Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. NÓVEMBER 1991
FYRST FREMST
sigfús jónsson. Situr i stjóm Hraöfrystihúss Stokkseyrar og versl-
ar viö eigið ráðgjafarfyrirtæki. jóhann j. ólafsson. Stöö 2 greiddi
80 milljóna króna skattaskuld meö skuldabréfi.
LEITAÐI
RÁÐGJAFAR
HJÁ SJÁLFUM SÉR
Rekstur Hraðfrystihúss
Stokkseyrar hefur gengið
mjög erfiðlega undanfarið og
stjórn fyrirtækisins hefur leit-
að ráða til að koma rekstrin-
um á réttan kjöl. Stjórnin hef-
ur meðal annars leitað til ráð-
gjafarfyrirtækis eins er heitir
Nýsir og er staðsett í Skipholt-
inu. Nýsir hefur unnið fyrir
frystihúsið að ákveðnum
verkefnum.
Sigfús Jónsson, fyrrver-
andi bæjarstjóri á Akureyri,
er stjórnarformaður Hrað-
frystihúss Stokkseyrar og sit-
ur þar fyrir hönd hlutafjár-
deildar Byggðastofnunar.
Stjórn hraðfrystihússins
leitaði ekki langt yfir skammt
þegar ákveðið var að velja
Nýsi til verksins, því Sigfús
Jónsson er einn af stofnend-
um Nýsis og situr jafnframt í
stjórn fyrirtækisins.
STÖÐ 2 FÉKK
SKATTINN Á
SKULDABRÉF
A síðustu mánuðum sínum
í fjármálaráðuneytinu sam-
þykkti Ólafur Ragnar
Grímsson kaup á skulda-
bréfi frá Stöð 2 til greiðslu á
skattaskuld fyrirtækisins.
Skuldabréfið hljóðar upp á
um 80 milljónir króna og
lögðu forsvarsmenn Stöövar-
innar fram veð til tryggingar
skuldinni. Það vekur athygli
að inni í þessari upphæð er
virðisaukaskattur. Hann er
vörsluskattur, það er skattur
sem ekki er lagður á Stöðina
heldur viðskiptavini hennar.
Stöðin innheimtir hann.
Sambærileg skuldabréfa-
kaup voru mjög til umræðu
fyrir fáeinum árum. Eftir að
Albert Guðmundsson yfir-
gaf fjármálaráðuneytið kom í
Ijós að hann hafði verið stór-
tækur í þessum málum og
breytt skattaskuldum fjölda
einstaklinga og fyrirtækja í
skuldabréfalán. Með þvi
skerti hann kröfur rikisins.
Skuldin hafði ekki lengur lög-
veð heldur var orðin eins og
hver önnur skuld. Hún varð
ekki forgangskrafa ef til
gjaldþrots kom heldur var
tekin fyrir eins og almenn
krafa.
Alþingi breytti þessu hins
vegar árið 1989. Eftir þaö
hafa skattaskuldir engan for-
gang umfram aörar kröfur.
Það eru fáir skattar sem hafa
slíkan forgang eftir lagabreyt-
ingarnar. Meðal þeirra eru
fasteignagjöld sveitarfélaga,
þungaskattur á bíla og af-
notagjöld Ríkisútvarpsins,
samkeppnisaðila Stöðvar 2.
SEINT VERÐUR
GEIR FORSTJÓRI
í STÓRIÐJU
Nú þegar búið er að blása
álverið af er Ijóst að Geir A.
Gunnlaugsson. forstjóri
Marels, veröur ekki forstjóri
þess í bráð. Þótt álverið hafi
átt að verða í eigu útlendinga
er vitað að Geir var kandídat
Jóns Sigurðssonar til starf-
ans. Geir átti meðal annars
sæti í samninga- og undir-
AF
STJORNUNNI
A SOLINA
búningsnefndum vegna ál-
versins.
Geir var líka kandídat í sæti
forstjóra Kísilmálmverk-
smiðjunnar á Reyðarfirði á
sínum tíma. Sú verksmiðja
kom aldrei, eins og kunnugt
er. Geir virðist því ekki ætlað
að sitjast í slíkan stól. Hann er
nokkurs konar endanleg
mengunarvörn fyrir stóriðju.
En þótt Geir hafi misst af
hugsanlegu forstjórastarfi er
Ijóst að Jón Sigurðsson er í
enn verri málum. Hann hefur
hengt alla sína hatta á álver-
ið. Frestun á álverinu setur
því stórt strik í pólitískan
frama hans.
Eftir að Ijóst er að ekkert
verður af byggingu álversins
versnar staða Jóns í Reykja-
neskjördæmi, en þar hefur
hann átt í baráttu við Guð-
mund Árna Stefánsson,
bæjarstjóra í Hafnarfirði. Þeir
hafa líka verið taldir líkleg-
astir arftakar Jóns Baldvins
Hannibalssonar sem for-
menn flokksins. Nú þegar ál-
verið er horfið vænkast hag-
ur Guðmundar.
TÍMABUNDINN
SKATTURí
FJÓRTÁN ÁR
Skattur á verslunar- og
skrifstofuhúsnæði verður
lagður á 1992, fjórtánda árið
í röð eða frá því vinstristjórn
Ólafs Jóhannessonar tók
hann upp 1979 og Tómas
Árnason var fjármálaráð-
herra. Skattur þessi hefur
ávallt verið sjálfstæðismönn-
um eitur í beinum og þeir oft
og iðulega heitið því að
leggja hann niður.
rukkaði inn 302
milljónir að núvirði fyrsta ár-
ið. Næstu þrjú árin rukkaði
Ragnar Arnalds fjármála-
ráðherra í ríkisstjórn Gunn-
ars Thoroddsen að meðal-
tali 319 milljónir með skattin-
um. Árin 1983 til 1986 voru
sjálfstæðismenn í fjármála-
ráðuneytinu. Albert Guð-
mundssyni tókst ekki að
fella skattinn niður, en lækk-
aði hann þó niður í 291 millj-
ón að meðaltali. Árið 1986
tók Þorsteinn Pálsson við
og þá hækkaði skatturinn
upp í 332 milljónir. Árið eftir
stýrði Þorsteinn ríkisstjórn
með Jón Baldvin Hanni-
balsson sem fjármálaráð-
herra og skatturinn fór í 346
milljónir. Árið 1989 hafði Ól-
afur Ragnar Grímsson tek-
Íð við og honum tókst að
koma skattinum upp í 525
milljónir. Á þessu ári á hann
að vera tæpar 500 milljónir,
en 1992, á fyrsta fjárlagaári
Friðriks Sophussonar, á
hann að vera 505 milljónir.
Það er 67 prósentum meira
en þegar Tómas rukkaði
hann fyrst 1979.
Bráðlega mun ný útvarpsstöð heffa út-
sendingar. Stöðin hefur hlotið nafnið Sólin
100. Það er Jóhannes B. Skúlason, fyrr-
verandi útvarpsstjóri Stjörnunnar, sem er
maðurinn á bak við Sólina. Auk hans hafa
þeir Bjarni Óskarsson, veitingamaöur í
Berlín, og Gísli Gíslason lögfræðingur
verið orðaðir við reksturinn. í samtali við
PRESSUNA kvaðst Bjarni ekki vera á leið-
inni í útvarpsrekstur. Bjarni sagði Jóhann-
es hafa rætt við sig en kvaðst ekki ætla að
leggja fram neitt fé í reksturinn.
,,Eg hef verið að aðstoða strákinn við að
koma þessu á fót,“ sagði Gísli Gíslason að-
spurður um sinn þátt í stofnun stöðvarinn-
ar. Gisli sagði að hann mundi koma til með
að eiga einhvern hlut í Sólinni en ekki
koma neitt nálægt daglegum rekstri.
Sólinni er ætlað að vera útvarp fyrir alla
fjölskylduna og á að verða „stíluð eftir því
hvenær fólk getur hlustað", eins og Gísli
orðaði það. Sólin mun meðal annars ætla
að sinna börnum sérstaklega.
Jóhannes tók við rekstri Stjörnunnar i
apríl síðastliðnum en íslenska útvarpsfé-
lagið sagði upp samstarfssamningi sínum
við hann. Ekki munu enn öll mál Jóhann-
esar gagnvart Stjörnunni og Islenska út-
varpsfélaginu vera til lykta leidd, að því er
heimildir PREiSSUNNAR herma.
geir a. gunnlaugsson. Fyrst brást Kisilmálmverksmiðjan og nú er álverið farið. jónsigurosson. Hengdi hatt sinn á álverið sem brást. tóm-
as arnason. Varð fyrstur til að leggja skatt á verslunarhúsnæði. albert guðmundsson. Vildi skattinn burt en innheimti hann samt. þor-
steinn pálsson. Vildi skattinn burt en innheimti hann samt. friðrik sophusson. Vildi skattinn burt en innheimti hann samt.
Reddarðu ekki bara ál-
veri líka, Þorkell?
,,Láttu mig sjá pappír-
ana.“
Þorkell Stefánsson er fram-
kvæmdastjóri Raftækjaversl-
unar islands. En þaö fyrirtæki
borgaði ferð íslenska hand-
boltalandsliðsins á mót í Ung-
verjalandi á dögunum og
hljóp þar undir bagga meö
HSÍ er hafði ekki efni á ferð-
inni.
LfTILRÆÐI
af verdstrídi
Það þykir alltaf tíðindum
sæta þegar styrjaldir brjót-
ast út. Fyrirsagnir í blöðum
stækka og ná stundum yfir
alla forsiðuna, sérstaklega ef
líklegt er talið að meirihátt-
ar blóðbað sé í aðsigi, að
ekki sé nú talað um ef til
stendur að tortíma öllu sem
lífsanda dregur á jörðinni.
Sjónvarpsfréttamenn
hleypa brúnum og verða
ábúðarmiklir í hvert sinn
sem fjallað er um styrjaldir,
hvort sem það nú er fyrir
botni Miðjarðarhafs, á Balk-
anskaga eða í öðrum heims-
hornum.
Styrjaldarfregnir hafa
löngum þótt vond tíðindi.
Á íslandi hefur lítið verið
barist síðan á sturlungaöld
og þessvegna eru styrjaldar-
fréttir af íslenskri grund
fremur fátíðar.
Þó hefur, uppá síðkastið,
svolítið örlað á stríðsfréttum
frá íslandi i fjölmiðlum og
venjulega með þeim hætti
að ætla mætti að miklar
hörmungar væru í uppsigl-
ingu í kjölfar átakanna og
jafnvel tortíming lands og
þjóðar.
Hildarleikurinn er kallað-
ur „verðstríð" og gjarnan
nefndur í sömu andrá og tor-
tímingarstyrjaldir með sýkl-
um og eitri eða atómstríð.
Fréttamenn spyrja við-
mæiendur sína með miklum
þunga:
— Er skollið á verðstríð?
Bara einsog það væru
mestu hörmungar sem dun-
ið gætu á íslensku þjóðinni.
— Mikligarður og Bónus í
hrikalegu verðstríði. — Verð-
stríð um flugfargjöld yfirvof-
andi. — Verðstríð í græn-
meti.
Nú er það svo að við sigl-
um hraðbyri inní mikið og
langþráð „frelsi”; frjálst
framtak, frjálsa verslun, at-
hafnafrelsi, frjálsa hugsun
og umfram allt frelsi fram-
boðs og eftirspurnar þar
sem fólki gefst kostur á að
versla þar sem það er hag-
kvæmast.
Þegar þeir sem eitthvað
hafa á boðstólum fyrir neyt-
endur eru svo að undirbjóða
hver annan með því að
lækka verðið er það atferli
kallað „verðstríð" og ætti að
vera guði og góðum neyt-
endum þóknanlegt athæfi.
Indælt stríð.
Því bið ég til guðs að þessi
styrjöld breiðist út svo það
verði ekki bara Mikligarður
og Bónus sem berist á bana-
spjótum í verðstríði til hags-
bóta fyrir neytendur, heldur
öll verslunarstéttin og aðrir
þeir sem eitthvað bjóða falt.
Það er nefnilega tómt mál
að tala um frjálsa sam-
keppni, þegar samkeppnis-
aðilarnir bindast endalaust
samtökum um að halda
verðlaginu uppi.
Þessvegna er það mín
heitasta ósk að olíufélög,
flugfélög, kaupskipafélög,
tryggingafélög, lögmenn,
tannlæknar og fasteignasal-
ar hætti að liggja í endalaus-
um faðmlögum, meðan þeir
eru bakvið tjöldin í elsku-
légu samráði að semja „við-
miðunargjaldskrárnar" sín-
ar, og lofa að undirbjóða
ekki hver. annan.
Má ég þá heldur, fyrir
hönd neytenda, biðja um
allsherjar styrjöld á mark-
aðnum, verðstríð, í anda
frjálshyggjunnar, svo ein-
hver geti einhverntímann
fengið eitthvað á skikkan-
legu verði.
Verðstríð er ekki ógæfa
heldur eðlilegur og guði
þóknanlegur framgangs-
máti frjálsrar samkeppni.
Þessvegna segi ég einsog
sir Douglas Haig í síðari
heimsstyrjöldinni:
Guð blessi stríðið.