Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚNÍ 1992 ÞORSTEINN JÓNSSON. Vildi fara í frí, en á varla afturkvæmt í Kvikmyndasjóð. ÓLAFUR G. EINARSSON. Ráðuneytið hafnaði fríinu, en auglýsti starfið. BAÐ UM FRÍ EN FÉKK REISUPASSANN Ólafur G. Einarsson hefur nú svo gott sem rekið Þorstein Jónsson, framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs, í kjölfar þess að Þorsteinn sótti um launalaust frí í eitt ár. Forsaga þess máls er sú að ósk Þorsteins var tekin fyr- ir í stjóm Kvikmyndasjóðs. Þar var samþykkt nteð þremur at- kvæðum gegn atkvæði Frið- berts Pálssonar í Háskólabíói að mæla með fríinu og leggja til við menntamálaráðuneytið að það auglýsti starfið til umsóknar. Hrafn Gunnlaugsson, fimmti stjórnarmaðurinn, var fjarver- andi á fundinum en ljóst þykir að hann hefði ekki greitt atkvæði með fríi Þorsteins. Svar við þessum óskunt stjómar Kvikmyndasjóðs barst fyrir síðusm helgi. í bréfi ráðu- neytisins segir að ákveðið hafi verið að hafna fyrri óskinni en verða við þeirri síðari. Sam- kvæmt því fær Þorsteinn ekki i fríið en staðan verður engu að síður auglýst og var það gert síð- astliðinn þriðjudag. Þorsteinn var upphaflega ráð- inn til tveggja ára og rennur sá tími út nú í sumar. Hann lætur því af störfum 1. ágúst næstkom- andi og þá mun nýr maður setj- ast í stól framkvæmdastjóra. FLEIRI GÖGN FRÁ ÍSRAEL Fregnir herma að forstjóri Simon Wiesenthal-stofnunar- innar í Jerúsalem, Efraim Zu- roff, hafi viðað að sér enn ffekari gögnum í máli Evalds Mikson. Þar á meðal eru gögn sem fund- ist hafa í Eistlandi og ekki hafa komið fyrir almennings sjónir áður og þykja renna styrkari stoðum undir ásakanir á hendur Mikson. Zuroff mun ætla að senda Þorsteini Pálssyni dóms- málaráðherra þennan skjala- bunka ásamt beiðni um að ís- lensk stjórnvöld hraði meðferð málsins sem kostur er. Þeir Ei- ríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson, sem Þorsteinn skipaði sér til ráðgjafar í málinu, hafa undanfamar vikur meðal annars verið að skoða hvemig önnur ríki hafa bmgðist við svip- uðum málum sem upp hafa komið. BUREN LEIST EKKI Á SKÚLAGÖTUNA Það er fleimm en rithöfundin- um Kundera sem finnst þökin á húsunum í Reykjavík skemmti- lega litrík. Franski listamaðurinn Daniel Buren, sem hingað kom í tilefni Listahátíðar, hafði líka gaman af marglitum þökunum og sagði reyndar að gömlu húsin í Reykjavík væm svolítið eins og þegar böm taka sig til og teikna hús og lita síðan í öllum regn- bogans litum. Islenskur nútímaarkítektúr vakti hins vegar ekki jafnmikla hrifningu hjá þessum fræga myndlistarmanni, sérstaklega þó ekki nýbyggðin við Skúlagötu. Þar sýndist honum að væri meiriháttar slys í uppsiglingu; það væri eins og hefði hlaupið einhver ónáttúmlegur ofvöxtur í húsin, þau minntu um margt á nýbyggingar í þýskum borgum og væm dæmigerð fyrir margt það sem er ljótast í húsagerðar- list nútímans. FM BORGAÐI EKKI Það hefur gengið á ýmsu hjá útvarpsstöðinni FM 95,7. Síðast- liðið haust efndi stöðin til ræðu- keppni og hét 500 þúsund krón- um til góðgerðarstarfsemi að vali sigurvegarans. Um 40 F Y R S T & F R E M S T til íslands Kundera á laun Einhver frægasti rithöfundur í heiminum var á íslandi í síðustu viku, en það tók hémmbil enginn eftir því. Þetta var Tékkinn Milan Kundera, sem meðal annars er ffægur fyrir að hafa skrifað bækumar Ódauðleikinn, Bók hlát- urs og gleyttisku og Óbœrilegur léttleiki tilver- unnar, en eftir henni var gerð vinsæl kvik- mynd. ' Kundera er lítið gefinn fyrir að láta á sér bera, svo mjög að hann fer nánast huldu höfði. I aðra röndina vill hann tryggja sér nauðsynleg- an vinnufrið til að skrifa, en í hina röndina er hann lítt gefinn fyrir að veita viðtöl og koma fram við opinber tækifæri. Hann sniðgengur semsagt fjölntiðla og er heldur í nöp við blöð, útvarp og sjónvarp, sérstaklega eftir að augu heimsins beindust að honum í kjölfar áður- nefndrar kvikmyndar. I staðinn kýs hann að tjá sig í greinum sem hann er iðinn við að skrifa. En Kundera, sem er búsettur í París, var semsagt hér dagana 21. til 27. maí. Hingað kom hann eins og hver annar túristi, en notaði þó tímann til að ráðfæra sig við íslenskan þýð- anda sinn, Friðrik Rafnsson bókmenntafræð- ing, en hann vinnur nú að þýðingu á einni bók Kunderas, Kveðjuvalsinum. Kundera fór á Gullfoss og Geysi og Þingvelli, liann furð- aði sig á litadýrð húsþakanna í Reykjavflc og mun ekki hafa talið sig sjá að ferðabæk- lingamir segðu að marki ósatt. Hann skoðaði hand- ritin í Amastofnun og fannst mikið til koma. En hann hitti semsagt hémm- bil ekki neinn — því var haldið vandlega leyndu að hann væri hér — nema í ör- litlu hófi sem Mál og menn- ing hélt honum. Þar hitti hann helstu forkólfa forlagsins og svo frönskumælandi kollega sína, meðal annars þá Thor Vilhjálmsson og Pétur Gunnarsson. Ekki er vitað til þess að neinn hafi borið kennsl á Kundera með- an hann dvaldi hér, nema amer- ískur túristi sem hringdi upp í Há- skóla til að spyrja hvenær hann héldi þar fyrirlestur. manns hófu keppnina en að lok- um kepptu til úrslita Ómar Ragnarsson og Rósa Ingólfs- dóttir. Ómar vann og tilkynnti stöðinni að vinningsupphæðinni skyldi skipta jafnt á milli íþrótta- félags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni vegna Malmö-leikanna f febrúar 1992 og Iþróttasam- bands fatlaðra vegna Ólympíu- leikanna. Sverrir Hreiðarsson útvarpsstjóri tilkynnti Ómari að hann ætti að koma í desember í beina útsendingu og taka við fénu. Það gerðist aldrei. íþróttafélag fatlaðra fór til Malmö án þess að fá krónu lfá útvaipsstöðinni og enginn peningur hefur enn sést. I maíbyijun gerðist það síðan þeg- ar innsigla átti útvarpsstöðina vegna 1.500 þúsund króna van- skila á opinberum gjöldum að Sverrir greiddi skuldina. Nokkr- um dögum síðar var beðið um innsiglun að nýju; ávísun Sverris reyndist innstæðulaus. Þegar innsiglunarmenn mættu var búið að skipta um eigendur útvarps- stöðvarinnar. Hana áttu ekki lengur Hreiðar Svavarsson, Sverrir sonur hans og aðrir fjöl- skyldumeðlimir í Ferskum miðli hf., heldur Sverrir í Útvarps- miðlun hf. Hið opinbera fékk ekki skattinn sinn. Og efndir hafa engar orðið á fögmm íyrir- heitum um 500 þúsundin til fatl- aðra. HERLUF FÆRÐI OKK- URGIPSY KINGS Þótt tónleikar Gipsy Kings í Laugardalshöll hafi verið haldn- ir undir merkjum Listahátíðar í Reykjavflc var það ekki sú stofn- un sem flutti hljómsveitina hing- að. Það gerði sá margumtalaði kaupsýslumaður Herluf Clau- sen í samvinnu við Birgi Hrafnsson. Talsverðum sögum hefur far- ið af hanastélsboði sem haldið var til heiðurs hljómsveitinni að tónleikunum loknum. Það fór einmitt ffam í veitingahúsi Her- lufs, Café Óperu, en þótti ekki takast eins og skyldi vegna þess hversu mörgum boðflennum lánaðist að svindla sér inn. Mis- líkaði hljómsveitarmönnum svo að þeir hurfu á braut eftir kortérs vem á veitingahúsinu. En það verður semsagt Herluf sem þarf að gera upp reikning- ana eftir tónleikana. Ekki tókst að fylla Laugardalshöllina þetta kvöld og er mál þeirra sem þekkja til hljómleikahalds þar að varla hafi verið meira en 3.000 manns í húsinu, lfldega nokkuð innan við þá tölu. Þar er meðtal- inn dtjúgur ljöldi boðsgesta, svo ólíklegt hlýtur að teljast að meira en 2.500 manns hafi borgað sig inn á tónleikana, enda miðaverð óneitanlega allhátt. Því hefur lflca verið fleygt að hljómsveitin hafi ekki lagt sig neitt sérstaklega mikið fram á tónleikunum. Kannski er sú ein- falda skýring á því að þeir hafi verið þreyttir eftir langt og strangt ferðalag. Önnur skýring hefúr þó líka heyrst, sú að kvöld- ið eftir hafi Gipsy Kings átt að spila á mjög mikilvægum tón- leikum og því viljað spara kraft- ana — nefnilega á sjálffi heims- sýningunni í Sevilla á Spáni. EFRAIM ZUROFF. Ætlar að senda þykkan skjalabunka. ÞORSTEINN PÁLSSON. Eiríkur og Stefán Már eru að kanna hvernig önnur lönd hafa brugðist við. ÓMAR RAGNARSSON. Verðlaunaféð skilaði sér aldrei. HERLUF CLAUSEN. Komu nógu margir á Gipsy Kings? BIRGIR HRAFNSSON. Voru Gipsy Kings þreyttir eða að flýta sér? DANIEL BUREN. Fannst þökin falleg, en Skúlagatan Ijót. Tókst þér að þegja í þessar tvær mínútur, Rósa? „Mértókst það. Ég varsvo fegin að þetta skyldi vera gert. ‘ Framkvæmdastjóri umhverfisráð- stelnunnar í Rio de Janeiro sendi frá sér tilkynningu til allra landa heims, þar sem farið var fram á þögn í tvær minútur á sama tima um heim allan miövikudaginn 3. júni. Stundin var milli klukkan 13.05 og 13.07 að íslenskum tíma. LÍTILRÆÐI af þróunaraðstoð Því fylgja margir kostir að vera vanþróaður. Svo margir að stundum virð- ist full ástæða fyrir vanþróaða að fagna því að fá að vera van- þróaðir. Dánarorsök af völdum „menningarsjúkdóma" er til dæmis nærri óþekkt meðal van- þióaðra í þriðja heiminum, ein- faldlega vegna þess að vanþró- aðir þar ná sjaldan þeint aldri sem þarf til að drepast úr stressi eða æða- og hjartasjúkdómum. Helsti kosturinn við að vera vanþróaður er talinn sá að van- þróaðir fá meiri peninga útúr þróunarhjálp helduren þróaðir. Við það eru mörkin milli „þróaðra" og „vanþróaðra“ miðuð. Sá sem gefur meira en hann þiggur er talinn þróaður en sá sem þiggur meira en hann gefur er vanþróaður. Og af því þróuðum er nú svona mikið í mun að höndla hamingjuna hafa þeir búið til málsháttinn: „Sælla er að gefa en þiggja", sem eru auðvitað öf- ugmæli, nema ef vera skyldi „.. .á kjafdnn". Með hliðsjón af því, hveijir kostir eru því samfara að vera vanþróaður, ber að fagna þvf að ísland skuli, í augum alheims- ins, löngum hafa talist til þróun- arlanda og sem vanþióaðir höf- um við síðan í stríðslok þegið sjö sinnum meira í þróunarað- stoð en við höfúm látið af hendi rakna. Þetta staðfestir Aðalsteinn Leifsson í lokaritgerð við Há- skóla Islands, en í henni segir meðal annars að þróunaraðstoð íslendinga sé í engu samræmi við stefnumótun ríkisstjóma lýðveldisins né Alþingis. Það útaf fyrir sig ætti ekki að teljast til tíðinda í landi þar sem sú opinber stofnun er vandfund- in sem getur starfað samkvæmt lögum og reglugerðum afþví peningar fást ekki til að fara að lögum. í ritgerð Aðalsteins er bent á það að íslensk þróunaraðstoð hefur venjulegast miðast við þarfir gefenda en ekki þiggj- enda. Þannig hefur það hvað eftir annað komið fyrir að hinar ýmsu hjálparstofnanir hafa gert vanþróuðum í öðrum heims- FLOSI ÓLAFSSON hlutum þann grikk að kaupa ís- lenskar vörur fyrir söfnunarfé og senda sveltandi þjóðflokkum sem mega ekki við skakkaföll- um. Þá bendir Aðalsteinn á það í ritgerð sinni að þeir peningar sem íslenska ríkið hefúr veitt til tvíhliða þróunarverkefna hafi að mestu farið í að greiða ís- lendingum Iaun og risnu. Aðalsteinn getur sér þess til í ritgerð sinni að ástæðan fyrir sinnuleysi íslendinga varðandi neyðar- og þróunaraðstoð megi rekja til fáfræði íslendinga, sem fái ekki að læra nógu mikið í bamaskólum um vanþróaða í þriðja heiminum. Hitt mun þó sönnu nær að bæði em íslendingar orðnir því vanir að vera taldir til ölmusu- manna og þykir þessvegna orð- ið sælla að þiggja en gefa og svo hitt að þeir sem vilja láta eitt- hvað af hendi rakna em orðnir leiðir á því að sjá á eftir pening- um sínum í risnu og veisluhöld fýrir forráðamenn hinna ýmsu lflcnarstofnana og er víst sönnu nær að til hungraðra og þjáðra hafi lítið skilað sér af því litla sem fslendingar hafa af rausn vanþróaðra gefið vanþróuðum. Umsvif Hjálparstofnunar kirkjunnar um árið vom talandi dæmi um ffamkvæmd þróunar- hjálpar á Islandi, en þar sannað- ist hið fomkveðna að: GUÐ HJÁLPAR ÞEIM SEM HJÁPLA SÉR SJÁLFIR ÞEGAR ÞEIR ERU AÐ HJÁLPA ÖÐRUM.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.