Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 39

Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 39
39 ___________________FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚNI 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU HAVAÐI A LEIÐTIL FINNLAN I BARIR • Ingólfscaféhófgöngusínasemaf- ar fínn staöur — arftaki koníaksstúku Arnarhóls sáluga — en einhvem veg- inn rættist aldrei úr honum sem slík- um. Núna er hins vegar meira lagt upp úr staðnum sem pottþéttum bar og dansstaö og nákvæmlega þannig á hann aö vera. Gestirnir eru í yngri kantinum, en af öllum stæröum og geröum: allt frá silkiklæddum gyöjum á vori lífsins til leöurklæddra mótorhjóla- manna. Hið eina, sem hugsanlega má finna aö staönum, eru vinsældir hans, því á stundum getur oröiö í þrengra lagi inna dyra. Þá er hins vegar sterkur leikur fólginn í því aö koma sér út und- ir beran himin, því búiö er aö opna út í portið baka til. Þaö er reyndar ekkert sérstaklega vistlegt, en öruggar heim- ildir eru fyrir því að bæta eigi úr því: koma fyrir garöhúsgögnum og öðru af þeim toga. Óefaö á portiö eftir aö njóta mikilla vinsælda á komandi sumarnótt- um. Úrvaliö á bamum er prýöilegt og þjónustan góð. Síöan spillir náttúru- lega ekki fyrir að fallegustu steipumar í bænum eru nær allar á Ingólfscafé. POPPIÐ • Rosebud spilar á Tveimur vinum í „Dr. Gunni hefiir alla tíð verið andstyggilegur hávaði með ís- lenskum textum um kynlega kvisti," segir Gunnar Hjálmars- son, alias Dr. Gunni. Doktorinn ætlar að halda tónleika á Tveim- ur vinum í kvöld og hitar þar upp fyrir rokksveitina Rosebud. Dr. Gunni er á Ieið í tónfeika- ferðalag tif Finnlands og ætlar að spila í Helsinki, Túrkú, Jóensuu, Oulu og Tampere. Og að sjálf- sögðu er búið að skipuleggja heimsókn í Finlandiaverksmiðj- umar og á fleiri merka staði sem hveijum manni er hollt að betja augum. „Það kom lítil plata með Dr. Gunna út í Finnlandi fyrir síð- ustu jól og þessi ferð kemur til í kjölfarið á sigurgöngu hennar þar í landi. Hún var meira að segja kosin besta erlenda litla platan á árinu hjá lesendum eins stærsta rokkblaðs Finnlands,“ segir Gunni. Platan sem hann er að tala um hér heitir því skemmtilega nafni „Eins og fólk er flesk“, sannleiksvottur í þessu. Gunni hefur yfirleitt verið einn á sviðinu í hlutverki dokt- orsins en þar sem hann fékk tvo miða til þúsund vatna landsins ákvað hann að bæta aðeins við. „Það er góður drykkjufélagi úr Bless, Ari Eldon, sem hrærir upp hávaðann með mér,“ segir hann. Gunnar hefur fleiii jám í eld- inum því hann er einnig í hljóm- sveitinni Ekta, en sú sveit spilar rokk, kántrí og diskó og er því alls ólík því sem Dr. Gunni fæst við. Ekta mun eiga eitt lag á Bandalögum 5 sem kemur út I sumar. En ætlar hann að syngja á íslensku fyrir Finnana? „Já já, það heyrast hvort sem er ekki orðaskil,“ er svarið. Lyktinni af öspinni á vorin — hún er góð Daniel Buren væri ekki hægt að fá hann til að flikka upp á ráðhúsið, að \\n yvs ar alls staöar í veröldinni; viðmót af- greiöslufólksins veröur eins og líka maturinn og umbúöirnar utan um hann. Stóri óvissuþátturinn er hins vegar verölagiö. Það væri náttúriega í fullkomnu samræmi við prísana á ís- lenskum veitingahúsum aö hér þyrft- um viö íslenski almúginn aö borga helmingi meira fyrir ruslfæðiö á Mac- Donald's en annars staöar þekkist. Og þá er líklegt að fyrir Islendingum fari eins og Rússum sem þótti svo mikiö til MacDonald's koma aö þeir notuöu umbúöirnar utan af hamborgurunum til aö skreyta heimili sín... KLASSÍKIN • Messfas. Messias Hándels er auö- vitaö voöalega jólaleg eöa páskaleg músík, en sjálfsagt er hún líka ágæt til síns brúks á hvítasunnu, (oótt hún sé náttúrlega ekki eins hátíöleg. Það kvaö vera Ár söngsins og í tilefni af því fjölmennir söngfólk til að taka þátt í þessari uppfærslu undir stjórn Jóns Stefánssonar. Þarna spilar Sinfónfan, plús einsöngvarar sem eru hátt í tutt- ugu og kórfólk, sem er á þriöja hundr- aðiö. Þaö verður semsagt mikill söng- ur. Háskólabió fös. kl. 20. • Sinfónfuhljómsvelt æskunnar. Paul Zukofsky heldur ungu íslensku tónlistarfólki við efniö sem fyrr, þrælar því áfram myndu sumir segja — þó f þeirri fullvissu aö tónlistarnemar hafi ekki nema gott af þvi aö svitna pínulít- iö. Viöfangsefni Sinfóníuhljómsveitar æskunnar eru alltaf metnaöarfull og hér veröur engin undantekning þar á. Sjöunda sinfónia Gustavs Mahler er áhrifamikiö, margbrotiö og erfitt verk. Sölvi Sveinbjörnsson starfsmaöur Jóns Bakan Hvað ætlarðu að gera um helgina, Sölvi? „Eg œtla að leggja land und- ir fót á föstudaginn og halda í Logaland og vera þar um helgina. Eg vona bara að veðrið verði gott og það verði mikið lífog Jjör þarna í Borgarfirðinum. “ Alvöru rokk & ról í höllinni Baltasar Kormákur og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikarar „Hœ, þetta er hjá Steinu og Balta. Við erum ekki við sem stendur, en skiljið eftir skilaboð; hvar þið eruð, klukkan hvað þið hringið. Takk. “ kvöld. Þeir Dagur, Orri og Grímur ætla aö flytja splunkunýtt prógramm og hljómsveitin hefur fengið til liðs viö sig Hammondleikarann Inspector Fídus. Hann fer höndum um tól sitt eins og honum einum er lagiö. Dr. Gunni ætlar aö hita upp fyrir strákana og framleiöa mikinn hávaöa. Þetta er góö blanda og viö mælum meö þessu. • Tregasveitin blúsar og saknar á Duus-húsi í kvöld. Nú hafa orðið mannabreytingar í bandinu. Trommar- inn Jóhann Hjörieifsson og bassistinn Stefán Ingólfsson eru komnir í tregann og eru varla svekktir yfir því. Breytt sveit og sjálfsagt betri. Og svo er líka munnhörpuleikari. • Svartur plpar er kominn úr eldhús- inu á Gauknum og upp á sviö og ætlar aö vera þar í kvöld og annaö kvöld. Þessi sveit hét áður Glerbrot en þá var Það hefur víst farið framhjá fáum að breska bárujámshljóm- sveitin Iron Maiden verður með tónleika í Laugardalshöll á morgun og bjargar þannig ann- ars flatneskjulegri ásjónu Lista- hátíðar. Jámfrúin hefur verið fremst meðal jafningja í bresku þungarokki í meira en áratug og í raun með ólíldndum hvað band- ið endist. Mannabreytingar hafa að vísu verið talsverðar og á þessum tónleikum kemur nýr gítarleikari, Janick Gears, fram með hljómsveitinni í fyrsta skipti. Öfugt við margar bámjáms- sveitir hefur Iron Maiden verið óhrædd við að feta nýjar slóðir og þrátt fyrir aldurinn hefur ferskleikinn lítt sem ekkert dvúi- að. Það er líka eftirtektarvert að melódían leikur stærra hlutverk hjá sveitinni en gengur og gerist í þungarokkinu. Hljómsveitin er nýbúin að gefa út plötu, sem ber nafnið Fe- ar of the Dark eða Myrkfælni, og tónleikamir hér eru einmitt annar söngvari. Hann er hættur núna, jájá. Sá nýi heitir Hemmi og söng einu sinni meö Lótus úr Hverageröi. Og viö höldum aö hann hafi einhvern tíma tekiö þátt í látúnsbarkakeppni. Hann vann ekki. En syngur engu aö síöur ágætavel pilturinn. • Stálfélagiö er aö veröa nokkurs fyrstu tónleikamir í tónleika- ferðalagi um heimsbyggðina alla til kynningar á plötunni. Þetta er því í fýrsta skipti sem þetta efni heyrist opinberlega. Tónleikar Iron Maiden hafa löngum þótt með þeim tilkomu- mestu í bransanum og á morgun ættu fslendingar að finna smjör- þefinn af því. Hljóðkerfi, ljós og annar sviðsbúnaður kemur allt að utan, enda verða þessir tón- leikar einskonar generalprufa tyrir tónleikaferðina, sem á eftir týlgir. Þess má kannski geta að Iron Maiden-félagar hafa um nokkurt skeið verið leynilegir Is- landsvinir, því það er langt síðan hljómsveitin fór að fýrra bragði að athuga hvort hún gæti haldið tónleika á Sögueynni fomu, því meðlimimir munu hafa mikinn áhuga á víkingum og öðm af því tagi. Hvaðan sá áhugi kemur er ómögulegt að segja, en gæti kannski skýrst af þeirri stað- reynd að Bmce Dickinson, söngvari Iron Maiden, er með próf í sagnffæði. konar húshljómsveit í Grjótinu og ætla að spila þar í kvöld og annað kvöld. Þetta er ekki sama stálfélagið og er fariö á hausinn og okkur er ekki kunn- ugt um aö neinir bandarískir aöilar hafi sýnt þessu félagi áhuga eins og hinu. Þaö er slæmt, því þaö er vist draumur flestra rokkara að eriendir aöilar sýni þeim áhuga. En þetta er gott félag og fer vonandi ekkert á hausinn á næst- unni. • Silfurtónar ætla aö leika tónlist sina á Púlsinum í kvöld. Þessi bless- aöa sveit stærir sig af þvi aö hafa ver- iö lengi viö lýöi — byrjaö á sama tíma og Savanna-tríóiö og bræðumir Gísli og Amþór Helgasynir. Þrátt fyrir lang- an starfsaldur halda meðlimirnir sér vel, þökk sé plastikinu. Og svo veröur KK-bandið þama líka. Búiö. VEITINGAHÚS • MacDonald's er heimsveldi. Yfirieitt er sama í hvaöa nápláss veraldarinnar maöur kemur, alls staðar skal maður sjá stóreflis auglýsingaspjöld sem vísa manni rakleitt á næsta MacDonald's. Sé maöur ekki gefinn fyrir aö taka áhættu í lífinu, þá áhættu sem fylgir því aö fara inn á framandleg og ókunn- ug veitingahús, getur maöur brugöið sér þangaö inn í þeirri fullvissu að þeg- ar þetta vörumerki er annars vegar er maturinn (sumir myndu kannski ekki vilja nota svo fallegt orö) alls staðar og alltaf eins. Og hann er ódýr. Þokka- lega seðjandi máltíð — hamborgari, franskar og kók — þarf ekki að kosta meira en 200 krónur. Nú skilst manni aö MacDonald's sé á leiöinni hingað, í höfuöborg íslands. Vísast veröur staö- urinn nákvæmlega jafn vistlegur eöa óvistlegur og allir staöir sömu tegund- Lykillinn að því að sigra ellina er að fæðast gamall. Ef þú getur ekki sigrað hana skaltu gangast henni á hönd. Þetta mun sannast á Steingrími J. Sigfússyni, sem verður eins ung/ellilegur um áttrætt og hann er í dag, á sama hátt og þetta hefur sannast á Tíma-Tóta. Þórarinn Þórarinsson var aldrei unglegur og hann er heldur ekki ellilegur nú þegar hann nálgast áttrætt. minnsta kosti norðurhliðina? Pappírs- eða tauþurrkum á öll klósett eða fara rafmagnshand- þurrkaramir ekki jafnmikið í taugamar á öllum? Mengunarloftinu frá Evrópu það er þó hlýrra og illskárra en nepjan og næðingurinn Reykingar. Þrátt fyrir allan áróðurinn, alveg linnulausan, reyklausa daginn, reykinga- vamanefnd, þrátt fyrir að sannað sé að reykingar valdi sjúkdómum og dauða, þrátt fyrir þetta, já samt eru reyk- ingar í tísku, miklu fremur nú en fyrir nokkrum árum, um það leyti sem heiisubylgjan reið yfir heiminn. Þá ímynd- uðu menn sér að reykinga- mönnum færi stöðugt fækk- andi, þeim fækkaði, þangað til Ioks þeir væm allir dauðir eða hættir um aldamót. Hinir yrðu útskúfaðir. Ekki svo. Reyking- ar komust aftur í tísku. Kyn- slóðin sem horfði upp á for- eldra sína og eldri systkini verða heilsufrík tók allt annan pól í hæðina. Hún byrjaði að fikta við að reykja í skúma- skotum og reykir nú sígarettur í gríð og erg, kveikir í með zippó. Það þykir hins vegar fjarska plebbalegt að sjá unga menn reykja vindla og blátt áfram skrítið að reykja pípu. Hollywood gefur tóninn. í ný- legum myndum þaðan (Basic Instinct) svæla heimsfrægir leikarar sígarettur eins og þeir eigi lífið að leysa. Svoleiðis var það ekki fyrir fáeinum ár- um. Veiðiúlpur frá Barbour og O’Hardy. I fyrrasumar og hitt- eðfyrrasumar mátti sjá út um allan bæ fólk sem var í tauinu eins og það væri nýkomið úr veiðitúr. Þetta voru upp til hópa ungir menn — margir þó að komast á miðjan aldur—en líka unglingsstelpur og -strák- ar, eldri menn og virðulegri, en sjaldnast þó konur yfir þrítugu. Þetta fólk var ekki að koma úr veiði. En það gekk um stolt í vönduðum og vatnsheldum enskum veiðiúlpum, frá Bar- bour og O’Hardy. Og af því þetta eru níðsterkar flíkur sem duga vel í rigningu verður þeim ekki kastað á haugana á næstunni. Margir eiga eftir að nota þær í suddanum í sumar. En það klæðist úlpunum ekki framar í þeirri vissu að þær séu í tísku. Það eru þær ekki. Til þess hafa of margir verið í þeim of lengi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.