Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 21

Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚNÍ 1992 21 V I Ð H O R F Lágkúruleg vinnubrögð Og nú eru stúdentar aftur byrjaðir að kvarta undan meðferðinni á sér. Alvöru- gefnir fulltrúar þeirra birtast á skjánum á hverju kvöldi. Mig langar hér til þess að skoða eina röksemd þeirra. Hún er sú, að almenningur eigi að greiða fyrir menntun stúdenta, í stað þess að þeir geri það sjálf- ir, vegna þess að almenningur njóti góðs af menntun þeirra. Hún skili sér til þjóðar- búsins. Land, þar sem menntunarstig er hátt, sé betra en land, þar sem það er lægra. Þessi röksemd er auðvitað alls ekki út í bláinn. Ég leyfi mér meira að segja að fullyrða, að í henni sé harður sannleiks- kjami. Góð menntun er gulli betri. En á þessari röksemd er einn ofurlítill galli. Menntun og skólaganga em sitt hvað. Út- gjöld til skólagöngu em ekki um leið nauðsynlega fjáifesting í menntun. Sumir langskólagengnir menn em gersamlega ómenntaðir. Og sumir óskólagengnir menn em í senn víðsýnir og sannmennt- aðir. Ég nefndi hér í blaðinu um daginn tvö. dæmi um það, að skólagengnir menn þurfi ekki að vera menntaðir. Tveir stjóm- málafræðingar sitja á Alþingi Islendinga, þeir Olafur Grímsson og Einar Guðfinns- son. Báðir hafa þeir gerst sekir um ómerkilegt lýðskmm. Olafur rauk upp í ræðustól, þegar forsætisráðherra hafði varað við hagsmunaárekstri, þegar STJÓRNMÁL flokksformaðurinn Ólafúr skipti við sömu auglýsingastofu og íjármálaráðherrann Ólafúr. Sagði hann viðvömnina bera vott um skítlegt eðli forsætisráðherra, eins og hann orðaði það svo smekklega. Einar Guðfinnsson rauk upp í ræðustól, Jtegar forsætisráðherra hafði reifað hug- mynd um að auðvelda mönnum aðlögun að breyttum forsendum í atvinnurekstri, og talaði af þjósti um það, að ekki mætti flytja rrienn hreppaflutningum. Én stjómmálaífæðingar em víðar en á þingi. Stjórnmálafræðingurinn Herdís Þorgeirsdóttir gefur út blaðið Heims- mynd, sem hefur nú hvað eftir annað orð- ið uppvíst að lágkúrulegum vinnubrögð- um, þar sem allt er gert til að selja blaðið, en ekkert tillit tekið til tilfmninga eða hagsmuna einstaklinga. Annað dæmið, sem ég hef í huga, er, þegar Herdfs birti forsíðumynd af tveimur piltum, sem skemmta á veitingastöðum með því að koma fram og syngja í kvennaklæðum, og hafði með hlakkandi fyrirsögn: „Kynhegðun klæðskiptinga". Én greinin inni í blaðinu reyndist hvorki vera um kynhegðun né klæðskiptinga. Hér villti Herdís um fyrir lesendum og gerði piltana tvo að söluvöm. Hitt dæmið er af myndartexta í nýjasta hefti blaðsins, þar sem það er riíjað upp, eins og ekkert væri, að maður á myndinni Útgjöld til skólagöngu eru ekki um leið nauð- synlega fjárfesting í menntun. Sumir langskólagengn- ir menn eru gersam- lega ómenntaðir. komst eitt sinn í kast við réttvísina. Hann hefúr þó tekið út refsingu sína, og það er ekki aðeins óviðeigandi, heldur beinlínis ófyrirgefanlegt, að rifja málið upp á þann hátt, sem þar var gert. Því er við að bæta, að Herdís lætur leigupenna sína hnýta í forsætisráðherra í hverju blaði Heimsmyndar og segja af honum tilhæfulausar slúðursögur. Olyg- inn sagði mér, var viðkvæði Gróu á Leiti. En á meðan skólagengið fólk virðist engu betra en aðrir, og jafnvel miklu verra í öll- um vinnubrögðum, er satt að segja lítil ástæða til að kosta skólagöngu þess af al- mannafé.___________________________________ Höfundur er lektor í stjórnmálafræöi. MÖRÐUR ÁRNASON EES — og hvað svo? í svokölluðum Evrópumálum hefur meirihlutaafstaða á Islandi verið tiltölu- lega skýr síðustu árin. Flesta af þeim sem nenna að hafa skoðun mætti kalla var- fæma Evrópusinna. Þessi meirihluti vill tengjast þróuninni í Evrópu einsog hægt er án þess að fóma íslenskri sérstöðu, vera með í efnahagsheild og menningarsam- vinnu án þess að fóma fiskinum og án þess að þurfa að taka við fyrirmælum að sunnan. EES-viðræðumar hafa átt sér bakstuðning í þessum meirihluta sem hef- ur litið á þátttöku í Evrópska efnahags- svæðinu sem hugsanlega lausn á þeim sí- vanda smáþjóðar að vilja vera með án þess að verða undir. Til hliðar við meirihluta varfærinna Evrópusinna hafa svo tveir smærri skoð- anahópar látið í sér heyra. Annarsvegar em hinir áköfu samvinnumenn sem manni finnst stundum líta á EES sem fýrsta skref að því að samstjóm evrópskra teknókrata geti leyst h'fsþreytt fólk norður við Dumbshaf undan þeirri raun að fást við flókin vandamál. Hinsvegar er fýlk- ingin gegn Evrópu þarsem menn beijast ákaft gegn EES-samningum um efna- hagssamvinnu og samfýlgd í félagsþróun, en virðast oftast vera að beijast gegn ein- hveiju allt öðm: ofveiði við Islandsstrend- Helsta leiðin í slíkar blindgötur er að líta á EES-samningana nú sem endanlega útgáfu aftengslum okkarsuð- ur á bóginn. Það er samningurinn augljós- lega ekki ur, umhverfisspellvirkjum í veröldinni, alþjóðaauðvaldinu eða þá Þýskalandi Ad- olfs Hitlers. Auðvitað er þetta aldrei svona einfalt. Hinsvegar er sú hætta nú fýrir hendi að varfæmir Evrópusinnar missi þá forystu sem þeir þrátt fýrir allt (og meira að segja Jón Baldvin í utanríkisráðuneytinu) hafa haft í þessum Evrópumálum að undan- fömu. Þar er margt komið undir þroska pólitíkusa í stjóm og stjómarandstöðu. Þeir geta látið stjómast af flokkslegum skammtímahagsmunum í afstöðu til EES- málsins. Alþýðuflokkurinn getur til dæm- is haldið því ffam að hann hafi nú fundið upp spánnýjar og höggþéttar almanna- tryggingar, og stjómarandstaðan lýst yfir heilögu stríði gegn EES á bæði þjóðleg- um nótum og kvenlegum. Helsta leiðin í slíkar blindgötur er að líta á EES-samningana nú sem endanlega útgáfu af tengslum okkar suður á bóginn. Það er samningurinn augljóslega ekki, hvað sem menn héldu og væntu við upp- haf viðræðna, þar sem eftir nokkur ár verður ekki til neitt Efta með EB í EES, og skiptir þá ekki miklu hvað umsóknir hinna Éfta-ríkjanna tefjast lengi í skúffúm Evrópubandalagsins. Samningurinn virðist líka gera ráð fyrir mun meiri áhrifum EB- stofnana á efna- hagssvæðinu en talað var um í upphafi, og virðist af þeim ástæðum henta Islend- ingum illa sem frambúðarlausn í tvíbýli við Evrópubandalag uppundir tuttugu ríkja án stuðnings af fýrri samstarfsríkjum í Efta. Hinsvegar er fullyrt úr flestum átt- um að viðskiptalegir ávinningar af samn- ingnum séu ótvíræðir, og það er lítil ástæða til að leggja trúnað á hryllingssög- ur um væntanlegar stórinnrásir erlendra fjánnagnseigenda. Já eða nei, svaraðu strax! — er ekki vænleg leið til að fá vit í þær EES-sam- ræður sem menn verða nauðugir viljugir að demba sér útí í sumar. Það var þess- vegna skynsamlegt sem Einar Karl Har- aldsson sagði í Mogganum um daginn að áður en menn svara til um EES þarf að setja niður fýrir sér hvemig menn ætla að hafa þetta jDegar EES er búið að vera, —- sem verður sennilega á næsta kjörtíma- bili. Hvort það á að ganga í EB einsog norskir blaðamenn segja að Jón og Jón séu að hugsa um, eða hvert á ella að stefna í þeim samningum sem sjálfsagt er að hefja á næstunni við bandalagið hvemig sem EES snýst og skoppast. Stjórnarskráin er mikilvægt mál, og buddan líka. Hinsvegar sýnast langtíma- hagsmunir krefjast þess nú af stjómmála- mönnum og almenningi að afstaðan til EES-samningsins mótist fýrst og fremst af því hvaða markmiðum á að ná í næstu samningalotu við EB- veldið, af þvíhvort gefúr okkur betri vígstöðu síðar, að sitja hjá eða taka þátt í því stutta gamni sem á að kalla Evrópskt efnahagssvæði. I rauninni á meirihluti hinna varfæmu Evrópusinna ekki að segja já eða nei við Evrópsku efnahagssvæði fyrren það er ljóst hvemig á að svara spumingunni: EES — og hvað svo?____________________ Höfundur er islenskufræöingur FJÖLMIÐLAR Fréttir utan faxtœkisins Fréttastofa Stöðvar 2 á hrós skilið fýrir röð af úttektum á einstökum málum sem birst hafa á undanfömum vikum. Þær hafa reyndar verið mismerkilegar. En þessar fréúaskýringar lífga upp á ffétta- tímann og síðast en ekki síst bera þær með sér að fréttastofa Stöðvarinnar sætti sig ekki við að láta ráðherra og talsmenn hagsmunahópa segja sér hvað sé í frétt- um þann daginn eða hinn. Það er nefnilega ótrúlega sjaldgæft að blaða- og fréttamenn leiti sjálfir frétta. Langstærstur hluti fréttanna í flestum fjölmiðlum er það sem blaðamönnum er rétt á blaðamannafundum, það sem sagt er í þinginu, það sem sent er út á fréttatil- kynningum eða lekið með öðmm hætti í blöðin. Allt er þetta góðra gjalda vert. Það er hins vegar aumt þegar blaðamenn fara að trúa því að þetta sé sá raunveruleiki sem þeir eigi að endurspegla. Það sem ekki komi fram á blaðamannafúndum eða út úr faxvélinni sé tilbúningur einn. Ég man að einn fféttastjóra Morgun- blaðsins átti vart orð til að lýsa vanjxíkn- un sinni á röð greina og frétta sem ég skrifaði fýrir DV fýrir nokkrum árum um offjárfestingu í íslenskum fýrirtækjum. Þetta fannst honum ekki fréttaefni. Eng- inn (og átti líklega við ráðhena eða tals- menn hagsmunahópa) hefði sagt þetta og um þetta hefði enginn blaðamannafund- ur verið haldinn. Síðar opinberaði Morgunblaðið J)essa fféttastefnu sína með því að fjalla ekki um ffamboð Davíðs Oddssonar til for- manns Sjálfstæðisflokksins fýrr en hann hafði sjálfur lýst því yfir og gott ef ekki verið kosinn líka. Tilkynning þar um hef- ur sjálfsagt komið á faxinu, sem er gluggi Moggans út í raunveruleikann. Það sýnir best hversu steríll Mogginn er að úttektir hans á sunnudögum eru undantekningarh'tið lengri útgáfur á rúll- andi fféttum vikunnar á undan. Það heyr- ir til undantekninga ef sunnudagsmenn Moggans finna sér efni að fjalla um sem ekki er jtegar búið að gera góð skil ann- ars staðar. En fleiri fjölmiðlar fylgja þessari stefnu. Fréttastofa Ríkissjónvaipsins seg- ir til dæmis aldrei nýja frétt, þar sem fréttatími hennar er síðast á dagskrá á kvöldin og fréttamenn hennar sækja aldrei út fýrir mið blaðamannafúndanna og faxtækisins. DV hefur fféttaskotið og áhugamál ritstjóranna til að blanda sam- an við hina hefðbundnu rútínu ásamt dugmiklum löggu- og dómstólablaða- mönnum. Með úttektum sínum er fréttastofa Stöðvar 2 að bijótast út úr jxjssari ffétta- skömmtun ríkisvaldsins og hagsmunaað- ilanna. Og nú, Jiegar gúrkan vofir yfir, er það vænlegri leið til að þreyja sumarið en landsbyggðar- og gróðurfarsfféttir Ríkis- sjónvarpsins. GunnarSmári Egilsson „Ég er mjög sár og varð fyrir mikl- um vonbrigðum enda tel ég mig hafa unnið vel með nemendum ogsýntþeim til- litssemi, bœði í vetur og í þessum viðrœðum um út- hlutunarreglur. “ Gunnar Birgisson lánari. 'úí. ý>e-tíc\. avíX efdfdC „Þegar við tökum svona lán göngum við út frá því að borga það til baka.“ Sindri Sindrason framkvæmdastjóri. P ýó, -teÁÁn c\.c) C ýcI f.c\.t.?.cctC „Ég fer ekki með fullt og ótak- markað umboð til Ríó til að skrifa undir hvað sem er.“ Eiður Guðnason umhverfisvænn ferðalangur. ccti ixevcScct- fuc\.ccrc Ac\.f.áro~1,(n.CtA.týu.í. „Ég saka leiðtoga Votta Jehóva um ábyrgðarleysi og að hafa gert mig að dómara og böðli.“ Joseph Wilting svikari. isckd e.’i.u, cyccr ýPc Cý>\sC? i.cý „Við stóðum í Jjeirri trú að ekki myndi draga til tíðinda án jjess að Ragnheiður ræddi við Rann- veigu.“ Össur Skarphéðinsson þingsmali. óf,Cy>tc\, tö-cp.Lcv? „Við segjum að Fiskveiðasjóður sé eign sjávarútvegsins Jxitt í lög- um standi að hann sé eign ríkis- sjóðs.“ Kristján Ragnarsson sægreifi. P cvt) fve,-f-t)C uvcitt CVCrtcV tdcf.tCt'CCC ■þccte.cp.t „Þetta mun vera í fýrsta skipti, svo kunnugt sé, líklega um alla veröld, að notaðar séu vélskóflur við fomleifauppgröft og upp- gröfturinn stundaður í ákvæðis- vinnu enda eftirtekja af fom- minjum í samræmi við það, þ.e.a.s. nær engin.“ Þorleifur Einarsson jarðfræðingur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.