Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚNf 1992 F Ó T B O L T I H vað dettur þár í hug fyeqar þú heyrir minnst á... VÍT\? Guðný Ragnarsdóttir leikkona „Helvíti." Arngrímur Hermannsson röntgentæknir „Víti í knattspymu.“ Theódóra Sæmundsdóttir föröunarfræöingur „Djöfullinn.“ Ólafur Rögnvaldsson kvikmyndageröarmaður „Gígurinn Víti upp við Öskju eða logandi eldur.“ Sólveig Dóra Hartmannsdóttir húsmóöir , J^ótbolti, að sjálfsögðu.“ Anna Hallgrímsdóttir ritari „Víti við Öskju.“ Einar Páll Tamimi laganemi „Vítið sem Sveinbjöm Hákonarson brenndi af á móti FH í fyrra.“ Bragi V. Bergmann ritstjóri Dags á Akureyri „Knattspyma — af því að ég er dómari í fót- boltanum og víti er not- að sem stytting á víta- spymu.“ VÍKINGAR Vlkingar eiga harösnúiö stuöningsliö sem fylgir þeim næstum því hvert sem er — eöa hljóta aö minnsta kosti að gera núna — þvi nú er af sem áö- ur var er Vlkingar gátu ómögulega unnið leik á heimavelli. Þeir eru nú- verandi Islandsmeistarar og eiga þvi titit aö verja. En I hinu prúöa og pena stuðningsliði Fossvogsliðsins eru til að mynda þessir: Jóhann Óli Guömundsson, forstjóri Securitas. Stefán P. Eggerts verkfræðingur. Herra Ólafur Skútason þiskup. Jónas Haraldsson, fréttastjóri DV. Þorsleinn Pálsson, dóms- og kirkju- málaráðherra. Þorbergur Aöalsleinsson, landsliðs- þjólfari í handbolta. Ólafur Jónsson, upplýsingafulltrúi Reykjavikurborgar. Guömundur Stetánsson, fram- kvæmdastjóri Laxár, Akureyri. Þór Simon Ragnarsson, útibússtjóri Landsbanka islands. Adolf Guömundsson, framkvæmda- stjóri, Seyðisfirði. Siguröur G. Tómasson útvarpsmaöur. Bjarni Hafþór Helgason fréttamaður. Agúst Ingi Jónsson, fréttastjóri Morg- unblaðsins. Garöar Valdimarsson ríkisskattstjóri. Kristjin Óskarsson, forstjóri Glitnis. Hallur Hallsson fréttamaður. Bjarni Guönason prófessor. Jónas Jónsson, eigandi bifreiöaverk- stæðis Jónasar. Gunnar Örn Kristjánsson endurskoð- andi. Björn Tryggvason læknir. Valgeir Guöjónsson tónlistarmaður. Ólafur Þorsleinsson, framkvæmda- stjóri Krabbameinsfélagsins. Siguröur Óli Sigurösson, útibússtjóri Landsbanka islands. Hróbjartur Jónatansson Iðgfræðingur. Benedikt Árnason leikari. betri tíma. ,Jú jú, þetta er náttúr- lega allt annar gangur og félagið er allt allt annað. Þetta kemur fyrst með handboltanum 1975 er þeir verða fslandsmeistarar og síðan er stöðug uppsveifla. Það kom hápunktur þarna 1981-’82, þegar við urðum fs- landsmeistarar bæði í handbolta og fótbolta, og eftir það hefur þetta verið alveg eðlilegt gengi. Það koma góð ár og aðeins verri ár, en alltaf ömgg íyrstudeildar- ár. Reyndar fómm við niður eitt ár fyrir nokkmm ámm, en það getur komið fyrir á bestu bæj- um,“ segir Hannes. ,J>að er bara eðlilegt að þetta gangi aðeins upp og niður en það er skelfilegt ef menn kom- ast aldrei upp. Svoleiðis var það hjá Víkingum — stöðug önnur deild," heldur Hannes áfram. En hefur hann spilað sjálfur? „Nei, ekki neitt síðan bara í fimmta flokki,“ er svarið. Hann segir að sér lítist bara vel á sumarið og Ijóst sé að deildin verði afar jöfn og allir geti unnið alla. Og hann kvíðir því ekki að beinar útsendingar ffá Evrópukeppninni í fótbolta og Ólympíuleikunum eigi eftir að hafa mikil áhrif á áhorfenda- fjölda, að minnsta kosti ekki verði deildin eins hnífjöfn og spennandi og margt bendir til. „Eg fer nú kannski ekki alveg á hvem einasta leik en reyni að sjá eins marga og ég mögulega get. Þegar maður á sumarbústað fyrir austan fjall er þetta nú að vísu svolítið mál, en maður læt- ur sig hafa það að koma í bæinn á laugardegi og fara aftur til baka eftir leik, eða koma snemma heim á sunnudegi til að geta séð leik um kvöldjð. Það er ekki nema maður sé alveg utan seilingar að maður sleppi leik,“ segir Hannes. En leggur hann land undir fót og fer til Akureyrar eða Vest- mannaeyja, eðá hvert á land sem er, tÚ að hvetja sína menn? „Ekki geri ég það nú reglu- lega. Ég hef farið til Vest- mannaeyja og maður fer svona þegar mikið liggur við,“ segir Víkingurinn Hannes Guð- mundsson. FH-INGURINN „LÍRÐ í HNOT5KURN" „Nú verð ég að játa á mig gamlar syndir. Ég byrjaði í Haukunum og var þar þangað til í þriðja flokki, en það má segja að það hafí verið meiri kraftur og drift í FH þannig að ég sviss- aði yfir og nú er maður orðinn FH-INGAR í stuöningsmannahópi FH eru aö sjálfsögöu Hafnfiröingar, en þó halda ekki allir Hafnfiröingar meö FH. Sumir halda meö Haukum og halda ekki einu sinni meö FH í fyrstu deildinni. En þaö er önnur saga. Þeir sem styöja Fimleikafélag Hafnarfjaröar meö ráöum og dáö eru til dæmis neö- antaldir. Steingrímur Guöjónsson prentari. Magnús Ólafsson leikari. Gfsli Ágúst Gunnlaugsson lektor. Ársæll Guömundsson viðskiptafræö- ingur. Pálmi Sveinbjörnsson verktaki. Helgi Gunnarsson framkvæmdastjóri. Magnús Jónsson sölumaöur. Jón Rúnar Halldórsson framkvæmda- stjóri. Benedikt Steingrímsson fram- kvæmdastjóri. Kjartan Guömundsson kennari. Guömundur Árni Stefánsson bæjar- stjóri. Ingvar Viktorsson, kennari og bæjar- fulltrúi. Halldór Fannar tannlæknir. Ómar Karlsson verktaki. Geir Hallsteinsson, handboltaþjálfari meö meiru. Biörn Eysteinsson bankastjóri. Arni Ágústsson skrifstofumaöur. Leifur Helgason kennari. Jón Pálmason bæjarstarfsmaöur. FH-ingur í gegn,“ segir Daníel Pétursson, forstöðumaður Suð- urbæjarlaugar í Hafnarfirði og FH-ingur. ,JÉg er fæddur í Suðurbænum en félagarnir voru í FH. Við vorum þama saman ég, Viddi (yiðar Halldórsson), Óli Dan (Ólafur Danivalsson) og þessir karlar í FH og mynduðum mjög góðan kjarna á sínum tíma,“ segir Daníel. Hann spilaði sjálfur í meist- araflokki FH á sínum tíma og á að baki tæplega eitt hundrað leiki. En að fara á leiki, verða menn ekki bara stressaðir og vitlausir á að fylgjast svona grannt með og sjá liðið sitt jafn- vel tapa? „Það má náttúrlega segja að það sé ákveðinn taugatitringur í kringum þetta, en það er auðvit- að keppnin sem gerir þetta skemmtilegt. Þegar maður sér liðið sitt skora hríslast um mann þessi tilfinning og það kemst næst því að skora sjálfur að sjá liðið gera mark. Það er líka öll stemmningin — og gleðin og náttúrlega vonbrigðin — í kringum þetta sem gefur því gildi. Það má segja að þetta sé lífið í hnotskum," svarar Dam'el. FH-liðið hefur verið svona rokkandi í gegnum árin en nú virðist það vera búið að festa sig í sessi í fyrstu deildinni. „Við vorum með þennan stimpil á okkur að við værum annaðhvort að falla eða koma upp, en nú held ég að sé óhætt að segja að liðið sé búið að tryggja sér fastan sess í fyrstu deild, — ég geri að minnsta kosti þá kröfu til liðsins. Nú hugsum við ekki lengur bara um að halda okkur uppi, eins og var fyrir ekki svo mörgum árum, heldur erum famir að stefna hærra.“ Em menn þá famir að horfa á titla? , Já, að minnsta kosti famir að gera kröfur um góðan árangur," svarar Daníel. FH missti af ís- landsmeistaratitlinum íyrir hálf- gerðan klaufaskap 1990 og í fyrra komst liðið í úrslit bikar- keppninnar og tapaði þar naum- lega fyrir Valsmönnum, en tvo leiki þurfti til. Og félagsskapurinn skiptir máli. „Það er stuðningsmanna- hópur sem fylgir liðinu og við hittumst í hálfleik og fáum okk- ur kaffi og vínarbrauð og forum yfir leikinn og segjum hvemig við hefðum gert þetta hefðum við verið inná, — svona karla- grobb. Þetta er að verða ansi myndarlegur hópur og það er góð stemmning í kringum þetta. Við höfum hist ásamt meistara- flokksmönnunum þannig að menn þekkjast persónulega og það er orðið töluvert stórt batterí í kringum þetta," segir Daníel. Hann hallast helst að því að Frammarar verði meistarar en segir FH hafa alla burði til að lenda í efri hlutanum. „Deildin er orðin mun jafhari en hún var og það geta allir unnið alla,“ klykkir FH-ingurinn Daníel út með. FRAMMARINN ,£ PANTAÐAN MIÐAÁALLA EVRÓPULEIKI FRAMTIL ALDAMÓTA" „Ég hlýt að vera fæddur Frammari, það hlýtur bara að vera. Ég fermdist vorið 1951 og í fermingarveislunni var ég al- veg friðlaus í matnum og það endaði með því að ég læddist út og hljóp upp á Melavöll, en þar var Fram að spila. Þetta hlýtur að vera í blóðinu," segir Guð- mundur J. Óskarsson í Sæ- björgu. Guðmundur er ugglaust einn mesti Frammari sem um getur. Sem dæmi um áhuga hans má nefna að hann á pant- aðan miða á alla Evrópuleiki Fram til aldamóta og ef liðið stendur sig jafnvel til ársins 2000 og það hefur gert undan- farin ár má búast við að það verði margar ferðir sem Guð- mundur þarf að fara. Hann er reyndar ekki sá eini sem á pant- aðan miða á Evrópuleikina, því Ríkharður Jónsson, knatt- spymukappinn gamalkunni og afi Rfkharðs Daðasonar, fram- heija í Fram, á sömuleiðis frá- tekinn miða. ,J>að var kannski skrýtinn að- dragandi að því að ég gekk í Fram sem ungur maður. Ætli ég hafi ekki verið tíu ára. Þá fór ég með nokkmm félögum mínum upp að Sjómannaskóla — við ætluðum bara að fara að sparka bolta eða eitthvað svoleiðis — en þá var fjórði flokkur Fram að spila þar. Það vantaði í liðið og ég var settur í framlínuna í Framliðið og í þeim leik þá ann- aðhvort setti ég tvö eða þrjú mörk og eftir þetta varð ég bara að vera þama,“ segir Guðmund- ur um tildrög þess að hann gekk í sjálft félagið. Eftir þetta varð ekki aftur snúið og Guðmundur lék með Fram í gegnum alla flokka og var fyrirliði er Frammarar urðu Islandsmeistarar 1962. Hann lék einn A-landsleik og einn B- landsleik, og var iðulega valinn til að keppa með Reykjavíkur- úrvalinu á móti landsbyggðinni, en slíkir leikir voru algengir á ámm áður. „Þegar maður er orðinn svona andskoti gamall og getur ekki spilað lengur — ekki úti en við spilum alltaf inni á vetuma — en kann alltaf allt betur, þá finnst manni að maður verði að fylgja þessu eftir. Þegar ég var strákur og var að hitta þessa gömlu kalla sögðu þeir mér að fótboltinn hefði verið miklu betri í gamla daga. Og það er kannski það nákvæmlega sama og ég segi við strákana í dag; hvað fótboltinn var skemmti- legri þá — og ég fer nú ekkert ofan af því. En maður hefur fullan hug á að fylgjast með lið- inu. Þetta er þó orðið talsvert öðruvísi í dag, nú eru þetta kannski ekki tómir Frammarar sem eru í liðinu. Nú skipta menn um félag eins og að skipta um sokka eða buxur. Það er meiri breidd og meiri keppni og menn þurfa kannski að leggja meira á sig, því ef eitthvert lið er með áberandi gat er það ekki í neinum vandræðum með að ná sér í mann í það gat,“ heldur Guðmundur áfram. Og vissu- lega er það rétt að í dag eru leik- menn ekki endilega fæddir og uppaldir hjá félaginu sem þeir leika með, en Guðmundur segir að í „den“ hefði nú ekki þótt sniðugt að vera að ná í menn frá öðmm félögum til að spila, - - þá héldu menn tryggð við sitt lið allan ferilinn. En hvað fá menn út úr því að þvælast um allar jarðir, til dæm- is á Evrópuleiki, þegar það er nokkuð víst að íslensku liðin eiga lítinn möguleika? „Ég hef aldrei orðið var við að þau ættu ekki möguleika. Ég veit ekki betur en þeir hafi mátt þakka fyrir þama hjá Barcelona og sömuleiðis Grikkimir. Nú, við tókum Svíana hjá Djurgárden og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að það sé hægt að standa sig vel, til dæmis fyrir Framliöið," segir hinn eldheiti Frammari Guðmundur í Sæ- þjörgu. FRAMMARAR Sumir hafa reynt aö halda því fram í gegnum árin aö þaö sé ekkert gaman aö styöja klúbb eins og Fram í knatt- spyrnunni. Þaö sé nefnilega svo lítiö spennandi aö halda meö liöi sem allt- af stendur sig vel og skilar titlum. Nær só aö velja liö sem geti falliö í aöra deild eöa oröiö íslandsmeistari eöa lent einhvers staðar þarna á milli. Sjálfsagt blása Frammarar á þessa speki og telja hana bara bera öfund vitni. En allt um þaö. Frammarar eiga sína heittrúuöu stuöningsmenn sem gera kröfur um árangur til þeirra blá- klæddu. Til dæmis: Ómar Ragnarsson fréttamann. Helga Bjömsson, tónlistarmann og leikara. Einar Kárason rithöfund. Þorgeir Ástvaldsson útvarpsmann. Pótur Krístjánsson tónlistarmann. Hallgrím Helgason myndlistarmann. Jón Stefánsson skáld. Egil Ólafsson, tónlistarmann og leik- ara. Svein Andra Sveinsson borgarfull- trúa. Þorstein J. Vilhjálmsson útvarps- mann. Björn Arnórsson hagfræöing. Pál Valsson bókmenntafræöing. Amar Guömundsson, kaupmann í Ástund. Hörö Einarsson, verkstjóra og for- sprakka Kastró-gengisins. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmann. Ragnheiöi Ríkarösdóttur skólastjóra. SigurÖ Pétur Haröarson útvarps- mann. Kristján Má Unnarsson fréttamann. Ámunda Ámundason framkvæmda- stjóra.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.