Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 37

Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. JANÚAR 1992 37 Við prentam ó boli og hófor Eigum úrvai af boium m.a. frá Saeen Stars Vönduð vinna og gæöi í prentun. Langar og stuttar ermar, margir litir. Húfur í mörgum litum. Filmuvinnum myndir. Gerum tilboö í stærri verk. Nýtt! Nýtt! Nýtt! Nýtt! Nýtt! Komdu meö Ijósmynd eöa teikningu og viö Ijósritum myndina á bol eöa húfu fyrir þig. Smiöjuvegur 10 • 200 Kópavogur Sími 79190 • Fax 79788 • Box 367 PORKPIE Enn vantar íslenskt nafn. Kempur á borð við Fred Astaire og Cary Grant gerðu hatta af þessari tegund vinsæla. Litlir menn ættu að forðast þessa hatta og eins menn með stórt andlit. Við mælum eindregið með því að Kristján Arason handboltakappi fái sér einn af þessari tegundinni. ÖKUHÚFAN Eða The driving cap. Kom í stað kúluhattsins sem vildi fjúka af þegar ekið var í opnum bíl. Þetta er skemmtileg flík og passar við menn eins og Ómar Ragnarsson, enda er hann iðulega með einn svona á hausnum. hatt. „Það versta sem komið hef- ur fyrir karlmannatískuna var að karlmennirnir hættu að nota höfuðföt. Við erum núna fáir en ákveðnir sem göngum með hatta," segir Friðrik. „Eg er með sérsaumað pottlok fyrir skallapoppara sem ég keypti í Kolaportinu 1989," segir Guömundur Rúnar Lúdvíksson myndlist- ar- og tónlistarmaður. Hann hefur gengið með einhvers konar höfuðfat allar götur frá 1973. Það ár eignaðist hann fyrsta hattinn, sem var kúlu- hattur, en slíkirhattar virðast vera fágætir á íslandi. „Ef ég fer út án höfuðfats líður mér eins og ég sé aö fara nakinn í sundlaugarnar," útskýrir Guðmundur. „Ég var staddur í Helsing- fors og var þar á gangi með dönskum rithöfundum en þeir voru allir með hatta og neituðu að hafa mig með nema ég væri með hatt. Einn úr hópnum tók sig til og fór og keypti handa mér hatt sem passaði," segir Gunnar Gunnarsson rithöfundur um upphaf þess að hann fór að ganga með hatt. Eitt sérstæðasta höfuðfatið sem Gunnar á er sovéskur hermannahattur af þeirri teg- und sem sovéski herinn not- aði í Afganistan. Gunnari áskotnaðist hann á krá í Dan- mörku í skiptum, en einn gestanna ágirntist hatt Gunn- ars svo mjög að hann fór og náði í þann sovéska og bauð skipti. „Þennan hatt nota ég þegar ég fer á hestbak í sveit- inni. Ég þori ekki að nota hann hér í bænum af ótta við að sæta pólitískum ofsókn- um,“ segir Gunnar. STORUTSALAN enn í fullum gangi. Enn lægra verð á ýmsum titlum Allt að 96% afsláttur. Opið virka daga frá kl. 9-18 og laugardag frá kl. 10-16. Bókaúfgöfa /MENNING4RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTiG 7 • REYKJAVÍK SÍMI 6218 22 KRINGLUNNI HINN EINI SANNI, GAMLI GÓDI FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA Haraldur Jónsson NIOáTII

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.