Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 11

Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. NÓVEMBER 1991 11 IV! lTAikill ágreiningur er nú á milli framkvæmdastjórnar Hollustu- verndar ríkisins og tveggja yfir- manna mengunar- varnasviðs Hollustu- verndar. Ástæðan er starfsaðferðir þess- ara tveggja yfir- manna við starfs- leyfisumsókn Faxa- mjöls hf., sem ætlar að setja af stað mjölvinnslu á Grandagarði. Hefur Hermann Sveinbjörnsson, formaður stjórn- ar Hollustuverndar, sent bréf til Gunnlaugs Sævars Gunnlaugs- sonar, framkvæmdastjóra Faxa- mjöls. Þar segir Hermann að fram- kvæmdastjórn hafi átalið þá Ólaf Pétursson, forstöðumann mengun- arvarnasviðs, og Jóhann Guð- mundsson, deildarstjóra sömu deildar. í samtali við PRESSUNA sagði Ólafur hins vegar að engar átölur hefðu borist til þeirra .. . N 1 ^ u liggur frammi til umsagnar starfsleyfisumsókn Faxamjöls vegna mjölvinnslu þeirrar sem fyr- irtækið ætlar að koma í gagnið úti í Örfirisey. Meðal íbúasamtaka Vest- urbæjar er mikil óánægja með þessa fyrirhuguðu verksmiðju og var um síðustu helgi efnt til lokaðs fundar með fulltrúum íbúa, Holl- ustuverndar og Faxamjöls. Gagn- rýni á störf þeirra Jóhanns Guð- mundssonar og Ólafs Pétursson- ar lýtur fyrst og fremst að greinar- gerð sem Jóhann gerði vegna starfs- leyfisins. Telja forystumenn Faxa- mjöls að þar hafi Jóhann farið langt út fyrir starfssvið sitt og í stað þess að gera hlutlausa úttekt hafi hann fellt dóm yfir verksmiðjunni. Hafa þessi gögn Jóhanns nú verið fjar- lægð af skrifstofu borgarinnar, þar sem þau lágu frammi til kynning- ar. .. MT að tengist þessu máli að um skeið hafa verið nokkrir stjórnunar- og samstarfserfiðleikar hjá Holl- ustuvernd, sem hafa meðal annars orðið til þess að Eiður Guðnason um- hverfisráðherra hef- ur skipað þriggja manna nefnd til að fara yfir ýmsa þætti mengunarvarnasviðsins. Þá hefur Leifur Eysteinsson, framkvæmda- stjóri Hollustuverndar, hætt hjá stofnuninni, meðal annars eftir árekstra við Jóhann ... M eir Jón Sigurðsson iðnaðar- ráðherra og Halldór Jónatansson í Landsvirkjun hafa varið miklu fé til undirbúnings álvers- ins margfræga sem átti að koma en kemur ekki, ekki í bráð að minnsta kosti. Frá þvi samn- ingar um hag- kvæmnikönnun voru undirritaðir árið 1988 hafa iðn- aðarráðuneyti, Landsvirkjun og Markaðsskrifstofa iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar varið rúmum 600 milljónum króna í und- irbúning vegna framkvæmdanna. Hér er um að ræða kostnað vegna samningaviðræðna hér á landi og erlendis, hagkvæmnikannana, að- keyptrar ráðgjafar í skattamálum og arðsemiathugana, framkvæmda á Fljótsdalsheiði og fleira og fleira .. . ✓ Utvarpsstöðin Stjarnan er orðin vandræðabarn á öldum ljósvakans. Enginn getur rekið hana með viti. Síðast brotlenti Jó- hannes B. Skúla- son henni og nú sitja Páll Magnús- son og íslenska út- varpsfélagið uppi með stöðina. Páll ákvað að gera hana flughæfa á ný og réð sem kaptein Sigurð Hlödversson, dagskrár- gerðarmann á Stjörnunni. Sigurður og Páll eru gamlir kunningjar því Sigurður vann lengi á Bylgjunni við dagskrárgerð og tæknimál áður en hann ákvað að söðia um og fara til Jóhannesar. Páll hefur því tekið við týnda syninum aftur ... c er siður á Ólafsfirði að þar eru allir bæjarstjórnarfundir sendir út í beinni sjónvarpsútsendingu. Það er Skúli Pálsson í Video-Skann sem sér um útsendingarnar. Örfáar und- antekningar hafa verið gerðar á út- sendingunum. Síðastliðið sumar kom oftar en einu sinni til þess að bæjarstjórnarfulltrúar urðu að kjósa um hvort banna ætti útsendingarn- ar. Sjálfstæðismenn, þ.e.a.s. meiri- hlutinn, höfðu sigur í öll skiptin, með fjórum atkvæðum gegn þrem- ur. Það var ekki nema von að þeir vildu ekki láta senda út frá fundun- um þar sem mikil átök voru milli fulltrúa flokksins í bæjarstjórn, og sér reyndar ekki fyrir endann á þeim átökum enn ... Tökum hunda i gæslu til lengri eða skemmri dvalar. HUNDAGÆSLUHEIMILI Hundavinafélags íslands og Hundaræktarfélags íslands ARNARSTOÐUM, Hraungerðishreppi 801 Selfoss-Símar: 98-21031 og 98-21030 Panasonic ► 6 Power Levels ► 30 minutc tlmer ► 0.7 cu. ft. Capacity ► Build-in kit avaitabic Panasonic örbylgjuofn NN5250 Nettur og öflugur, 21 lítra, 800 w, með snúningsdiski 6 mismunandi hitastillingar, 30 mínútna tímastillir. Ef þig vantar dugmikla vinnukrafta á heimilið þá hefur Panasonic lausnina Panasonic ryksuga og Panasonic örbylgjuofn, sannkallaðir dugnaðarforkar. Panasonic ryksuga MCE89 Öflug og meðfæranleg, með inndraganlegri snúru, stillanlegum sogkrafti og geymslu fyrir fylgihluti í vélinni sjálfri JAPIS BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI SÍMI 62 52 00 Eigum einnig ódýrari og einfaldari ryksugu Panasonic MCE61 á kr. 7.980.-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.