Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚNÍ 1992 9 Hús verslunarinnar Ingimundur Sveinsson arkitekt fékk greitt sem svarar verðmæti stórrar Kjarvalsmynd- ar fyrir skissu af húsi sem engin áform eru um að byggja. Félag þeirra sem eiga Hús verslunarinnar greiddi Ingi- mundi Sveinssyni arkitekt um 1,4 milljónir fyrir skissu af byggingu suðvestur af Húsi verslunarinnar, sem engin áform eru um að byggja. Það var stjóm Húss verslunarinnar sem falaði teikninguna af Ingimundi, en engin ákvörðun hefur verið tek- in um að byggja á þessum stað á næstu árum. Greiðslan sem Ingimundur fékk fyrir verkið jafngildir því að hann hefði skil- að inn ágætri Kjarvalsmynd. ÞRÍVÍDDARMYND ÚR TÖLVU Lóðin sem hér um ræðir er suðvestur af Húsi verslunarinn- ar, nær Kringlumýrarbraut, og eiga aðstandendur hússins byggingarrétt þar. Lengi hafa verið uppi hugmyndir um að byggja á þessum reit og hefur meðal annars verið talað um að Islandsbanki flytti þangað höf- uðstöðvar sínar. Ekki lítur þó út íyrir að af því verði í fyrirsjáan- legri framtíð, enda hafa ekki verið teknar ákvarðanir um framtíðarskipan húsnæðismála bankans. Stjóm Húss verslunarinnar lék þó forvitni á að vita hvemig svæðið gæti htið út þegar og ef þar væri byggt. Hún fékk Ingi- mund til verksins fyrir um tveimur árum og á síðasta ári skilaði hann inn tölvuteikningu af húsinu. Þar er um að ræða grófa útlitsteikningu af húsinu, tengingu þess við aðrar bygg- ingar og aðra nýtingu á lóðinni. Myndin er í nokkmm útgáfum, flokki fyrir jDessa upphæð. ENGIN AFORM UM BYGG- INGU Aðstandendur Húss verslun- arkitekt skilaði inn hugmyndum um lóðamýtingu þama og hafði teiknað umhverfið. Ingimundur sagði í samtali við blaðið að það væri alls ekki reglan að viðhöfð væm útboð við verk sem þetta, þar sem sami maður hefði teikn- að hús í nágrenninu. Aðspurður um töluna 1,4 milljónir fyrir skissuna sagði hann að verkið hefði verið unnið í tímavinnu og væri þessi tala ekki ótrúleg. Viðmælendur PRESSUNN- AR meðal listaverkasala sögðu að fyrir hálfa aðra milljón mætti fá stóra mynd eftir listamenn á borð við Jóhannes Kjarval, Ás- grím Jónsson eða Jón Stefáns- son. Verð á slíkum verkum hefði þó farið lækkandi síðustu ár og mætti ætla að á uppboði fengist mynd í hæsta gæða- arinnar eru Verslunarráð ís- lands, Lífeyrissjóður verslunar- manna, Islandsbanki, Verslunar- mannafélag Reykjavíkur, Félag íslenskra stórkaupmanna, Kaup- mannasamtökin og Bílgreina- sambandið. í stjórn eignarfé- lagsins sitja formenn þessara fé- laga, nú Einar Sveinsson, Víg- lundur Þorsteinsson, Kristján Ragnarsson, Magnús L. Sveins- son, Birgir Rafn Jónsson, sem er formaður, Bjarni Finnsson og Sigfits Sigjússon. Hugmynd þessara aðila var að láta gera frumdrög að húsi svo unnt væri að gera sér betri grein fyrir nýtingu lóðarinnar og útliti ef ákvörðun væri tekin um byggingarframkvæmdir. Við- mælendur PRESSUNNAR gerðu ekki ráð fyrir að nein ákvörðun yrði tekin um bygg- ingu á næstunni, en þegar þar að kemur liggur alltént fyrir mynd af hugsanlegri byggingu._____ Karl Th. Birgisson og Siguröur Már Jónsson Ingimundur Sveinsson: Hálf önnur milljón ekki ólíkleg tala fyrir verkiö. séð frá ýmsum sjónarhomum, en að uppistöðu sama þrívíddar- myndin og hefur verið teiknuð í tölvu. Engar ákvarðanir liggja fyrir um hvort þetta hús eða neitt annað verður byggt á lóð- inni. húsum og göngum og gert ráð fýrir tengingu við bílageymslu neðanjarðar. Ekki fór fram útboð eða sam- keppni áður en Ingimundi var falið verkið. Aðstandendum mun hafa þótt eðlilegt að sami Tölvuskissa Ingimundar kostaöi álíka og þessi Kjarvalsmynd, Heimahagar, frá ár- inu 1948. TEIKNAÐ í TÍMAVINNU Útlitslega séð er húsið sem Ingimundur teiknaði nokkurs konar tenging á milli Húss verslunarinnar, húss Sjóvár-Al- mennra og Perlunnar, en hann teiknaði þau öll. í fljótu bragði er því eins og ofan á hús Sjóvár- Almennra hafi verið sett lítil Perla eða kúpull. Á milli hús- anna er komið fyrir lágum milli- Ein af skissum Ingimundar. Ljósleita húsiö er þaö sem Ingimundur hefur bætt viö, auk millihúsa og ganga sem tengja byggingarnar. Ofan á húsinu er kúpull sem líklega er ætlaö aö minna á annaö hús sem Ingimundur teiknaöi, Perluna í Öskjuhlíö. KEYrnRA KJARIMLSP I

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.