Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 16
16 FiMMTUDAGUR PRESSAN 4.JÚNÍ 1992 Halldór bælti 31 % olan á tillögur Haf- rannsóknar Á árunum 1978 til 1990 heim- iluðu viðkomandi sjávarútvegs- ráðherrar að meðaltali 63 þúsund tonna þorskafla umfram tillögur Hafrannsóknastofnunar, eða 21 prósent. Stofnunin mælti að meðaltali með 302 þúsund tonn- um en reyndin varð 365 þúsund tonn. Á árunum 1978 til 1983 voru Matthías Bjarnason, Kjartan Jó- hannsson og Steingrímur Her- mannsson ráðherrar sjávarút- vegsmála. Á því tímabili mælti stofnunin með þorskafla upp á 337 þúsund tonn að meðaltali, en reyndin varð 16 prósentum meiri eða384 þúsund tonn. Árið 1983 tók Halldór Ás- grímsson við og í kjölfarið tóku kvótalögin gildi. Frá 1984 til 1990 mælti Hafrannsóknastofn- un með 270 þúsund tonna þorsk- afla að meðaltali, en í tíð Hall- dórs varð reyndin 348 þúsund tonn eða 31 prósenti meiri að meðaltali en stofnunin lagði til. 40 prósenta samdráttur í þorskafla yrði einsdæmi. Þó má geta þess að á milli áranna 1983 og 1984 minnkaði aflinn um 27 prósent og á tveimur árum, milli 1982 og 1984, um 39,4 prósent. Eftir þann mikla niðurskurð var aflinn 283 þúsund tonn, en nú leggur ráðgjafamefnd Alþjóða- haffannsóknaráðsins til að veið- in verði aðeins 175 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Formaður Karatefélags- ins dæmdur fyrir líkams- árás Nýlega var í Hafnarfirði kveð- inn upp dómur í máli einstak- lings gegn Gunnari Inga Hall- dórssyni. Gunnar Ingi var sakað- ur um tilefnislausa ltkamsárás í fyiTavor, en þá var hann formað- ur Karatefélags Reykjavíkur. Tildrög málsins eru þau að þrír menn gengu að næturlagi niður Laugaveg. Orðaskipti við menn í öðrum hópi leiddu til þess að Gunnar Ingi notaði kar- atekunnáttu sína og sparkaði ákæranda niður og veitti honum að því loknu karatehögg í andlit- ið, þannig að kinnbeinið þrí- brotnaði. Helga Bachmann í Sakadómi Hafnarfjarðar komst að þeirri niðurstöðu að um fólskulega og tilefnislausa lfk- amsárás hefði verið að ræða og dæmdi Gunnar Inga í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða ákæranda 107 þúsund króna bætur. Eftir því sem best er vitað hefur Gunnar Ingi ekki áfrýjað dómn- um. Enn bakreikn- ingar frá Byggung Byggingarsamvinnufélag ungs fólk hefur nú sent félags- mönnum sínunt enn einn reikn- inginn vegna byggingarinnar á Seilugranda. í bréfi dagsettu 11. maí sem fylgir reikningnum kemur fram að um lokauppgjör sé að ræða og viðkomandi gangi úr félaginu þegar skuldin haft verið greidd og fái því ekki fleiri reikninga. Greiðslufrestur er gef- inntil 12. júní. Eigandi tveggja herbergja íbúðar fékk nú reikning upp á 140 þúsund krónur og er sú skýr- ing geftn að upphæðin sé tilkom- in vegna rekstrar skrifstofu. Hús- ið er enn ekki fullbúið að utan og bílageymslur ófrágengnar. Jóhanna við Jón Baldvin PRESSAN birtir kafla úr rifrildi Jó- hönnu og Jóns Baldvins á síðasta flokksþingi Alþýðu- flokksins. í tilefni undirbúnings flokks- þings Alþýðuflokks hefur rifjast upp fyrir áhorfendum frétta á Stöð 2 að eitt myndskeið af síð- asta flokksþingi Alþýðuflokks- ins hefur sést þar öðrum oftar. Það er tekið í íþróttahúsinu í Hafnarfirði og sýnir Jón Baldvin Hannibalsson og Jóhönnu Sig- urðardóttur taka höndum saman og lyfta krepptum hnefum, að því er virðist í samstöðu eftir átakamikið flokksþing. Af myndunum er þó greinilegt að Jóhönnu var þetta handaband óljúft og hún átti sitthvað vantal- að við formann flokksins. Vand- inn íyrir sjónvarpsáhorfendur er sá að engin leið er að heyra ná- kvæmlega hvað fólst í reiðilestr- inum sem hún hélt yfir Jóni. PRESSAN fékk sérfræðing í varalestri til liðs við sig og bað að ráða í samtal Jóhönnu og Jóns Baldvins. Reyndar er að- eins hægt að greina varahreyf- „Þetta ver&ur erfib sambúö." ingar Jóhönnu, þar sem Jón snýr hlið og baki í myndavél- ina. Eftirfarandi eru kaflar úr þeim ummælum. ,4>ETTA VERÐUR ERFIÐ SAMBÚГ í upphaft samtalsins margend- urtekur Jóhanna sömu setning- una: „Þú veist að þetta verður erfið sambúð... Þetta verður erf- ið sambúð." Þetta barst Jóni ekki vel til eyma, svo Jóhanna færir sig nær og segir: „... erfiðasta sambúð sem ég hef verið í.“ Fundarstjóri biður viðstadda að klappa fyrir ráð- herrum flokksins, en þau halda sam- talinu áfram. Jón segir eitthvað sem ekki greinist, en Jóhanna heldur áfram: „Eg veit það ekki, Jón. Þú ert búinn að særa mig nóg.“ Við tek- ver'^ 9ert- ur langur kafli þar sem Jóhanna talar svo hratt að ekkert skilst, ot- ar fingrinum framan í Jón og er hin versta. Jón virðist ekki hagg- ast, en Jóhanna hægir ferðina. Það er „sjálfsagt lýðræði í þessum flokki og því sem þessi flokkur hefúr barist íyrir... þess vegna áttu ekki bara að tíunda það sem vel hefur verið gert, heldur líka það sem okkur er bú- ið að [mistak- ast]... Held- urðu ekki að ég haldi að það sé sjálfri mér að kenna“? J ó h a n n a heldur áfram nokkra stund, en þá vindur sér að þeim maður og réttir Jóni bréfmiða. Jón límr yfir miðann, sýnir Jó- hönnu og þau slíta samtalinu með það sama, líta upp og horfa í átt til myndavélar Stöðvar 2. Þetta verður varla skilið nema svo að einhver hafi gert þeim „Þess vegna áttu ekki bara aö tíunda þaö sem vel hefur viðvart um að verið væri að taka myndir af þessum óvenjulegu sáttum. LITLAR LÍKUR Á KOSN- INGUMNÚ Það má búast við einhverjum átökum um málefni á flokks- þingi Alþýðuflokksins, sem hefst eftir rúmlega viku. Af sam- tölum við flokksmenn má ráða að flestir séu orðnir þreyttir á óljósum yfirlýsingum Jóhönnu og Guðmundar Árna Stefáns- sonar, sem hafa gagnrýnt bæði flokksforystu og ríkisstjóm án þess að vilja láta kné fylgja kviði. Engar líkur eru því taldar á kosningum til formanns eða varaformanns, en ýmsir í forystu flokksins hafa á orði að Jóhanna verði að gera upp við sig von bráðar hvort hún ætlar að sitja áfram sem félagsmálaráðherra og þá láta af því sem litið er á sem hálfopinbera stjómarand- „Þaö er veriö aö taka mynd af okkur." stöðu. Hún hefur ekki viljað tjá sig um þessi mál við fjölmiðla, en hún fær tækifæri til þess á flokksþinginu. Og væntanlega verða sjónvarpsmyndavélar á staðnum eins og síðast. Karl Th. Birgisson. D E B E T „Halldór er greindur maður og yfirleitt rökfastur, og maður getur treyst orðum hans,“ segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda. „Hann er mjög hæfur stjómmálamaður og lipur við að halda sínu fram og koma því í gegn,“ segir Reynir Traustason, for- maður Stýrimannafélagsins Bylgjunnar. „í átta ára samstarfi við hann meðan hann var ráðherra kynntist ég honum sem mjög heilsteyptum stjómmálamanni, ábyrgum og traustum. Margir halda að hann sé þung- ur og þver, en það er eitthvert yfirborð sem auðvelt er að komast í gegnum," segir Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna. „Aflöngum kynnum við Halldór tel ég að þar sé á ferðinni mikilhæfur maður,“ segir Óskar Vigfús- son, forseti Sjómannasambands Islands. Halldór Ásgrímsson K R E D I T „Hann getur verið allt of þ ver. Og hann er fram- sóknarmaður,“ segir Brynjólfúr Bjamason, forstjóri Granda. Helsti ókostur hans er þessi ógurlega þröngsýni, sem hefur nánast komið kvótakerfi á á Islandi. Halldór er þumbari, en mér virðist hann ekki vera ósanngjarn," segir Reynir Traustason, for- maður Stýrimannafélagsins Bylgjunnar. „Hann er framsóknarmaður," segir Kristján Ragnarsson, Landssambands íslenskra útvegsmanna. „Galli Halldórs að mínu mati er — og það er sagt vegna mikilla samskipta við hann þegar hann var sjávar- útvegsráðherra og ég í forsvari fyrir hagsmuna- samtök — að hann er nokkuð þungur í róðri.Per- sónulega ber ég mikið traust til hans,“ segir Óskar Vigfússon, forseti Sjómannasambands Islands. Halldór Ásgrímsson stjórnaói þorskveiöum íslendinga á árunum 1983 til 1991.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.