Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 38

Pressan - 20.02.1992, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. FEBRÚAR 1992 Þrátt fyrir aukið atvinnuleysi er erfitt að manna störf sem þykja illa launuð, líkam- lega erfið eða óþrifaleg. Aukið streymi erlends vinnuafls til landsins endurspeglar ákveðna þróun sem hefur orðið í atvinnumálum og vekur upp þá spurningu hvort hér sé að myndast nýr þjóðfélagshópur. Hópur sem tekur að sér lítt eftirsótt störf sem Islendingar veigra sér við að stunda. Einskonar negrar Islands. „Þjóðerni skiptir mig ekkl meginmáli heldur hvort fólk er viðkunnanlegt eða ekki,“ segir Elsie frá Filippseyjum. Streymi erlends vinnuafls til landsins jókst jafnt og þétt allan síðasta áratug. Megin- ástæðu þess er að finna í þeirri einföldu staðreynd að eigendur ísienskra fyrirtækja hafa séð sig knúna til að ráða útlenda vinnukrafta í lausar stöður. í langflestum tilfellum hefur allt verið reynt til að fá íslendinga til vinnu en hvorki gengið né rekið, þrátt fyrir it- ítrekaðar tilraunir. Niðurstað- an er, og hefur verið, að oft er ógerningur að fá innlenda starfskrafta í störf sem flokk- ast sem lágt launuð, líkam- lega erfið eða óþrifaleg. Svip- aður veruleiki og blasti við nágrannaþjóðum okkar fyrir nokkrum áratugum. í ljósi þessarar þróunar í at- vinnumálum velta menn því fyrir sér hvort hægt og róiega sé að myndast þjóðféiagshóp- ur sem ekki var hér fyrir? Hópur manna og kvenna sem ganga í þau störf sem ís- lenskir starfskraftar fást af einhverjum ástæðum ekki til að stunda? Þetta er veruleiki sem er þekktur meðal vel- flestra iðnvæddra þjóða heims og hefur valdið því að minnst eftirsóttu störfin eru mönnuð erlendu vinnuafli. EFTIRSPURN MEST í FISKVINNSLU Eftirspurn eftir erlendu vinnuafli hér á landi er lang- mest í fiskvinnslu, en ákveðin svæði á landinu komast hreinlega ekki af án þess. Verksmiðjuiðnaðurinn hefur einnig sóst eftir útlendini>um og samanstendur sá hópur fyrst og fremst af konum. Hótel og veitingastaðir hafa heldur ekki farið varhluta af þessari þróun og er töluverð- ur hópur útlendinga starfandi á þeim vettvangi. Sammerkt er með þessum störfum að ekki hefur tekist að manna þau íslenskum starfskröftum. Atvinnuleyfi eru af þeim sökum einungis veitt ef víst þykir að ekki er hægt að manna stöður á annan máta. A síðustu tíu árum hefur veit- ing þeirra smáaukist ár frá ári, en lengi vel voru afgreidd að jafnaði um 1.200 leyfi á ári. Árið 1987 jókst eftirspurn mikið, tala veittra leyfa hefur tvöfaldast og reyndust 2.210 á liðnu ári. Inni í þeirri tölu eru að vísu endurnýjanir, en auk þessa hóps er á vinnumark- aðnum töluvert af fólki sem þegar hefur hlotið íslenskan ríkisborgararétt og svokall- aða svarta vinnu er að sjálf- sögðu ekki að finna í opinber- um gögnum. PÓLVERJAR OG AUSTURLENSKAR KONUR Þeir sem hingað hafa kom- ið eru af ýmsu þjóðerni, en áberandi eru þó konur frá Austurlöndum fjær og nýlega hefur orðið mikil aukning á fjölda Pólverja. Menn og kon- ur með annað ríkisfang eru minna áberandi. „Ein aðalsérstaðan er að hingað hefur komið mikið af Pólverjum á síðasta ári," sagði Óskar Hallgrímsson hjá at- vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins. ,,At- vinnurekendum líkaði snemma við þá og menn fóru að sækjast eftir þeim. Þá dró úr innflutningi annars staðar frá.“ Pólverjarnir hafa yfirleitt komið í hópum frá ákveðn- um svæðum heimalands síns og til að nálgast þessa starfs- krafta hafa atvinnurekendur ýmist leitað beint út eða sam- landar þeirra hérlendis hafa haft milligöngu um komu þeirra. Pólverjar hafa dreifst í margvísleg störf og þykja af- bragðs starfskraftar. Einn hópur fólks kemur frá Asíulöndunum og eru konur þar í meirihluta. Þær hafa mikið ráðist í störf í verk- smiðjum og þvottahúsum, en einnig á veitingahúsum. Margar þeirra eiga hér þegar fjölskyIdur, eru sjálfar í hjóna- bandi eða eiga skyldmenni í slíkri stöðu. Þessar konur eru flestar ófaglærðar. KVÓTI Á VINNUSTAÐI ,,Á síðustu árum hafa eink- um komið hingað konur frá Austurlöndum fjær og má segja að það sé eini skil- greindi hópurinn sem hægt er að tala um,“ sagði Halldór Grönvold hjá Iðju, félagi verk- smiðjufólks. „Við höfum starfað eftir einfaldri vinnu- reglu, sem er á þá leið að ef um fjölskyldutengsl er að ræða eða vinnustaður sýnir fram á að ekki sé annar til að taka vinnunni sjáum við ekki forsendu fyrir því að neita viðkomandi um atvinnu- leyfi." Viðhöfð er svokölluð óop- inber kvótaregla, sem felst í því að reynt er að dreifa fólk- inu á vinnustaði. Á þann hátt er verið að fyrirbyggja að meira en tíu til fimmtán pró- sent starfsmanna á hverjum stað séu erlendir. Iðja hefur 105 virka erlenda meðlimi á félagssvæði sínu. Halldór sagði að ekki væri nóg að fá fólk inn í landið, heldur þyrfti það að samlag- ast menningu og læra að þekkja hér siði og venjur. Það er svipuð stefna og hefur ver- ið fylgt víða annars staðar og er reynt að hafa forgöngu um námskeiðahald sein sérstak- lega er ætlað fólki sem kem- ur til að starfa í landinu. Slík kennsla hefur nú verið við lýði í tvo vetur hérlendis, en einnig hefur verið um það rætt hvort verkalýðshreyf- ingin gæti brugðist við með einhverjum hætti. e;ini umsækjandinn OHÆFUR Eftirspurn eftir konum til að vinna í verksmiðjum er töluverð og endurteknar til- raunir til að ná inn innlendu starfsfólki hafa lítinn árangur borið. Halldór Grönvold sagði það hafa breyst á und- anförnum mánuðum og jafn- framt hefði dregið úr ásókn erlendra aðila til landsins. Sagan reyndist önnur hjá einni af stærri sælgætisverk- smiðjum á höfuðborgarsvæð- inu, en þar eru tíu erlendir ríkisborgarar á launaskrá. „Ráðningar hafa komið til af því að erfitt hefur verið að fá fólk. Bæði auglýstum við og leituðum á ráðningarskrif- stofur. Út úr því kom aðeins einn umsækjandi, sem reynd- ist óhæfur," sagði starfs- mannastjóri fyrirtækisins. „Sem dæmi má nefna að í öllu þessu atvinnuleysistali héldum við að það myndi rigna inn umsóknum en reyndin er sú að lítið hefur verið leitað til okkar. Reyndar hafa karlmenn hringt til okk- ar, sem ekki var áður, en þeir fara ekki í þessi störf sem við köllum kvennastörf. Þau eru verr launuð og karlmenn fást ekki til að sitja við færiband." SVIPUÐ LÍFSKJÖR OG Á FILIPPSEYJUM Elsie vinnur í verksmiðj- unni og er ein fjögurra filipp- eyskra kvenna sem þar starfa. „Ég hef dvalið hér nú í fimm mánuði og mér líkar vel. Vinnan hér er fín en heima rak ég lítið fyrirtæki með foreldrum mínum." sagði Elsie. „Mig langaði til að komast til annars lands og kom hingað, því hér á ég þrjár systur." Systurnar eru allar giftar. nema ein, sem starfar úti á landi. En hvernig var henni tekið? „Okkur líður mjög vel og hefur verið vel tekið af öllum. Fólk er mjög viðkunnanlegt en mér finnst skipta megin- máli hvort fólk er almenni- legt, ekki hvort það er frá Fil- ippseyjum eða íslandi. Fyrir mér eru Filippseyingar og Is- lendingar sama fólkið." Eftir vinnudag í verksmiðj- unni aðstoðar Elsie eigin- mann sinn, sem rekur lítið fiskvinnslufyrirtæki. Hún eyðir mestu af frítíma sínum heimavið og hittir gjarnan systur sínar eða aðrar konur af sama þjóðerni. Hún talar svolitla íslensku og ensku, en segir að tungumálið hái sér ekkert sérstaklega í sam- skiptum við aðra. „Systir mín var búin að búa mig undir lífið á íslandi og það eina sem kom mér því á óvart var veðrið. Að öðru leyti eru lífskjörin svipuð og vinnuálag sömuleiðis, því Fil- ippseyingar eru vanir að vinna mikið." SVARTA HAGKERFIÐ ÞRÍFST I hótel- og veitingarekstri má víða sjá erlent starfsfólk. „Það er engin spurning að um aukningu umsókna hefur verið að ræða síðustu ár," sagði Sigurður Guðmunds- son hjá Félagi starfsfólks í veitinga- og gistihúsumJ Hann sagði atvinnuleysið hafa breytt myndinni nokk- uð, en fram að þessu hefði þurft að manna uppvask að stórum hluta með erlendu vinnuafli þar sem íslendingar fengjust ekki í þau störf. „Það er einnig farið á bak við okkur og ótrúlega mikið um svarta vinnu í þessum geira. en þetta heyrum við um af orðspori. Sumir staðir eru hreinlega reknir á svörtu vinnuafli." Fyrir skömmu var þess get- ið í fjölmiðlum að Hótel Saga hefði tekið pólska starfs- krafta fram yfir íslenska. er þar tóku til starfa átta stúlkur við herbergjaþrif. En fengust íslendingar til starfans? „Okkar stóra vandamál er að fá íslenskt starfsfólk í þess- ar stöður." sagði Kristín Páls- dóttir, starfsmannastjóri á Hótel Sögu. „Undanfarin sex. sjö ár hefur verið erfitt að fá konur í þessi störf. Okkur hélst hreinlega ekki á fólki. bæði vegna þess aö vinnan er frekar erfið og eins vegna mikils vinnuframboðs annars staðar. Ég fékk strax grænt Ijós hjá öllum opinberum að-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.