Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 4. JÚNÍ 1992 PRESSAN Utgefandi Blaðhf. Ritstjórí Gunnar Smári Egilsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14, sími 64 30 80 Faxnúmer: 643089 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 64 30 85, dreifing 64 30 86 (60 10 54), tæknideild 64 30 87, slúðurlína 64 30 90. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. Illskiljanleg skilaboð frá Hæstarétti í PRESSUNNI í dag eru birtar niðurstöður skoðanakönnunar um hvað almenningur telur eðlilega lágmarksrefsingu við nokkrum al- varlegum afbrotum. Þær sýna að almenningur vill taka mun harðar á öllum afbrotum en dómstólar hafa gert hingað til. Mestur er munurinn á áliti almennings og dómara á kynferðisbrot- um gegn bömum. Samkvæmt könnuninni leggur almenningur slík afbrot að jöfnu við manndráp. Rúmur helmingur aðspurðra sagði 17 ára fangelsi eða meira eðlilega lágmarksrefsingu fyrir kynferðisbrot gagnvart bömum. Einn tíundi vildi beita dauðarefsingu við þessum brotum. Þrátt fyrir að heimilt sé að dæma menn í allt að sextán ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn bömum þá hefur það enn ekki gerst að ís- V I K A N TÍÐINDITÍUNDA ÁRATUGARINS Loksins geta Islendingar gert sér vonir um að komast í heims- fréttimar og það með viðlíka bravúr og þegar fréttin um Al- bert og Lucy barst um heims- byggðina. Svanurinn á Tjöm- inni, sem hefur fellt hug til litlu stúlkunnar í Tjamarskóla, er efhi í slfka heimsfrétt. Þó líði ár og öld er ekki víst að önnur eins ást kvikni á ný. Og eins og fféttin af Lucy og Albert, þá hefur þessi alþjóðlega skírskotun. Hún hreyfir við mannlegum tilfínn- ingum og byggist á táknum sem allir skilja. Mælt á landkynning- ar-mælistiku er ást svansins á við hálfan leiðtogafund og þre- faldan Kristján Jóhannsson. ÖNNUR TÍÐINDI OG VERRI Hallur Hallsson á Stöð 2 hefur lýst því fyrir okkur hvaða afleið- ingar það hefði ef herinn færi. Það væri á við að afli þrjátíu skuttogara kæmi ekki að landi. Þegar þjóðin hafði setið um stund og velt þessum óförum fyrir sér gerðist hið óvænta. Það var ekki herinn sem fór heldur þorskurinn. Heill her af þorski er gufaður upp. Og samtímis álíka miklar tekjur og af þessum heila her. Og þegar ljóst er að þorskur- inn er farinn og herinn á leiðinni er sjálfsagt fátt fyrir okkur hin að gera annað en fara að dæmi þeirra. Á EKKINEITT NEMA ÞAÐ SEM HANN STAKK UND- AN Þegar Búnaðarbankinn tók Hótel ísland af Ólafi Laufdal birtist viðtal við hann í PRESS- UNNI undir fyrirsögninni: „KOMST AÐ ÞVIEINN DAG- INN AÐ ÉG ÁTTI EKKI NEUT .“ Nú er komið í ljós að Óli átti ellefu hálfar íbúðir á Spáni og rosaflott innbú. Hann er því ríkasti eignalausi maður landsins og sjálfsagt á Spáni líka. Ibúðimar em metnar á um 50 milljónir og sjálfsagt er hægt að selja úr innbúinu hans fyrir góðan pening. Ef alls sannleika hefði verið gætt hefði fyrirsögn- in verið: „KOMST AÐ ÞVÍ EINN DAGINN AÐ ÉG ÁTTI EKKI NEITT NEMA ÞAÐ SEM MÉR TÓKST AÐ STTNGA UNDAN." HVERS VEGNA Hefur Islendingum ekki tekist að stjórna fiskveið- um sínum? JAKOB JAKOBSSON FISKiFRÆÐINGUR SVARAR ienskur dómstóll hafi dæmt kynferðisafbrotamann í svo þunga refs- ingu. Þyngstu dómar í þessum málaflokki em rrúklum mun styttri. I grein PRESSUNNAR í dag er tekið dæmi af tveimur nýlegum dómum Hæstaréttar. f öðm tilvikinu lækkaði rétturinn dóm yfir manni sem hafði misnotað stjúpdóttur sína úr þremur og hálfu ári í tvö og hálft ár. í hinu tilvikinu stytti rétturinn fjögurra ára fangelsis- dóm í tvö og hálft ár yfir manni sem misnotaði tvö böm sín kynferð- islega árum saman. Þegar haft er í huga að samkvæmt lögum var heimilt að dæma þessa menn í sextán ára fangelsi hljóta þessir dómar að vekja undmn. Og þeir verða enn undarlegri þegar það er haft í huga að sakadómar- ar höfðu áður dæmt þessa menn til þyngri refsingar. Það er einkennilegt að þegar löggjafinn og almenningur virðast hafa sömu skoðanir á þyngd refsinga fyrir þessi brot og þegar saka- dómur reynir að taka harðar á þeim skuli Hæstiréttur setja ofan í við hann og milda dómana. Þegar litið er á heildamiðurstöður skoðanakönnunarinnar má greinilega merkja að almenningur vill einnig taka mun harðar á öðr- um afbrotum en dómsstólar hafa hingað til gert. Ef til vill kann ein- hver að segja að slíkt beri vott um refsigleði og skort á mannúð. Það má til sanns vegar færa. En það má spyrja á móti hvers konar mannúð felist í þeim skila- boðum til samfélagsins að hæfileg refsing við margra ára kynferðis- legri misnotkun á tveimur bömum sé tvö og hálft ár í fangelsi með möguleika á reynslulausn eftir eitt ár og þijá mánuði. Ef menn hafa einhveija trú á vamaðaráhrifum dóma er erfitt að skilja mannúðina í þeim dómi. í fyrsta lagi er ég ekki sam- mála því að við höfum ekki stjómað fiskveiðum okkar þokkalega, einfaldlega vegna þess að mjög vel hefur til að mynda tekist til með stjómun síldveiða, humarveiða, loðnu- veiða, rækjuveiða, ufsaveiða og nánast allra veiða nema þorsk- veiða. Ég er því spumingunni í gmndvallaratriðum ósammála. Um stjómun þorskveiða hafa menn ævinlega sagt að ekki sé eingöngu hægt að taka tillit til líffræðilegra niðurstaðna heldur verði að taka tillit til þarfa þjóð- arinnar hverju sinni og það er einfalt mál að menn hafa tekið skjótfenginn gróða framyfir langtímamarkmið. Ástæðan er sú að þeir hafa talið þörfina á þessum skjótfengna gróða afar brýna á hveijum tíma. Ég held að svarið sé að finna í því að við höfum tekið skammtímasjónar- mið framyfir langtímamarkmið. Þá má heldur ekki gleyma því að við emm að nýta náttúmauð- lindir og auðvitað spila um- hverfisaðstæður og náttúran sjálf mjög stóra rullu í málinu. Að því leyti hefur náttúran verið okkur andsnúin í tengslum við afkomu þorsksins, þar sem við emm að fá marga lélega árganga í röð. Grundvallarástæðuna fyrir öllum þessum vandræðum tel ég vera þá að þjóðin geri einfald- lega of miklar kröfur til sjávarút- vegsins. Grundvallarvandamálið er að sjávarútvegurinn er nánast eini útflumingsatvinnuvegurinn, og á því strandar. Sem bakgrunn má nefna dæmi frá Norðmönn- um, en þeir vom í svipuðum að- stæðum og við með þorskstofn- inn í Barentshafi fyrir um fjórum ámm. Þeir gerðu það sem al- þjóðahafrannsóknaráðið ráð- lagði þeim og keyrðu aflann nið- ur úr öllu valdi. Svo vel vildi þá til að allt fór saman; þeir drógu úr veiðinni, aðstæður í hafmu breytmst þannig að þeir fengu stóra árganga og þessi flétta gekk upp hjá þeim á þann hátt að þorskveiðar í Barentshafi em á uppleið. Þetta hafði ekki nein hrikaleg áhrif á þjóðarbúskap Noiðmanna, því jjeir hafa fleiri atvinnuvegi til að styðjast við. En svo er það spumingin hvem- ig allar aðrar þjóðir en Islending- ar geta flutt út iðnvaming í stór- um stíl. Hvers vegna þurfum við alltaf að gera svona óskaplegar kröfur til sjávarútvegsins? Er aldrei hægt að hafa borð fyrir bám, þannig að við þurfum ekki að taka hverri einustu skvetm sem kemur inn fyrir? Ekki er eingöngu hægt að taka tillit til líffræðilegra niðurstaðna held- ur verður að taka tillit til þarfa þjóð- arinnar hverju sinni og það er einfalt mál að menn hafa tekið skjótfenginn gróða framyfir langtímamarkmið. U VEJT Í& 06 EF M rfidtaP- AAÉP Efcki' íh srn. gfrRA sýNA þép. EF þiA PYLGid þiÁ ÞAfln FBPA hv ÆFa K& SvdUTiP f Ki'riNveÞViAR'Vð IEIUþe/aBA «£ AF SKRiMttiAM k SONtAC (C 1 EG HBF ALORB' SÍO K&ÁBíáBJ L'att 'EKKi svoNA manstia EKK* BFTÍp. riépfl Vi'P HirrtAMsr Á sífzfuU B o& UR0U7A reiNNA 0(r(ARHerjrwR 'a roRÞrwNi' E& VEiT EKKf MEP ÞÚ&- EN é& VAfl Sfl* Mflc’LMEíJN’ 'a 3-öpPfNNf 0(r VAR SÁ £;Ni SCM hO|6Bi ht) SS-Tft SANRLEÍTAflN oc-VÍA FotKi UlþiNA IáTÍJ LÁ þAmSJd VfsAÞ ÓBTÍPiNA RéPhfl *át?i fAENN FMR&ft Si& Á aþ HÍR Séu S.Ki£,Wlí Á JÖR.PÍNNÍ Ep. ALÍ.T MoÆANÞÍ AF MPf> Á JoHJLtM*, OFAN i SyéríixAA Á fAilotA Þýpi iVotRAM % S WÞ iaRSKAtATSíMJpiWi t> & VfeAÍ ÍTWÞ«VA Svo AÞ Ffg-Ni'R Á5AMT ý/ASix KANNAST écr ViP HG?! fi£FÍ EP- fy® Wi PR H5Uri JWwtsj

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.