Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. FEBRÚAR 1992 ELÍAS Davídsson er nú aftur kom- inn fram á ritvöllinn eftir að Morgunblaðið úthýsti honum um árið. — Og til- efnið; jú enn sem áður ís- land-Palestína. Elías vildi nefnilega alls ekki að Dav- íö Oddsson færi til Israels og fær að skrifa um það í DV, enda skoðanabróðir Jónasar Krisljánssonar rit- stjóra í því máli. Á sama tíma vill Gunnar Þorsteins- son í Krossinum endilega að Davíð fari til lands grjót- kastaranna, enda Gunnar mikið fyrir trúarbragða- styrjaldir. Ferðakveðja Gunnars var ekki af verri endanum: ..Davíð, Guð veri með þér." En í landi eggja- kastaranna hefur ÓLAFUR G. (grýlti) Einarsson átt erf- itt undanfarið. Hann hefði kannski átt að klára læknis- fræðina hér um árið í stað þess að snúa sér að lög- fræði og stjórnmálum. Annar stjórnmálamaður sem ekki kláraði laeknis- fræðina er Sighvalur Björg- vinsson sem nú hefur hins vegar tekið að sér að lækna heilbrigðiskerfið. Fyrir vikið er Sighvatur tekinn í nærmynd í DV, þar sem andstæðingar hans draga upp ófagra mynd af skapgerð hans. En það er SVEINN Einarsson sem datt í ólukkupottinn þessa vik- una, því hann er nýjasta fórnarlamb Árna Blandon, bókabana DV. Ef satt er þá er bókin allt öðru vísi en Sveinn hafði hugsað hana. Það fattaði Árni, sem er jú flestum gleggri. En eins og vanalega eru Sykurmolarn- ir það fólk sem er mest hissa og er EINAR Örn Benediktsson þar auð- vitað fremstur i flokki. Þau eru nefnilega enn að ham- ast við að vera hissa á því hvernig allir láta í kringum' þau. Þau virðast ekki enn hafa áttað sig á því að þó að „heimsfrægð" þeirra sé ekki mikil þá býðst bara ekkert betra hér á landi. Og þó að þau hafi stoppað í 17. sæti eins og Mezzo- forte þá er það þó skárra en 16. sæti í Júróvisjón. Háskólinn A fundum Háskólaráðs hefur komið fram óánægja með að Háskólinn skuli ekki eiga full- trúa í stjórn hins 300 milljón króna sjóðs, sem vestur-íslendingar gáfu Háskólanum Niðurskurður ríkisins á framlögum til Háskóla ís- lands hefur ýtt undir þá óánægju sem á undanförnum árum hefur ríkt innan Há- skólans með að æðstu menn Eimskipafélags íslands skuli einráðir innan Háskólasjóðs Eimskipafélagsins. Sam- kvæmt heimildum PRESS- UNNAR hafa farið fram óformlegar þreifingar í þá átt að knýja fram breytingu á skipulagsskrá sjóðsins er tryggi Háskólanum áhrif á ráðstöfun á fé sjóðsins. Sumir ganga svo langt að vilja leggja sjóðinn niður og selja hlutabréf hans í Eimskipafé- laginu — sem að markaðs- virði er eign upp á 300 millj- ónir króna. Háskólinn telur sig ótvírætt eiganda þeirra verðmæta, þótt sjóðurinn sé sjálfseignar- stofnun. Sjóðurinn er gjöf Vestur-íslendinga til Háskól- ans, en svo var gengið frá skipulagsskrá hans að Há- skólinn á engan fulltrúa í stjórn, heldur eiga þar sæti stjórnarformaður, varafor- maður og forstjóri Eimskipa- félagsins, sem séu um leið einráðir um fjármál sjóðsins. Háskólaráð hefur fjallað óformlega um Háskólasjóð Eimskipafélagsins á fundum sínum nýverið. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að vel- gengni Háskólans og styrkja efnilega stúdenta, en fram til þessa hefur stjórn sjóðsins verið skipuð æðstu mönnum sjálfs Eimskipafélagsins og Háskólinn verið áhrifalaus um úthlutanir úr sjóðnum. MIKILVÆGUR HLEKKUR í VALDAKEÐJU RÍKJANDI AFLA Nú þegar Háskólanum hef- ur verið gert að mæta niður- skurði hafa vaknað upp radd- ir innan skólans um að hann fái annaðhvort mann eða menn í stjórn sjóðsins eða sjóðurinn verði einfaldlega gerður upp, hlutabréfin í Eim- skipafélaginu seld og sölu- andvirðið afhent Háskólan- um. Nafnverð hlutabréfa sjóðs- ins í Eimskipafélaginu er nú 51,3 milljónir króna og er sjóðurinn annar stærsti ein- staki hluthafinn. Sölugengi bréfa Eimskipafélagsins er Indrifll Pálsson og Hörður Sigurgestsson. Þótt Háskóla- sjóflurinn eigi afl „stuflla afl velgengni H.f.“ hefur Háskólinn afleins fenglð 15 milljónir að núvirði i arö á 26 árum, en önnur eins upphæfl runnifl til hlutafjárkaupa. f stjórn sjóðsins sitja Indriði og Hörður, en mefl fráfalli Halldórs H. Jónssonar er eitt sæti laust. hins vegar 5,8 og raunvirði bréfa sjóðsins því um 300 milljónir króna. Sjóðsstjórnin er, sem fyrr segir, skipuð æðstu mönnum Eimskipafélagsins og hafa þeir fram á síðari ár látið Há- skólanum helming arðs í té, en notað hinn helminginn til frekari hlutafjárkaupa. Eim- skipafélagsmenn fara um leið með atkvæði sjóðsins og er altalað að sjóðurinn sé mikil- vægur hlekkur í meirihluta- stöðu ráðandi manna í félag- inu. Á undanförnum árum hafa setið í stjórn sjóðsins Halldór H. Jónsson heitinn, stjórnarformaður Eimskipa- félagsins, Indridi Pálsson varaformaður og Hördur Sig- urgestsson forstjóri. EIGANDI SJÓÐSINS HEFUR ENGAN FULLTRÚA í STJÓRN Sjóðurinn var stofnaður ár- ið 1964, þegar Vestur-íslend- ingar vildu gefa Háskólanum bréf sín í Eimskipafélaginu. Einn heimildarmanna PRESSUNNAR fullyrðir að þá, hafi stjórnendur Eimskipafé- lagsins gert sér ferð vestur til að færa Vestur-íslendingum þann boðskap að ekki væri óhætt að láta Háskólamenn stjórna sjóðnum, því þar réðu kommúnistar ferðinni. Úr varð skipulagsskrá, þar sem stjórnendum Eimskipafélags- ins voru tryggð yfirráð sjóðs- ins. I skipulagsskránni segir að tilgangur sjóðsins sé ,,að stuðla að velgengni Háskóla Islands, svo og að styrkja efnilega stúdenta til náms við Háskólann eftir ákvörðun Háskólaráðs". Umdeilanlegt er hver raun- verulegur eigandi sjóðsins er, hann telst sjálfseignarstofnun og á sig því sjálfur, en sé litið til tilgangs hans er vart hægt að komast að annarri niður- stöðu en að um eign Háskól- ans sé að ræða, leysist sjóður- inn upp. „Við lítum svo á að Háskól- inn eigi sjóðinn," sagði Sig- urdur Gíslason, fjármála- stjóri HÍ, í samtali við PRESS- UNA og staðfesti hann að Sig- uröi Líndal lagaprófessor hefði verið falið að kanna lagalega stöðu sjóðsins. „Það er rétt, að mönnum hér hefur þótt það heldur þunnur þrett- ándi að Háskólinn hafi ekki fulltrúa í stjórn sjóðsins," sagði Sigurður Gíslason að- spurður. 15 MILLJÓNA ARÐUR Á ALDARFJÓRÐUNGI Sigurður Líndal sagðist hins vegar ekkert vilja tjá sig um málefni sjóðsins. Sem fyrr segir hafa stjórn- endur Eimskipafélagsins greitt Háskólanum helming af arði hvers árs, en notað hinn helminginn til frekari hlutafjárkaupa. Frá 1965 hef- ur Háskólinn fengið greiddar Háskólaráð. Innan Háskólans var fyrst fyrir alvöru rætt um Háskólasjóð Eimskipafélagsins í rektorstíð Sigmundar Guð- bjarnasonar og var Sigurði Líndal falið að kanna lagalega hlið málsins. Hann vildi ekki tjá sig um niðurstöður sínar. alls 14,8 milljónir króna að núvirði á þennan hátt eða að- eins að meðaltali 670 þúsund krónur á ári. Á síðasta ári fékk Háskólinn 2 milljónir króna. Það vekur hins vegar at- hygli að hlutfallið milli út- greidds arðs og þess sem haldið er eftir hefur breyst. Það var um 50 prósent til og með 1987, en 1988 lækkaði hlutfallið í 41,3 prósent og í 27,2 prósent 1989, 33,5 pró- sent 1990 og loks 42,8 pró- sent á síðasta ári. Þó liggur fyrir að 1990 féllu stærstu hluthafar, sjóðurinn meðtal- inn, frá forkaupsrétti og 1991 var aðeins um jöfnunarbréf að ræða og því hafa engir peningar sjóðsins farið til kaupa á nýjum bréfum. Mið- að við 50 prósenta hlutfallið hefði Háskólinn átt að fá á ár- unum 1988 til 1991, á fjórum árum, alls 7,4 milljónir, en fékk 5,4 milljónir. SJÓÐURINN TVÖFALT OF STÓR MIÐAÐ VIÐ HUGMYNDIR STOFNENDA Ekki leikur vafi á því að upprunalegt stofnfé sjóðsins hefur ávaxtast vel frá 1964. Þá lögðu Vestur-íslending- arnir fram 342 þúsund gaml- ar krónur, sem að núvirði jafngilda um 2,2 milljónum króna. Nú er markaðsvirði bréfa sjóðsins um 300 millj- ónir króna. Á hinn bóginn er stór hlutur sjóðsins og ann- arra af stærstu hluthöfum orðinn vel stærri en stofnend- ur Eimskipafélagsins ætluð- ust til. Jakob Möller, sem þá var fjármálaráðherra, sagði á stofnfundi félagins, að enginn ætti að hafa meira en 1/40 at- kvæða, þ.e. 2,5 prósent. Nú eiga Sjóvá-Almennar 11,06 prósent, Háskólasjóðurinn 5,02 prósent, Lífeyrissjóður verslunarmanna 3,1 prósent og Halldór H. Jónsson heit- inn var kominn með 2,62 pró- sent persónulega, en 4,03 prósent að meðtöldum hlut eiginkonu sinnar, Margrétar Gardarsdóttur. Skipulagsskrá sjóðsins kveður skýrt á um að æðstu menn Eimskipafélagsins skuli skipa stjórn hans. í gild- andi lögum um sjóði og stofn- anir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, sem tóku gildi 1. janúar 1989, seg- ir meðal annars að í skipu- lagsskrá skuli greina hvert skuli vera markmið sjóðs eða stofnunar og hvernig fé skuli varið til að ná þeim markmið- um. í skipulagsskrá Háskóla- sjóðsins er greint frá mark- miðinu um að stuðla að vel- gengni Háskólans, en ekkert kveðið nánar á um með hvaða hætti það skuli gert. Þessa staðreynd vilja sumir meðlimir Háskólaráðs nota til að knýja fram breytingar á skipulagsskránni. Friðrik Þór Guðmundsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.