Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 42

Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. FEBRÚAR 1992 HASAR MED . HOSSLEMIM I MAROKKO „ÞETTA VORU SVOLÍTIÐ SÉRSTÖK KYNNIÞVÍ ÚTGANGSPUNKTURINN VAR SÁ AÐ ÞEIR ÆTLUÐUAÐ RÆNA OKKUR.“ Þeir fóru tveir vinir saman í ferðalag eftir að stúdents- prófið var í höfn. Fyrst var farið á puttanum niður Evr- ópu. Frá Italíu tóku þeir lest í gegnum Frakkland, niður Spán og til Marokkó. Annar þeirra sneri heim eftir tvær vikur í Marokkó en hinn, Stef- án Guðjónsson, dvaldi í tvo mánuði, eignaðist náinn vin sem ætlaði upphaflega að ræna Stefán, sem síðar reyndi að koma honum til íslands í vinnu. Pú eignaðist vini eftir furöulegum leidum, ekki satt? „Jú, það er rétt. Við kynnt- umst Marokkóbúunum fyrst af því að þeir komu til okkar að fyrra bragði og vildu græða af okkur peninga. Það voru þarna nokkrir strákar og einn þeirra, Adel, varð mjög góður vinur minn. Þetta voru svolítið sérstök kynni því útgangspunkturinn var sá að þeir ætluðu að ræna okk- ur Islendingana." Hvernig léystud þid þad múl? „Þetta var hálfskrítið. Eins og strákarnir kölluðu það þá eru góðir ferðamenn þeir sem hafa mikla peninga og segjast þeir einfaldlega hjálpa ferðamönnunum að eyða þessum peningum. Strákarnir selja hitt og þetta á okurverði, bjóða húsnæði, fara í ferðalög með ferða- mennina og lifa í leiðinni á þeim. Við vorum að leggja upp í ferð frá Asilah með þessum strákum eftir fyrstu þrjá dag- ana í Marokkó, en þeir ætl- uðu víst að ræna okkur fyrir utan bæinn. Það varð okkur síðan til happs að aðrir Mar- okkóbúar á einni umferðar- stöðinni töldu okkur vera komna á sitt yfirráðasvæði og höfðu hug á að ræna okk- ur frá Adel og vinum hans. Þar urðu smálæti og við þurftum að standa saman gegn þeim. Vinir mínir voru bitrir út í ástandið í heimalandi sínu og að hafa ekki tækifæri á að tryggja sér góða framtíð. Það var ekki um aðra atvinnu að ræða. Þeir gerðu þetta af illri nauðsyn." Fórstu sídan ad vinna med Adel og vinum ftans? „Ekki beint, því maður er svo vel upp alinn og strang- heiðarlegur íslendingur. Eg hjálpaði þeim reyndar oft að komast í samband við útlend- ingana, með því skilyrði að þeir mundu ekki ræna við- komandi. Það vildi nefnilega brenna við að þeir rændu þá útlendinga sem vildu ekki kaupa neitt og ekki tókst að plata af peninga." Hvar bjóstu? „Eg bjó með Marokkóbú- um í sjávarþorpi sem heitir Asilah og um tíma hjá fjöl- skyldu Adels. Það var mikil upplifun. Þau eru heittrúaðir múhameðstrúarmenn og ég ber mikla virðingu fyrir sið- um þeirra. Ég fékk tvisvar að sjá mömmu hans, í bæði skiptin um kvöld, því þá var hún ekki með slæðuna. Mér sem gesti var.vísað á bæna- herbergið. Ad'el svaf þar hjá mér og pabbi hans færði sig úr svefnherberginu til okkar mér til heiðurs. Systur Adels og bræður komu aldrei inn til okkar nema þegar þau færðu okkur mat. Síðan var ég í rúmlega viku hjá ömmu vinar Adels. Hún er 78 ára gömul kona sem lif- ir á því að rækta um 100 kg af hassi á ári. Reglulega fer hún, fjörgömul konan, með kílóin innan á sér til Casablanca eða Fez og kemur þeim í verð. Hún bjó í pínulitlu hreysi lengst upp í Rivefjöllum og það var mikil upplifun að búa hjá henni. Rétt við bæinn rann á og við sváfum í sátt við hænur og fimmtán ketti inni í bænum.“ Hvaö varstu lengi á þessu feröatagi? „Ég var úti í fjóra mánuði. Það var samt ekki fyrr en í gær sem mér fannst ferðalag- ið vera búið. Þannig var að ég ætlaði að hjálpa Adel að kom- ast til Islands og fá atvinnu- leyfi hér, því það er heldur skítt að eyða lífinu í að plata ferðamenn. Við fórum frá Marokkó til Svíþjóðar því þangað þurfti hann ekki vegabréfsáritun. Ég fékk mér vinnu á meðan vinir mínir hér heima leituðu árangurs- laust að atvinnu fyrir Adel. Ég fór því heim til að reyna sjálfur en komst fljótt að því að það gengur ekki að fá at- vinnuleyfi fyrir hann hér. Ekki einu sinni dvalarleyfi, því hann er Marokkóbúi. Út- lendingaeftirlitið hefur þá reynslu að þegar Marokkóbú- ar eru komnir frá heimaland- inu vilji þeir einfaldlega ekki snúa aftur. Adel hringdi síðan í mig og færði mér þær fréttir að sænska lögreglan ætlaði að senda hann heim. Ég fór út til að upplifa eitt- hvað. Ég hefði vafalaust verið lengur hefði ég ekki orðið svona náinn vinur Adels og tekið þá ákvörðun að reyna að hjálpa honum að komast til Islands." Drengur, sem var rétt að hefja skólagöngu, var sendur af foreldrum sín- um til að læra að dansa. í fyrstu gekk dansnámið vel. Eftir nokkra tíma fóru að renna tvær grímur á unga drenginn. Síðan var það eitt sinn að hann kom heim, skömmu eftir að danstiminn hófst. „Hvers vegna ert þú kom- inn heim, vinur?“ spurði pabbi hans. „Við urðum að dansa við stelpur,“ svaraði sá stutti. „Hvað, er það ekki allt í lagi?“ spurði mamman. „Nei, það er svo vond lykt af þeim," svaraði sá stutti. Það var í ellefu ára bekk í skóla í Reykjavík að kenn- arinn var orðinn mjög æst- , ur og skammaðist og skammaðist. Til að leggja áherslu á orð sín barði hann með kennaraprikinu í eitt borðanna ótt og tltt. Krökkunum leist orðið ekk- ert á og sum hver voru orðin hrædd. Einn guttinn leitaði leiða til að binda enda á þetta ástand. Það eina sem honum datt I hug var eftirfarandi. „Kennari, heyrðu, segðu mér, veistu hvenær við eigum að byrja I sundi?“ (úr skólasögum) RIMSÍRAMS GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Lýst eftir ríkisreknu dagblaði Rás eitt Ríkisútvarpsins er fyrirmyndardæmi um vel heppnaðan ríkisrekstur sjónvarpið var reyndar ansi gott yfir hátíðamar og sýnir alltaf betri og betri íslenskar heimildarmyndir, innan og saman við verri og verri lögguþætti og bíómyndir og fréttir frá fréttastofu Sjálf- stæðisflokksins, og á rás tvö eru nokkrir góðir pistla- höfundar og þar er stundum púlsinn - en það er rás eitt sem er glæst dæmi um rílds- stofnun eins og hún á að vera því hún fylgist með tímanum án þess að nokkur taki eftir þvi að hún breytist, hún þjónustar okkur öll án þess að apa okkur, skrökva að okkur, selja okkur. Á rás eitt erum við hlustendur en ekki neytendur. Á hinum rásunum er þetta öfugt. Rás eitt er eina rásin þar sem fram fer dagskrárgerð sem rís undir því nafni, ef undan er skilinn morgun- þáttur rásar tvö og síðdegis- dagskráin. Annars er bara verið að drepa tímann, stytta stundir, þreyja af - rétt eins og þessi andrá sem er líf okkar sé eitthvað sem brýnt er að taka sem minnst eftir, vita sem minnst af. Maður er kannski í bíl á leið úr og í vinnu, íþróttir, söng- skemmtun, eitthvað. Og maður er á sleðanum. Hann þýtur þama fram og aftur eftir FM bylgjunni með braki og brestum og þar sem ekki er verið að masa og drepa tímann er verið að reka mann áfram með þessum verk- smiðjutakti sem einkennir músíkina sem tók við af popp- inu, póst-poppið. Sífellt áreiti, allt miðast við að hraða hjartaslögunum, og samt þarf maður ekkert sérstaklega á því að halda að vera hress og velupplagður; maður er bara að fara heim og éta en þarf samt að hlusta á þetta af- kastahvetjandi hagg-tisj hagg- tisj hagg-tisj - sum af þessum lögum taka fimm ár í flutningi. Þar til maður heyrir rödd. Einhver er að tala! Einhver er að segja frá einhverju! Ein- hvér er virkilega að tala um eitthvað! Það hefur stundum leitað á mlg undanfama daga hvemig blað Þjóðviljinn var - hvemig hann hefði getað verið, hvernig mér fannst að hann ætti að vera, hvers vegna mér gramdist svo við hann síð- ustu árin, en hélt samt áfram að kaupa hann og kaupa, og mun kaupa hann áfram; hvers vegna ég skrifaði um hann að lokum eins og þátt- takandi í þórðargleði þeirra sem alltaf vom að ljúga upp á hann Moskvuhollustu. Mér dettur í hug orðið bamttutæki. Mér fannst stundum á út- síðum blaðsins komið fram við mig á einhvern undarlega svipaðan hátt og popp- stöðvarnar gera, nema þær em að reyna að selja mér þvottaduft og tómatsósu, en hann var að reyna að berja inn í mig einhver viðhorf, segja mér hvernig ég œtti að hugsa. Kannski var aldrei A rás eitt erum við hlustendur en ekki neytendur. Á hinum rásunum er þetta öfugt. glWBMlMáÍM möguleiki að slíta á flokks- böndin öll fyrir tíu, fimmtán, tuttugu ámm og gera allt blaðið jafn skynsamlegt og innblásið frjórri efahyggju og skrif þeirra Ólafs Gíslasonar, Einars Más Jónssonar og Áma Bergmanns vom - aug- lýsendur vilja ekki auglýsa í slíku blaði þiótt við öll viljum lesa; þá er bara eftir að tengjast einhverjum flokki og það kostar sitt. Við þurfum óháð dagblað eins og rás eitt er. Blað sem kemur fram við okkur eins og fullorðið fólk - lesendur en ekki neytendur. Morgurv blaðið þarf að gera upp sinn fortíðarvanda áður en það tekur þann sess og þar til það gerist lýsi ég eftir ríldsreknu dagblaði sem er upp á les- endur komið en ekki aug- lýsendur eða stjómmála- skúma.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.