Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚNÍ1992 Skoðanakönnun Skáís fyrir PRESSUNA FÚLK VILL ÞYNGRI DÚMA YFIR AFRROTA- MÖNNUM EN DÚMSTÚLARNIR eða fjársekt hæfilega lágmarks- refsingu, en heil fimmtán pró- sent kváðust vilja þyngsta fang- elsisdóm, sautján ár eða meira. íslensk lög heimila frá eins árs til sextán ára fangelsisrefsingu lyrir nauðgun. Refsimat byggist á eðli brotsins og aðstæðum, til dæmis hversu miklu ofbeldi er beitt og hvort fómarlambið og árásarmaðurinn þekktust fyrir brotið. PRESSUNNI hefur ekki tekist að finna dæmi þess að á síðari árum hafi verið refsað fyrir nauðgun eins og löggjafinn heimilar. Þyngsta refsing virðist almennt vera um fjögurra ára fangelsisvist, en algengara er eitt til tvö ár. I þessum brotaflokki hefur Hæstiréttur einnig haft til- hneigingu til að milda dóma undirréttar. KYNFERÐISBROT GEGN BÖRNUM AL V ARLEGRI EN MANNDRÁP Niðurstöður könnunar Skáls benda til þess að íslenskur al- menningur líti kynferðisbrot gagnvart bömum alvarlegri aug- um en manndráp af ásetningi. Að meðaltali vill fólk reyndar sömu refsingu fyrir þessi tvö brot, fjórtán og hálft ár að meðal- tali, en dreifmg svaranna er tölu- vert önnur. Fimmtíu og fimm prósent vilja þyngstu fangelsis- refsingu, sautján ár eða meira, og níu prósent aðhyllast dauðarefs- ingu fyrir þá sem misnota böm kynferðislega. Þessi niðurstaða er í hrópandi ósamræmi við þá dóma sem felldir hafa verið í þessum brota- flokki á síðustu árum. Refsi- ramminn í lögum veitir heimild allt frá skilorði til tólf ára fang- elsisvistar, en almenn refsing virðist vera um tvö og hálft ár. Fyrir nokkmm ámm var maður í Hafnarfirði dæmdur fyrir kyn- ferðislega misnotkun á stjúpdótt- ur sinni, fékk fyrir það þriggja og hálfs árs fangelsi í héraði, sem Hæstiréttur lækkaði í tvö og hálft. Annar maður var fúndinn sekur í Reykjavík um að hafa misnotað dætur sínar árum sam- an, fékk fjögur ár í héraði, en tvö og hálft í Hæstarétti. Þetta er al- veg í neðri kantinum á því sem refsirammi í lögum heimilar. SKILORÐ ER ALMENNT FYRIR LÍKAMSÁRÁSIR í brotaflokknum „meiriháttar líkamsárás" kemur einnig í ljós að almenningur vill þyngri refs- „Hæstiréttur heffur verið að milda dóma undirréttar“ segir Valtýr Sigurðsson, formaður Dómarafélags íslands „Þetta eru athyglisverðar nið- urstöður," sagði Valtýr Sigurðs- son, formaður Dómarafélags ís- lands. „Fordæmisdómar, til dæmis í nauðgunarmálum, virð- ast ekki vera í samræmi við vilja almennings, ef lesa má hann út úr þessari könnun. Þetta er að vísu afstaða til brotaflokka og gildir ekki um einstök mál, en Hæstiréttur hefiir verið að milda dóma undirréttar frekar en hitt. Það er vitanlega auðveldara að dæma í brotaflokkum en að dæma viðkomandi einstaklinga. Það sama gildir líklega um dauðarefsinguna. Það er auðvelt að segja svona hluti í könnun, en um leið og ákveðinn einstakling- ur tengdist málinu er líklegt að renna myndu tvær grímur á fólk. Dómstólamir virðast í mörg- um tilvikum beita neðri mörkun- um á refsirömmunum. Það verð- ur að skýrast svo að dómar í Hæstarétti gefi tilefni til þess að undirréttur fari hægt í sakimar. Dómarar þar laga sig að dómuni Hæstaréttar." „Ekkert að marka bessa könnun“ segir Davíð Þór Björgvinsson dósent ,Jig verð að viðurkenna að ég hef í rauninni lítið vit á skoðana- könnunum, en ég þori samt nán- ast að fúllyrða að engar nothæfar upplýsingar um viðhorf almenn- ings til refsinga er að finna í nið- urstöðum þessarar könnunar," sagði Davíð Þór Björgvinsson, dósent í lögfræði. „Ástæðan er sú að það er ekk- ert vit í spumingunum eins og þeim er stillt upp. Þar er til dæm- is spurt hvað viðkomandi telji hæfilega refsingu fyrir mann- dráp. Niðurstaðan verður á bil- inu 14 til 15 ára fangelsi. Eiga menn þá við að það eigi í öllum tilfellum að dæma menn í 14 til 15 ára fangelsi fyrir manndráp, án tillits til aldurs hins brotlega, andlegs ásigkomulags hans, að- draganda brotsins og allra að- stæðna? Það sama má segja um önnur brot. í lögunum er kveðið á um há- mark refsingar og stundum lág- mark. Það er vegna þess að mál- in em svo margbreydleg að það er vonlaust að hafa eina almenna reglu sem gildi í öllum tílfellum. Ákvörðun refsingar innan þess ramma sem lögin setja er flókið ferli sem byggist á mati dómar- ans á öllum aðstæðum. Refsing- in fyrir tiltekna brotategund verður ekki ákveðin í eitt skipti fyrirfram. Ég þykist viss um að ef PRESSAN gerði könnun á við- horfúm tíl ákvörðunar refsingar í einstökum málum myndu niður- stöðumar falla illa að niðurstöð- um þessarar könnunar. Það er meðal annars vegna þess að reynslan hefur sýnt að viðhorf almennings í þessum efhum em full af mótsögnum. Um viðhorf fólks til dauða- refsingar hef ég aðeins það að segja að það em ömurleg tíðindi ef rúm 20 prósent þjóðarinnar vilja taka upp dauðarefsingu fiegar um 160 ár em liðin frá því síðasta aftakan fór fram hér á landi. Það góða við þetta er að það ætti ekki að verða skortur á umsækjendum ef starf böðulsins verður auglýst laust tíl umsókn- ar! Ég veit bara að ég myndi ekki sækja um.“ Meiriháttar líkamsárás ingar en gengur og gerist í réttar- kerfinu. Samkvæmt könnun Skáls aðhyllist almenningur að meðaltali rúmlega sex ára fang- elsisvist fyrir meiriháttar líkams- árás. Fjórðungi svarenda þótti fjögur til sex ár hæfileg lág- marksrefsing, en tæpum fimmt- ungi sjö tíl níu ár. Tólf prósent vildu Iáta skilorð eða fjársekt nægja, en þrjú prósent vildu þyngstu refsingu, sautján ár eða meira í fangelsi. Refsiramminn fyrir líkams- meiðingar er í tvennu lagi, allt að þremur ámm fyrir „venjulegar" líkamsárásir, en allt að sextán ár- um ef um er að ræða stórfellt tjón á líkama og heilbrigði fómar- lambsins, ef einhverjum tólum er beitt, og svo framvegis. Það er langt í frá að þessum heimildum sé beitt. Algengast er að menn séu dæmdir í nokkurra mánaða varðhald fyrir líkams- árásir og skilorðsbundnir dómar em almennir. Segja má almennt að refsingar fyrir það sem lýtur að friðhelgi Iíkantans séu mun vægari en til dæmis fyrir auðg- unarbrot. Sem dæmi má nefna hamarsmálið svonefnda, þegar maður í Garðabæ var kærður fyrir tilraun til að manndráps með því að ráðast á eiginkonu sína með hamri. Hæstiréttur dæmdi manninn í níu mánaða fangelsi, en þótti rétt að hafa sex skilorðsbundna vegna þeirrar röskunar sem hefði orðið á hög- um mannsins, eins og það var orðað í dómnum. Héraðsdómari, sem blaðið ræddi við, sagði rök- stuðning Hæstaréttar í dómum á borð við þennan oft heldur veigah'tínn, aðeins væri talað um , Jtæfilega refsingu". EKKITEKIÐ NÓGU HART Á SKATTSVIKUM Þegar spurt var um meiriháttar skattsvik vildu svarendur í könn- un Skáís hegna fyrir þau með þriggja ára fangelsisvist að með- altali. Þijátíú prósent vildu láta fjársekt eða skilorðsbundna dóma nægja, en fjórðungur svar- enda aðhylltist tvö til þijú ár í fangelsi. Þrjú prósent vildu beita þyngstu fangelsisrefsingu, sautj- án árum eða meira, sama hlutfall og svaraði þannig þegar spurt var um líkamsárásir. Yfirleitt virðist vægar tekið í dómskerfinu á brotum gagnvart hinu opinbera en brotum á ein- staklingum. Það er ekki nema í umfangsmestu skattsvikamálum sem menn em látnir gjalda fyrir með fangelsisvist. Refsiramm- inn í skattalöggjöfinni nær reyndar til allt að sex ára fangels- is, en fangelsisrefsingu er aðeins beitt þegar um ítrekað eða stór- fellt brot er að ræða. Af nýlegum skattsvikamálum má nefna mál Þýsk-íslenska, en niðurstaðan úr því olli nokkrum titringi í dóms- kerfinu. Undirréttur hafði dæmt forsvarsmann fyrirtækisins í fimmtán mánaða fangelsi óskil- orðsbundið og íjörutíu milljón króna sekt að auki. Hæstiréttur breyttí þeim dómi í tólf mánaða fangelsisvist, þar af níu mánuði skilorðsbundna, og lækkaði sektina í tuttugu milljónir. Þó þótti sannað að undan hefði ver- ið dreginn söluskattur upp á 26-27 milljónir á verðlagi ársins 1984. Annað söluskattsmál tengdist Vinnufatabúðinni, en Hæstírétt- ur lækkaði þar dóm undirréttar vegna þess að sýnt þóttí að for- ráðamaður verslunarinnar hafði tapað á söluskattsbroti sínu, sem annars var óumdeilt í dóminum. Snemma á þessu ári var veit- ingamaður í Reykjavik dæmdur fýrir að draga rúmlega ellefu milljónir undan skatti. Hann hlaut rnú mánaða fangelsi, þar af Fjársvik eða fjárdráttur Algeng refsing Meðaltal svarenda sex mánuði skilorðsbundna, og ellefu milljóna króna sekt að auki. Allir eru þessir dómar mun vægari en almenningur virðist telja eðlilegt fyrir meiriháttar brot á skattalögum. STUTT REFSIVIST FYRIR FJÁRSVIK Refsiramminn fyrir auðgunar- brot (þjófnað, fjársvik, fjárdrátt) er svipaður og fyrir skattsvikin, allt að sex ára fangelsi fyrir ítrek- uð eða stórfelld brot. Þetta end- urspeglast líka í svömm í könn- un Skáls, þar sem almenningur telur hæfilega lágmarksrefsingu fyrir meiriháttar auðgunarbrot tæplega þriggja ára fangelsi, ögn minna en í skattsvikamálum. Dómar í auðgunarbrotum em eðli málsins samkvæmt fleiri en í skattsvikunum, en þyngd refs- inganna virðist svipuð. I smærri málum em fjársektír og stuttír

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.