Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 38

Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. NÓVEMBER 1991 'Jh'ijar ífidcHdltnf |>jóððöguf Strætisvagnabilstjóri í.em ók strætisvagni í Kópavogi á árum áöur þótti ekki fljótur í ferðum. Bilstjórinn, en hann hét Jón, var mikill áhuga- maður um allt sitt nán- t sta umhverfi og lét starfið trufla sig sem minnst frá áhugamálun- um sínum. Jón átti til að stöðva vagninn og ganga út fyrir veg til aö svala forvitni sinni, teldi hann sig sjá eitthvað sem hann vildi kanna betur. Á meðan áttu farþegar hans ekki annars kost en bíða í vagninum þar til bílstjór- anum þóknaðist að setj- ast aftur undir stýri og halda ferðinni áfram. Af þessum sökum gat það komið fyrir Jón að vera lengi í ferðum og við það bættist að Jón ók varlega og fór hægt. Hann átti í mestu erfið- leikum með að halda áætlun, án þess að hafa af því nokkrar áhyggjur. Farþegar hans voru þessu vanir og gerðu fáar athugasemdir. En vegna alls þessa festist við Jón uppnefni. Hann varávallt kallaður Jón elding. (Úr strætósögum) Ungir menn á Selfossi ákváðu eitt sinn að gera félaga sínum grikk. Þeir höfðu hugsað lengi um hvað þeir gætu gert sem félaginn yrði að hafa sem mest fyrir. Eftir langa umhugsun og ótal hugmyndir stakk einn þeirra upp á að þeir auglýstu í DV eftir notuðu fótanuddtæki og settu símanúmer kunningjans undir auglýsinguna. Þeir gerðu þetta og við- brögðin létu ekki á sér standa. Fram kom að ís- lendingar eiga mikið af fótanuddtækjum sem eru til sölu, því sími mannsins þagnaði ekki í tvo heila daga — og að sjálfsögðu hafði hann ekki fótanuddtæki til sölu. (Ur hrekkjarasögum) Sagan segir að Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, hafi eitt sinn, í leiðara í blaðinu sínu, sagt annan hvern bónda á islandi aumingja. Þessi skrif eiga aö hafa valdið mikilli óánægju, sérstaklega meðal fólks til sveita. Leitað var til Jónasar vegna málsins og bauðst hann til að leiðrétta þessa fullyrðingu sína. í leiðara fáeinum dögum síðar skrifaði Jónas að annar hver bóndi á íslandi væri ekki aumingi. (Úr blaöamannasögum) og það er heldur betur byggt og byggt yfir þá. Hrossin þurfa líka að bíta og með tím- anum verður þetta kannski ekki síður vandamál. Dagurinn hjá mér hefst klukkan sex á morgnana, en þá gef ég ánum. Síðan fer ég í vinnuna og vinn í tíu tíma. Eftir vinnu fer ég aftur upp í fjárhús og sinni um ærnar og hestana. Þetta er því heilmik- ið stúss og í raun borga ég með þessu, eins og fólk gerir með áhugamálum sínum. Engu að síður hefur fólk ver- ið að öfundast út í þetta, pen- inganna vegna. Það má ekkert iengur fyrir reglum og reglugerðum. Sem dæmi um hversu rotið þetta er, þá byggði ég mér örlítinn reykhúskofa í kringum 1980. Það er ógerlegt að hafa reyk- húskofa nema rjúki og ég hafði því ekki fyrr tekið hann í notkun en allt var mætt á svæðið, bæði lögregla og slökkvilið. Frelsi einstaklings- ins er ekkert lengur, það má bókstaflega ekki neitt. Mér finnst illa farið með það fólk sem byggði landið upp. Ég þekki mann hér í Hafnarfirði sem á litla trillu og skreppur út sér til gamans. Nú eru þeir farnir að rukka hann um krókaleyfi þessi tvö skipti á sumri sem hann skreppur á pollinn. Mér finnst þetta vanvirða við fólk sem er búið að skila sínu og meira en það. í haust var okkur tilkynnt í vinnunni að öllum yrði sagt upp þegar þeir næðu sjötugu. Þar sem ég er fæddur 1922 og búinn að slíta barnsskónum á ég því ekki langt í það. Þá verður gott að hafa dýrin til að halla sér að," sagði Sigurbjörn að lokum. Þóra Kristin Ásgeirsdóttir segir Sigurbjörn Sigmarsson, áhugabóndi og bæjarstarfsmaðuT ,,£g var údur bóndi i Skagafiröi og þegar ég neydd- ist til ad hœtta búskap flutti ég til Hafnarfjaröar," sagöi Sigurbjörn Sigmarsson, bœj- arstarfsmaöur og úhuga- bóndi, í stuttu spjalli uiö PRESSUNA. „Eftir að ég flutti fannst mér ekkert vera neins virði lengur; ég var horfinn inn í sjálfan mig, mokandi drullu ofan í skurðum alla daga. Það fór að lokum þannig að ég fékk mér fimm kindur og smám saman þróaðist þetta upp í tuttugu kindur þegar mest var. Þetta er því ekki eiginlegur búskapur heldur áhugamál, svipað og hjá þeim sem hafa unun af því að velta á undan sér kúlu í tíma og ótíma," segir Sigurbjörn. „Það fór þannig um bú- skapinn í Skagafirðinum að eftir að fjölskyldan stækkaði fór ég að svipast um eftir stærri jörð en við bjuggum þá á bænum Stekkjarbóli, þar sem ég hafði reist nýbýli, og leikar fóru þannig að ég leigði jörð til tiu ára og fékk leigusamninginn síðan ekki framlengdan eftir það. Ég var þá með stórbýli á jörðinni, sem hét Gröf, og engin jörð íöl nema miklu smærri í snið- um, svo ég varð að bregða búi. Við hjónin eigum sex börn, sem nú eru öll uppkom- in, og yngsta dóttirin er orðin bóndakona í Rangárvalla- sýslu og ég er mjög stoltur af því. Bóndinn er í hjartanu. Þetta virðist fylgja manni meðan maður hefur aldur og heilsu til. Mér virðist fólk hér fyrir sunnan ekki hafa skiln- ing á þessum málum og að það haldi stundum að það leysi einhver vandamál með því að meina fólki að stunda búskap þegar það á sér enga aðra ósk. Maður fær svo mik- ið út úr því innra með sér að vera með dýrunum. Það er yfirhöfuð alltaf mjög slæmt fyrir fólk að neyðast til að hætta búskap. Maður er fæddur í sveitinni og alinn upp með dýrunum, hvort sem það eru kindur eða hest- ar, og skoðun mín er sú að meðan bændurnir hafa heilsu til ættu þeir umfram allt að fá að starfa við þetta. Fólk á að vera þar sem því líð- ur vel sjálfu, án þess að eiga á hættu að vera rekið í burtu. Ég finn sárt til með bændun- um á Hólsfjöllum sem verið var að flæma af jörðunum. Sérstaklega eldri mönnun- um. Nú er smám saman verið að taka fyrir allan áhugabú- skap og á næstu árum stend- ur til að rífa þessa fjárhúskofa undir nýbyggingar. Maður heyrir úr öllum áttum að fólk vill eyðileggja þessa gömlu hefð og ber fyrir sig gróður- vernd. Mér hefur þó alltaf virst sem sauðkindin græði meira en hún eyðileggur. Við erum núna þrjátíu félagar í Fjárverndarfélagi Hafnar- fjarðar og ætlum að standa saman, og verði þessi kofa- þyrping rifin er bara að byggja nýja fjárhúsborg. Ég held að þetta sé ómiss- andi meðan maður fær að vera í friði og svo hefur þetta líka góð áhrif á börnin. Ég á einnig þrjá hesta og það er áhugamál sem er engum þyrnir í augum. Síðastlið- inn vetur komu yfir 1.000 hestar bara til Hafnarfjarðar SJÚKDÓMAR OG FÓLK Gallsteinar í sultukrukku Einu sinni var ég kallaður í vitjun í fjölbýlishús um nótt. Ég leit á lítinn snáða með hita, skrifaði út fúkka- lyf og hraðaði mér á braut. Á leiðinni niður stigann opn- uöust dyr á fyrstu hæöinni. Feitlagin. drukkin miðaldra kona, í rósskræpóttum kjól og svörtum skóm með skökkum hælum, kom fram og bað mig endilega að koma inn. „Við sáum bílinn þinn," sagöi hún, „fáðu þér kaffi með okkur." Ég þekkti hana frá heilsugæslustöö- inni en þangaö hafði hún iöulega komiö á liðnum ár- um. Hún steig nokkur óstöð- ug dansspor og dró mig inn fyrir. Veisla var í fullum gangi. Ég kastaði kveðju á nokkra menn sem ég þekkti, fékk mér bolla af kaffi og settist. „Hvað er títt?” spuröi ég vandræðalega eins og er háttur ódrukkinna innan um ölvað fólk. Enginn svaraði en einhvers staðar inni í her- bergi heyrðist maður reka upp gól. Allt í einu barst mér til eyrna hávær taktfastur glymjandi. Frúin kom með sultukrukku með nokkrum kúlum í og hringlaði í gríð og erg. „Vitiði hvað þetta er?“ spurði hún og hló hvellt og gleðilaust. „Já, við vitum það," svaraði maðurinn hennar, sem hafði setið þög- ull yfir blöndu af Genever í jaffadjús. „Þetta eru þessir helvítis gallsteinar þínir sem þú glennir framan í hvern rnann." „Þegi þú nú," sagði konan og hristi steinana. „Þú hefur ekkert vit á gall- steinum." Hún kom auga á mig og sagði: „Þakka þér fyrir að senda mig á spítal- ann, ég hef alltaf ætlað að sýna þér úr mér gallstein- ana." Hún hristi krukkuna í takt við lag sem enginn heyrði nema hún ein og fór að gráta. Maðurinn hennar reyndi að taka utan um hana en hún sleit sig lausa, settist í sófann og þrýsti glasinu með gallsteinunum að brjósti sér. VERKIR OG ROPAR Ég settist hjá konunni og reyndi að hugga hana. Hún hafði leitað til mín nokkrum vikum áður vegna endurtek- inna verkja í kviðnum undir rifjaboganum hægra megin. Auk þess hafði hún um langt skeið kvartað undan lofti í maganum, ropum og vanlíð- an eftir máltíðir. Síðan fór hún að fá slæm verkjaköst í kviðinn, aftur í bak og upp í öxl. Stöku sinnum kastaði hún upp og kvaldist af ógleði ef hún borðaði eitthvað feitt. „Hvað veldur þessum verkj- um?" spurði hún, þegar hún kom til mín og við höfðum fengið það staðfest með óm- skoðun að hún væri með gallsteina. Ég skýrði út fyrir henni hvernig gallið, sem líkaminn notar til að melta fitu, myndaðist í lifrinni og geymdist í gallblöðrunni. Þegar fita kemur í melting- una dregst gallblaðran sam- an, gallið fer niður í görnina og sinnir þar hlutverki sínu. Aðalefnið í galli er kólesteról og gallsteinar stafa oftast af því að það fellur út. Smám saman verður gallblaðran full af steinum og þá dregur hún sig illa saman og melt- ingarvandræði verða mjög áberandi. Verkirnir, sem fylgja þessum sjúkdómi. stafa af því að lítill steinn festist í útfærsiugöngum blöðrunnar og veldur sárs- auka þegar blaðran dregur sig saman. Gallsteinar eru algengir og er talið að lið- lega 10% fullorðinna hafi þá í einhverri mynd. Þeir eru al- gengari í konum en körlum, liggja í ákveðnum ættum og sjúkdómar í lifur, offita, blóð- sjúkdómar, snögg megrun og sykursýki valda aukinni tíðni. Feitlögnum konum á miðjum aldri, sem eignast hafa eitthvað af börnum, virðist sérlega hætt við gall- steinum. ÓÞARFT LÍFFÆRI Gallsteinar eru greindir með ómun á lifur og gallveg- um, sem mjög hefur rutt sér til rúms á síðustu árum. Áð- ur fyrr var gefið litskugga- efni sem safnaðist fyrir í blöðrunni og tekin röntgen- mynd. Ómun gefur betri mynd af ástandi gallveg- anna og er hættulaus rann- sóknaraðferð. Einu sinni voru flestir með gallsteina skornir upp og gallblaðran fjarlægð. Nú er reynt að meta i hverju tilviki hvort steinar valdi svo miklum óþægindum að aðgerðar sé þörf. Endurtekin verkjaköst. mikil óþægindi, gula og sýking í gallvegum leiða yf- irleitt til þess að gallblaðran er fjarlægð. Fólk virðist þola það ágætlega að missa gall- blöðruna en gallgangarnir víkka.til muna eftir aðgerð- ina og taka við hlutverki gallblöðrunnar. GALLSTEINAR í BANKAHÓLFI Hún sat með gallsteinana sína í sultukrukku, drukkin á blettóttum kjól og grét. „Ég hefði aldrei átt að giftast þessum manni." sagði hún, „hann heimsótti mig varla á spítalann." Hún þagnaði og grét hljóðlega. Ég stóð á fæt- ur og kvaddi konuna. Hún rétti mér sultukrukkuna með gallsteinunum og sagði: „Viltu koma þeim fyr- ir í bankahólfi. Mér finnst þessir gallsteinar vera það eina sem ég á. Þeir eru hluti af mér." Hún grét beisklega og staulaðist inn á klósett til að kasta upp. Mér fannst hælarnir á skónum hafa skekkst enn meira. Ég tók frakkann minn og laumaðist út. „Hvenær verður hægt að skera úr fólki óhamingjuna og leiðindin?" hugsaði ég spekingslega með mér. Ég setti gallsteinana í hanska- hólfið á bílnum mínum og gleymdi þeim þar. Nokkru síðar seldi ég bílinn og gall- steinarnir fóru með í kaup- bæti. Konuna sá ég aldrei framar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.