Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 4. JÚNÍ 1992 25 E R L E N T Finnar á krossgötum Langur vetur framundan f Finnlandi. Rúmt ár er liðið frá því fyrsta ríkisstjóm borgaraflokkanna í aldarfjórðung komst til valda í Finnlandi og sannast sagna gengur ekkert allt of vel. Vextir em himinháir, æ fleiri íyrirtæki verða gjaldþrota og atvinnuleysi hefur ekki verið jafnmikið um áratugaskeið. Þrátt fyrir að á bjáti hefur Esko Aho forsætisráðherra tekist merkilega vel að halda miðju- stjóm sinni saman, þó ekki væri nema vegna þess að menn átta sig á því að hinn ískaldi pólitíski veruleiki er af sama toga spunn- inn og handan austurlandamær- anna: endalok kommúnismans mörkuðu einungis upphaf langra og erfiðra skuldadaga. Finnar vom afar sárir hér á ár- um áður ef menn notuðu orðið „finnlandíseringu", en þegar htið er um öxl nú er líkast til nær að tala um „rússlandíseringu". Burtséð frá smáatriðum, eins og að rússneska var skyldunáms- grein og að enn þann dag í dag eiga Finnar erfitt með að tala illa um grannana í austri, skiptir hitt mun meira máli hvernig Finnar gerðu sig háða Rússum án þess að sérstök hvatning kæmi frá Kreml. Finnar vom mestu viðskipta- vinir Rússa vestan jámtjalds og hver ríkisstjómin á fætur annarri reiddi sig meira og minna á Rússlandsverslunina. Afar hag- stæðir vömskiptasamningar vom gerðir með ríkjunum, þann- ig að Finnar seldu ógrynni iðn- aðar- og neysluvöm til Sovét- ríkjanna og fengu aðallega olíu í staðinn. Þegar Sovétríkin liðuð- ust í sundur þurftu Finnar að horfa upp á fjórðung útflutnings- tekna sinna verða að engu. í kjöl- farið sigldu þúsundir uppsagna og hundmð gjaldþrota. Ónnur finnsk fyrirtæki höfðu þegar goldið samdráttarins í vestrænum löndum og þrátt fyrir að finnskur iðnaður hefði um árabil staðið mjög traustum fót- um mátti hann ekki við tvöföldu áfalli. Á einu ári þrefaldaðist at- vinnuleysi og gott betur: úr 3,4% í 11,5%. í fyrra minnkaði lands- framleiðslan um 6,1 %. Þegar gengið er um götur Helsinki er ekki margt, sem beinlínis er unnt að merkja kreppuna af. Þeim, sem leggja á strætin með gítar og hatt í hönd, hefur reyndar fjölgað og eins er æ fleiri verslunum „lokað vegna breytinga1'. Hagfræðingar telja sig þó sjá nokkur jákvæð bata- merki, til dæmis hefur útflutn- ingur á tijávöm og þungavinnu- vélum aukist á ný og rétt við- skiptahallann af. Hins vegar er neyslan heima fyrir enn í minnsta lagi, byggingariðnaður- inn er sem lamaður og ekkert bendir til þess að atvinnuleysi minnki á þessu ári. Allt þetta hefur vitaskuld áhrif á Qárfesta og hugsanlega Iántak- endur. í fyrri mánuði komst á kreik orðrómur um gengisfell- ingu finnska marksins og að jafnvirði ríflega hundrað millj- arða íslenskra króna í erlendum gjaldeyri streymdi úr landi á svipstundu. Ríkisstjóm Aho hefur gripið til sams konar ráðstafana og gert hefur verið hér á landi og í Sví- þjóð; reynt að minnka ríkisút- gjöld í von um að það verði at- vinnulífmu hvatning. En þar — eins og hér og í S víþjóð—er við ramman reip að draga, því þrátt fyrir að fólk vilji ekkert sérstak- lega borga fyrir velferðarkerfið vill það endilega njóta þess Enn sem komið er nýtur stjómin þó skilnings almennings á því að vandkvæðin stafa fyrst og fremst af utanaðkomandi ástæðum. Og með hliðsjón af falli risans í austri hafa menn reynst furðuopnir fyrir gmnd- vallarbreytingum í utanríkismál- um, eins og til dæmis því að sækja um aðild að Evrópubanda- laginu og halla sér í auknum mæli að Vesturlöndum í vamar- samvinnu. Nýir geisladiskar á markað Sony hefur loks kynnt nýja tegund geisladiska, svonefnda smádiska (MiniDisc), en þeir em mun smærri en venjulegir geisladiskar, hafa svipuð hljóm- gæði og rúma jafnmikið efni. Helsta nýjungin er þó sú, að unnt er að taka upp á smádisk- ana. Smádiskamir og sérstakir spilarar fyrir þá verða settir á markað í Japan í nóvember og mun spilarinn kosta um 36.000 krónur. Gert er ráð fyrir því að sala í Bandaríkjunum og Evr- ópu hefjist fyrir jól. Talsmaður Sony segir að þegar hafi um 40 fýrirtæki önn- ur — bæði tækjaframleiðendur og útgáfufyrirtæki — gert samning um nýtingu hinnar nýju tækni. Talið er að um 500 útlar verði til sölu í nóvember og Sony gerir sér vonir um að þeim fjölgi um helming fyrir lok ársins. Hins vegar hafa ffegnir borist af því að Wamer- bræður ætli ekki að gefa út smá- diska í bráð, sem boðar ekki gott. Sony á hins vegar CBS, svo menn ættu svo sem ekki að vera í vandræðum. Sumir óttast að þrátt fyrir að tæknin lofi góðu séu neytendur ekki reiðubúnir til þess að fara að fjárfesta í einu kerfinu enn. Til þess að gera málin flóknari er Phillips í þann veginn að kynna stafræna kasettutækni sína, sem nefnd er DCC. Þar ræðir um stafrænar kasettur, en tækin era þeirrar náttúrar að geta jafhframt spilað hinar hefð- bundnu kasettur. Smádiskamir hafa tæknilega yfirburði yfir DCC, en minnist menn mynd- bandastríðanna milli VHS, Beta og V-2000 er engan veginn gef- ið að besta tæknin verði ofan á. S L Ú Ð U R Áaðrífakofann? Ferðamönnum sem koma til Varsjár er sagt að eini staðurinn sem hægt er að þola við í borginni sé á efstu hæð þessa húss, höll menningar og lista. Þaðan sjáist hún nefnilega ekki þessi 281 metra háa bygg- ing sem hefur verið þymir í augum borg- Hermdargjöf Stalíns arbúa allt ffá því hún var reist á árunum 1952-’56. Hún var gjöf ffá Sovétmönnum og Stalín, en nafn harð- stjórans var reyndar fjarlægt af byggingunni árið eftir að hún var vígð. Eftir hmn kommúnismans voru margir á því að rífa bygging- una og skila henni í brotum aftur til gefandans. Úr því varð þó ekki og nú er pláss í húsinu leigt út, til dæmis til hinnar þýsku Goethe-stofh- unar. Þó gæti tuminn orðið minna sýnilegur innan tíðar. Pólskir ark- ítektar hafa lagt fram tillögur um að byggja skýjakljúfa á nýrri breið- götu allt í kringum húsið. Þar mundi kapítalisminn vinna enn einn sigur á kommúnismanum. Brjóst Claudiu Schiffer Þýska stúlkan Claudia Schiffer er efúrsótt- asta og líklega hæst launaða fyrirsæta í heimi. Henni hefur margsinnis verið líkt við Brigitte Bardot. En hún hefur ekki komið nakin ffam. Nýskeð náði hins vegar ljósmyndari frá tíma- riúnu R.O.M.E., sem gefið er út í New York, að stelast baksviðs á tískusýningu þar sem Claudia var að skipta um föt Hann náði mynd af fýrirsætunni berbrjósta. Blaðið birti myndimar og seldist sem aldrei fýnr og í kjölfarið fýlgdi breska blaðið The Sun. Claudia Schif- fer er ekki ánægð og íhugar málshöfðun. Krabbe í bann? Þýska hlaupakonan Katrin Krabbe kvað vera í þvílíku formi að hún hleypur 100 metrana álíka hratt og þegar hún vann j gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í Tókýó í fýrra. Hún þykir semsagt líkleg úl affeka á Ólympíuleikunum í Barcelona. Hins vegar bendir margt úl að hún komist aldrei þangað. Hún hefur verið uppnefnd „fljótasta apótek í Þýskalandi" og meint lyfjaneysla hennar hefur verið mjög til umræðu. Þýska frjálsíþróttasambandið hefúr sýknað hana, en nú er málið komið til kasta Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Lyfjanefnd þess hefur komist að þeirri niðurstöðu að endurskoða þurfi úrskurð Þjóðveij- anna. Málið á svo efúr að fara fýrir dómstól Alþjóðasambandsins. Líklegt er talið að úrskurður hans verði sá að Krabbe og vinkonur hennar hafi falsað þvagsýni og hennar bíði því keppnisbann. Leynimakk i Bretlandi Fljótasta apótek I Þýskalandi. Hið opinbera í Breúandi hefur oft verið gagnrýnt fýrir pukur og leyndarhyggju. Reglan er sú að aðgangur að skjölum er frjáls efúr 30 ár, en við „sérstakar aðstæður“ er heimilt að halda skjölum leyndum í miklu lengri tíma. Þannig hafa fræðimenn og almenningur enn ekki fengið aðgang að skjölum sem varða afsögn Eðvarðs VIII. 1936, réttar- höld yfir liðhlaupum í fýrri heimsstyijöld, fjöldamorð í Amritsar á Indlandi 1919, Súezmálið 1956, Profumo- málið 1963, sérsveitir bresku lögreglunnar á írlandi 1920 og réttarhöld vegna samkynhneigðar Oscars Wil- de 1895. Þetta mun þó vera að breytast smátt og smátt og hefur Douglas Hurd utanríkisráðherra sagt að þessi leyniárátta breska stjómkerfisins hafi gengið alltof langt. OscarWilde. Málsskjölin opnuö? Joharmesburg Star Leifar aðskilnað- arstefnunnar Opinberlega er aðskilnaðarstefnan dáin drottni sínum, en það æúar að taka óumræðilega langan tíma að kveða niður óréttlætið, sem henni fýlgdi. Miklum fúlgum er nú varið í að fækka hvítum kennur- um, en á sama tíma er sár mannekla í skólum svartra. Ríkisvaldið stendur frammi fýrir því að hvítum nemendum hefur fækkað, ráðstöfunarfé ríkisins hefur minnkað og kröfur um aðhald í ríkisrekstri eru mun háværari en áður. Svar stjómarinnar eru áform um að fækka hvítum kennurum um 4.000. Meðal blökkumanna er ástandið þveröfugt. Æ fleiri svertingjar ganga menntaveginn og fjölgun kennara og kennslustofa dugar hvergi úl. Hlutfall nemenda á kennara er enn of hátt og þeim nemend- um fjölgar, sem hafa sundurslitinn skóladag. Til að gera illt verra virðist það einfáldlega ekki á dagskrá að beina kennurum ffá skólum hvítra, þar sem of mikið er af jieim, til skóla svartra. Enn síður sú hugmynd að nemendur séu sendir milli hverfa. Á sama tíma hafa flestir skólar hvítra kosið að notfæra sér heimild, sem leyfir foreldrunum að ráða inntökuskilyrðum gegn því að þeir borgi hærri skólagjöld. Og vitaskuld grunar fólk í hverfum svartra að hvítir foreldrar muni notfæra sér þetta vald til að halda svörtum böm- um utan skólanna.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.