Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚNÍ 1992 * Olafur Laufdal veitingamaður srmosTUG SnuTSVIK Við rannsókn á þrotabúi Ólafs Laufdal veitingamanns hefur komið í ljós að miklum eignum hefur verið skotið undan skiptum. Mikið af þeim eignum fannst á Spáni, en hvergi er neitt um þær að finna í skattframtölum Ólafs. Tilvist eignanna virðist því benda til mikilla og langvarandi skattsvika. Rannsóknir skiptaráöanda leiddu f Ijós aö Ólafur Laufdal og kona hans áttu 11 fbúöir í íbúöahótelinu Benal Beach á Costa del Sol á Spánf. „Auðvitað er ég sár yfir þvf hvernig þetta endaöi. Ég hélt ég ætti eignir en komst aö þvi einn daginn aö ég átti ekki neitt." Þetta sagöi Ólafur Laufdal í samtali viö PRESSUNA í fyrra þegar Búnaöarbankinn yfirtók hlutafélög hans. Rannsóknir á persónulegu þrotabúi Olafs Laufdal veitinga- manns hafa leitt í Ijós stórkostleg undanskot eigna. Eftir ábending- ar til tilsjónarmanna búsins var hafin rannsókn suður á Spáni þar sem kom í ljós að Ólafur átti hlut í íbúðahóteli sem aldrei hafði komið fram á skattlfamtöl- um hér heima, þótt sjö ár séu lið- in síðan hann keypti sinn hlut. Ekki er neinar upplýsingar að hafa um hvaðan peningamir sem til kaupanna fóm vom fengnir. Þetta kemur til viðbótar upp- lýsingum um að ekki hafi allt verið með felldu í fyrirtækja- rekstri Ólafs, en rannsóknir á því em enn í gangi. Gjaldþrotameðferð á við- skiptaveldi Ólafs fer fram með tvennum hætti. Annars vegar á hlutafélögum hans, þar sem kröfur em um 365 milljónir króna. Það stendur eftir þegar veðhafar em búnir að leysa til sín fasteignir fyrirtækjanna upp á 1.100 til 1.200 milljónir króna. Á skiptafundi í þrotabúum fyrirtækjanna fjögurra; Álfa- bakka 8 hf., Ólafs Laufdal hf., Veitingahússins Pósthússtræti 11 hf. og Veitingahússins Ár- múla 5 hf., var ákveðið að láta ríkissaksóknara athuga nánar rökstuddan gmn um að Ólafur hefði dregið sér 30 milljónir út úr Álfabakka 8 hf., sem var stærsta fyrirtæki hans og rak meðal annars Hótel ísland og Broadway. Við meðferð þrota- búanna kom fram að lítill sem enginn greinarmunur var gerður á rekstri íyrirtækjanna og einka- rekstri Ólafs. Bústjóri í gjald- þroti hlutafélaganna, Rúnar Mogensen, ákvað því að senda málið til ríkissaksóknara, sem sendi það áfram til rannsóknar- lögreglunnar. Það er hins vegar við rann- sókn á persónulegu gjaldþroti Ólafs sem stærstu svikin hafa komið fram. Lýstar kröfur í þrotabú hans em upp á 83,4 milljónir króna. Bústjóri, Þor- steinn Einarsson héraðsdóms- lögmaður, hefur samþykkt al- mennar kröfur að fjárhæð 14 milljónir króna, en einnig vom til staðar kröfur vegna hlutafé- laganna. Skiptum var lokið þeg- ar nýjar upplýsingar bámst um undanskot á eignum. „RUGL AÐ ÉG HAFI DREGIÐ MÉR FÉ“ Eftir að PRESSAN greindi frá að ekki væri allt með felldu í fyr- irtækjarekstri Ólafs í febrúar síð- astliðnum kom Ólafur fram í fjölmiðlum og taldi sig hafa orð- ið fyrir ofsóknum. I viðtali við DV 28. febrúar sagði hann með- al annars: ,J3n að ég hefði fengið einhverja peninga þama per- sónulega eða dregið mér fé er eins og hvert annað mgl og vit- leysa.“ Þar var Ólafur að svara ásökunum skiptastjóra þrotabúa hans. Og áfram hélt Ólafur í sama viðtali: „Að auki hef ég gengið í persónulegar ábyrgðir upp á tugi milljóna fyrir fyrir- tæki mín og þannig ráðstafað því sem efitir var af eigum mínum og æm. Það var því frekar að ég hefði átt inni hjá þeim. Ég held að það sé útilokað í raurúnni að þama sé einhver maðkur í mys- unni. Enda em allir með á hreinu að ég er búinn að setja alla mína peninga inn í þennan rekstur." EIGNIRNAR Á SPÁNI ALDREI TALDAR FRAM TIL SKATTS En nú er komið á daginn að Ólafur og kona hans áttu miklar eignir á Torremolinos á Spáni —- eignir sem hljóta að vera ein- stæðar fyrir íslenska ríkisborg- ara. Um er að ræða 11 íbúðir í íbúðahótelsbyggingunni Benal Beach og em þær keyptar 1985. Ólafur átti helming í íbúðunum á móti konu sinni. Ibúðimar vom frá 25 fermetrum upp í 48 fer- metra. Kaupsamningum var ekki þinglýst á nafn Ólafs og eiginkonu hans og em íbúðimar enn skráðar á nafn seljanda. Upplýsingar um þessar eignir hafa aldrei komið fram hér á landi, eftir því sem best er vitað, en hér er að sjálfsögðu um skatt- skyldar eignir að ræða. Um leið hlýtur að vekja athygli skattyfir- valda fyrir hvaða peninga þær vom keyptar og með hvaða hætti þeir peningar vom fluttir úr landi. Bústjóri treystir sér ekki til að fullyrða um verðmæti íbúðanna í skýrslu sinni, en bendir á að þær vom keyptar fyrir 35 milljónir peseta á sínum tíma. Eftir því sem komist verður næst gæti verð þeirra verið á milli 5 og 7 milljónir króna, þannig að verð- mæti þeirra væri á bilinu 55 til 77 milljónir. Hlutur Ólafs væri þá á milli 30 og 45 milljónir. Verðmæti þeirra fyrir þrotabúið hlýtur þó að mótast af því hve vel gengur að selja þær. GAF SYNINUM SUMAR- BÚSTAÐINN En íbúðimar á Spáni em ekki það eina. Þann 12. júní afsalaði Ólafur Laufdal til sonar síns sumarbústað við Álftavatn í Grímsnesi. Sumarbústaðurinn er 54 fm að stærð og landið sem fylgir er upp á 3.400 fm. Sam- kvæmt skattframtali Ólafs 1991 var söluverð 1,5 milljónir króna og var að l'ullu greitt. Þrátt fyrir áskoranir bústjóra hefur Ólafi ekki tekist að sýna fram á að greiðsla hafi verið innt af hendi fyrir bústaðinn. Þess vegna telur bústjóri að líta megi á þessi við- skipti sem gjöf til sonarins. Slík gjöf er riftanleg ef ákveðin skil- yrði em fyrir hendi. Virðist flest benda til þess að það verði gert. Þá er verðið líklega töluvert of lágt, en matsmenn em nú að meta það upp á nýtt. Þá hafa matsmenn tekið út innbú í Haukanesi 10 á Amar- nesi, söguffægu húsi Ólafs, sem oft hefur verið til umfjöllunar vegna glæsileika. Er talið að þar sem húsgögn og búnaður em í dýrari kantinum sé hægt að láta bjóða þau upp. Er sérstaklega rætt um veglegan borðstofubún- að, hljómflutningstæki og gaml- an ljósabekk. BÝR ENN í ÍBÚÐARHÚS- INU SEM HANN SELDI BLIKKSMIÐ En húsið í Haukanesi er enn eitt sem vakið hefur tortryggni. Þann 28. febrúar — sex mánuð- um og 9 dögum áður en Ólafur var úrskurðaður gjaldþrota — seldi hann húsið. Kaupverðið var 33 milljónir og telur bústjóri í sjálfú sér ekkert við það að at- huga. Kaupandi var HöSur Guð- laugsson sem starfaði sem blikk- smiður við byggingu Hótels ís- lands. Kaupverðið vargreitt með yfirtöku á áhvílandi veðskuldum upp á 30,6 milljónir en afgang- urinn greiddur við undirritun samnings. Það sem vekur spurningar skiptaráðanda er að Ólafur býr enn í húsinu, en hann sagði í samtali við PRESSUNA í fyrra að hann væri fluttur út. Þá hefur vakið athygli að Amól hf., sem er í eigu bama Ólafs, hefur greitt af veðskuldum hússins eftir söl- una og jafnframt var Amól veitt veðheimild í fasteigninni. Þama virðist því hafa verið um mála- myndageming að ræða. Amól er það fyrirtæki sem veifaði umdeildum leigusamn- ingi um rekstur skemmtistaðar- ins á Hótel íslandi. Var hann gerður skömmu fyrir gjaldþrotið og er til sjö ára. Vakti sérstaka athygli að þar var ekkert greitt fyrir viðskiptavild stærsta skemmtistaðar landsins. Sömu- leiðis var gerður leigusamningur um Hótel Borg við fyrirtæki í eigu bama Ólafs, Austurvöll hf. Þar var heldur ekkert greitt fyrir viðskiptavild. Það hefur vakið furðu sumra að Búnaðarbanki íslands, stærsti lánaidrottinn Ól- afs, skyldi ekki rifta þessum samningum. RANGT VERÐ Á TRYGG- INGABRÉFI ÁTVR Kaupandi að Haukanesi 10 yfirtók ýmsar skuldbindingar sem vekja gmn um undanskot. Er þar meðal annars rætt um yfutöku á skuldabréfi ffá ÁTVR sem samkvæmt kaupsamningi stóð í 5.540.000 krónum. Sam- kvæmt upplýsingum frá ÁTVR var skuldin þá við verslunina tæplega tveimur milljónum króna lægri. Vill bústjóri fá þennan mismun inn í búið. Einnig var yfirtaka á veð- skuldum vegna hússins í Hauka- nesi sérkennileg. Þar með fylgdi tryggingabréf Búnaðarbanka ís- lands upp á 10 milljónir, sem virðist að nokkru vegna við- skiptaskulda fyrirtækja Ólafs. Þá em viðskiptin vegna Aðal- stöðvarinnar enn til umræðu, en hún var rekin sem einkafirma Ólafs. Þegar stöðin var seld í október vom 3 milljónir af sölu- verðinu notaðar til að minnka skuldir hans við þrotabú Veit- ingahússins Álfabakka 8 hf. Þessi greiðsla var innt af hendi eftir að Ólafur var úrskurðaður gjaldþrota. Siguröur Már Jónsson Húsiö í Haukanesi 10 hefur oft veriö til umfjöllunar vegna glæsileika, en Ólafur hefur búiö áfram í því eftir aö sala á hús- inu var sett á sviö. i

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.