Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRBSSAN 4. JÚNÍ 1992 Á L I T JÓN KRISTJÁNSSON Niðurstaða Þióðar- atkvæðagreiðslunnar í Danmörku Danska þjóðin sýndi vilja sinn á þriðjudag þegar til- laga um aukna Evrópusamvinnu sem felst í Maast- richt-samkomulaginu var felld. Niðurstaðan var mikið áfall fyrir dönsk stjórnvöld, því tillögurnar höfðu farið í gegnum þingið með meirihlutasam- þykki þingmanna. SIGURÐUR PÉTURSSON, formaður Sambands ungra jafnaðarmanna: „Þetta getur annars vegar þýtt að það verði auð- veldara íyrir aðrar Norðurlandaþjóðir að ganga inn í Evrópubandalagið og hins vegar sýnir þetta tor- tryggni almennings gagnvart miðstýringunni í bandalaginu. Eina leiðin út úr því er að gera bandalagið lýðræðis- legra; dreifa valdi.“ BJARNI EINARSSON, aðstoðarforstjóri Byggðastofn- unar: „Eg vil óska Dönum til hamingju með það að þeir em ákveðnir í að vera Danir áfram en gerast ekki Þjóðveijar. Þetta er gríðarlegt reiðarslag fyrir stjómmálamenn — þeir hafa greinilega ekki haft fólkið á bak við sig — og á eftir að hafa mikil álirif á öðmm Norður- löndum. Ég er viss um að svipaðar aðstæður em til staðar hér á landi og Islendingar kjósa áfram að vera Islendingar. Þetta er ágætis fyrir- mynd og verður vonandi til jtess að hið yfirþjóðlega vald fái sinn rass- skell Itka og Evrópa sjái það að Evrópa á að vera samband sjálfstæðra ríkja en ekki eitt reglugerðarfyrirbæri." PÁLL PÉTURSSON, þingflokksformaður Framsókn- arflokks: „Þetta er mjög merkileg niðurstaða og á vafa- laust eftir að hafa mjög víðtæk áhrif, bæði á Evr- ópusamstarfið og samskipti EFTA-ríkjanna við Evrópubandalagið. Þama sannast að EB er fyrst og fremst bandalag fyrirtækja og ríkisstjóma en ekki bandalag þjóða. Þetta em skýr skilaboð til stjómvalda um að þau verði að gá að því hvar þau standa; þau geta ekki gengið að því sem gefnu að þjóðin standi á bak við þá.“ ÞRÖSTUR ÓLAFSSON, aðstoðarmaður utanríkisráð- herra: „Þetta er í fyrsta lagi áfall fyrir Evrópubandalag- ið eins og það ætlaði sér að verða. Hins vegar er þetta áfail fyrir Evrópu sem heild, vegna þess að þetta mun þýða að Þjóðverjar verða ekki að sama skapi settir inn und- ir valdsvið stofnana Evrópu. Tvíeykið Frakkland-Þýskaland fær frjálsari hendur en það ella hefði fengið, vegna jtess að hinar þjóðimar munu sitja hjá.“ VILHJÁLMUR EGILSSON, framkvæmdastjóri Verslunar- ráðs: „Ég tel að þessi niðurstaða sé slys fyrir Dani og þeir muni lenda í auknum erfíðleikum fyrir vikið. Ég tel að Svíar og Finnar muni halda áfram að reyna að fá aðild að bandalaginu og báðar þjóðimar verði tilbúnar að samþykkja það sem Danir vom að hafha. Danir munu að öllum lík- indum eiga erfiðara með það í framtíðinni að sinna forystuhlutverki sínu í Evrópusamvinnunni fyrir hönd Norðurlandanna, og ég hygg að fyrir árslok verði þeir búnir að efna til annarrar þjóðaratkvæða- greiðslu og samþykkja þetta.“ fiskifræðingur hefur löngum gagnrýnt störf Hafrannsókna- stofnunar. Hann telur að veiða eigi allar tegundir fisks og allar stærð- ir — alls stað- ar. Hann vill sj; endalok friðunar- maskínunnar. Þú hefur gagnrýnt starfsað- ferðir Hafrannsóknastofnun- ar. I hverju felst þessi gagn- rýni? „Ég hef gagnrýnt fiskveiði- stefhuna, eða hugmyndafræðina á bak við hana. Hér áður fyrr vom bæði íslendingar og útlend- ingar að veiða innan fjögurra mílna landhelgi með botnvörp- um með mjög smáa möskva og fleygðu óhemjumagni af smá- fiski. Síðan var möskvastærð aukin og Jregar við höfðum náð yfirráðum yfir landhelginni var öllum útlendum togurum hent út og ákveðið að lofa fiskinum að lifa aðeins lengur og verða stærri. Sú röksemdafærsla hlaut að byggjast á því að til væri mat- ur fyrir stærri stofn, áður en við fæmm að veiða hann. Árið 1976 er möskvinn enn stækkaður, lágmarksstærð fisks sem má veiða aukin og það er farið að loka ákveðnum svæðum til að vemda smáfisk. Það kom berlega í ljós, eftir þessar að- gerðir, að afli þriggja ára fisks stórminnkaði og heppnast hafði mjög vel að friða smáfiskinn. Það fór ekkert á milli mála — þeir skrifuðu mikið um það og hrósuðu sjálfum sér fyrir vel- gengnina. Upp úr þessu ráðleggur Haf- rannsóknastofnun mun minni veiðar en fór síðan að eltast við aflann. Árið 1983 kemur skellur, lítið veiðist og fiskurinn er hor- aður. Athuganir sýna þá að dreg- ið hafði mjög úr vexú þorsksins árið á undan og við, sem deild- um á þetta, túlkuðum það sem svo að tilraunin til að friða smá- fisk hefði leitt í ljós að það væri ekki til matur fyrir hann. Þá vom menn mjög svartir og ráðlögðu ntinni veiði og kvóta- kerfið var sett á í framhaldi af því til að vemda fiskinn. Þá var allt að fara til fjandans; ekki hafði orðið nýliðun og áberandi var sama jarmið og núna. Það er haldið áfram með þessa sömu friðunarmaskínu, og með- an þessu sóknarmarki er haldið endurtekur sagan sig auðvitað. Alls staðar þar sem þetta veiði- mynstur hefhr verið tekið upp— að fækka skipum, draga úr veið- um og stækka möskva—dúndr- ast aflinn niður.“ En hvernig í ósköpunum er þá hœgt að halda jafnvœgi í stofnstœrðinni? „Reynslan hefur sýnt það alla togaraöldina að það koma engar lægðir." En nú erum við að tala um mun betri tcekni en varframan af öldinni? , J>að var af hinu góða að veiða alls staðar og veiða allar stærðir af fiski. Þá kom líka í netin annar fiskur, sem kallaður er skítfiskur eða ófiski og er ekki nýttur, en með því að sleppa honum í gegnum trollið hefúr hann betri aðgang í samkeppni og keppir við þorskinn um æti. Við stjóm- um ekkert nýliðuninni með stærð hrygningarstofnsins. Það kemur sterkur árgangur þegar það er pláss fyrir hann. Meðan þessari stefnu er haldið er það mín skoðun að við verðum alltaf í þessu harki.“ BÆTIFLÁKAR FULLURÁ ALMANNA- FÆRI „Er ekki ölvun á al- mannafœri bönnuð sam- kvœmt lög- reglusamþykkt Reykjavíkur? Hvers vegna eru þá ekki allar þessar fyllibyttur á almanna- fceri teknar úr umferð? — Er lögreglusamþykktin kannski markleysa? “ H.P.,lesendabréfíDV. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfírlögregluþjónn í Reykjavík: „Svarið við fyrstu spurningunni er neitandi og þess vegna óþarft að svara þeim tveimur síðari. í lög- reglusamþykkt frá 1987 er ekkert kveðið á um það að ölvun á almannafæri sé bönn- uð. I 3. grein samþykktarinnar segir að uppþot, óspektir og áreitni á almannafæri séu bönnuð og mönnum megi vísa burt ef háttsemi þeirra veldur íbúum óþægindum. Þar sem við störfum eftir gildandi samþykkt fjarlægjum við ekki fólk fyrir það eitt að vera ölv- að.“ HRÆDDUR VIÐ KONUR „Eftir frétt- irnar um áreitni við konur á vinnu- stöðum hér á landi er manni ncest skapi að hœtta öllum samskiptum við blessað kvenfólkið, a.m.k. á vinnustað. Þar sem ég vinn tek ég líka eftir því að karl- mennirnir eru orðnir afar var- fœrnir í tali og sumir sneiða alveg hjá lyftunni er þeir sjá konu í henni. Þetta er allt að verða hið óþœgilegasta mál sem þarfnast endurskoðun- ar. “ Gísli Magnússon, DV. Birna Harðardóttir, fram- kvæmdastjóri Jafnréttis- ráðs: „Þetta bréf segir ansi mikið um sálarlíf þess sem það skrifar. Hann virðist ekki geta umgengist konur á jafn- réttisgrundvelli, hvað þá að hann skilji hvar mörkin eru milli vinsamlegra samskipta kynjanna á vinnustað og þess, að komið sé fram við konur á niðurlægjandi hátt vegna kyn- ferðis þeirra. Hér er um grundvallaratriði að ræða í mannlegum samskiptum, og ég hvet bréfritara og aðra sem eru í sömu sporum og hann til að huga að þessu máli með opnum huga. Og svona í lokin ein spurning: Hvað gerðist í lyftunni áður en þessi urnræða um kynferðislega áreitni á vinnustað fór af stað?“ ALLIR MED STÚDENTS- PRÓF „Menntakerfið hefur stýrt langflestum framhaldsskóla- nemendum í stúdentspróf á kostnað ýmissa verklegra greina. Kerftð stýrir með öðr- um orðum ungu fólki inn á vit- lausar brautir og leggur alltof mikla áherslu á vœgi stúdents- prófs án þess að leggja áherslu á innihald þess náms. “ EllertB. Schram, DV. Hörður Lárusson, deildar- stjóri framhaldsskóladeild- ar menntamálaráðuneytis: „Orsaka þess að menn ein- blína á stúdentsprófið er ekki að leita hjá skólakerfinu. Það er almennt viðhorf og á sér þjóðfélagslegar rætur. Við stýrum fólki ekki inn á þessar brautir. Það er þess að velja. Og svo útskrifa framhalds- skólamir ekki eingöngu stúd- enta.“ SUKKAÐ MEÐ PEN- INGA VERKA- LÝÐSINS „ Vinnandi fólk í þessu landi er hneppt í þrœldóm verkalýðsfélaganna. Milljarðar króna eru árlega dregnir aflaunum fólks að því forspurðu og afhentir for- stjórum stéttaifélaganna. Féð nota forstjórarnir iðulega í pólitískum tilgangi og til að koma sjálfum sér áframfœri. “ Glúmur Jón Björnsson, DV. Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Verkalýðsfé- lagsins Dagsbrúnar: „Ég las nú ekki þessa grein Glúms, en skilst að hann sé háskólamennt- aður. Hann er uppi á röngum tíma. Hefði átt að vera uppi á ár- unum 1920-’35, þegar verka- lýðsfélögin börðust fyrir því að taxta væri fylgt. Að menn væru ekki á misjöfnu kaupi eftir at- vinnuástandinu á hverjum tíma. Fáir hafa notið þess betur en há- skólamenn. Þeir fá aðstoð sem verkamenn væru, en því miður em þeir hættir að vinna verka- mannavinnu. Ég held að Glúm- ur sé viðskiptafræðingur og efnilegur sem slíkur. En úr gler- húsi brasks og svindls kastar hann grjóti í menn verkalýðsfé- laganna og þá sem valdir hafa verið til forystu. Ég er sáttur við að ég skuli vera einn af þeim sem Glúmur er að hnýta í.“ Er þá einhver hugsunarvilta hjá Hafrannsókn? ,Já, þeir hafa ekki viljað við- urkenna að það sem gildir fyrir dýrastofna á landi og í vömum gildir fyrir þorskinn í sjónum. Þegar dýr vex hratt á að slátra því. Það sem skiptir máli í afla er vöxtur einstaklinganna og fjöldi þeirra, því fjölgunarmöguleikar fiska eru stjamfræðilegir þegar rétt skilyrði em fyrir hendi. Ef við emm að tala um tækni- væddan flota megum við ekki gleyma því að gamli flotinn tók meiri afla á land en sá nýi. Að- ferðimar em öðmvísi; áður tók- um við fiskinn fyrr og vöxturinn var betri.“ Felst þá lausnin í takmarka- lausum veiðum á miðunum? „Það er ekki sjálfgefið að menn fari að veiða takmarka- laust, en við komumst ekki út úr þessu fyrr en við hættum þessari smáfisksfriðunarstefnu og för- um að veiða vistffæðilega. Við stjómum ekki ætinu í hafinu nema óbeint með því að fjar- lægja fisk sem liggur á jötunni. Veiðamar verða að taka mið af vaxtarhraða fisksins, ef vöxtur hægist, verður að veiða meira“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.