Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4.JÚNÍ 1992 13 Skoðanakönnun Skáls fyrir PRESSUNA FOLKVUL ÞYNGRIDÍNIA YHR AFBROIA- MÖNNDMBH DOMSTOLARNIR Islendingar vilja mun harðari refsingar við afbrotum en almennt tíðkast í dómskerfinu. * I flestum tilfellum eru refsingar við lægri mörk þess sem heimilt er. Lögfræðingar gagnrýna Hæstarétt fyrir vægari dóma í alvarlegum brotum hin seinni ár. Fimmtungur aðspurðra taldi dauðarefsingu réttlætanlega. Refsingar við afbrotum eru alltof vægar á íslandi, miðað við hvað almenningur telur hæfilegt. Það er djúp gjá á milli þess sem almenningur telur vera réttláta refsingu fyrir nauðganir og kyn- ferðisbrot gegn bömum og þeirra dóma sem kveðnir eru upp í dómsölum landsins. Einn fimmtihluti þjóðarinnar telur réttlætanlegt að beita dauðarefs- ingu í alvarlegum brotum. Þetta eru helstu niðurstöður í skoðana- könnun sem Skáís gerði nýlega fyrir PRESSUNA. Spurt var hvað fólki þætti hæfileg lágmarksrefsing fyrir sjö tegundir brota: manndráp, nauðgun, kynferðisbrot gegn bami, meiriháttar líkamsárás, meiriháttar skattsvik og meiri- háttar fjárdrátt eða fjársvik. í öll- um tilfellum reyndist almenn- ingur dómharðari eða refsiglað- ari en dómendur í dómsölum. Eða: Það heyrir til undantekn- inga að dómarar nýti sér þær heimildir sem löggjafinn hefur veitt þeim tíl að taka harkalega á alvarlegum afbromm FJÓRTÁN ÁR FYRIR MANNDRÁP Svarendur í könnun Skáls voru reiðubúnir að taka töluvert harðar á manndrápi af ásetningi en lög gera ráð fyrir og dómstól- ar hafa tí'ðkað. Að meðaltali vildi fólk refsa fyrir manndráp með fjórtán og hálfs árs fangelsisvist. Helmingur aðspurðra aðhylltíst sautján ára fangelsi eða meira, en öðmm þijátíu prósentum þóttí hæfileg lágmarksrefsing þrettán til sextán ár. Að auki vildu fjögur prósent að dauðarefsingu yrði beitt, en eitt prósent taldi skil- orðsbundinn dóm eða fjársekt nægja. Rétt er að hafa í huga að fólk var ekki spurt nánar út í hvers konar afbrot það hafði í huga, hversu alvarlegt eða hversu „lítíð“. Eflaust bjuggu í huga fólks mismunandi atvik og aðstæður, en refsilöggjöfin gerir einnig ráð fyrir misþungum refs- ingum eftir atvikum. Refsirammi fyrir manndráp af ásetningi er fimm til sextán ára fangelsisvist, en heimilt er að dæma harðar, allt að ævilöngu fangelsi. Hér áður fyrr var al- gengasti dómur fyrir manndráp tólf, fjórtán eða sextán ár, en á síðustu ámm hefur Hæstiréttur fellt mun mildari dóma og einnig iðulega lækkað refsingar undir- réttar. í Stóragerðismálinu svo- nefnda, þegar tveir menn rændu bensínstöð og urðu afgreiðslu- manni að bana, dæmdi undirrétt- ur þá í tuttugu ára og átján ára fangelsi, en Hæstiréttur breytti því í sautján ár og sextán. Þar var um að ræða mjög alvarlegt brot, manndráp af ásetningi í beinum tengslum við rán sem sammælst var um, og fullyrtu kunnugir við- mælendur PRESSUNNAR að í löndum á borð við England, Þýskaland og Holland væri refs- ing við slíku umorðalítið ævi- langt fangelsi. Heimildir em í ís- lenskum lögum fyrir nánast ævi- löngu fangelsi fyrir hvort brotíð um sig, en þessi dómur Hæsta- réttar mun þó vera í samræmi við það sem gerist á Norðurlöndun- um. Undanfarinn áratug hefur Hæstiréttur refsað fyrir mann- dráp með átta til sextán ára fang- elsisvist, en dæmi em um mun vægari dóma. Árið 1985 hlaut kona fimm ára dóm fyrir mann- dráp af ásetningi, þann lægsta sem refsiramminn leyfir, og tveimur ámm síðar hlaut ung- lingsdrengur fjögurra ára skil- orðsbundinn dóm og réðu þar úr- slitum aldur hans og aðrar að- stæður. Nýlega var hins vegar kveðinn upp dómur í Vest- mannaeyjum þar sem kona var fundin sek um manndráp af ásetningi. Hún hlaut fjögurra ára fangelsi, einu ári styttra en refsi- ramminn gerir ráð fyrir, og fúll- yrt er að sá dómur sé afleiðing vægari refsistefnu sem Hæsti- réttur hafi mótað á siðustu ámm. í Bankastrætismálinu svo- nefhda, þegar unglingspar varð manni að bana, lækkaði Hæstí- réttur dóm undirréttar yfir drengnum úr sex ámm í fimm og hálft. VÆG REFSING VIÐ NAUÐGUNUM? Skilin á milli almenningsálits og þess, sem dómskerfið sendir ffá sér, em mun skarpari þegar kemur að nauðgunarmálum. Að meðaltali vildu svarendur í könnun Skáís refsa með tæplega níu ára fangelsi að lágmarki fyrir nauðgun. Fjórðungur taldi fjögur til sex ár hæfilegt og annar fimmtungur sjö til níu ár. Ein- ungis eitt prósent taldi skilorð Sjá næstu opnu

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.