Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 35

Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 14. NÓVEMBER 1991 35 KONA SEM VAR KARL FYRIR TVEIMUR ÁRL/M „Ég lífí eðlilegu kynlífí en sjálfsmyndin er fyrír mestu" „Mér líður ekki eins og ég hafi skipt um kyn. Mér líður eins og mistök náttúrunnar hafi verið leiðrétt og nú geti ég lifað óáreitt sem sú kona sem ég hef alltaf verið," sagði íslensk kona sem fæddist karlmaður og gekkst fyrir tveimur árum undir kyn- skiptaaðgerð og er nú búsett erlendis undir nýju nafni. Hún féllst á að segja lesend- um PRESSUNNAR sögu sína ef það mætti verða öðrum til hjálpar. „Eg fæddist og ólst upp úti á landi. Frá því að ég man eft- ir mér hefur mér fundist ég vera kona, en þar sem ég fæddist í karlmannslíkama varð ég útundan hjá jafnöldr- um mínum; stelpurnar litu á mig sem strák, sjálf leit ég á mig sem stelpu og strákarnir stríddu mér og ég lenti sjálf- sagt þarna einhvers staðar á milli." MEYR EN SAMT OF HÖRÐ „Líkt og gerist í öllum hóp- um eða skólum var níðst á þeim sem voru veikburða og í mínu tilfelli tilheyrði ég eng- um. Ég var meyr en ekki töff eins og strákarnir, en sjálfsagt aðeins of töff fyrir stelpurnar. Andlega átti ég þó heima í stelpuhópnum en valdi mér léttustu leiðina, sem lá ein- hvern veginn mitt á milli kynjanna, enda vart við öðru að búast af 8—10 ára krakka. Á unglingsárunum fór ég að reyna að finna sjálfan mig í samkynhneigð þar sem ég hafði tilfinningar til karl- manna, en fann fljótlega að ég laðaðist ekki að karl- mönnum sem karlmaður heldur sem kona og það gekk því heldur ekki upp. Ég var kvenmannssál í karlmanns- líkama og gat því ekki elskað eða fundið fróun í þeim kyn- færum sem náttúran hafði út- hlutað mér. Ég lifði þannig engu kynlífi fyrir aðgerðina." GEÐLÆKNIRINN Á VILLIGÖTUM „Ég leitaði mér hjálpar hjá geðlækni þegar einmana- kenndin og vanlíðanin urðu mér um megn. Ég hafði þá lesið um sambærilegar að- gerðir og vissi að það yrði lausnin fyrir mig. Hjá geð- lækninum komst ég að mörgu mikilvægu varðandi sjálfa mig, en hvað varðaði þetta sem máli skipti var hann á algerum villigötum. Hann var allan tímann að reyna að finna sökudólg og þarafleiðandi lækningu, en það er þannig með okkur manneskjur að það er hægt að breyta sjálfsmynd en ekki eðli og ég held að það sé al- veg óyggjandi að þetta er meðfætt. Samskipti mín við geð- lækninn voru með því móti að ég sannfærðist um að hann hefði ekki hugmynd um um hvað málið snerist. Hann sýndi mér reyndar töflu sem sýndi tuttugu og fjóra kyn- skiptinga og taflan sýndi að sextán þeirra voru sáttir við aðgerðina en fjórir sáu eftir öllu saman og fjórir frömdu sjálfsvíg. Þessar upplýsingar hjálpuðu mér ekki, eins og gefur að skilja, enda aðeins til þess að brjóta niður sjálfs- mynd mína en ekki til þess fallnar að breyta eðli mínu." ÞAÐVERÐUR ^ BÚIN TIL HOLA „Eftir tilvísun þessa læknis leitaði ég til kvensjúkdóma- læknis sem var, líkt og hinn fyrri, virtur og einn sá færasti á sinu sviði og viðskiptin við hann brutu mig endanlega niður. Hann sagði orðrétt: „Kynfæri þín verða fjarlægð og það verður reynt að búa til einhvers konar holu sem hægt er að notast við." Spurn- ing mín til þessa manns er einfaldlega þessi: Hvernig í ósköpunum ætti ég að geta sætt mig við kynfæri mín ef þau væru svona? Hann var að lýsa einhverri plastgínu úti í glugga. Ég hefði virt þennan mann mikils ef hann hefði haft hug- rekki til að segja að hann þekkti ekki til málsins og yrði því að vísa mér annað. Því miður var þessu hugrekki ekki til að dreifa í hans tilfelli og hann gat, þegar til kom, ekki gírað niður þegar kom að hlut sem hann hafði ekki skilning á.“ AÐGERÐIN FRAMKVÆMD „Dagarnir eftir viðtalið við kvensjúkdómalækninn voru þeir verstu sem ég hef lifað, en sem betur fer gafst ég ekki upp. Eftir að hormónameðferð- in hófst flutti ég utan og hef verið búsett þar síðan. Að- gerðin sjálf var framkvæmd fyrir tveimur árum og síðan þá hef ég getað lifað í eðliiegu samræmi líkama og sálar. Pað var ekki skorið undan mér, eins og hefði þó mátt skilja af ummælum læknisins á íslandi, heldur var kynfær- um mínum breytt á þann veg að í dag er ég í líkama konu. Læknirinn fjarlægði eistun og breytti pungnum í skapa- barma, hann fjarlægði vöðv- ann í tippinu og notaði húð- pokann í legið. Kynfæri mín eru því kynfæri konu, en að sjálfsögðu hef ég ekki móður- líf. Það má tala um, þessu til útskýringar, að snemma á fósturskeiði eru kynfæri kynjanna ekki frábrugðin, það er ekki fyrr en fer að líða á fósturskeiðið að kynfærin taka á sig karl- eða kven- mynd, sem ræðst að sjálf- sögðu af litningum. Snípur og tippi eru sama líffærið, á körl- um vex það og verður tippi en á konum ekki. Kynfærum mínum var því, eins og áður sagði, breytt." TVÍTÓLA FÓLK „Fólk fæðist með allskyns ágalla og sumar konur fæðast jafnvel með ekkert móðurlíf, aðrar ekki með sköp, en þær eru konur engu að síður. Læknavísindunum hefur fleygt fram og nú er hægt að bæta úr þessu í mörgum til- fellum. Það er einnig til fólk sem fæðist tvítóia og það ger- ir að verkum að snípurinn stækkar á við tippi. Það er sálarlíf fólksins sem sker úr um hvort það er karlmenn eða kvenmenn. Eftir aðgerðina hef ég lifað eðlilegu og góðu kynlífi, mun betra en ég hafði þorað að vona. Ég hafði búið mig undir svo ófullkomna aðgerð að ég gæti aldrei lifað neinu kynlífi. Það sem er þó mest um vert er að ég hef öðlast sjálfsmynd sem kynvera." í FÖSTU SAMBANDI í ÁR „Ég var í föstu sambandi í eitt ár en því sambandi er nú lokið. Við höfðum verið sam- an í þrjá mánuði þegar ég sagði honum sögu mína. Hann brást vel við. Hafði að sögn haft sínar grunsemdir. Hann tók sinn tíma til að yfjr- vega málið en sagði þó: „Ég hef þekkt þig sem konu í þrjá mánuði og enginn getur sagt mér að þú sért karlmaður." Síðan brast hann í grát og sagði: „Þú getur verið stolt af því hver þú ert." Mér þótti of- boðslega vænt um þessi við- brögð. Yfirleitt býður karlmönn- um nett við svona hlutum, þeim hefur ekki tekist að líta á mig sem konu nema að vel útskýrðu máli. Ég skil það vel, ég veit ekki hvernig ég mundi bregðast við konu sem hefði verið xarlmaður. Síðan þá hef ég sett karlmennina inn í fortíð mína, sé um náin sambönd að ræða." STUDNINGUR FJÖLSKYLDU „í reynd hef ég verið alveg óskaplega heppin. Ég hef allt- af átt stuðning fjölskyldu minnar vísan og þau hafa gert mér ljóst frá byrjun að þau skildu mig og styddu alla leið. Það er því miður meira lán en kynskiptingar eiga al- mennt að fagna og oft er lok- að á þá flestum dyrum. Það er þó ekki alslæmt. Þannig veistu líka hverjir eru vinir þínir og hvaða fólki þykir raunverulega vænt um þig. Ég sagði þó við fjölskyldu mína að gefa sér góðan tíma til að hugsa þessi mál, enda tók það mig tuttugu og fimm ár að finna sjálfa mig og ég ætla öðrum ekki lítinn tíma heldur. Auðvitað komu oft upp skrýtnar aðstæður þegar að- gerðin var um garð gengin. Ég var fædd sem karlmaður, alin upp sem karlmaður og karlmannsnafnið stóð enn í flestum opinberum plögg- um.“ GJALDKERANUM LÁ VIÐ YFIRLIÐI „Meðan ég lá ennþá á sjúkrahúsinu sendi læknirinn úti inn tilkynningu á Hagstof- una um að ég hefði gengist undir aðgerð og væri nú Úr myndinni um Georg/ Christine Jörgensen. kona með nýtt nafn og þyrfti nýja kennitölu. Ég sendi afrit til þjóðskrárinnar á íslandi og síðan þurfti ég að leiðrétta mig á skattstofunni, trygg- ingafélaginu og Bifreiðaeftir- litinu og þetta var heljarmik- ið mál. Það má nefna það til gam- ans að það varð hálfgert uppistand i banka á íslandi þegar ég kom til að breyta nafninu á Vísakortinu, kon- unni í afgreiðslunni lá við yf- irliði og hún ætlaði aldrei að koma því inn í hausinn á sér að karlmaður gæti einn dag- inn labbað inn í banka, ver- andi orðinn kvenmaður, og beðið um nýtt nafn á Vísa- kortið! Á vinnustaðnum mætti ég miklum skilningi, en þar vinna ásamt mér að- eins fáar manneskjur og okk- ur er öllum vel til vina." ÞÚ FLÝRÐ EKKI SJÁLFA ÞIG „Áður fyrr sá ég aðeins eina lausn og hún var sú að flytja í aðra heimsálfu og byrja nýtt líf undir fölsku flaggi. í dag hef ég lært að þú flýrð ekki sjálfan þig, jafnvel þótt þú farir svo langt sem til Singapore eða Sydney. Fram- tíðardraumar mínir eru þeir að stofna fjölskyldu með manni eða börnum og það eru engir órar. Ég hef báða fætur á jöröinni þó að ég líti á mig sem venjulega konu og ég hef það óskaplega gott. Það er einnig til fólk sem býr eitt alla ævina, sátt við sjálft sig og aðra og lífið er ekki verra fyrir það.“ Þóra Kristin Ásgeirsdóttir * bæjarstjórnarfundi á Ólafs- firði á þriðjudag var rætt um ávítur félagsmálaráðuneytisins á bæjar- stjórn vegna ábyrgð- ar til handa Fisk- mari, sem er nú til gjaldþrotaskipta. Eins og kunnugt er fékk bærinn ekki þau veð fyrir ábyrgðinni sem búið var að lofa. Á bæjarstjórnarfundin- um tóku fulltrúar Sjálfstæðisflokks, undir forystu Óskar Þórs Sigur- björnssonar, forseta bæjarstjórnar, og Bjarna Grímssonar bæjar- stjóra, ábyrgðina á sig ... egar búið verður að ræsa allar 3 vélar Blönduvirkjunar á næsta ári verður forgangsorka Landsvirkjun- ar til veitustofnana á öllu landinu um 5.000 gígawattstundir, GWh, á ári. Með forgangsorku er átt við orku sem Landsvirkjun getur lofað afgreiðslu á hvernig sem árar. Þar af verður umframorkan, það er að segja sú orka sem óseld verður næstu árin, um 700 GWh. Það þýðir á mannamáli að setja mætti allt veitusvæði Rafmagnsveitu Reykja- víkur; Reykjavík, Kópavog, Seltjarn- arnes, Mosfellsbæ, Garðabæ norð- an Lækjar og Kjalarneshrepp að Saurbæ, í samband á einu bretti með einni innstungu og samt væri enn til svolítið rafmagn óselt. .. F &. ormaður bæjarraðs i Kopavogi, Gunnar Birgisson, hefur gert það gott í verktakabransanum að und- anförnu. Landsvirkj- un hefur á undan- förnum 3 árum var- ið rúmum 270 millj- ónum króna í undir- búning vegna Fljóts- dalsvirkjunar. Klæðning hf„ sem meðal annars er í eigu Gunnars Birgissonar, er þegar búin að leggja vinnuvegi á Fjótsdalsheiði fyrir tæp- ar 50 milljónir. Þetta sama fyrirtæki hefur einnig unnið að 1. áfanga að- komuganga að stöðvarhúsi Fljóts- dalsvirkjunar fyrir um 45 milljónir ásamt verktakafyrirtækinu Gunnari og Guðmundi sf„ sem er líka í eigu Gunnars Birgissonar, Ármannsfelli, sem sami Gunnar er hluthafi í, og dönsku verktakafyrirtæki, sem Gunnar hefur enn að minnsta kosti ekki eignast. Þannig hafa um 100 milljónir af þeim 270, sem Lands- virkjun hefur varið til undirbúnings á svæðinu, fallið í skaut fyrirtækja í eigu Gunnars Birgissonar... MT' að hefur vakið athygli að Landslagið er nú á vegum rásar 2 og Sjónvarpsins en ekki Stöðvar 2. Spurningar hafa vaknað um hvers vegna Stöð 2 heldur ekki keppnina eins og hingað til. Svarið mun meðal annars felast í því að ekki náðist samkomulag um að nýta stúdíó Jóns Ólafsson- ar í Skífunni og stjórnarmanns í Stöð 2. Það varð því ekkert úr því að Stöð 2 héldi keppnina, sem var jú svar hennar við Evróvisjón Sjón- varpsins...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.