Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚNI 1992 Bk/u/ÍiÁ Við sögðum írá því á þess- um vettvangi á síðasta ári að við útskrift stúdenta frá mennta- og framhaldsskól- um landsins hefðu stúlkumar rúllað yfir strákana í dúx- mennsku. Það lítur út fyrir að leikar hafi jafnast nokkuð að þessu sinni. I MR sigraði strákur, Baldur Steingríms- son, fékk 9,38, en Katrín Ásta Gunnarsdóttir fékk „ekki nema“ 9,35. f MS dúx- aði stúlkan Brynja Braga- dóttir með 9,2 og stúlka varð sömuleiðis í öðru sæti. I MH sigraði strákur, Stefán Jóns- son. í Fjölbraut í Breiðholti náði bestum árangri Eva Vil- hjálmsdóttir. í Versló varð dúx strákurinn Halldór Fannar Guðjónsson með 9,12. Ekki vitum við um MA, en í ofangreindum „stórum“ skólum var því um jafntefli að ræða. I Fjölbraut Garðabæjar sigraði strákur, en stúlka í Fjölbraut við Ar- múla. I MK sigraði strákur, en í MÍ stúlka. í ML sigraði strákur en í Kvennaskólan- um stúlka, að sjálfsögðu. I Flensborg skiptu með sér heiðrinum piltur og stúlka. Tæknilegt jafntefli, að okkar mati. Hverjum skyldi detta í hug að 10 ár væru liðin frá því lykilmennimir eftirtöldu voru ráðnir í viðkomandi lykilstöður? f gamla fjöl- skyldufyrirtækinu Nóa, Sír- íus og Hreini settist í for- stjórastól maður sem aðal- lega hafði starfað hjá borgar- verkfræðingi í Reykjavík; Kristinn Björnsson. Nú er hann forstjóri Skeljungs. Nýr bankastjóri tók við í Iðnaðar- bankanum, Valur Valsson. Nú er hann yfirbankastjóri íslandsbanka og þar með yfirbankastjóri fjögurra fyrr- verandi banka. Sem sé fjór- faldur orðinn. Hjá IBM á ís- landi vék Ottó A. Michelsen úr forstjórastóli og þar settist Gunnar M. Hansson. IBM er nú stórveldi og skilar reglu- lega hagnaði. Halldór Guð- bjarnason var ráðinn banka- stjóri við Útvegsbankann. Bankinn er liðinn undir lok og Val í kjölfar Hafskips- málsins og nú er Halldór bankastjóri í Landsbankan- um. Og Agnar Friðriksson var ráðinn framkvæmdastjóri Amarflugs. Nú er Agnar... ja, hvar er Agnar? AF SKATTSKYLDUM OG SKATTLAUSUM TEKJ- UM ÖLDUNGA ÍSLANDS Öldungar, svokallað- ir ellilífeyrisþegar, eru drjúgur hluti landsmanna. 67 ára og eldri, sem gefa upp til skatts, em um 27.500 talsins. Stór hFuti þessa hóps má láta sér nægja aura frá Tryggingastofn- un og frá lífeyr- issjóðnum sín- um, 33 til 55 þúsund krónur á mánuði. Margir eru hins vegar á launum að auki og krydda tilveruna með tekjum af bankainnstæðum, verðbréf- um og vaxtatekjum sem eru undanþegnar skatti. Einn öldunga landsins, sem reyndar rekur fyrirtæki í eigin nafni, taldist 76 milljóna króna maður í skattskyldum tekjum og halði að auki 56 milljónir yfir árið (1990) í tekjur undan- þegnar skatti. Mánaðartekjur mannsins og/eða fyrirtækis hans em 11 milljónir. 11,6 prósent kvæntra karla (858 stykki) höfðu að meðaltali 32.076 krónur á mánuði skattskyldar og 11.110 krónur á mánuði án skattskyldu, samtals 43.186 krónur. 3,64 prósent kvæntra karla (269) vom hins vegar með 394.228 skattskyldar krónur á mánuði og 85.126 skattlausar, samtals 479.354 krónur á mánuði. Munurinn á milli þessara hópa kvæntra karlkyns öldunga var því 11-faldur. Giftar konur eru samkvæmt gögnum skattyfirvalda bara alls ekki með tekjur án skattskyldu. 1.307 giftarkonur, I8,4prósent þeirra, vom með 11.711 krónur á mánuði að meðaltali. 496 giftar konur, 7 prósent, höfðu 113.340 krónur á mánuði. Þar af vom 35 giftar konur (0,5 prósent) með 208.872 krónur á mánuði. í gögnum skattyfirvalda er einhleypingum skellt saman í einn samkynja hóp. 11,5 pró- sent þessa hóps (1.488 stykki) vom með 8.927 skattskyldar krónur á mánuði og 1.713 skattlausar, samtals 10.640 krónur. 171 tekjuhæsti einhleypingurinn (1,3 prósent) var hins vegar með 257.655 skattskyldar krónur og 35.526 skattlausar, samtals 273.181 krónu á mánuði. Munurinn á milli þessara hópa er nær 26-faldur. Meðaljóninn var svo með 67.547 krónur að meðaltali. Ef marka má myndirnar eru Hlöllabátar skrásett vörumerki en Hard Rock ekki. MARGT ER LÍKT MEÐ SKYLDUM Það þóttu mikil tíðindi um árið þegar út spurðist að Tommi í Tommahamborgurum hefði gert samning við Hard Rock-keðjuna og hann hygðist opna menningannið- stöð af því tagi í Kringlunni, sem þá var nýhafin smíði á. Hinn 25. júlí 1987 var svo þessi Mekka hamborg- arahyggjunnar opnuð með pomp og. prakt og menn gátu loksins pantað sér sívinsæla sérrétti í Hard Rock Café (eða Hart Rokk Kaffi, eins og stendur í síma- skránni). Ari áður var hins vegar brasmuster- ið Hlöllabátar opnað í Austurstræti og þar mátti fá báta af öllum stærðum og gerðum — þótt áhugafólk um austur- lenska matargerðarlist sé enn að bíða eftir víernömskum flóttamannabátum. Hlöllabátar hafa vaxið hröðunt skrefum og gamli kofinn á homi Aust- urstrætis og Aðalstrætis umbreyst í risavaxna eftirlíkingu af Kókbíl. Hard Rock hefur hins vegar staðið í stað — sumir segja hnignað þar sem tónlistin er lægri og kemur hörðu rokki ná- kvæmlega ekki neitt við. En það er at- hyglisvert að virða fyrir sér hvemig staðimir eru smám saman að líkjast hvor öðrum meir og meir: Tónlistin hjá Hlölla hefur hækkað og frönskum- ar á Hard Rock eru orðnar sjoppulegri. Aðalsönnunargagnið er þó merkið, sem staðimir hafa við innganginn, og ef til vill er þess ekki langt að bíða að Hlöllabátar fyrirfinnist í fleiri stór- borgum: Reykjavík, Hvolsvelli, Lofo- ten, Omsk, Birmingham... VORMENN ÍSLANDS - BRÆÐ- URNIR FRÁ HÖLLUSTÖÐUM Flestir öldungar landsins fá í vasann 33 til 55 þúsund krónur á mánuði, en 3,6 prósent kvæntra karla 67 ára og eldri eru með hálfa milljón á mánuði. VERÐA LOKUNARMENN RAFMAGNS OG HITA BRÁTT ÚRELTIR? Um borgina ferðast daglega vasklegur hópur manna, sem hefur að atvinnu að lesa á mæla og banka upp á hjá vanskilavið- skiptamönnum Rafmagnsveitu og Hitaveitu Reykjavíkur til að TVIFARAKEPPNIPRESSUNNAR - 47. HLUTI Hinrik II. sat stutt að völdum í Frakklandi á sextándu öld. Valdatíð hans var rislítil og hann varð þekktur að fáu öðm en snyrtimennsku í klæðaburði og kvonfangi sínu; Katarínu af Med- ici. Jónas Jónasson sat líka stutt á valdastóli útvarpsstjóra á Akur- eyri. Hann er líka þekktur fyrir snyrtimennsku í klæðaburði. Og ef valdatíð Hinriks II. hefði ekki verið svona stutt og óeftirminni- leg þá hefðu sjálfsagt varðveist heimildir um fleiri einkenni hans sem án efa svipar til Jónasar. Það hafa undangengnar tvífara- keppnir sannað. loka fyrir orkuna. Nema auðvit- að menn dragi upp veskið í for- stofúnni. En tækninýjungar gætu orðið til þess að ræna þessa menn verkefnum sínum. Fyrir einum sex árum voru innheimtukerfi RR og HR að- greind og fyrir skemmstu var ákveðið að gera úttekt á því hvemig það fyrirkomulag hefði reynst. Um leið átti að kanna nýjar leiðir í innheimtunni. Það er nefnilega ekkert grín að mkka 30 til 40 þúsund gjaldendur. Ný tækni spilar inn í; bráðum á að vera hægt að lesa á alla mæla „úti í bæ“ og um leið að mkka fyrir raunverulega notkun, en ekki áætlaða notkun. Ef við þekkjum okkar menn rétt verður þeim ekki skotaskuld úr því að finna tækni sem gerir kleift að loka fyrir rafmagn og hita með því að einhver úti í bæ ýti á hnapp. Alveg eins og hjá Pósti og síma. Okkur neytendum hiýs auðvitað hugur við þessu, en get- um huggað okkur við að við losnum við mennina ógurlegu sem banka upp á með möppu í handarkrikanum og strangan svip á andliti. Það gustar af þeim bræðmm Páli, Má og Pétri Péturssonum. Þeir em af hinu kunna Guðlaugs- staðakyni og meðal náfrænda þeirra em Björn Pálsson frá Löngumýri, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, lektor og ffjáls- hyggjuspekúlant, og Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV (mikið svakalega hlýtur að vera gaman að heyra ffænduma Pál og Jónas tala um landbúnaðarmál á ættar- mótum)! Um Pál þarf ekki að fara mörgum orðum. Sem þingmað- ur og formaður þingflokks Framsóknarflokksins hefur hann verið afar litríkur. Bóndaeðlið hefur ekki komið í veg fyrir að hann gegndi mikilvægum trún- aðarstöðum á vettvangi nor- rænnar samvinnu og var hann fyrir vikið kallaður Pelle Peder- sen fra Hallesteder. Síðustu misserin hefur hann verið ffæg- astur fyrir að næla sér í Sigrúnu Magnúsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokks (annað hefur vart komið til greina). Þeir sem sátu yftr útsendingum Sýnar síð- ustu nótt þinghaldsins fyrir skemmstu tóku vel eftir því þeg- ar Páll æpti úr ræðustóli tvívegis: „Þegi þú Vilhjálmur!" þegar samkjördæmismaður hans úr Sjálfstæðisflokki, Vilhjálmur Egilsson, var að gjamma ffam í. Eitthvað höfðu menn verið að væta kverkamar. Þeir eru engir venjulegir menn, bræöurnir Páll þing- ma&ur, Már dómari og Pétur læknir Péturssynir, af Gu&- laugsstaöakyni eins og frændur þeirra Hannes Hólm- stelnn og Jonas Kristjáns- son. Már er bæjarfógeti og sýslu- maður og orðinn landsfrægur sem slíkur. Embættið í Hafnar- firði hefur mikið verið í sviðs- ljósinu að undanfömu vegna seinagangs við dómsmeðferð og fékk Már ekki góða einkunn hjá Þorsteini Pálssyni dómsmála- ráðherra þegar talið barst að mannaráðningum vegna upp- töku nýs dómsmálakerfis á næst- unni. Már tekur ekki tiltali, sagði Þorsteinn efhislega. Og svo er það hann Pétur. Hann er, eins og alþjóð veit, í heilögu stríði við sterkustu menn landsins og ræðst um leið ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hann hefur sem sé úthúðað krafflyftingamönnum og líkams- ræktarmönnum fyrir stera-notk- un og talað um eistnarýmun í því sambandi. Þeir enda komnir í mál við hann. Færi vitaskuld best á því að Már bróðir væri fenginn í málið.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.