Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 11

Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 11
Æz egar laxveiði sumarsins hófst fyrr í vikunni mátti sjá greinileg merki þess að á fréttastofu Stöðvar 2 eru saman- komnir tveir af áköf- ustu laxveiðimönn- um landsins. Það eru þeir Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri og Ólafur E. Jó- hannsson fréttamað- ur. Þeir störfuðu reyndar saman áður, á öðrum stað, á öðrum tíma. Það var eftir að Ingvi Hrafn, þáverandi fréttastjóri, réð Olaf sem fréttamann á fréttastofu Sjónvarps. Og þótt Sjónvarpið reyni að krafsa í bakkann í þessum sérhæfða fréttaflutn- ingi er ekki vitað til þess að neinn sér- stakur laxveiðimaður sé á þeim bæ... D álítið skondin saga gengur fjöll- um hærra af tónleikum Gipsy Kings í Laugardalshöll. Hún er á þessa leið: Maður, dökkur á brún og brá og því greinilega einn af aðstoðarmönnum hljómsveitarinnar, gekk um salinn meðan á tónleikunum stóð. Hann var með lítið vasaljós og lýsti framan í and- litið á stúlkum í hópi tónleikagesta. Þeim sem honum leist á, og þær kváðu flestar hafa verið ljóshærðar, var boðið baksviðs eftir tónleikana og í partf að þeim loknum. Fylgir sögunni að 27 stúlkur hafi fengið þetta boð og þær hafi allar þekkst það... N J. ^ ýr Heijólfur er væntanlegur til Vestmannaeyja á hvítasunnudag, þótt landgöngumannvirki fyrir feijuna séu reyndar ekki tilbúin, hvorki í Eyjum né Þorlákshöfn. Margt fyrirfólk verður um borð í ferjunni á leiðinni frá skipa- smíðastöðinni í Noregi, ýmsir stjómar- og nefndarmenn. Þegar skipið verður komið í gagnið verður hafist handa við að auglýsa þennan ferðamáta, en far- þegum með gamla Heijólfi mun hafa fækkað eitthvað síðustu árin. Hefur auglýsingastofan Gott fólk verið fengin til að sjá um auglýsingar, en tveir af GLJAANDI GLÆSILEIKi eigendum hennar eru einmitt gamlir Eyjamenn, þeir Hlynur Ólafsson og Ástþór Jóhannsson... JL að virðist ekki vera mikil gróða- von í því að halda uppboð á íslandi. Á sunnudagskvöld hélt Bamaheill lista- verkauppboð á Hótel Sögu í samvinnu við hið þekkta fyrirtæki Sotheby’s. Fjöldi manns kom í Ráðhús- ið að skoða verkin sem átti að bjóða upp. Á uppboðið komu hins vegar fáir og var salan dræm. Að- eins seldust fjórtán af tæplega fjörutíu veiicum, tvö þau dýrustu, eftir Tolla og Sigurð Örlygsson, fyrir 80 þúsund krónur. Alls nam salan á uppboðinu 684 þúsund krónum, sem varla getur talist mikið... -L^-nútur Bruun, lögfræðingur og listaverkakaupmaður, opnar nýtt gallerí á laugardaginn. Það er til húsa í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, andspænis Gauki á Stöng. Húsakynni gallerísins eru óvenjustór; á efri hæðinni er sölugall- erí þar sem verða verk eftir ýmsa listamenn, en á þeirri neðri sýningarsalur. Fyrstur til að sýna þar er Arnar Herbertsson listmálari, einn þeirra sem uppfóstr- uðust með SÚM-hópnum... SUZUKISWIFT 3 DYRA, ÁRGERÐ 1992 * * * * Aflmikil, 58 hestafla vél með beinni innspýtingu. Ódýr í rekstri - eyðsla frá 4.0 1. á hundraðið. Framdrif. 5 gíra. Verð kr. 726,000,- á götuna, stgr. ^SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF. SKEIFUNNI 17 • SlMI 685100 UPUR OQ SKEMMTILEGUR 5 MANNA BÍU_ AUK ÞESS AD BJÓBA HÉB 06 NÚUBWÉITINBAff^ IAGER ÁfRÁBÆBfl VERÐf BJÓDUM WB NÚ M-SJÖRT SPREDIGITILBOB: HELLII- BDRÐ, OFN OG VIFIB M® 16,27% AFSUEni*) TIL KAUPENDA HÉR 06 NÓ INNRÉTTINGA Einföld eldhúsinnréff/nn „ hvffeðaspónlögðbeS PraUtUð Vr^*!2 778’-*tgr. j^vaskur e skolská; *dh*sVaskur Verð með sfsleetti HÉR oc NÚ l£* r'tV' ..ndonart*M me6 tAorato'® \aetti: A6,27%a 8.933 0dhúsf®K' 1-452 ^ ttTk' meö 1e>27% “oifaerg Net(ó . afs,»ttí: hÍi,TN6°2^ ^ "elluh°rÖMPN6 41.9oo ^B°F603HV 1HV 14.400 Zmt^ ^--------^asoo áís/áttur 6^^ Verðm^i SS.443 eð^' böh'’ O0V .^nQSOkW'- ca'aS eðaSp' Gásar Ármú/a 7, sími 30 500

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.