Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 35

Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚNI 1992 35 verst klæddu karlmennirnir Kr. Þórðarson prófessor, Þórar- inn J. Magnússon ritstjóri, Ólaf- ur Örn Arnarson, aðstoðarmað- ur menntamálaráðherra, Sveinn Björnsson stórkaupmað- ur, Gunnar Guðjónsson skipa- miðlari, Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, Ólafur Kjartans- son stórkaupmaður, Ólafur Ragnar Grímsson þingmaður, Gunnlaugur Helgason útvarps- maður, Jón Sigurðsson ráð- herra, Kristján Jóhannsson söngvari, Páll Magnússon sjón- varpsstjóri, Ingimundur Sveins- son arkitekt, Skúli Þorvaldsson hótelstjóri, Páll Pálsson fram- kvaemdastjóri, Kristján Karls- son, rithöfundur og skáld, Bogi Pálsson framkvæmdastjóri, Finnur Fróðason, innanhúss- arkitekt og hönnuður, Reynir Kristinsson íTangó, Ásgeir Bolli Kristinsson í Sautján, Haukur Hólm, Egill Eðvarðsson, leik- stjóri og myndlistarmaður, Egill Ólafsson, söngvari og leikari, Páll Stefánsson Ijósmyndari, Daníel Ágúst Haraldsson söngv- ari, Valur Blómsturberg í Casa, Friðþjófur Ó. Johnsson hjá Ó. Johnsson & Kaaber, Kjartan Hrannarsson fyrirsæta og Hjört- ur Nielsen viðskiptamaður. Þeir sem voru tilnefndir á lista yfir hina tíu verst klæddu en komust ekki á tíu manna list- ann voru Þórarinn V. Þórarins- son, forseti VSÍ, Hallur Hallsson fréttamaður, Einar Kárason rit- höfundur, Örn Friðriksson í ísal, Árni Johnsen þingmaður, Páll Pétursson þingmaður, Gunnar Birgisson, formaður LÍN, Ólafur Þórðarson þingmaður, Össur Skarphéðinsson þingmaður, Ingvi Hrafn Jónsson, Eyjólfur Kristjánsson söngvari, Richard Scobie söngvari, Pétur Kristjáns- son söngvari, Helgi Pétursson markaðsstjóri, Davíð Scheving Thorsteinsson forstjóri, Þórir Guðmundsson fréttamaður, Ari Trausti Guðmundsson veður- fræðingur, Sverrir Stormsker tónlistarmaður, Halldór Braga- son blúsari, Stefán Hilmarsson söngvari, Oddur Pétursson verslunarmaður, Rúnar Kristins- son knattspyrnumaður, Júlíus Kemp kvikmyndaleikstjóri, Jó- hannes Jónsson í Bónus, Sveinn Valfells í Steypustöðinni og Þröstur Leó Gunnarsson leikari. Dómnefndina skipuöu eftirtaldir: Anna Gunnarsdóttir, Módelskólan- um Jönu, Árni Gunnarsson í Versl- uninni Gæjum, Dóra Einars, bún- ingahönnuður og stílisti, Hendrikka Waage hjá lcelandic Models, Jóna Lárusdóttir hjá Módel 79, María Ól- afsdóttir fatahönnuöur, Sævar Karl Ólason klæöskeri og Unnur Arn- grímsdóttir, Módelsamtökunum. 1. Davíð Oddsson forsætisráðherra „Alltof langar ermar og skyrtur sem passa ekki. Fötin hans virðast alltaf vera of þröng, svo hann virkar eins og hengdur upp á staur. Hann er ekki snyrtilegur. 2. Friðrik Þór Friðriksso kvikmyndagerðarmað „ Hann vantar allan sti 3. Ásmundur Stefánsson, forseti ASl „Hann mætti snyrta á sér skeggið og hneppa skyrturnar upp i háls. Peysur hæfa heldur ekki manni í hans starfi." . Helgi Björnsson, söngvari og leikari „Hann er eins og undin tuska. Ein- faldlega hræðileg- ur.“ 6. Jón Ólafsson tónlistarmaður „Hann vantar allan smekk." 7. Björn Emilsson upptökustjóri „Hryllilegur í þessum leður- frakka sinum." 8. Hrafn Gunnlaugsson kvik- myndaleikstjóri „Hann erilla til fara." 9. Ólafur Ragnar Grimsson þingmaður „Hvorki smart né aðlaðandi." 10. Eiður Guðnason umhverf- isráðherra. Tiunda sætið þrátt fyrir að hafa stórlagast frá í fyrra. K Y N L í F JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Sjálfsfróun víkk- ar sjóndeildar- hring kynlífsins við karlmann fyrir nokkrum árum sem þjáðist af yfirþyrm- andi sektarkennd þegar hann fróaði sér. Hann vildi njóta sjálfsfróunarinnar án sektar- kenndarinnar en þær tilraunir gengu illa. Þegar þessi maður ólst upp var sjálfsfróun nefnd sjálfssaurgun, og eins og nærri má geta hafði sú líking nei- kvæð áhrif á kynlífsreynslu hans. En það mætti líka líta á vanda þessa manns út ffá öðru sjónarhomi: Mundi hann nokk- uð njóta sjálfsfróunarinnar eins ef hann þjáðist ekki af blessaðri sektarkenndinni? Það er nú einu sinni svo að fyrir mörgum er kynlífið einmitt skemmtilegt og spennandi af því að það er forboðinn ávöxtur. Hversu háð erum við spennunni af að vera að gera eitthvað sem litið er homauga? Það tekur langan tíma að breyta viðhorfum en með því að brjóta til mergjar helstu áhrifavalda á sjálfsfróunar- skömm er kannski hægt að hrista þá frekar af sér. Lítum sem snöggvast á helstu ástæður þess að sumir eiga erfítt með sólósexið. Það er sama hvort kynlífs- reynsla er ímynduð, raunveru- leg, með bólfélaga eða án ból- félaga; upplifunin felur í sér innri veruleika. Það ert þú sem skynjar kynsvömn líkama þíns. Sjálfsfróun í einrúmi eða í ná- vist elskulegs bólfélaga er leið til að virða þennan innri vem- leika. Líkaminn bregst eins við kynferðislegri örvun, hvort sem maður en einn að verki eða með bólfélaga. Þannig ger- ir kroppurinn ekki greinarmun á snertingu þinnar handar eða annarra. Það að vera í návist einhvers annars getur síðan haft ýmis sálræn áhrif á kynæs- inguna — ýmist kynt undir hana eða ekki. Það er helber misskilningur að ekki sé hægt að æsast kyn- ferðislega nema hafa einhvem í handarseilingu til að örva sig til dáða. Þeir sem óspart halda þessu fram líta á ytra áreiti sem forsendur kynferðislegrar örv- unar — ytri vemleikinn er þeim allt. Slík trú þrengiróneit- anlega kynlífssjóndeildarhring viðkomandi. Þá er litið á sóló- sex sem „varadekk“, merki um sjálfselsku eða að verið sé að svíkja makann („halda ífamhjá með sjálfum séri‘). Svo em þeir sem óttast að iðkun sjálfsfróun- ar dragi úr kynörvuninni þegar þeir eiga ástaleik með bólfé- laga. Þetta þrönga sjónarmið leiðir svo auðvitað miklu frekar til tómleika og kyndeyfðar ef bólfélagi er ekki til staðar. Ein- asta uppspretta kynferðislegrar ánægju verður rekkjunautur- inn. Hættan er sú að manneskja sem hugsar þannig eigi erfitt með að greina eigin tilfinningar frá tilfinningum bólfélagans í kynlífinu. Það er ekki að ástæðulausu að sólósexið er talið „homsteinn kynlífsins". Þeir sem kunna að meta sjálfs- fróun komast fljótt að því að með því að virða innri vem- leikann hafa þeir jákvæð áhrif á þann ytri. Við verðum að hafa eitthvað til að byggja á. Neikvæð viðhorf til sjálfs ffóunar tengjast líka hugmynd- um manna um hlutverk kynj- anna og kynhneigð. Heiti yfir kynfæri karlmanna gefa einatt til kynna að um sé að ræða eins konar vopn eða spjót sem eigi að „reka á kaf‘. Sannur karl- maður dútli ekki við spjótið sitt heldur noti það til síns brúks Sumir mgla meira að segja saman kynhneigð og tilgangi Líkaminn bregst eins við kynferð- islegri örvun, hvortsem maður en einn að verki eða með bólfé- laga. Þannigger- ir kroppurinn ekki greinarmun á snertingu þinn- arhandareða annarra. sjálfsfróunar, ef karlmaður nýt- ur þess að koma við kroppinn á sér hlýtur hann að vera hommi og ef kona nýtur þess að kela við sjálfa sig er hún lesbísk. Hvílík firra! Ég hef oft verið spurð að því hvort ekki sé hægt að verða það háður sjálfsífóun að annað fólk hætti að skipta máli kynferðis- lega. Þetta er möguleiki en er frekar sjaldgæft. Sumir þora hreinlega ekki að eiga náin kynni við aðra og halda sig við sólósexið út af óttanum einum saman. Þá er viðkomandi í raun háður öðmm en það birtist bara með öfúgum formerkjum. Hver áhrif sjálfsffóunar em á tilfinningalífið fer líka eftir sál- arástandi manns, rétt eins og í kynmökum við aðra mann- eskju. Tökum dæmi um ein- mana manneskju. Viðkomandi getur fundið til enn rneiri ein- manaleika eða umvafið sig sjálfsást og dregið þannig tíma- bundið úr söknuði eftir nánum félagsskap. Mikilvægast er að átta sig á því að sólósex er sex með sjálfum sér og getur því aldrei komið í stað kynlífs með annarri manneskju. Hvorug kynhegðunin þarf að útiloka hina. Spyrjið Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kynlífc/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.