Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 24

Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚNÍ 1992 E R L E N T „Markaðslögmálin virka fullkomlega hérna, en það er eins og gömlu kommúnistarnir séu reyndustu kapítalist- arnir fyrir utan mafí- una. En mafíósarnir voru flokksbundnir líka...“ Olga Kotsjetova, laeknir í Moskvu, um breytingarnar í heimalandi sínu. Báknið þenst út Hollendingar lögleyfðu vændisiðn- aöinn að fullu á dögunum og mega menn nú reka hórukassa að vild. Stéttarfélag vændiskvenna telur hins vegar að arðrán dætra götunn- ar eigi einungis eftir að aukast fyrir vikiö. Stjórnvöld segja að með þessu sé heilbrigöi kvennanna bet- ur tryggt, þær muni njóta almanna- trygginga og velferðarkerfis, sem þær heföu ella staðiö utan aö nokkru. Aöalpunkturinn er vitaskuld sá aö áætlað er að skatttekjur aukist um 46 milljarða króna, eöa meira en öll útgjöld íslenska heilbrigöiskerfis- ins í ár nema. Ekkert sérstök tilfinning... Auglýsingaherfero Pepsí á Filipps- eyjum fór heldur betur í vaskinn á dögunum og má fyrirtækið teljast heppið ef því tekst að selja einn kassa af ropvatninu á þessu ári. Fyrirtækið gekkst fyrir happdrætti með þeim hætti aö innan á tappa flasknanna var letraö númer og fyrsti vinningur var jafnvirði ríflega tveggja milljóna króna. Fyrir mistök var hins vegar rangt númer birt og um 3.000 manns gáfu sig fram á skrifstofu fyrirtækisins. Þegar hið sanna kom í Ijós brutust út óeirðir og skrifstofur og vöruhús Pepsí voru grýtt, brotin og brömluð. Þjóðverjar í vandræðum með villisvín Villisvín eru talin hafa búið í skógum Mið-Evrópu í 60 millj- ón ár. Þau em einhver frjósöm- ustu dýr sem um getur. Þrátt fyr- ir að þau hafi verið gegndarlaust veidd í aldanna rás hefur stofn- inn ekki látið á sjá. Þvert á móti. Oftjölgun villisvína þykir mikið vandamál íÞýskalandi. Villisvín em ekki einungis veidd til matar, heldur líka til að fyrirbyggja þann skaða sem þau valda bændum. Þau em alætur, feikna sterk og gráðug, og verð- ur ekki skotaskuld úr því að éta upp matjurtagarða, kartöflu- og maísakra. Þau leggja sér líka til munns mýs og nýfædda dádýrs- kálfa. Talið er að tjónið sem þau valda árlega nemi milljónum marka. Síðustu þrjú árin hafa villisvín verið veidd sem aldrei fyrr í Þýskalandi. Veiðin hefur aukist um 40 af hundraði. Tala dýra sem eru felld á ári hverju er fimm sinnum hærri en á ámnum fyrir stríð. f íyrra vom um 300 þúsund dýr drepin. Einnig hefur verið gripið til ýmissa ráða til að fæla skepnumar frá jörðum bænda, en allt kemur íyrir ekki. Tjónið sem villisvínin valda eykst stöðugt. Aðlögunarhæfni þeirra virðist einstök. Eftir að þýskir bændur tóku að rækta maís í stómm stíl á síðustu ára- tugum varð maísinn kjörfæða villisvínanna. Rannsóknir sýna að þessi fæða örvaði kynhvöt þeirra svo þeim tók að fjölga Þegar veiðimenn tóku að fella fullorðnar gyltur og gelti upphófst allsherjar „grislingakynlif“ ákaflega. Sumar gyltumar fóm að bera tvisvar á ári og eignuðust allt að tólf grísum í senn. Stofninum virðist líka lagið að verjast áreitni. Veiðimenn hafa upp á síðkastið lagt sérstaka áherslu á að drepa fullorðnar gyltur og gelti, dýr sem þeim virtust sérstaklega líkleg til að fjölga sér. Ekki gekk það betur en svo að þá virðist hafa upphaf- ist allsherjar „grislingakynlíf‘. Arsgömul dýr og því vart kyn- þroska hafa tekið upp á að geta afkvæmi í gríð og erg. Kannski sannast það hér sem hefur verið haldið fram, að þegar menn og apar em frátaldir séu svín einhverjar gáfuðusm skepn- urájörðinni... Apple og IBNI ráðgast við Japani Bandarísku tölvufyrirtækin Apple og IBM, sem sömdu um margþætta samvinnu á síðasta ári, hafa að undanfomu boðið ýmsum tæknirisum Japans að taka þátt í mótun alþjóðlegs staðals í svo- nefndri margmiðlun (multimed- ia). Með hugtakinu margmiðlun er átt við samtvinnun mynda, hljóðs og tölvugagna hvers konar, en hún er þegar farin að gera mörkin milli tölvutækni og hvers- dagslegra heimilistækja á borð við sjónvarps- og myndbands- tæki, hljómtæki og síma óskýr. Apple og IBM hafa þegar sett á fót fyrirtækið Kaleida til þess ama, en segja má að þar haldi IBM-menn um stjómvölinn en hugsuðir og tæknimenn koma flestir írá Apple. Með hliðsjón af yfirburðum Japana í framleiðslu raftækja hvers konar munu fyrir- tækin tvö hins vegar hafa talið nær vonlaust að hrinda áformum sínum í ffamkvæmd án samráðs við Japani. Apple og IBM hafa ekki viljað greina frá því hvaða fyrirtæki hef- ur verið rætt við þar eystra, en tal- ið er að þar sé Sony efst á blaði auk Matsuhita, NEC, Hitachi, Sharp og Toshiba. Pólverjar lesa Hitler Eg vil nú frekar Bart Simpson Dan Quayle, varaforseti Bandaríkj- anna, olli uppnámi vestra á dögun- um þegar hann gagrýndi sjónvarps- þáttinn um sjónvarpsfréttakonuna Murphy Brown, þar sem hún ákvaö að eignast barn þrátt fyrir makaleysi sitt. Taldi varaforsetinn þetta dæmi um hvernig kjarnafjölskyldan væri að lognast út af. Nýjasta skoðana- könnun Gallup í Bandaríkjunum bendir til þess að meirihluti Banda- ríkjamanna sé ekki bara ósammála Quayle, heldur taldi meirihlutinn, að Murphy Brown myndi bæði reynast betra foreldri og betri forseti en Quayle. Meiri skaði í LA Seni kunnugt er varð gífurlegt eignatjón í óeirðunum í Los Angeles á dögunum. Það var þó engæi veginn allt tjónið, því nú telst mönnuni til að tekjur af ferðamönnum í borginni muni dragast saman um að minnsta kosti 65 milljarða íslenskra króna. Óttast menn að fyrir vikið séu meira en 30.000 störf í ferðamannaiðnaði og tengd- um starfsgreinum í hættu. Talið er að streymi banda- rískra ferðamanna til borgar- innar minnki urn að minnsta kosti 15-25% næstu mánuði og allt að 10% þegar til lengri tíma lætur. Gert er ráð fyrir að komum erlendra ferðalanga fækki enn meira eða unt 30-40% á þessu ári og allt að 25% á næstu árum. Auk þessa er talið að erfiðara verði fyrir fyrirtæki í borginni að laöa til sín menntað fjölskyldufólk og mun launakostnaður í ntið- og efri þrepum launasugítns vafa- laust hækkíL ,JVIein Kampf ‘ (Barátta mín), ritverk Adolfs Hitlers og höfuð- bók þýskra nasista, er með sölu- hæstu bókum víða í Austur-Evr- ópu. A tíma kommúnista var harðbannað að gefa bókina út í þessum heimshluta, en nú er ekki amast sérstaklega við út- gáfu. í Póllandi kláraðist 20 þús- und eintaka upplag bókarinnar á fáeinum dögum. Þar er sagt að menn lesi verkið með blöndu af forvitni og hryllingi, enda full- yrti Hitler að fólk af slavneskum kynstofni væri germönskum þjóðum óæðra. I Póllandi deila menn hart um það hvort ritið eigi að koma fyrir almenningssjónir. Adam Michnik, sem á stnum tíma var einn helsti hugmyndafræðingur Samstöðu, hefur hvatt landa sína til að kynna sér verk Hitlers og Stalíns. Rithöfundurinn Stan- islaw Lem, sem er frægur fyrir vísindaskáldsögur, segir hins vegar að ritið sé „pólitískt klám“ Afmælisdagur Hitlers 1936: Haröstjóranum afhent viöhafnar- útgáfa af „Mein Kampf“, handskrifuö á skinn. og útgáfa þess eigi að vera refsi- verð. Deilumar hafa vakið slíkan EFTIR GARRY WILLS Sveitadrengur kemur í bæinn Margir Bandaríkjamenn láta hrífast af Ross Perot, enda þótt þeir viti samasem ekkert um hann. Kannski er hægt að finna skýringar á þessari hrifningu. Djúpt í bandarísku lýðræði hef- ur alltaf blundað þörf fyrir ein- getinn forseta, sem hefur ekki verið saurgaður af því að standa í kosningabaráttu. Þegar öllu er á botninn hvolft gæti sú lýsing átt við Washington hershöfð- ingja, strax í upphafi ríkisins. Bandaríkjamenn þröngva stjómmálamönnunum sínum til að skríða upp á við, en fyrirlíta þá svo fyrir að hafa lagt á sig þetta erfiði. Ef þeir gimast þetta hnoss svo mjög, þá er óhugs- andi að þeir séu þess verðugir. Þannig þurfa kjósendumir að töfra fram frambjóðanda sem hefur aldrei verið svo djarfur að biðja um að vera í því hlutverki. Ög ef Bandaríkjamenn vilja að prinsinn birtist allt í einu full- skapaður við dymar sakar varla „... en Peroter nógu ríkur til að múta sjálfum sér“ að þegar sé búið að greiða fyrir sendinguna. Það er ekki alltaf fagurt að horfa upp á það hvem- ig kosningabarátta er fjármögn- uð. Eins og þar segir; Perot er of ríkur til að hægt sé að múta hon- um. Það er sannleikanum sam- kvæmt að fáir aðrir eru nógu ríkir til að múta honum. En hann er nógu ríkur til að múta sjálfum sér. Hann trúir á goðsögnina sem hefur lyft honum í þessar hæðir—að kaupsýslumenn séu á einhvem hátt dugmeiri, viturri, harðskeyttari en stjómmála- menn. Stjómmálamenn nota málamiðlanir, aðlaga sig. Kaup- sýslumenn keppa, stefna að sigri. Þessi ímynd hins „karlmtinn- lega“ kapítalista ber merki Darwins-kenningar 19. aldar- innar; hann gengur frá þeim sem honum ógna, hann hrekur þá burt, ólíkt prestinum, kennaran- um eða stjómmálamanninum sem nota fortölur. En í okkar harða heimi er kaupsýslan oft líkt og farlama, hún þarf að reiða sig á skilning skattgreiðenda og viðskipta- vina. Perot hefur sóst eftir skatt- fríðindum og borið því við að hann hafi unnið samfélaginu slíkt gagn að það eigi hann skil- ið. Hann kom á fót heilbrigðis- tryggingasjóði og fór ffam á að hann yrði verðlaunaður með því að sjóður sem var í samkeppni við hann yrði lagður niður. Hann reyndi að bjarga gjald- þrota verðbréfafyrirtæki og vegna þess að hann er velgjörð- armaður fólksins vildi hann fá að afskrifa það tap sem hann varð fyrir. Hann sagðist ætla að gera stjómmálin kjarkmeiri, hrein- skilnari. Það sama sagði Ronald Reagan. Aðstoðarmenn hans fóm gráðugri hendi um ráðu- neyti húsnæðismála og borgar- þróunar, um sparifé og lánsfé, um Pentagon. En samt er ennþá hægt að nota þá blekkingu að öllu sé hægt að kippa í liðinn í pólitíkinni, að því tilskildu að pólitíkusunum sé haldið langt í frá. I þeim skilningi er Perot eng- in nýlunda, heldur aðeins enn eitt skrefið í þróun sem hófst með Ronald Reagan, að gera pólitíkina allsendis ópólitíska. Með það að leiðarljósi að svelta stjórnkerfið skapaði Reagan ijárlagahalla sem kæfir allar til- raunir til endurreisnar, hvort heldur er á heimaslóðum eða í formi aðstoðar við fyrrum Sov- étlýðveldi. Andúð Reagans á sköttum gat af sér samfélag sem ekki hefur nægan innri styrk til að horfast í augu við skuldir sínar. Þessi tvöfalda afheitun er ástæð- an fyrir því að stjómmál í Bandaríkjunum em líkt og í lausu lofti, annars vegar er óhaminn fjárlagaliallinn og hins vegar lækningin sem er alveg harðbannað að tala um. I anda Reagans má pólitíkin ekki kosta neitt; það nægir að halda ámnni hreinni og fara mörgum orðum um gagnsleysi stjómmálalífsins. En Bandaríkjamenn hafa ekki verið þjakaðir af of mikilli pólitík, heldur hafa þeir skellt við henni skollaeymnum. Við þessi skilyrði uppfóstrast Perot og heldur áffarn að vaxa og dafna. Hótundur er dálkahötundur hjá Washington Post áhuga á bókinni að hún er rifin út og jafnframt því að eftirspumin eykst hækkar verðið. Hin pólska útgáfa bókarinnar telst vera ólögleg, sjóræningjaút- gáfa eins og það er kallað. Það er nefhilega Bæjaraland, eitt þeina ríkja sem mynda þýska sam- bandslýðveldið, sem á útgáfu- réttinn að „Mein Kampf‘. I fjár- málaráðuneyti Bæjaralands situr lögfræðingurinn Rainer Martin og telst bústjóri þess sem eftir er úr búi nasistaflokksins. Það er reyndar ekki mikið: Nokkur málverk eftir foringjann, borð- silfur með merki flokksins — og útgáfurétturinn að „Mein Kampf'. Martin fylgir þeirri megin- reglu að heimila yfirleitt ekki að bókin sé prentuð né kaflar úr henni nema í ritum sagnfræð- inga og annarra vísindamanna. Það hefur þó ekki alltaf hindrað útgáfu bókarinnar, hún hefur til dæmis verið prentuð í Suður- Ameríku þar sem gamlir nasistar hafa löngum verið fjölmennir. Það er heldur ekki auðvelt að koma lögum yfir útgefandann í Póllandi. Pólverjar hafa ekki verið aðilar að alþjóðasamning- um um útgáfurétt og þótt það kunni að breytast á næstunni er orðið of seint að koma í veg fyrir að þetta höfuðrit nasismans komi fyrir augu lesenda.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.