Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 18

Pressan - 14.11.1991, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. NÓVEMBER 1991 WNDIR ÓXINNI Markús Örn Antonsson borgarstjóri með þessu ad segja að það sé sama hvernig iþróttafólög eru rekin, borgar- sjóður greiði? „Þótt heildarupp- hæðirnar hjá Taflfé- laginu séu háar þá greiðast þær upp á löngum tima." — En Fákur? „I samningum á sínum tíma var gert ráð fyrir að borgin keypti þetta þegar að því kæmi að Fákur yrði að víkja af skipu- lagsástæðum. Það er verið að flýta þeim gerningi og þá í Ijósi þeirra erfiðleika sem Fákur á /." — Óttist þið ekki að með þessu komi önnur íþróttafólög á eftir og óski sams- konar afgreiðslu vegna sinna skulda ? „Við höfum styrkt íþróttastarfsemi mjög dyggilega. Þessi tvö félög vísuðu til for- dæmis sem borgin hefur áður sýnt með mjög myndarlegum stuðningi við iþrótta- félög." — Skerðir þetta ekki þá sjóði sem önnur íþróttafálög geta sótt í? „Nei. Við höfum komið föstu formi á samskiptin við íþróttafélögin. Það eru gerðir samningar við þau um þessa uppbyggingu. Nýjasta dæmið er Víkingur og bygging íþróttahúss þeirra. Það verður haldið áfram með slika samningagerð og það liggja fyrir beiðnir frá Fylki og Fram og fleiri félög eru komin i biðröðina. Önnur félög en iþróttafélög hafa ekki sótt til borgarinnar i sama mæli." — Verður tíu millj- óne króna gjöf Reykjavíkurborgar til Bridgesambandsins i tilefni af heims- meistaratitlinum i bridge ekki lítil í Ijósi þessara nýju frátta? „Það finnst mér ekki. Við leystum mál sem þeir stóðu frammi fyrir. Ég held að menn séu ekki að gera samjöfnuð á milli bridgehreyfingar og skákhreyfingar. Ég held að þetta sé hvort tveggja mjög verðugt." Borgarréö hefur samþykkt aö aöstoöa tvö iþróttafélög i Reykjavik. Taflfólag Reykjavikur fær aöstoö upp é 60 milljónir króna og Hestamannafólagið Fákur upp á 14 milljónir. Skuldir bæjarsjóðs Kópavogs eru 2.700 milljónir KENNfl HVBB ÖBRIIM UM Skuldir bæjarsjóðs Kópa- vogs hafa aukist um 1.300 milljónir króna á því eina og hálfa ári sem liðið er frá síð- ustu bæjarstjórnarkosning- um. Þegar fyrri meirihluti skilaði af sér voru skuldir bæjarsjóðs verulegar, eða 1.400 milljónir króna. Miðað við uppgjör fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs eru skuldir bæjarsjóðs nú um 2.700 millj- ónir króna. Allar fastar tekjur bæjar- sjóðs duga ekki fyrir afborg- unum af lánum, vöxtum og rekstri bæjarins. Þá á eftir að fjármagna framkvæmdir, við- hald eigna og fleira. PRESSAN hefur áður sagt frá erfiðri fjárhagsstöðu bæj- arsjóðs Kópavogs. Hart var brugðist við skrifum PRESS- UNNAR og þau sögð röng. Nú hefur komið í Ijós að svo var alls ekki og reyndar sést á uppgjöri, eftir fyrstu níu mán- uðina, að staðan er verri en sagði í fréttum PRESSUNN- AR. Þar sem langt er liðið á árið verður erfitt fyrir bæjarstjórn að bregðast við þessari hrika- legu stöðu sem samdrætti í framkvæmdum, þar sem þær eru ýmist langt komnar eða yfirstaðnar. „Þetta er sorglegt og ég átta mig ekki á hvers vegna þeir hafa gert þetta," sagði Valþór Hlöduersson, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn Kópavogs. Gunnar I. Birgisson, for- maður bæjarráðs Kópavogs, sagðist ekki óttast að bæjar- sjóður kæmist í greiðsluþrot. Gunnar I. Birgisson formaður bæjarráðs. Hann segir að staða bæjarsjóðs sé ekki góð en muni batna á næstu mán- uðum. Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins. Hann er svartsýnn á að meirihlutanum takist að snúa mál- um til betri vegar og segist hafa þungar áhyggjur af stöðu bæjarsjóðs. Staðan væri vissulega slæm en hann sagðist viss um að talsvert væri hægt að bæta hana á þeim vikum sem eftir eru af árinu. Þá hefði talsvert selst af lóðum í nýju bygging- arlandi Kópavogs og bærinn ætti nú byggingarlóðir á lag- er. Gunnar sagði ekki rétt að færa alla ábyrgð á stöðu bæj- arsjóðs á núverandi meiri- hluta. Fjárhagsáætlun fyrir síðasta ár, samin af fyrri meirihluta, hefði reynst röng og það eitt hefði kostað bæj- arsjóð á milli eitt og tvö hundruð milljónir króna. Þá hefði fyrri meirihluti ofmetið inneign sína hjá ríkinu og eins hefði núverandi meiri- hluti afskrifað kröfur sem sýnt væri að ekki fengjust greiddar, en fyrri meirihluti hefði talið þessar ónýtu kröf- ur tii eigna. Gunnar sagði að skuldir bæjarins væru nú um fimm- tán hundruð milljónum króna hærri en eignir. Þá sagði hann ljóst vera að fram- kvæmdir á næsta ári yrðu takmarkaðar og aðeins unnið við það sem talist gæti nauð- synlegt. Ólafur H. Jónsson. Hann var stjórnarformaður og að- aleigandi beggja fyrlrtækj- anna. Kröfur í þrotabú hags eru um 390 milljónir Kröfur í þrotabú Hags hf. og Skóhússins H.J. Sveinsson- ar eru alls um 390 milljónir króna. Olafur H. Jónsson var aðaleigandi þessara fyrir- tækja. Bankarnir eru lang- stærstu kröfuhafar með sam- tals um 145 milljóna króna kröfur. Búnaðarbankinn einn er með kröfur upp á rúmar 87 milljónir, íslandsbanki er með 33 milljónir og Lands- bankinn er með 23 milljónir króna. Af öðrum kröfuhöfum má nefna Islenska útvarpsfélag- ið, sem gerir kröfur upp á rúmar tvær milljónir króna. Fyrirtækin voru rekin til gjaldþrotaskipta í júlí í sumar. I greinargerð bústjórans, Ftíls Arnórs Ftílssonar hæstarétt- arlögmanns, segir að fyrir- tækin hafi verið rekin sem systurfyrirtæki og því tekin saman til skipta. „Stöðugar millifærslur á milli viðskipta- reikninga og bankareikninga benda til þess að rekstur fyr- irtækjanna hafi verið svo blandaður að jafnvel þeir sem áttu þau og stjórnuðu hafi átt fullt í fangi með að greina á milli." Bústjórinn segir einnig að Hagur hf. hafi verið rekinn með tapi öll þau ár sem fyrir- tækið var til. Skömmu fyrir gjaldþrotið voru allar eignir fyrirtækjanna seldar. Um þetta segir bústjórinn: „Grun- semdir vekur að farið er í gjaldþrotaskipti þegar sex mánuðir eru liðnir frá síðustu sölu á eignum, eins og for- ráðamenn hafi ætlað að samningar gerðir á síðasta ári væru þar með í höfn með hliðsjón af riftunarreglum gjaldþrotaskiptalaganna. Má vera að þessi sé tilgangurinn, en af hálfu bústjóra er talið að þessar dagsetningar breyti litlu þar sem þeir samningar sem gerðir voru séu ekki þess eðlis að þrotabúinu hafi verið hagur í því að krefjast riftun- ar þótt hinn almenni sex mánaða frestur væri ekki lið- inn." Bústjórinn segir að hluta krafnanna hafi verið tvílýst og eins að hluta þeirra muni aðrir greiða og eigendur fyr- irtækjanna tapa verulegum fjárhæðum. Hann segir að sennilega tapi kröfuhafar um eitt hundrað milljónum á þessu gjaldþroti. Bústjórinn segir einnig í skýrslu sinni að hann hafi ekki sérstaklega orðið var við að lögbrot hafi verið framin í tengslum við gjaldþrotið. DEBET „Jón er með duglegustu mönnum sem ég hef kynnst. Hann var lengi starfsmaður minn, ef svo má segja, sem forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Ef maður bað um eitthvað að kvöldi þá fékk maður það að morgni," segir Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknarflokks- ins. „Hann er afskaplega gáfaður og vinnusam- ur og leggur hart að sér og mér fannst hann vera heill í starfi. Hann setti sig vel inn í öll mál og það var gott að vinna með honum," segir gamall samstarfsmaður. „Jón var mjög góður sam- starfsmaður. Hann er duglegur og hugmynda- ríkur og mikill mannasættir. Jón var mjög snjall að finna orðalag á tillögur sem menn með and- stæðar skoðanir gátu sæst á og jafnvel talað fyr- ir,“ segir Höskuidur Jónsson, forstjóri ÁTVR og fyrrverandi ráðuneytisstjóri. „Jón er mjög laginn að umgangast fólk. Hann er ná- kvæmur, skipulagður og snjail samningamaður og hefur alltaf tíma þrátt fyrir mikið álag," segir Karl Steinar Guðnason alþingismaður. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra KREDIT „Hann kemur skoðunum sínum fram og það ætti ekki að taka það óskoðað sem frá hon- um kemur ef maður er á annarri skoðun. En það tel ég að minn ágæti fyrírrennari, Ólaf- ur Jóhannesson, hafi gert til dæmis í sam- bandi við efnahagslögin 1979, sem voru að mínu mati mjög vond lög. Jón vinnur of mikið sjálfur og gerír of lítið af því að hlusta á aðra. Það er að mínu mati hans stærsti veikleiki," segir Steingrímur Hermannsson. „Allir hafa einhverja galla. Jón er mjög dóminerandi og hann vantar svolítið að glæða frumkvæði annarra. Hann vill alltaf hafa síðasta orðið,*' segir gamall samstarfs- maður. „Við lékum körfubolta saman og Jón var lítið fyrir að gefa boltann eftir að hann hafði einu sinni fengið hann,“ segir Höskuld- ur Jónsson. „Hann er stundum of viðkvæm- ur,“ segir Karl Steinar. Jón Sigurðsson hefur verið miklö í frétlum eftir aö Ijóst varð að ekki veröur af álversbyggingu á Keilisnesi að sinni. Sitt sýnist hverjum um frammistöðu Jóns i áimáimu. ems og fram hefur kor' ð

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.