Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 39

Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR PRESSANj. £4 líL eMi/i iUpuuí? Vaka-Helgafell hefur end- urútgefiö eina kunnustu | smásöguna eftir Nóbels- skáldió HALLDÖR LAXNESS, „Jón i Brauðhúsum". Aö þessu sinni er um viö- hafnarútgáfu aö ræöa i stóru broti meö mynd- skreytingum listmálarans SNORRA SVEINS, leik- myndateiknara Sjón- varpsins. Eins og allir vita sem þekkja sóguna má lesa jafnmikiö milli lin- anna og i textanum sjálf- um og teikningar Snorra gefa sógunni viðbótar- vidd. todmobile hefur lika sent frá sér nýja plótu sem ber heitið „Opera". Þaö er nokkuö til í þvi hjá þeim sem halda þvi fram aö meölimir hljómsveitar- innar, þau andrea, eyþór og þorvaldur, hafi sann- aö aö islensk dægurtón- list þekki engin landa- mæri. Einn af gúrúum is- lenskrar dægurtónlistar segir aö þau hafi meö tónskópun sinni þanið tónsviöið til hins ýtrasta og snert á strengjum si- gildrar tónlistar til jafns við dans og hipp hopp. Nú er komin í verslanir ný nótnabók með 35 lógum eftir JOHANN G JOHANNS- son tónlistarmann, sem þorsteinn jónsson hefur útsett fyrir píanó og hljómborö. Bókinni fylgir geisladiskur, þar sem Þorsteinn leikur lógin á píanó, en einnig eru á diskinum tvó lóg eftir ax- el einarsson, meöal ann- ars „Hjálpum þeim", eftir- minnilegt framlag ís- lenskra hljómlistarmanna til hjálpar bágstóddum i Afríku. Ebony Opera Porgy og Bess í Hóskólobíói ,.A lúnleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar í kvölcl veröa leikin lónverk sem hafu notid mikillu vinswlda i yexnum lídinu oíf eiga þvi ad höfda til hreiös áheyrendu- hóps," segir Helga Hauks- dóttir, tónleikastjóri Sinfón- íunnar, um grœnu tónleiku- rödina. A sídasta úri var áherandi hve margt ungt fólk valdi þessa tónleikuröd og ad þessu sinni verdur hodid upp á söngverk eins og Rirgy og Bess eftir Gershwin með þátt- töku félaga úr hinum fræga sönghópi Ebony Opera sem er hópur þeldökkra söngvara og dansara. Kinnig verður flutt „Treemonisha" eftir Scott Joptin og þættir úr óperunni „Frederick Dou- glas" eftir Dorothy Rudd Mo- ore og fleira skemmtilegt. Stórnandi á tónleikunum í kvöld er ungur franskur Kan- adamaður, Daniel Swift, sem hefur getið sér gott orð i heimalandi sínu, Kanada, á undanförnum árum, fyrir framsækni og fyrir að fara ekki alltaf troðnar slóðir í tón- listartúlkun. Sigurdcir trúbador víðförli q diski ,,£g hef farid med gitarinn til 20 landa á þeim 4 árum sem ég hef veriö í þessu. Eg var háinn ad veru á togara í tólf ár hjá bjargvœttinum á Flaleyri þegar ég hitti Guð- mund Rúnar tónlistarmann á einum pöbbinum í Reykja- vík og hann taldi mér trú um aö þaö væri hœgt aö lifa á gít- arnum, svo aö ég asnaöist ál í þetta." Siguröur Björnsson trúba- dor hefur leikið á öllum Norð- urlöndunum. Síðan ákvað hann að fara til Nýja-Sjálands og heimsækja vini sína sem hann kynntist á íslandi þegar margir Ný-Sjálendingar komu til landsins að vinna í fiski. í kjölfarið á heimsókn- Furðufiskar og sveskjuís á Gullna hananum ,,Viö höfum veriö meö kvöldveröurtilboö í miöri viku og bjóöum þá upp á svo- lítiö sérstakun matseöil. Þar er um aö rœöa það sem viö köllum Fiskifuntusíu Gullna hanans. I henni eru ýmsir framandi furöufiskar eins og langhali, skrápflára, slétt- hali, háfur og tindabikkja." segir Birgir Jónsson, veit- ingamaður í Gullna hanan- um. Þessir fiskar sem Birgir nefnir eru ekki algengir á borðum fólks; þeim hefur í gegnum tíðina oftar en ekki verið hent, enda ekki taldir mannamatur. Nú er annað komið á daginn og Birgir seg- ir fólk láta mjög vel af þessum réttum. Fólk sé stundum tregt til að prófa þetta en þegar það sé búið að smakka eigi það ekki orð til að lýsa kræs- 39 inni suður í álfu fylgdi spilerí í Hong Kong, Japan, Singa- pore, Astralíu, Fiji-eyjum og víðar. „Blessaður vertu, maður setur bara eitthvert bull á blað um sjálfan sig, býr til plakat og bækling og sýnir kráreigendunum, þá kemst maður alls staðar inn. Þetta er allt fullt af plati þarna úti í löndum. Annars er fólkið fyr- ir sunnan vant tónlistar- mönnum sem taka starf sitt mjög alvarlega. Eg geri það ekki. Þess vegna hefur yfir- leitt myndast mjög góð „Þetta er allt Guömundi Rún- ari aö kenna," segir Siguröur. stemmning þar sem ég hef leikið, svona eins og í góðu partíi, og mér hefur tekist mjög vel að koma ár minnifyrir borð á Nýja-Sjálandi því áheyrendur voru fljótir að grípa þessa nýju stemmningu." Nú í desember kemurút 12'laga blúsaðurgeisladiskur með Sigurði víðförla sem hann tók upp á Nýja-Sjálandi|Og með Þorleifi, KK og Sigtryggi Baldurssyni hér á Islandi. Hvaö ætlarðu aö gera nœst? „Eg er að fara til Bergen um miðjan mánuðinn að spila og verð I mánuð. Ég er líka að hugsa um að halda konsert, en það verður ekki fyrr en eftir áramót því ég vil ekki lenda I einhverjum poppstjörnuslag um jólin. Ég vil alls ekki að fólk taki mig alvarlega í því sem ég er að gera. Ég lít ekki á mig sem al- vörutónlistarmann. ingunum. Birgir hefur vakið athygli fyrir að vera sérlega líflegur og skemmtilegur við þjónust- una og geta látið öllunt líða vel. „Ég hef gaman af því sem ég geri og nýt þess út í ystu æsar. Það má kannski segja að það veiti mér ákveðna full- nægju að veita fólki góða þjónustu. Að launum fæ ég innilegt bros og þakklæti og fólki finnst það hafa fengið ígildi peninganna," segir Birgir. Gullni haninn er einnig með hádegisverðartilboð og býður þá þríréttaða máltíð fyrir um þúsund krónur. Birg- ir segir að menn úr viðskipta- heiminum komi mikið í há- deginu með erlenda gesti sína og bjóði þeim þá upp á eitthvað nýtt og spennandi. Yfirmatreiðslumaður Gullna hanans er Guörún Jónsdóttir. Á veitingastaönum Gullna hananum mó sjá eftirtóldum andlitum bregða fyrir: Sigrúnu Stefánsdóttur fréttamanni, Ágústi Karlssyni, Rógnu Foss- berg fórðunarmeistara, Tage Ammendrup, Sveini Einars- syni, Jóhanni Bergþórssyni, forstjóra Hagvirkis, Esra Pét- fESKGMYNDIN Hann hafði yfir sér nokkurs konar Smart spæjara- lúkk á stnum yngri árum. Einkennin voru útstæð eyru, stór augu og innfelld haka. Eyrun og augun eru þarna enn en hann hefur kosið að hylja hök- una með grðskumiklu kennaraskeggi. Þetta er Sig- hvatur Björgvinsson,- fyrir og eftir ráðherradóm. urssyni geðlækni, Stefáni Páls- syni hrl., Bjarna Magnússyni og Sigurði Ola bankastjórum, starfsfólki Tryggingar hf„ Ág- ústi Ögmundssyni og Jóni Ótt- POPPIÐ Risaeðlan, sem lítið hefur látið á sér kræla að undanförnu ut- an upptókuversins, kemur fram á Tveimur vinum i kvöld og leikur iög af væntanlegri breiðskífu. Nýja platan inni- heldur tónlist sem er nokkuð frábrugðin þeirri sem Eðlan hefur leikið hingaötil og segja fróðir menn að hún hafi tekið miklum framförum. Með þeim kemur fram ný hljómsveit, Púff. Þeir hafa leikið saman í háift ár en koma fram í fyrsta sinn núna og skilgreina tónlist sína sem skemmtilegt dauða- hopp með dansivafi. Siggi Bjórns, hinn víðförli, verður með kassagítarinn á Blús- barnum í kvöld. Það vita það allir sem heyrt hafa í Sigga að hann leikur á við 3 menn og ís- lenskir tónar halda tónleika á Duus-húsi ásamt hljómsveit- inni Guði gleymdir, þeim Skalla-Óskari söngvara og Dóra gitarleikara. Viðar Jóns- son og Anna Vilhjálms verða á Kántrikránni í Borgarvirkinu ásamt Borgarsveitinni í kvöld. Gisli Helgason heldur útgáfu- tónleika á Púlsinum í kvöld Theódóra Sœmundsdóttir föröunarfræöingur hjá Þjóðleikhúsinu Hvað ætlar þú að gera um helgina, Theódóra? „Á laugardaginn er ég að hugsa um að fara með dóttur minni að sjá barna- leikritið Búkollu. Ég er svo á vakt um kvöldið við að farða leikarana í „Kæru Jelenu" og „Himneskt er að lifa". Á sunnudaginn getur verið að ég fari með fjölskyld- unni að kíkja á dýrin í Húsdýragarðinum í Laug- ardal. Maðurinn minn er mjög duglegur við að fylgja okkur mæðgunum eftir í svona leiðöngrum." ásamt splunkunýrri hljóm- sveit sinni sem heitir Þorgils. Gísli ætlar að kynna nýju sóló- plötuna sína, „Heimur handa þér", sem er önnur sólóplata hans. „Ástarjátning" færði honum gullskifu á sínum tíma. Meðleikarar Gisla eru Þórir Baldursson, Herdís Hallvarðs- dóttir, Tryggvi Húbnerog Pétur Grétarsson. Einnig koma fram Eyjólfur Kristjánsson og Anna Pálína Arnardóttir. Rúnar Þór og fólagar verða á Öndinni á föstudagskvöldið og leika splunkuný lög af væntanlegri plötu. Borgar- sveitin og Bjarni Ara verða í Borgarvirkinu á föstudags- kvöldið og á laugardagskvöld- ið verður Siggi Johnnie með Borgarsveitinni á Kántríkránni i Borgarvirkinu. Vinir Dóra verða á Púlsinum á föstudags- og laugardags- kvöld og hefst þá fjölmiðla- blúsinn að nýju. Að þessu sinni hefur Rás 2 skorað á Bylgjuna að senda blúsfulltrúa sína á staðinn. Það er næsta vist að það verður stuð á Púls- inum, því Vinir Dóra ku vera í skýjunum þessa dagana vegna vel heppnaðra upp- tökutónleika þeirra með Pine- top Perkins og Chicago Beau um síðustu helgi sem koma út á diski innan skamms. Á föstu- dags- og laugardagskvöld leikur besta band bæjarins. Viö mæIiim >, MEÖ Að fólk noti værðarvoðir og kakó í stað þess að hækka á ofnunum það er rómantískara Að fólk fari að leggja fyrir til jólanna og láti jólin í fyrra sér að kenn- ingu verða. Það er engin hemja að vera að borga af þeim langt framyfir páska Að fólk „teiki" í vinnuna það er ódýrara og umhverfis- vænna en einkabíllinn og strætó Að fólk sýni Jóni Sigurðg- syni velvild og væntumþykju hann á bágt þessa dagana Að fólk muni eftir smá- fuglunum þeir eiga líka bágt eins og Jón Sig INNI Það er vísindalega sannað að fimm árum eftir að pilsfaldur kvennanna fer að hækka fylgir frakkafaldur karlanna á eftir. Og nú er komið að því. Nýjustu frakkarnar enda nokkru fyrir ofan hné, á sama stað og þeir gerðu í lok sjöunda áratugarins og byrjun þess áttunda. Eins og frakkarnir sem Michael Caine varð frægur í og líka Sean Connery. Frakkarnir í dag eru þó ekki bara hvítir eða bláir eins og í þá gömlu góðu daga heldur rauðir, gulir, grænir, kamellitir og allavega. Nema hvítir eða bláir. UTI Steggja- og gæsaparti hafa lifað sitt stutta blómaskeið. Þau eru ekki lengur inni. Þau eru úti. Besta sönnun þess er að sunnu- dagsblað Morgunblaðsins hefur fjallað um fyrirbrigðið. Það blað virkar eins og barómeter á tískusveiflur. Það sem er á innleið i Moggann er á útleið. Alveg eins og i helsta einkenni Moggans, — minningargreinun- um. Þeir sem komast þar inn eru á leiðinni út.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.