Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PKESSAN 20. FEBRÚAR 1992 15 Úr sönnunargögnum sem Wiesenthal-stofnunin telur sig hafa fyrir stríðsglæpum Eðvalds Hinrikssonar „MANNÆTAN MIKSON er heiti kafla um Mikson í bók útgefinni af Ríkisforlagi Eistlands árið 1962 Eðvald Hinriksson og Atli sonur hans á heimili Eðvalds f Hafnarfirði. Eðvald hefur safnað miklu af gögnum um stríðs< glæpi, enda ávallt verið viðbúinn þvf að þurfa að verja mann* Orð SÍtt. PRESSUMYNDÆ.ÓL. Atli Eðvaldsson, sonur Eðvalds Hinrikssonar Hann bjð sig undlr að hreinsa mannorð sitl „Faðir minn hefur aldrei heyrt á Ruth Rubin minnst nema þegar nafni hennar skaut upp í Þjóðviljanum 1961," sagði Atli Edualdsson, sonur Edvalds Hinrikssonar, í samtali við PRESSUNA. Þegar PRESSAN sneri sér til þeirra feðga í gær sagði Atli að faðir sinn væri ákaf- lega þreyttur eftir lætin á þriðjudag og bæðist undan að koma í viðtal. Atli fékk hins vegar lista af spurning- um sem hann svaraði í sam- ráði við föður sinn. í svari þeirra kemur fram að Eðvald hafði aldrei heyrt á Ruth minnst, fyrir utan Þjóðvilj- ann, eins og þó mátti skilja á öðrum fjölmiðlum í gær. „Faðir minn var aldrei í Omakaitse-samtökunum né búðunum við Tartu. Hann vann aldrei fyrir Gestapo og hann var aldrei neinn aðstoð- arlögreglustjóri. Hann kom bara sem íþróttamaður frá Tartu og fór í lögregluna af því að þeir fá meira frí. Wiesenthal-stofnunin talar um hóp fólks sem hann átti að hafa handtekið. Hann hafði enga heimild til að handtaka neinn af þeim sem þar eru tilgreindir. Ef þetta fólk hefur verið í fangelsi á þessum tíma þá er það út af því að það hefur brotið eitt- hvað af sér. Það hefur ekkert með hann að gera. Þá hefur „Evald Mikson var foringi í Omakaitse og tók virkan þátt í ofsóknum gegn gyðingum og öðrum óbreyttum borgur- um í Tartú, Tallinn og Nömme, úthverfi höfuðborg- arinnar," sagði dr. Dov Levin, prófessor í samtímasögu gyð- inga við Hebrew University í Jerúsalem, í samtali við PRESSUNA. „Samfélag gyðinga í Eist- landi var alltaf fámennt, enda varð það ekki til fyrr en um miðja nítjándu öld. Þegar stríðið byrjaði voru um 4.500 gyðingar í landinu. Á meðan á hernámi Sovétmanna stóð 1940—1941 voru um fimm hundruð gyðingar sendir í út- legð til Síberíu. í Tartú, fæð- ingarborg Miksons, bjuggu hann ekki handtekið neina gyðinga," sagði Atli, en þarna var hann að svara röð spurn- inga sem til föður hans var beint. WIESENTHAU STOFNUNIN ÓTRAUST Þá sagði Atli að faðir sinn hefði um árabil safnað saman öllu sem um stríðsglæpa- menn eða nasista hefði verið skrifað. „Við vorum vön að hlæja að honum, en hann sagði þá vanalega að þetta gæti orðið til að hreinsa mannorð sitt." Þá benti Atli á hvernig málatilbúnaður Wiesent- hal-stofnunarinnar hefði ver- ið þegar hún lagði fram lista um 200 grunaða einstaklinga í Englandi. „Eftir að nefnd hafði verið sett á laggirnar til að fara ofan í þetta var niður- staðan að mögulegt væri að hefja mál gegn fjórum ein- staklingum og ástæða væri til að skoða 75 til viðbótar. Af þessum fjórum var einn lát- inn, annar of sjúkur til að unnt væri að draga hann fyrir dóm, þriðji myndi örugglega ekki fá dóm — eftir stæði því einn af 200! Og svo er verið að tala um að þetta sé mark- tækt. Það er einstaklingur hér á landi kaffærður í skít út af því að þetta er birt frá „virtri" stofnun," sagði Atli. um átta hundruð gyðingar um mitt ár 1941, þegar Þjóð- verjar hófu innrásina í Rúss- land sem fékk nafnið Barbar- ossa. Það tók Þjóðverja tvær til þrjár vikur að leggja landið undir sig og mörgum tókst að flytja í austur til Sovétríkj- anna. Eftir urðu rúmlega þús- und manns. Áður en yfir iauk höfðu allir verið drepnir nema fjórir eða fimm." Hvernig tengir þú nafn Ev- alds Miksons vid þessa at- burdi? „Mikson var í öryggislög- reglunni og þjóðernissamtök- unum Omakaitse sem að- stoðuðu Þjóðverja í ofsókn- unum og morðunum. Þegar Einsatz Kommander A-l-sveitin, sem var sérsveit Bókin „People, be whatch- ful!“ var gefin út af Estonian State Publishing House í Tall- inn 1962, eða einu ári eftir að umræðurnar urðu hér á landi í kjölfar greinar eftir Árna Bergmann er birtist í Þjóðvilj- anum. Sú grein var þýðing Árna úr bók Ants Saar er út kom 1961. Það er meðal annars á þess- ari bók, „People be whatch- ful!“, sem Simon Wiesenthal- stofnunin byggir ásakanir sín- ar á hendur Eðvaid Hinriks- syni. I bókinni eru rakin þau tilvik sem Mikson á að hafa komið nálægt, meint illvirki hans tíunduð og birtur vitnis- burður fólks þar um. PRESS- AN hefur fengið kaflann um Mikson í hendur og hér á eftir fara nokkrir kaflar úr honum. „MORÐINGI OG RÆNINGI" Frásögnin um Mikson er öll einsleit. Þar eru frásagnir manna er Mikson á að hafa handtekið og meðal annars er þar að finna eftirfarandi vitnisburð manns að nafni Johannes Sööra: „Tveir þeirra, ad öllum lík- indum yfirmennirnir Mikson og Otsa, hófu ad spyrja okkur af hverju vid heföum veriö handteknir. Þá benti Mikson á ungan strákling og spuröi hann: „Hvers vegna hefur þú ver- gegn gyðingum, kom tii Tartú handtók hún með aðstoð Omakaitse strax fjörutíu til fimmtíu manns og flutti þá í búðir sem höfðu verið reistar á torgi í Tallinn. Þaðan voru þeir svo fluttir á vörubílum út fyrir borgina og drepnir í skriðdrekaskurði. Á meðal þeirra voru börn. Eg veit að Mikson beitti sér mikið í Nömme, úthverfi borgarinnar. Nasistar tóku þann borgarhluta í ágúst 1941. Þann níunda septem- ber handtók Mikson Alex- ander Rubin og eiginkonu hans. Síðar var dóttir þeirra, Ruth, einnig tekin og flutt í Aðalfangelsið í Tallinn þar sem foreldrar hennar voru í haldi. Mikson tók gullúr og aðra skartgripi af stúlkunni /'ð fœröur hingaö, drengur?“ „Ég var grunaöur um aö vera meölimur í Ungiiöa- hreyfingu kommúnista," svar- aöi drengurinn. Þá steig Miksonafturábak, dró byssu úr vasa sínum og skaut drenginn á staönum. Eg man aö drengurinn var frá Pilrisaure. Hann var ekki sá eini sem Mikson skaut í þetta sinn, aö föngunum áhorf- andi..." í kaflanum er talsvert fjall- að um meinta fégræðgi Mik- sons og það staðhæft að hann hafi sóst mjög eftir eignum og verðmætum fanga. Hann er einnig sagður hafa hampað samstarfsmönnum sínum með því að eftirláta þeim eig- ur handtekinna manna. Um þetta segir meðal annars eft- irfarandi: „En „sakfelling vegna upp- runa“ var ekki eina ástœöa þess aö Mikson vildi fjölga fórnarlömbum sínum. Hann var einnig rekinn áfram af gróöafýsn. Hún var oft afger- andi þáttur í geröum hans. Hann var ekki aöeins morö- ingi heldur einnig rceningi. Eftir aö hafa handtekiö Mi- chail Gelb, og látiö greipar sópa um eignir hans, setti Mikson upp, í íbúö Gelbs, skrifstofu fyrir einn félaga sinn í fjöldamoröunum, for- ingja í Political Police, M. áður en hann nauðgaði henni og drap svo. Tíunda október voru síð- ustu tíu karlmennirnir teknir í Nömme og fluttir til Tallinn þar sem þeir voru mvrtir ásamt hinum." Á hverju byggiröu þessar alvarlegu staöhœfingar? „Eg byggi rannsóknir mín- ar á margs konar gögnum og vitnisburði fólks í Eystrasalts- ríkjunum. Helstu niðurstöð- urnar má finna í bókum mín- um um samfélög gyðinga í Lettlandi og Eistlandi." Eru þetta upplýsingarnar sem komu fram viö réttar- höldin í Tallinn 1961? „Sumt af þessum uppiýs- ingum kom fram þar. Ég veit af og skil andmæli þeirra sem Jensen. Þess sama Jensen hvers undirskrift má finna á skjölum sem segja aö á skömmum tíma hafi fjöldi þeirra gyöinga er drepnir voru í Tallinn aukist úr 207 í 610, nœstum því þrefald- ast...“ „HVAR ERU DEMANTARNIR" Einnig segir í bókinni: „Þegar Mikson var aö eltast viö fórnarlömb stn haföi hann ávallt mikinn áhuga á eignum þeirra. . . Mjög margar skýrslur um yfir- heyrslur yfir fólki handteknu aö skipun Miksons hafa varö- veist og stór hluti þessara skýrslna er spurningar um eignir. Þannig varþví líka far- iö í máli Ruth Rubin, fjórtán ára gamallar stúlku." Síðan er vitnað beint í framburð Ruth, eins og hún á að hafa gefið hann til Mik- sons: „Eg er af gyöingur aö upp- runa. Til 14. september 1941 bjó ég í Nömme, Tödvagötu 68, alveg þangaö til foreldrar mínir voru handteknir vegna þess aö þeir voru gyöingar að uppruna. Eftir handtöku for- eldra minna fluttist ég aö Soogötu 6, Nömme, til kunn- ingja míns, Ungermanns, en skírnarnafn hans veit ég ekki. Þann 25. september 1941 var Ungermann handtekinn á grundvelli þess aö hann heföi leynt eignum og ég var hand- tekin ásamt Ungermann og flutt í fangelsið í miöbæ Tall- inn. Hvort Ungermann leyndi einhverjum eignum veit ég ekki. Eg þekkti hann aöeins lauslega og haföi aöeins tvisvar komiö heim til hans áður en ég fluttist þangaö. Ég fluttist til Ungermanns vegna þess aö hann var kunningi foreldra minna og ég gat ekk- ert annaö fariö. Eg hef ekki tekiö þátt í neinum geröum kommúnista og ég hef ekki heldur haft nein samskipti viö kommúnista. Eg hef ekki veriö meölimur í Ungliöa- hreyfingu kommúnista, ekki halda fram að það sé áróður og lygar upp úr sovésku leyniþjónustunni. Þetta segja vitanlega helst þeir sem þurfa að verjast ásökunum. Ég veit hins vegar af áralöng- um rannsóknum að Sovét- menn drógu frekar úr en ýktu ofsóknir á hendur gyðingum. Fjöldagrafir gyðinga voru yf- irleitt merktar „Sovéskir rík- isborgarar sem böðlar Hitiers og aðstoðarmenn þeirra myrtu". Það samrýmdist heldur ekki stefnu Sovét- manna né þjónaði hagsmun- um þeirra að ljúga til um morð á gyðingum. Það var líka nóg af skjalfestum stað- reyndum til frá valdatima Þjóðverja." tilheyrt neinum samtökum og ekki leynt neinum eignum." Höfundur bókarinnar seg- ist hafa farið að húsi Unger- manns, til að athuga hvort hann hitti þar fyrir einhvern er gæti munað kvöldið sem Ruth Rubin var handtekin, og hitt þar fyrir Oswald Unger- mann. Þann sama Unger- mann og handtekinn var um leið og Ruth Rubin. Unger- mann segir Mikson hafa ver- ið meðal þeirra sem hand- tóku þau. Höfundur spyr Unger- mann: „Af hverju var hann hér í eigin persónu aö hand- taka Ruth Rubin?' Ungermann svarar: „Mik- son var I fararbroddi þess hóps sem umkringdi húsiö okkar þessa nótt. Þrír úr hópnum, leiddir af Mikson, brutust inn I húsiö. Allir höföu þeir byssur í höndum. Afeinhverjum ástœöum voru þeir allir mjög œstir, sérstak- lega Mikson, hendur hans skulfu og einnig líkaminn all- ur. „Hvar eru demantarnir?" Mikson ruddist aö mér allt í einu. Ég var furöu lostinn. „Segöu mér strax hvar dem- antarnir eru,“ heimtaöi Mik- son og varö sífellt reiðari.,, Ég skal skjóta ykkur öll efég finn ekki demanta gyöingsins Ru- bins,“ öskraöi Mikson aftur. Þá varö mér strax Ijós ástœö- an fyrir geöshrœringu Mik- sons og skjálfandi höndum; þetta var ,,demantahiti" Herramennirnir frá „Hilfs- polizei" í Tallinn voru aö gera rassíu til aö komastyfir dem- anta sem gyðingar í Tallinn áttu." Síðan segir að þegar Alex- ander Rubin hafi verið hand- tekinn hafi dóttir hans, Ruth, verið látin vera. Hún hafi þá snúið sér til Ungermanns og komið til hans með tárin í augunum og beðið hann ásjár, en hann hafði í mörg ár unnið í skartgripaverslun Al- exanders Rubin. „ÞAÐ VAR MIKSON SEM SENDIHANA í DAUÐANN" Ungermann heldur frásögn sinni áfram; „Mikson sá stúlk- una, sem var hrœdd og haföi faliö sig úti í horni. Hann flaug eins og hrœgammur aö henni. „Hvareru.. .“ Mikson gat ekki sagt meira því stúlk- an tók úr jakkavasa sínum demantsskreytt úr, gjöf frá móöur hennar, og lét Mikson hafa þaö. Hann kreisti úriö í hnefa sínum, sem hann haföi lyft til aö berja skelfingu lostna stúlkuna í höfuöiö." Síðar segir í bókinni um af- drif feðginanna Alexanders og Ruth Rubin: „Alexander Rubin var barinn til bana af Mikson, sem gat ekki fengiö neinar gagnlegar upplýsing- ar frá honum.. . Dóttur hans, unglingnum, var nauögaö af slátraranum áö- ur en hún var tekin af lífi. Mikson hreykti sér af því viö samstarfsmenn stna aö hún fœri ekki óspjölluö í betri heim. Þaö var Mikson sem hand- tók Ruth Rubin, rannsakaöi heimili hennar, stal öllum verömœtum er tilheyröu for- eldrum hennar og nauögaöi henni. Þaö var Mikson sem sendi hana í dauöann." Sovétmenn drógu frekar úr en ýktu ofsóknir á hendur gyðingum segir dr. Don Levin, prófessor í samtímasögu gyðinga við hebreska háskólann í Jerúsalem. Á myndinni sjást lík sem tekin voru úr fjöldagröfum nálægt Tartu 1941. Myndin er úr bók Eövalds.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.