Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 40

Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚNÍ 1992 Framhli&in á Gallerí 11, allbreytt. i 'isC’ksCCWVC’k, DINNER Hilmar Sigurðsson auglýsingateiknari og einn eig- enda auglýsingastofunnar Grafít Les Négresses Vertes til að halda uppi fjöri... langt frameftir Elmar Kristjánsson með paté og fiskrétti Trausti Jónsson veðurfræðingur til að umræðumar um veðrið verði nú örugglega á faglegu nótunum... Maggie O’Connol og Joel Fleishmann Maggie til að dást að og Joel til að nöldra Friðrik Erlingsson til að segja furðufuglasögur Sharon Stone útskýring óþörf Grímur Bjarnason til að festa þetta á filmu sem hann framkallar svo aldrei, og Ulugi Jökulsson til að kvarta yfir dinnern- um í mánudagspistlinum sínum RENDURN- ARERU 8,7 5M Blaðamaður PRESSUNNAR spurði Daniel Buren hvort það stæði ekki heima að rendumar, sem eru nokkurs konar vöm- merki verka hans, væm ná- kvæmlega 7,8 sentímetra breið- ar. Þetta leiðrétti Buren snarlega, en þó af stökustu kurteisi: Rend- umar em 8,7 sentímetra breiðar. Frá því hvikar Buren ekki í verkum sem hann hefur sett upp út um allan heim. Fræg er sagan af því þegar hann var fenginn til að hanna umbúðir utan um ilm- vötn frá Dior. Kassi með ilm- vatnsglasi er náttúrlega ekki stór, Daniel Buren en Buren þótti ill tilhugsun að þurfa að mjókka rendumar sínar. Annars er sjálfsagt að vekja sérstaka athygli á tveimur rýmis- listaverkum sem Buren skóp og setti upp á fyrstu dögum Listahá- tíðar; í skjóli nætur reisti hann nýja framhlið á litla Gallerí 11 við Skólavörðustíg og anddyri Listasafns íslands hefur hann rammað inn, eða þannig, af þeirri nákvæmni sem honum er eiginleg. Svo má geta þess að Buren. sem telst vera með nafntogaðri listamönnum samtímans, er sér- deilis geðþekkur, ljúfur og hóg- vær maður. Ætli hann hljóti ekki að teljast í hópi Islandsvina úr þessu... ALDUR- HNI6IÐ UNDRA- BARN Á árunum íyrir stríð ferðaðist Shura Cherkassky um heiminn í fylgd mömmu sinnar. Hún hafði á sínum tíma leikið íyrir sjálfan Tsjækofskí á tónleikum í Péturs- borg. Hún leiðbeindi syni sínum, undrabaminu sem lék í fyrsta sinn opinberlega á tónleikum 12 ára gamall, íyrir 68 árum. Og nú þegar hann stendur á áttræðu lætur hann ekki bilbug á sér finna. Hann heldur að meðal- Ég sá inn á samkomu hjá Krossinum ísjónvarpinu um daginn. Mikil lifandis ósköp varþað fólk alltglatt. Það er erfitt að trúa að það hafi ver- ið edrú. Að minnsta kosti hef ég aldrei látið svona nema vel í kippnum. Það eru reynd- ar mörg ár síðan ég hef orðið glaður jafnvel þótt ég fái mér duglega í annan fótinn eða báða. Ég var farinn að hafa þungar áhyggjur afþessum þyngslum í mér en þœr runnu alveg afmér við að horfa upp á þetta fólk í Krossinum. Ég er mikið feginn því að mérskuli takast að fá mér í staup án þess að láta svona. Þá kann ég betur við að logn- ast út afsnemma. Hljómsveitina skipa aö þessu sinni um hundrað ungmenni, sum þeirra koma reyndar frá útlöndum, en á tónsprotan- um heldur hugsjónamaðurinn Zukof- sky. Háskólabíó sun. kl. 17. LEIKHÚS • íslensk leikrit á Listahátíö. Af þvi það eru Norrænir leikhúsdagar núna, af því það er Listahátíð og af því leikár- iö er ekki alveg búið, verða nokkrar ís- lenskar leiksýningar áfram á fjölunum núna um hvítasunnuna. Leikhúsin full- yrða að flestar þeirra séu að renna sitt PLATAN SUN DIAL REFLECTER Sun Dial er ný hljóm- sveit og þetta er fyrsta platan. Hún spilar „sýru- rokk" i gamaldags merkingu þess orðs, þ.e.a.s. í stíl Pink Floyd og jafnvel Stone Roses. Lögin eru minnst fimm mínútur, gítarspilið óendanlegt og söngur- inn ómandi. Stemmn- ingarplata mánaðarins. Fær 7 af 10. skeið. Ég heiti Isbjörg, ég er Ijón verö- ur f Þjóöleikhúsinu 6. júní, svo ekki söguna meir. Sýningum á Elín, Helga, Guðríður lýkur 8. júni, en Kæra Jelena er til 14. júní. í Borgarleikhúsinu verða Þrúgur reiðinnar sýndar til 21. júní og veröur leikritið ekki tekiö upp aftur í haust. • Bandamannasaga. Hún er ekki þekktust íslendingasagna, en ágæt- lega tímabær á öld kolkrabbans, enda er söguefniö maður sem hefst til auðs og valda en kemst í kast við gamla höföingja sem reyna að bregða fyrir hann fæti með ýmiss konar lagakrók- um. Sveinn Einarsson hefur samið þessa leikgerð sögunnar og er hún sett upp í samvinnu við Norræna hús- ið og Borgarleikhús. Leikendur í sýn- ingunni eru fimm, en auk |jess eru not- aðar leikbrúður. Norræna húsiö lau. ogmán. kl. 17. MYNDLIST • 2000 ára litadýrö. I kvikindisskap sagði einhver að með því aö flytja inn fornar mósaikmyndir og gamla kjóla frá Jórdaníu hefði Beru Nordal tekist að breyta Listasafni (slands í Þjóð- minjasafn. Svoleiðis aðfinnslur eiga þó varla rétt á sér, því sýningin er sérdeil- islega falleg og líkleg til vinsælda. Kjól- arnir minna aö sönnu á það tímabil í tískunni sem kennt er við hippa og mussur, en við mósaíkmyndirnar get- ur maður látið sig dreyma, langt aftur í rómverska og arabíska forneskju. • Kristján Davfösson. Þaö er fullyrt að jiessi sýning í listhúsinu Nýhöfn sé til að heiöra Kristján Davíðsson á 75 Shura Cherkassky: Hefur leikiö á tónleikum í 68 ár. ’talfá milli sjötíu og áttatíu kons- erta á ári og er ennþá talinn einn helsti fulltrúi þess viðhorfs — sem hefur einkennt rússneska stórpíanista á borð við Horowitz — að píanóleikari eigi ekki bara að lesa nótur, heldur vera sjálf- stæður, skapandi og frumlegur á tónleikum. Á tónleikum í Háskólabíói á laugardag leikur Cherkassky verk eftir Bach, Schumann, Chopin, Charles Ives og Tsjæ- kofskí. — MYNDHOCCVARAR HER- NEMA KRIN6LUNA Þetta lítur út eins og einhvers konar dæla, en hvaða tilgangi á hún að þjóna, hve,rju á hún að dæla, hvemig og hvaðan og hvers vegna — vegfar- andinn á myndinni virðist ekki alveg átta sig á þvf. Hann er bit, eins og þar segir. En auðvitað er þetta ekki dæla, þetta er högg- mynd eftir Kristin Hrafhs- son, sem sett hefur verið upp framan við verslun Hagkaups í Kringlunni. Og þama stendur hún á Listahátíð ásamt öðmm myndverkum eftir yngstu — og kannski frískustu — myndhöggvara þjóðarinn- ar. Menningarvitar hafa Ómenningarlegasti staður á fs- svona yfirleitt verið lítt landi? hrifnir af Kringlunni og talið hana einhvem jafh- ómenningarlegasta stað á íslandi. Það stendur þó alltjent til bóta Listahátíðardagana. RI5AEDLAN í KLÚBBI LI5TAHÁTÍDAR Líkt og víðast annars staðar verður lokað í klúbbi Listahátíðar á hvítasunnudag og líklega snemma á laugardagskvöldið. Svo skipar reglugerðin fyrir. En á fimmtudagskvöldið berast ólgandi tónar út i náttleysuna úr garði Hressingar- skálans þegar leika hljómsveitirnar Risaeðlan, íslenskir tónar og Skrokkaband- ið. Á föstudagskvöldið kemursvo fram Bogomil Font með hljómsveit, það mun vera eitt afkvæmi Sykurmolanna og vina þeirra úr hljómsveitabransan- um. Þegar PRESSAN fór í prentun var enn óvíst hverjir skemmtu í klúbbnum á laugardagskvöldið. En þá verður líka lokað svo snemma að það er eins gott að sitja ára afmæli hans. Því er erfitt að trúa. Kristján lítur ekki út fyrir aö vera degin- um eldri en sextugur og í hreyfingum er hann kvikur eins og unglingur. Kannski er svona hollt að mála. Á sýn- ingunni, sem veröur opnuö á laugar- dag, verða um tuttugu ný málverk eftir Kristján. • Arkítektinn sem hönnuöur. Le Corbusier hannaði stól. Það var ein- faldasti stóll í heimi, varla nema tvær fjalir sem var skeytt saman. í eina tiö þurftu allir ungir arkítektar sem vildu teljast menn með mönnum að eiga svoleiöis stól og voru reiðubúnir að borga morð fjár fyrir hann. Líkt og Cor- bu hafa margir arkítektar teiknað fleira en hús. Sömuleiðis íslenskir arkítekt- ar. Á þessari sýningu, sem verður opnuð í Ásmundarsal á laugardag, verða húsgögn, lampar og ýmsir nytja- hlutir, sköpunarverk íslenskra ark- itekta frá Rögnvaldi Ólafssyni og Guð- jóni Samúelssyni til okkar daga. ÓKEYPIS • Þingvallahringurinn. Margt fólk sem lætur sig dreyma um eilíft líf veit ekki hvað það á að gera af sér á sunnudögum, er haft eftir ónefndum amerískum rithöfundi. Kannski á þetta sjaldan betur við en á hvítasunnunni þegar þess er vandlega gætt sam- kvæmt reglugerð aö hafa allt vandlega lokaö. Við jiessu er sjáifsagt að bregð- ast á hefðbundinn hátt: Keyra sem leiö liggur Þingvallahringinn, borða pylsu í sjoppunni á Hótel Valhöll, henda tíkalli í Peningagjá: setjast svo aftur upp í bíl- inn, skoða herlegheitin I Eden, kaupa ís og bruna við svo búið aftur i bæinn. 1 2 3 4 5 1 ‘ 7 8 9 TO - 1 " " ■ r 13 14 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 1 46 47 ■ 48 49 ■ 50 51 ÞUNGA GÁTAN LÁRÉTT 1 grafa 6 manns 11 grasskeri 12 tóbak 13 kumpána 15 bindi 17 mundi 18 augabragð 20 tími 21 tál 23 eyða 24 enduðu 25 málmbróðir 27 mælir 28 þjölina 29 hörð 32 hræs 36 ótraust 37 aftur 39 eyðimörk 40 óróleg 41 spjót 43 veslingur 44 blíðar 46 duglegan 48 viðbót 49 frelsa 50 harmurinn 51 óðagotinu LOÐRÉTT 1 hrævareld 2 ókyrrs 3 léttúð 4 samsinna 5 fuglsins 6 vömb 7 líknarbelgur 8 gmna 9 munaðargjöm 10 galdur 14 borðir 16 eftirmynd 19 lirfu 22 strokkbullu 24 lagvopn 26 kropp 27 mjöll 29 skrímslis 30 beði 31 kirtlar 33 hamingjan 34 innyfla 35 flóknum 37 þolinmóð 38 krafsa 41 hormón 42 pípu 45 atorku 47 sáld

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.