Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. FEBRÚAR 1992 Átti Davíð að fara til ísraels? sagði að það bæri vott um skítlegt eðli Davíðs Oddssonar þegar hann gagnrýndi að Hvíta húsið hefði unnið fyrir Alþýðubandalagið fyrir síðustu kosningar á sama tíma og auglýsingastofan hafði með hönd- um stórkostleg verkefni fyrir fjármálaráðunejdið. Fyrir fjórum árum skrifaði Ólafur Ragnar um samskon- ar mál í blöð; þ.e.a.s. viðskipti fjármálaráðuneytisins í ráðherratíð Jóns Baidvins Hannibalssonar við Kátu maskínuna á sama tíma og sú auglýsingastofa vann fyrir Alþýðuflokkinn. Þau viðskipti kallaði Ólaf- ur Ragnar „nýja tegund af pólitískri spillingu" fyrir fjórum árum. I dag segir hann það bera vott um skít- legt eðli að gera athugasemdir við viðskipti sín við Hvíta húsið. HÆTTULEGT SPAUG „Vom spaugarar að leggj- ast á sveif með lævfsum orð- rómi og kveða upp fyrirfram dómsúrskurð yfir manni sem situr í gæsluvarðhaldi, fanga sem ekki getur tjáð sig?“ Sigurður Antonsson fram- kvæmdastjóri (kjallara DV 18. feb. Karl Ágúst Úlfsson hjá Spaugstofunni „Fólk leggur í þau atriði, sem við tökum fyrir, þann skilning sem það kýs og við teljum ekki að við höfum verið að kveða upp dóm yfir einum né neinum. Þama var verið að skopast að fréttamennsku... Þetta var sjálfsagt atriði sem mátti misskilja og leggja út á versta veg. En þetta var alls ekkert illa meint.“ ALLIR Á NEGLDUM „Svo virðist sem hvatning gatnamálastjóra til kumanna að forðast að aka á negldum hjólbörðum hafi orðið til lít- ils því að í nýrri könnun Hagvangs fyrir Umferðarráð kemur fram að þeim fer ÚRELTIR ÚTGERÐARMENN „Of fáir útgerðarmenn eru sér meðvitaðir um breytta tfma í sjávarútvegsmálum. Þeir ríghalda í tálvonina um óbreytt ástand f aðgangi að fjölgandi sem kjósa frerrtur að aka á negldum að vetrar- lagi. Taka kumenn ekkert mark á gatnamálastjóra?'1 Frétt I Tímanum um niðurstöð- ur úr könnun Hagvangs fyrir Um- feröarráð 14. feb. Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri „í vetur hefur verið sáralítið gert í kynningarmálum og við höf- um haldið að okkur höndum. Það veltur svolítið á ákvörð- unum borgarstjómar hvemig framhaldið verður." ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR, FULLTRÚI NÝS VETTVANGS ,,Nei, hann átti ekki að fara til Israels á meðan allt er óljóst um framtíð Palest- ínumanna og eldflaugaárásir og morð ganga á víxl milli þeirra og ísraela. Síðan átti hann að taka fyrsta leigubíl út á flugvöll og fyrstu vél heim eftir að Wie- senthal-stofnunin afhenti honum bréfið við þessar aðstæður." r r GUNNAR HELGI KRISTINSSON, LEKTOR í STJÓRNMÁLAFRÆÐI „Sennilega var þetta óheppi- r *. legt hjá honum. I sjálfu sér er ekkert sem mæl- ir gegn kurteisisheimsókn af þessu tagi, svona almennt séð. Það verður hins vegar að nota einhverja pólitíska dómgreind í ákvörðunum sem þessari. Hvað varðar móttökurnar þá hafa ísraelar tilhneigingu til að beita frekar óhefðbundnum aðferðum í alþjóðasamskiptum." Davíð Oddsson forsætisráðherra lagði upp í umdeilda opinbera heimsókn til ísraels 17. febrúar. Deilt er um siðferðislegt réttmæti ferðarinnar á umbrotatímum í ísrael. Við komuna til ísraels færði Wiesenthal-stofnunin Davíð bréf þar sem Evald Mikson er sakaður um að vera „illræmdur stríðsglæpamaður“. ÁRNI BERGMANN BLAÐAMAÐUR „Eg held ekki, af þeirri einföldu rr ástæðu að í því felst viss pólitísk yfirlýsing. Ég hef enga trú á því að Davíð hafi eitthvað já- kvætt fram að færa í þessum friðarmálum. ísrael er að leita að óbeinum stuðningi og ef menn hafa ekkert það fram að færa sem skiptir máli hafa þeir ekkert að gera í opinbera heimsókn." *. r HARALDUR ÓLAFSSON, LEKTOR I MANNFRÆÐI „Það gæti verið erfitt að þurfa að fara í opinberar heimsóknir einungis til þeirra landa þar sem stjórnsýsla er óaðfinnan- leg. Ég sé enga ástæðu til að halda ekki sam- bandi við ákveðnar þjóðir. Þó held ég að við ættum að fara varlega í að blanda okkur í mál mið-austurlanda.“ BJÖRN BJARNASON, ÞING- MAÐUR í UTANRÍKISMÁLA- NEFND „Já. Það er eðlilegur liður í samskiptum ríkj- anna þótt bréfið um Mikson sé það alls ekki." 4.4. Olafur gegn Ólafl „Ný tegund af pólitískri spillingu í íslenskum stjórn- málum“ kallaði Ólafur Ragn- ar Grímsson, formaður Al- þýðubandalagsins, viðskipti auglýsingastofunnar Kátu- maskínunnar og Alþýðu- flokks fyrir fjórum árum og lét að því liggja að bein tengsl væru í viðskiptum þessara aðila fyrir og eftir kosningar, og að hvorir græddu duglega á hinum. „Það er verið að opna flóð- gáttir fyrir siðlausu samspili auglýsingastofa og stjórn- málaflokka," segir Ólafur í grein sinni. Nú hefur Ólafur hins vegar komið upp um „skítlegt eðli" forsætisráðherra, sem sagði á þingi að það hefði verið af- skaplega ógætilegt af for- manni Alþýðubandalags og þáverandi fjármálaráðherra að láta sömu auglýsingastofu vinna kosninga- og áróðurs- efni fyrir Alþýðubandalagið og hann vissi að væri í ein- stökum og stórkostlegum viðskiptum við ráðuneyti hans. I báðum tilvikum eru við- skipti svipaðrar tegundar gagnrýnd. Það er eðlismunur þarna á segir Ólafur. En skipt- ir máli hvort kemur á undan hænan eða eggið? „Þetta er bara allt annað mál. Auglýsingastofan hafði lengi verið í viðskiptum við fjármálaráðuneytið, allt frá tíð Sjálfstæðisflokks, og það var embætti ríkisskattstjóra sem mælti með Hvíta hús- auðlindum landsins, þótt þeirra betri vitund geti sagt þeim annað.“ Þröstur Ólafsson, aöstoöar- maður utanríkisráöherra, í Alþýðu- blaöinu 14. feb. Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ „Við ríghöld- um ekkert í aðganginn að auðlindinni. Okkur hefur ver- ið falið af Alþingi að nýta þessa auðlind. Við lifum við lagasetningu sem setur okkur mörk í þeim efnum. Þau lög eru nú í fyrsta sinn ótíma- bundin; þótt þau eigi að end- urskoðast þýðir það ekki að þau falli úr gildi heldur ef menn em sammála um að breyta þeim. Við sjáum engin teikn á lofti, þótt örfáir kratar segi að það eigi að setja á okkur auðlindaskatt, um að það verði gert og höfum þess vegna af þessu engar áhyggj- lir.“ ÓSKALISTI TIL JÓLASVEINSINS „Sérstaklega er vinsælt að setja þá klisju fram „að ef við eigum að standast samanburð við þau lönd sem við bemm okkur helst saman við þá þurfi að auka fé til hinnaogþessara mála“. Óneitanlega minna þessi bréf á óskalista bama til jóla- sveinsins að því leyti að bréf- ritarar virðast ekki gera sér grein fyrir því að peningar vaxa ekki á trjánum." Glúmur Jón Björnsson, í kjall- ara DV, 19. feb. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB „Svo er margt sinnið sem skinnið. Það er kosturinn við lýðræð- ið að það eiga allir rétt á því að setja fram skoðanir. hvort sem það er umjólasveina eða velferðarmál. Eg er þeirrar skoðunar að við eigum að tryggja velferðarkerfið eins og kostur er hér á landi, hvað sem öðmm þjóðum !íður.“ SÉST EKKI í DAGSKRÁNA „Þróunin er sú að skemmtilegir einstaklingar em það eina sem mann lang- ar ti! að sjá. eða hið eina sem Ijósvakamiðlunin ákveður að mann langi til að sjá og heyra... þannig má halda heila skákkeppni í sjónvarps- sal án þess að sjálft taflið skipti þar neinu máli...“ OÓ fer vítt og breitt í Timanum, 19. feb. Jónas R. Jónsson. dag- skrárstjóri ísl. útvarpsfé- Iagsins „Mér finnst maðurinn ákafiega óákveðinn í vilja sínum. en maður hefur verið manns gaman frá upphafi tíma. Meira og minna allt kvikmynda- og sjónvarpsefni fjallar á einhvem hátt um persónur eða áhugavert fólk og gerðir þess.“ inu,“ sagði Ólafur Ragnar í viðtali við PRESSUNA. „Það eina sem við mér blasti var sú ákvörðun hvort ég ætti að láta Alþýðubanda- lagið afneita sér um að skipta við einhverja bestu auglýs- ingastofu landsins af þeirri einu ástæðu að fjármálaráðu- neytið hafði um langt bil skipt við hana.“ Ef þessum ummælum er vísað heim að bæ, segir í grein Ólafs fyrir fjórum árum: „Auglýsingastofurnar græða stórfé á þeim viðskipt- um sem ráðherrarnir tryggja þeim á kostnað ríkisins. Yrði þá ekki eðlilegt — svona frá viðskiptalegu sjónarmiði — að flokkar ráðherranna fái vænan afslátt af reikningum vegna nýrrar kosningabar- áttu Fjármálaráðuneytið hafði lengi átt í viðskiptum við aug- lýsingastofuna Hvíta húsið áður en hún tók að sér kynn- ingarherferð í kosningabar- áttu Alþýðubandalags. „Foringjar flokks gera samning við auglýsingastofu um áróðursherferð fyrir kosningar. . . Takist auglýs- ingastofunni að afla fylgis fyrir flokkinn aukast líkurnar á að hann fari í ríkisstjórn og fái aðstöðu til að úthluta aug- lýsingaherferðum ráðuneyt- anna til auglýsingastofunn- ar,“ segir ennfremur í grein- Og þá taldi Ólafur að ís- lensk stjórnmál væru komin á fulla ferð inn i þá hættulegu þróun sem stundum hefur verið kennd við Kaliforníu- stílinn, sem felst í því að aug- lýsingastofurnar gera út stjórnmálamenn og -flokka í hreinum viðskiptatilgangi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.