Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚNÍ 1992 M E N N Magnús Gunnarsson, formaður vinnuveitenda Andlit komandi kjaraskerðingar Ja, það er ekki beint gott bú sem hann Einar Oddur hefur skilið eftir sig handa Magnúsi Gunnarssyni, eftirmanni sínum í stól formanns vinnuveitenda. Eftir margra ára kreppu í kjölfar þjóðarsáttarsamninga hefur þorskurinn gefist upp og er far- inn. Magnús má glíma við að ná Nú hefur hann tekið að sér að breytast úr Evrópumála- gúrú atvinnu- lífsins í andlit komandi kjara- skerðingar. Það er dálítið kjarkað. sátt um afleiðingar þess. Og hann getur gert það með vini sínum og félaga, Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra. Þeir eru ekki bara báðir fyrrver- andi framkvæmdastjórar Vinnu- veitendasambandsins, heldur pólitískir samherjar. Magnús studdi Þorstein til falls gegn Davíð í formannskjörinu. Og nú sitja þeir saman í súpunni: Þor- steinn stjórnar þorskveiðum sem engar verða og Magnús á að semja við verkalýðinn um skiptingu á afrakstrinum. Það hlýtur að leggjast þungt á Magnús. Honum þykir vænt um fiskinn og á erfitt með að sjá á eftir honum. Þannig tókst hon- unt að snúast í heilan hring í af- stöðu sinni til EES-samningsins þegar í ljós kom að hugsanlegt væri að íslendingar misstu nokkra karfa í kjaft Evrópu- bandalagsins. Hann breyttist úr fylgismanni í andstæðing á einni nóttu. Síðan hefur hann reyndar hægt og bítandi verið að nálgast fyrri afstöðu — en svo hægt að það tekur í raun enginn eftir því. Og nú hefur hann tekið að sér að breytast úr Evrópumála-gúrú atvinnulífsins í andlit komandi kjaraskerðingar. Það er dálítið kjarkað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Magnús söðlar um. Hann var hjá Amarflugi og hann var hjá vinnuveitendum og hann var hjá SÍF og guð má vita hvar. Um leið og hann er búinn að koma sér fyrir og ætú að fara að snúa sér að golfinu, eins og heldri bissnessmanna er siður, fer Magnús eitthvað allt annað en út á gólfvöll. Það var dálítið kjarkað hjá Magnúsi að hætta hjá SÍF og gerast Evrópuspá- maður í fullu starfi. Og það er meira en lítið kjarkað af honum að kasta spámannshempunni og snúa sér að kjarasamningum, nú þegar þorskurinn er horfinn. En sjálfsagt hefur Magnús ekki verið einn um þá ákvörðun. Vinnuveitendur lögðust á hann allir sem einn. Ekki vegna þess að þeir hefðu sameinast um Magnús heldur sameinaði óttinn við Gunnar Birgisson þá. Þeir gátu ekki hugsað sér hann sem formann. Þeir sáu hann fyrir sér í sjónvarpsfréttunum að tala máli þeirra og sögðu nei takk. Allir kostir em betri en Gunn- ar, ekki síst Magnús. Þjóðin hef- ur reyndar aldrei skilið mjög vel hvað hann er að fara í Evrópu- málunum, en það þarf ekki að vera ókostur í erfiðum og þján- ingafullum samningum f upp- hafi næsta árs. ÁS Bjarni Magnússon, útibússtjóri L LÁIIUBI27 MEB VBI í 7 MILLJðN KRÍNARÚI r Bjarni Magnússon, útibússtjóri Landsbankans í Mjódd. Veðin í fasteigninni á Blikastöðum dugðu ekki og Bjarni samþykkti veð í tveimur rútubílum vegna 27 milljóna króna láns, en rútubílarnir eru taldir 7 til 9 milljóna króna virði. Útibússtjóri Landsbankans í Mjóddinni, Bjanii Magnússon, samþykkti vegna lánveiúnga úl rútubílafyrirtækis Grétars Hanssonar veð upp á samtals 27 milljónir króna í tveimur rút- um, sem talið er að séu samtals 7 úl 9 milljóna króna virði í dag. Aður hafði Bjarni samþykkt lánveitingar með veði í hluta Grétars og eiginkonu hans í Blikastöðum í Mosfellsbæ, en vegna vanskila á láninu var eignarhluti þessi sleginn bank- anum á 10,5 milljónir á nauð- ungamppboði í júm 1991. Grét- ar er nú í persónulegum gjald- þrotaskiptum og fýrirtæki hans á leið í gjaldþrot, en fyrirtækið hefur selt eiginkonu Grétars rútubílana tvo. Grétar hefur stundað rútu- bílaútgerð um alllangt skeið, bæði hérlendis og í Þýskalandi, þar sem hann gerði út rútur í samvinnu við Samvinnuferðir- Landsýn. Grétar rak þetta í eigin nafni íyrst um sinn, en stofnaði sameignarfyrirtækið G. Hans- son sf. í júní 1984. Sameignar- félag þetta var bæði skráð í Reykjavík og í Mosfellsbæ. f júní 1988 var sameignarfélagið í Reykjavík afskráð, en ári síðar stofnaði Grétar hlutafélagið G. Hansson hf. Meðeigandi þess fyrirtækis var Albert Rútsson í bílasölu Alla Rúts. í september og nóvember 1989 samþykkti Grétar tryggingarveðbréf vegna lána hjá Bjama Magnússyni upp á 23,6 milljónir að núvirði og veð voru tekin í rútubfiunum tveimur. í júní 1990 bætúst við þriðja veðið á bílana, nú upp á 3,3 milljónir. I sama mánuði var Albert Rútsson tekinn til gjald- þrotaskipta og sömuleiðis fyrir- tæki hans og Grétars, Rútur og bílar hf. f desember 1990 sagði Albert sig úr stjóm G. Hansson- ar hf. og í sama mánuði var G. Hansson sf. afskráð í Mosfells- bæ. í júní 1991 kom síðan úl um- deildra eignatilfærslna. G. Hansson hf. seldi Elínborgu Kristínu Sigsteinsdóttur, eigin- konu Grétars, rútubifreiðimar áðumefndu. Einnig seldi Grétar Ingi Grétarsson, sonur Grétars, Sveini Skúlasyni, lögfræðingi fjölskyldunnar, Pajero-jeppa, sem þó er notaður af fjölskyld- unni. Örfáum dögum síðar var eignarhluú Grétars og Elínborg- ar í Blikastöðum II seldur Landsbankanum á 10,5 milljón- ir á nauðungamppboði. Að kröfu innheimtu ríkissjóðs var Grétar tekinn úl gjaldþrota- úrskurðar í júh' 1991. Ekki feng- ust upplýsingar um heildarkröf- ur í þrotabúið, en samkvæmt heimildum PRESSUNNAR em þær nálægt 30 milljónum króna. Skömmu sfðar var fyrirtækið Rútur og bílar hf. gert upp og þar töpuðust um 15 milljónir króna. f janúar síðastliðnum var Albert Rútsson síðan gerður upp eignalaus og töpuðust þar kröfiir upp á 35 milljónir króna. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR er íyrirtækið G. Hansson hf. á leið í gjaldþrot, en rútubílar fyrirtækisins em sem fyrr segir komnir á nafn eigin- konu Grétars. Grétar rekur nú rútur í Þýskalandi undir nafninu Istours, en samkvæmt upplýs- ingum Hlutafélagaskrár hefur Sveinn Skúlason, lögfræðingur Grétars, tekið frá nafnið ísferðir Grétar Hansson skráir eignir á eigin- konu sína vegna persónulegs gjald- þrots og væntan- legs gjaldþrots rútu- bílafyrirtækis síns. Undirbýr stofnun nýs hlutafélags í samráði við Svein Skúlason lögfræð- ing. Landsbankinn eignaðist hluta Grétars í Blikastöð- um á nauðungar- uppboði. hf., með stofnun nýs hlutafélags í huga. Bjarni Magnússon útibús- stjóri hefur áður komið við sögu vafasamra lánveitinga. PRESS- AN greindi á sínum tíma frá lán- veiúngum hans úl Ólafs Bjöms- sonar í Ósi á sama ú'ma og fyr- irtæki fjölskyldu Bjama, Úr- lausn, var undirverktaki hjá Ósi. f þessu dæmi kemur í ljós að Bjarni hefur samþykkt veð í rútubfium upp á þrefalt eða fjór- falt virði bflanna. Fríðrik Þór Guðrríuríðsson Blikastaðir í Mosfellsbæ. Á myndinni sjást rúturnar sem nú eru skráðar á eiginkonu Grétars Hanssonar og til vinstri sést íbúðarhúsið sem Landsbankinn eignaðist á uppboði. Bandaríska dómsmálaráðuneytið Mikson komim á glæpamanna Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur sett Evald Mikson á lista yfir stríðsglæpamenn sem meinað er að koma til Bandaríkjanna. Sérstök undirstofnun banda- ríska dómsmálaráðuneytisins, Office of Special Investigations (OSI), hefur komist að þeirri niðurstöðu að Evald Mikson (öðm nafni Eðvald Hinriksson) hafi tekið virkan þátt í slríðs- glæpuni nasista í seinni heims- stytjöldinni. í síðustu viku setti OSI Mikson á lista sem haldinn er yfir stríðsglæpamenn sern meinað er að koma til Banda- ríkjanna, sarna í hvaða tilgangi það kann að vera. Aðstoðarforstjóri OSI, Eli Rosenbaum, staðfesti þetta í samtali við PRESSUNA. Hann sagði úrskurð OSI byggjast á traustum sönnunargögnum sem sýni þátttöku Miksons í ofsókn- um undir stjóm nasista. Hann vildi ekki tilgreina hvers konar sönnunargögn væri um að ræða, en áreiðanlegar heimildir blaðs- ins herma að þar sé um að ræða sams konar gögn og Efraim Zu- roff, forstjóri Wiesenthal-stofn- unarinnar í Jerúsalcnt, hefur komið á framfæri við íslensk stjórnvöld, svo og önnur sem PRESSAN hefur greint ítarlega frá. Aðspurður um hvort Mikson vissi af þessum úrskurði banda- rískra stjómvalda sagði Rosen- baum það almennt ekki stefnu OSI að skýra viðkomandi frá því sérstaklega þegar þeir væm settir á þennan lista. Því þótti honum ólíklegt að Mikson vissi af úrskurðinum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur ís- lenskum stjórnvölduin heldur ekki borist tilkynning um úr- skurðinn. Fyrir skömmu hafði PRESS- AN upp á og birti viðtal við Martin Jensen, eistneskan fyrr- um samstarfsmann Miksons, sem býr nú í Kanada. Hann hef- ur verið úl svipaðrar rannsóknar og Mikson hjá OSI, en Rosen- baum vildi ekki tjá sig um það mál. Hann sagði frétta ef til vill að vænta af því innan tíðar, en það væri þó fyrst og fremst mál- efni jteirrar stofnunar sem með- höndlaði stríðsglæpi fyrir hönd kanadískra stjórnvalda.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.