer hraðminnk- andi. Sömuleiðis er stöðugt verið að kryfja kynhlut- verkin til mergjar og við- horf fólks til samkyn- hneigðar taka vonandi ein- hvern tímann stakkaskipt- um. Reyndar er enda- þarmsörvun í kynlífi engin ný bóla í mannkynssög- unni. ísumum austantjalds- löndum þar sem erfitt er að nálgast getnaðarvarnir eru endaþarmskynmök þekkt- ur valkostur í því skyni að forðast barneignir. A tím- um alnæmis verður að geta þess að samfarir í enda- þarm, án smokks, eru ein hættulegasta kynhegðunin vegna þess að slímhúðin í endaþarminum er við- kvæm fyrir hnjaski. Komist sæði smitað af alnæmis- veirunni inn í slímhúðina er leiðin greið inn í blóðrás- ina. Kynlífskönnuðir; farið varlega. .. ef sá gagn- kynhneigði vill ekki láta stimpla sig homma forðast hann að vera móttöku- aðilinn í enda- þarmskyn- mökum.“ Spyrjió Jónu um kynlífló. Utanáskrlft: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.