Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 34

Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚNÍ 1992 best Y\æddu karlmennirnir 1. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra „Alltaf finn og glæsilegur/ 2. Sigurður Gísli Pálmason i Hagkaup. „Hann eralltafi smekklegur en i lítið áberandi fötum. “ 4. Viktor Urbancic bilasali. „Það er augljóst að hann hefur áhuga á fötum og hugsar um það hverju hann klæðist. “ 3. Halldór Kiljan Laxness rithöfundur. „Fötin hans fara honum alltafvel. Það ergreinilegt að þau eru sérsaumuð." 6. Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúi og skrifstofustjóri. „Hann er alltaf með réttu fylgihlutina." Sigursteinn Más- son fréttamaður. Br alltaf vel til fara ogsmart." 7. Jón Ólafsson, Skifunni „Fötin hans eru fallega samansett. Hann hefur ákveðinn stíl. “ 8. Bjarni Breiðfjörð flug- þjónn.„Hann er öðruvísi, en alltaf finn." 9. Sævar Jónsson, knatt- spyrnumaður „Stíllinn hans er ungur, en smekklegur." 10. Ólafur Ragnarsson út- gáfustjóri „Alltaf mjög snyrtilegur. “ „Það er auðvelt að velja úr best klæddu mennina á íslandi, því þeir eru svo fáir," sagði einn dómnefndarmanna. „Flestir eru púkalegir." Það tóku ekki allir undir þessi ummæli, því annar sagði að íslenskum karl- mönnum hefði farið gífurlega fram í klæðaburði. Það væri allt annað að sjá þá en fyrir tíu til tólf árum. Þá var líka úr minna að velja. í Þórskaffi mátti um helgar sjá helming karlpenings- ins í gráum, tvískiptum jakka- fötum úr Herraríkinu með rautt bindi. Ungir menn urðu líka að klæða sig eins og gömlu karl- arnir. Þeir áttu ekki annarra kosta völ vildu þeir hvíla galla- buxurnar. Nú er tíðin önnur. Nógar eru verslanirnar og svo má ekki gleyma innkaupaferð- unum til útlanda. Reyndar hélt einn í dómnefndinni því fram að íslenskir karlmenn eyddu heldur peningunum sínum í bíla en föt og kann það að skýra ummælin sem vitnað var í hér í upphafi. En miðað við þann fjölda sem taldist til hinna best klæddu er það greinilega allstór hópur sem kann að klæða sig vel. Nokkrir virðast þó standa upp úr og eru alltaf nefndir, s.s. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra og Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúi. Vegna níræðisafmælis Nóbelskáldsins fyrir nokkrum vikum mundi dómnefndin eftir Halldóri Lax- ness, sem lendir í öðru sæti. „Hann er frábærlega vel klæddur. Er greinilega í sér- saumuðum fötum." Friðrik Sophusson fékk reyndar á sig smáákúrur fyrir að vera stund- um í Ijósum fötum sem Sigríður Dúna velur á hann. „Of Ijós fyrir Friðrik. Þetta er hennar litur." Þeir eiga líka öruggt sæti á list- anum yfir þá best klæddu, Sig- urður Gísli Pálmason, sem glat- ar efsta sætinu í hendurnar á Friðriki, og Viktor Urbancic. Ný- ir menn í hópi þeirra tíu best klæddu eru Sigursteinn Más- son, Jón Ólafsson, Sævar Jóns- son, Ólafur Ragnarsson og Bjarni Breiðfjörð. Þeir sem detta út frá í fyrra eru Hans Kristján Árnason viðskipta- fræðingur, Páll Magnússon sjónvarpsstjóri, Sigmundur Ern- ir Rúnarsson fréttamaður og Guðjón Sigurðsson skrifstofu- stjóri — sem þó voru nefndir — og Sigurður Pálsson, skáld og rithöfundur, og Simbi hár- greiðslumeistari. Sumir dómnefndarmenn áttu erfiðara með að benda á einstaka illa klædda menn, eða þá sem „ekki eru vel klæddir", eins og einn vildi orða það. Þeir gátu aftur á móti nefnt heilu stéttirnar í þeirra hópi og voru blaða- og fréttamenn ásamt Ijósmyndurum þar efstir á blaði. „Þegar þetta fólk kemur í glæsilegar veislur og boð er það áberandi vegna þess hve illa það er til fara. Það veður inn á gallabuxum og þess háttar fatnaði sem ekki er við hæfi." Tónlistarmenn í poppbransan- um fengu sömu ummæli og síðan voru nefndir auglýsinga- menn, arkitektar og leikarar af '68-kynslóðinni. „Sumt af þessu fólki er hörmulega illa til fara og lítur út eins og það hafi ekki til hnífs og skeiðar." Ekkert er þó algilt í þessum efnum frem- ur en öðrum. Fréttamaðurinn Sigursteinn Másson (alltaf vel til fara) er í hópi þeirra best klæddu sem og Eiríkur Jónsson útvarpsmaður (það eru skórnir sem gefa rétta tóninn. Háir og uppreimaðir). Á hinn listann komust þó — líklega sem full- trúar stéttarinnar — Þórir Guð- mundsson og Hallur Hallsson. Helgi Pétursson, fyrrum frétta- maður og núverandi markaðs- stjóri, er með þeim fyrrum fé- lögum sínum á listanum (hann hefur fitnað og má ekki við að vera í mittisjökkum sem leggja áherslu á breiddina). Af skiljanlegum ástæðum voru stjórnmálamenn nokkuð oft nefndir til sögunnar. Þeir lenda á báðum listum, en það eru ekki flokkadrættir sem ákvarða hvar. Flokksbróðir Frið- riks, sjálfur forsætisráðherrann Davíð Oddsson, fer með örugg- an sigur á lista þeirra verst klæddu. Hann er mest gagn- rýndur fyrir skyrturnar sínar (of litlar) og jakkana (of stórir). Eið- ur Guðnason er aftur á móti á verst klædda listanum, þrátt fyrir þá umsögn að hann hafi stórlagast frá í fyrra. Hjörleifur Guttormsson (þorir að nota liti) vermir aftur á móti lista með Friðriki, þótt ekki komist hann á topp tíu, og Steingrímur Her- mannsson (er alveg sama um fatnað) með Davíð. Formenn VSl og ASÍ lenda sömu megin borðs þegar klæðnaður er ann- ars vegar, þ.e. í hópi þeirra illa klæddu. Þórarinn V. Þórarins- son (huggulegur maður) fyrir að klæða sig eins og gamall karl, en kemst samt ekki á tíu- listann og Ásmundur Stefáns- son fyrir að vera gersamlega ómögulegur (með fráhneppta skyrtukraga í peysum og með illa snyrt skegg. Hæfir ekki manni í hans stöðu). Annars eru stjórnmálamenn ekki eins áber- andi á listunumm og í fyrra. Lík- lega skiptir þar máli að engar voru kosningarnar í ár. Þannig er Markús Örn Antonsson (sett- ist þá í borgarstjórastólinn) ekki einu sinni nefndur á nafn, en hann var í efsta sætinu á verst klædda listanum í fyrra. Hvað þá heldurSteingrímur J. Sigfús- son. Hermann Gunnarsson sjónvarpsmaður fellur líka út, sem og Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson, sem voru í sviðsljósinu í fyrra vegna nýút- komins hljómdisks. Jón Óttar Ragnarsson, fyrrum sjónvarps- stjóri, Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari og Sigurjón Sigurðs- son skáld eru heldur ekki nefndir. I staðinn koma inn Ás- mundur (það gera samninga- viðræðurnar) og Friðrik Þór (Óskarinn). Helgi Björnsson heldur sínu sæti um miðjan list- ann og fær með sér Jón Ólafs- son tónlistarmann, Björn Emils- son hjá Sjónvarpinu og Ólaf Ragnar Grímsson, sem reyndar var einnig nefndur á hinn list- ann. Listamenn virðast reyndar eiga greiðari aðgang að verst klædda listanum en aðrarstétt- ir, ef frá eru taldir stjórnmála- menn. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri er í öðru sæti, enda hefur hann óneitan- lega verið í kastljósi fjölmiðl- anna í vetur. Það var meira að segja sagt um Friðrik að „gamli smókingurinn hans hafi örugg- lega skemmt fyrir markaðssetn- ingu Barna náttúrunnar". „Það er dæmigert fyrir Islendinga að fá 5 milljóna króna styrk en gleyma aðalatriðinu. Að fara út í.búð og fá sér föt," sagði dóm- nefndarmaður. Annar kvik- myndaleikstjóri er á sama lista, en hann hefur sést þar áður, þ.e. Hrafn Gunnlaugsson (illa til fara). Einar Kárason rithöfund- ur og Sverrir Stormsker tónlist- armaður eru einnig nefndir en ná ekki inn. Þó svo að dómnefndin hafi fullyrt að auðveldara væri að fylla verst klædda listann en þann best klædda var ekki færri boðið sæti á síðarnefnda listanum. Kannski hafði þá sá þeirra rétt fyrir sér sem sagði að íslenskum karlmönnum hefði farið stórlega fram í klæða- burði á síðustu árum. Og að sér- staklega ungir menn, á aldrin- um 20-40 ára, huguðu betur að þessum málum en kynbræður þeirra gerðu hér á árum áður. Karlmenn ættu líka að eiga auðveldara með að koma sér upp góðum fataskáp en kven- fólkið, þar sem karlmannatísk- an breytist hægar og fötin eru oft sígild. Þeir sem voru nefndir en komust ekki í hóp tíu hinna best klæddu voru David Pitt heildsali, Ágúst Baldursson kvikmyndaleikstjóri, Guðjón Böðvarsson heildsali, Sigmund- ur Ernir Rúnarsson fréttamað- ur, Kolbeinn Kristinsson í Myll- unni, Garðar Ólafsson í Herra- garðinum, Gísli Halldórsson, formaður Ólympíunefndar, Páll P. Pálsson hljómsveitarstjóri, Magnús Hreggviðsson hjá Frjálsu framtaki, Guðjón Sig- urðsson skrifstofustjóri, Heiðar Jónsson snyrtir, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra, Birgir Bieldtvedt, Daníel Þorgeirsson hjá Sólarflugi, Eirík- ur Jónsson útvarpsmaður, Pétur Melsted í Hári og fegurð, Árni Sigfússon borgarfulltrúi, Þórir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.