Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 17

Pressan - 04.06.1992, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4.JÚNÍ 1992 17 hópsins. Einrng er því lýst * JMr Ufið og tUv^pma. PRESSAN lar, og segir hann sjálfiir frá reynslu INNRÆTI vom * I Noregi hefur verið gefin út bók þar sem því hvernig viðkvæm mál eru tekin fyrir „ hvernig safnaðarmeðlimum er haldið niði hafði samband við Joseph Wilting, höfund Við höfum félagsreglur, líkt og öm félög og samtök, og íi gangast safna meðlimir," ••-■:•- ’•■ segir Svanberg Jakobsson, Vottur Jehóva. Óla“ og afgreidd innan falskri innrætmgu um OMANNESKJULEG „Höfum sama frelsi til að hugsa og aðrir“ segir Svanberg Jakobsson hjá söfnuði Votta Jehóva „Ég hef ekki reynslu af því sem hann talar um, þekki safnað- arstarfið mjög vel og gct ekkert nema gott eitt um það sagt,“ sagði Svanberg Jakobsson, einn af umsjónarmönnum safnaðar Votta Jehóva á íslandi. „Mér sýnist Norðmaðurinn hagræða sannleikanum, því við höfunt sama frelsi til að hugsa og allir aðrir. Hins vegar höfum við fé- lagsreglur, líkt og önnur félög og samtök, sem félagsmenn gangast inn á. Þær félagsreglur sem Vott- ar Jehóva hafa eru ákveðnir h'fs- staðlar sem reynt er að fylgja. Við letjum til dæmis safnaðar- meðlimi til að horfa á ofbeldi og klám í sjónvarpi, en þar með er ekki sjálfgefið að við stýrum öll- um gerðum fólks. Við beinum hins vegar huga þess að því sem heilnæmt er. Það er að sama skapi rangt að við rífum ritninguna úr samhengi til að laga að kennisetningum okkttr. Þvert á móti hvetjum við til lesningar biblíunnar til að fólk sjái samhengi og fái skilið það sem lesið er. Það sem ég hef tek- iðeftireraðfólki finnst boðskap- urinn kannski uppáþrengjandi. Vtð boðurn það að þessi heirnur eigi ekki framtíð fyrir sér. Ég þekki ekki til þess að farið sé út í nein smáatriði varðandi mat á hegðun fólks. Hitt er rétt að við tökum á þeim sem gcrast brotlegir á meginreglum biblíun- nar, en kannast ekki við að ómanncskjulega sé að því staðið. Það er enginn kvarði til sem seg- ir um refsingar fyrir ákveðin brot, en niðurstaða fer eftir því hvaða hugarfar einstaklingur sýnir. Ef Itann sýnir iðiun er farið mjög mildum höndum um við- komandi, en ef hann hefur tekið ákveðna stefnu, sem gengur þvert á skýrar línur biblíunnar, þá er ekki við neinn annan að sakast en hann sjálfan að honum verði vikið úr söfnuðinum. Sum- um frnnst þetta kannski ómann- eskjulegt. Reglur biblíunnar eru mjög skýrar varðandi samskipti við þá sem vikið er úr söfnuðinum, sem kemur fram í því er Páll postuli segir okkur ekki mega hafa mök við nokkum mann sem segir sig trúa en er í raun saurlíftsmaður, diykkjumaður, stundar hór eða annað í þeim dúr. Hvað bömin okkar varðar merkjum við ekki að það sé erfitt fyrir þau að halda ekki hátíðir. Börnin vita af hverju þau hafa þessa afstöðu og tekist hefur góð samvinna við kennara og aðra uppalendur í þessu santbandi. Okkur þykir jafnvænt um þau og öðmm um sín böm. Ef við svo snúum okkur að læknismeðferðum stendurskýrt í biblíunni að kristnir menn eigi að halda sig ffá blóði og þess vegna höfum við tekið þá afstöðu að taka ckki við meðferð sem felur í sér blóðgjöf. Það hefur komið upp misklíð vegna þessa, en yfir- leitt hefur tekist góð samvinna við lækna og við stöndum ekki verr að vígi í sambandi við lækn- isþjónustu en aðrir. Við viljum einfaldlega annars konar með- ferð. Við munnhöggvumst ekki við fólk, en með þessu er afstaða okkar vonandi skýrari." Flestir hafa haft eitthvað af trúboði Votta Jehóva að segja, þótt vottamir láti lítið fyrir sér fara á öðrum vettvangi samfé- lagsins. Þeir skera sig úr fjöldan- um vegna sérstæðra trúarskoð- ana sinna og lifnaðarhátta, en virðast um leið lifa f mjög lok- uðu samfélagi sem fæstir vita nánari deili á. Nýlega kom út í Noregi bók þar sem fyrrum með- limur safríaðar Votta Jehóva þar í landi rekur feril sinn innan saírí- aðarins. Frásögn hans einkennist fyrst og fremst af lýsingum af ómanneskjulegu hugarfari safrí- aðarmeðlima sem stuðli að nei- kvæðum lífsskilningi jafnt í hugsun sem athöfnum. Fyrir vik- ið hefur honum verið útskúfað úr söfhuðinum, litið er á hann sem útsendara djöfulsins og honum er meinað að hafa samband við fjölskyldumeðlimi sína meðal Votta Jehóva. Reynir að afhjúpa ákveðið kerfi „Bókin fjallar um innra skipu- lag hópsins og lífið í skugga þess,“ segir Joseph Wilting, höf- undur bókarinnar „Ríkið sem aldrei kom“, í samtali við PRESSUNA. „Ég skrifa um það hvemig ég hóf afskipti mín af söfnuðinum árið 1955, hvemig ég upplifði það hvemig innræt- ingin fer ffarn og ekki síst hversu erfitt er að koma sér út úr hópn- um.“ Hann segist skrifa til að vara fólk við og vonast með því til að það geri ekki sömu grund- vallarmistök og hann sjálfúr; að gangast á hönd hópi sem bindur skoðanir manna og athafnir. „Ég reyni að afhjúpa ákveðið kerfi sem viðgengst, sem er bæði ómanneskjulegt og ókristilegt. Vottum Jehóva er kennt að ein- ungis þeir einir þekki sannleik- ann og að öll önnur trúarbrögð og allar aðrar pólitískar einingar séu af hinu illa. Trúarsannfæring þeirra er talin æðri borgaralegri skyldu og söfnuðurinn ræður yfir allri hugsun með því að hafa eftir- lit með því hvað þú lest, á hvað þú horfir og á hvem hátt þú hegð- ar þér. Það má segja að þetta sé „ríki í ríkinu" og innræting er framkvæmd á svipaðan hátt og gert er í skæruliðahópum. Þetta er algerlega svart/hvít hugsun." Útskúfað fyrir reglubrot Flestir þekkja þá meginreglu Vottanna að ekki má halda há- tíðleg jólin, sem þeir segja upp>- runnin í heiðnum sið, en að auki þykir ekki hæfa að halda páska hátíðlega né heldur afmælis- daga. „Þetta flokkast allt undir syndir," segir Wilting. „Endur- tekin brot á þessum reglum geta þýtt útskúfun og sama er að segja ef reykingar em viðhafðar. Það er auðvitað fáránlegt, því þótt reykingar séu óhollar og teljist ósiður ættu þær ekki að vera það alvarlegt brot að það útiloki fólk frá hinu eilífa lífi sem kristin trú boðar.“ „Er að skrifa til að vara aðra við því að gera sömu mistök og ég,“ segir Joseph Wilting, fyrrum Vottur Jehóva. Hann hefur gefið út bók í Noregi sem segirfrá innrætingu þeirri sem Wilting telur sig hafa orðið fyrir. Eins er sú meginregla að þiggja ekki blóð í heiðri höfð, en landlæknisembætúð segir að af- ar fá tilvik séu þekkt þar sem þetta atriði hafi skapað vandamál og aðrar aðferðir eða lausnir, sem ekki krefjast blóðgjafar, séu þekktar í læknavísindum. „Það er rétt að hafa hugfast að við verðum að taka tillit til þess að fullveðja fólki er fijálst að neita því að þiggja blóð annarra," seg- ir Matthías Halldórsson aðstoð- arlandlæknir. „Það hefur verið heildamiðurstaða okkar. Hins vegar álítum við ekki að börn séu eign foreldra og teljum okk- ur í fullum rétti til að grípa inn í slfk mál ef upp skyldu koma. Við höfum haft gott samstarf við safnaðarmeðlimi og reynt fyrst og fremst að beina þeim til þeirra lækna sem taka undir sjónarmið þeirra." Dómstólar skera úr um viðkvæm mál Siðferðisreglur sem viðhafðar eru munu vera afar strangar. Kynlíf fyrir giftingu er forboðið og jafngildir brottvikningu ef upp kemst. „Vottar hafa reynt að bianda sér inn í kynlíf safnaðar- meðlima með því að veita ýmis ráð, en það hefur einungis leitt til vandræða," segir Wilting. „Þeir sem gerast brotlegir í þessu sam- bandi fara fyrir þriggja manna „dómstól", en um 50 prósent þeirra mála sem fyrir hann fara tengjast „brotum" varðandi kyn- líf. Ónnur mál varða reykingar, ffkniefnaneyslu, hátíðahöld og fleira í þeim dúr. Um kynlífið spyija „dómarar" úl dæmis afar viðkvæmra og persónulegra spuminga sem gengið hafa mjög nærri fólki. Ég þekki um þijátíu tilvik þar sem sjálfsmorð hefur verið bein afleiðing slíkra „yfir- heyrslna" eða undanfara þeirra. Fólk er svo skelkað þegar það hefur gengið á skjön við boðaðar kennisetningar að það hréinlega kiknar undan álaginu. Agrein- ingur hefur orðið það djúpstæður og kröfumar það miklar að þess- ir einstaklingar hafa ekki séð neina leið aðra en að svipta sig lífi. Einn þekkti ég sem var svo óttasleginn að hann framdi sjálfsmorð áður en hann gekk íýrir „dómstólinn". Þetta er ófyr- irgefanlegt, því í dómarasætum situr fólk sem hvorki hefur menntun né kunnáttu til að leysa svo viðkvæm mál.“ Þannig segir Wilting frá því hvemig söfnuðurinn hefur sitt eigið dóms- og viðurlagakerfi sem sé æðraþví sem samfélagið býður. „Vottar Jehóva trúa því að í Brooklyn í New York sitji nokkurs konar æðstaráð stjóm- enda sem kallast „Vegur Guðs“ og telja að Guð hafi valið þá úl starfans. Ef safríaðarmeðlimur er ekki í tengslum við þetta öld- ungaráð (meðalaldur er um átt- rætt og telur rúmt dúsín manna) er sagt að hann geú ekki aflað sér vitneskju um ritninguna þrátt íyrir að lesa í henni upp á hvem dag. Þetta er það æðsta yfirvald sem Vottamir trúa á.“ Falskar kennisetningar og bókstafstrú Wilting segir að Vottum Je- hóva sé innprentuð bókstafstrú og biblían sé rifin úr samhengi til að fá fram falskar kennisemingar sem henti trúarhugmyndum þeirra. Safnaðarmeðlimi segir hann óvarða gegn þessu og ekki sé unnt að benda á ranglætið sem í falssetningum felst þar sem innræting sé of sterk og óttinn við sjálfstæða hugsun of mikill. ,JFólÍd er útskúfað ef það hlýðir ekki kennisetningum hópsins. Það fær ekki að hafa sjálfstæða hugsun, og tilraunir í þá veruna heyra til vinnubrögðum djöíuls- ins. Fólkinu er meinað að leita sér þekkingar á æðri menntunar- súgum og bannað að hafa pólit- ískar skoðanir. Konum er lflca að mínu áliú haldið niðri og þær fá ekki að tala í ræðupúlú. Fólki er hins vegar haldið í stöðugum ótta um reiði Guðs (Jehóva) og þannig svipt frelsinu og mögu- leikanum á að lifa hamingjuríku lífi. Ég er alsæll með að vera Iaus úr prísundinni og vona að bókin komi til með að styrkja aðra í sömu trú." Flokkast sem sértrúarsöfnuður Hérlendis teljast meðlimir í trúarsöfnuði Votta Jehóva 517, þar af 270 konur. Meðlimir 16 ára og eldri eru 344. Alls eru um 4 milljónir manns safnaðarmeð- limir um víða veröld. Brunabóta- mat 780 fermetra húseignar safnaðarins á Sogavegi 71 er meúð á 44 milljónir króna, þótt fasteignamat sé um helmingi lægra. Þjóðkirkja íslands lítur ekki svo á að Vottar Jehóva séu í neinum skilningi kristinn söfn- uður og flokkast hann því sem sértrúarsöíríuður. Rökin fyrir því eru þau að tekin séu brot úr krist- indómi og þeim blandað saman við annað, þannig að úr verði eins konar samrunakenningar sem ekki standist kristnar kenni- setningar. Vottar Jehóva vísa þó mikið í biblíuna, kenna meðal annars biblíulestur og telja sig kenna réttkristið siðferði. Sú von sem sett er fyrir kristna ntenn er tvenns konar, að mati meðliðma Votta jehóva. Annars vegar er um að ræða ákveðinn hóp sem útvalinn er af Jesú kristi úl að ríkja með honum. Er talað um a það séu 144 þúsund ein- staklingar sem hafi þessa him- nesku köllun. Hins vegar telja þeir að talað sé um mikinn múg í biblíunni, sem enginn veit tölu á, og á hann að vera grundvöllur Paradísar á jörðu. Vottarnir eru skráðir sem sjálfstætt trúfélag og innheimtir ríkið ljögurra þúsunda króna ár- gjald meðal safnaðarmeðlima, líkt og hjá þjóðkirkjunni og öðr- um trúfélögum, og rennur það fé úl safnaðarins. Ofan á þetta bæt- ast ftjáls framlög safnaðarmeð- lima, en þeim er ekki skylt að greiða ákveðið gjald á borð við tíund. Telma L. Tómasson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.