Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 11. JÚNÍ1992 Þótt Albert Rúts- son sé persónu- lega gjaldþrota rekur hann fyrir- tækið Bílasölu Alla Rúts hf. Fyr- irtæki Alberts hafa verið starf- rækt á Hyrjar- höfða 2, Bílds- höfða 18 og Vagnhöfða 11. BLEKKTU ALBERT OG BJARNIGRÉTAR? Albert Rútsson og Erla afsöl- uðu sér hlutabréfum í G. Hans- syni hf. í desember 1990. Um leið sagði Albert af sér sem stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann heldur því fram að við viðskilnaðinn hafi Erlendur Einarsson, fyrrum forstjóri SÍS og vinur Grétars, verið við- staddur og gætt hagsmuna Grét- ars. Einn heimildamaður blaðsins, sem þekkir til þessara mála, taldi að Grétar hefði verið blekktur við viðskilnaðinn og að í þeirn leik hefði Bjami Magn- ússon tekið þátt. , J>etta var fyrirtæki sem var í blómlegum rekstri, en þegar Al- bert gekk út úr fyrirtækinu stóð Grétar uppi með fyrirtæki sem skuldaði 40 milljónir króna. Kjami málsins er þessi: Hvemig stendur á því að Grétar og eigin- kona hans vom skilin eftir með 40 milljóna króna skuldir og í kjölfarið eignalaus eftir nauð- ungaruppboð og gjaldþrot, á sama tíma og Albert og kona hans voru leyst undan öllum ábyrgðum í Landsbankanum með fulltingi Bjama Magnús- sonar?“ ILLA GEKK AÐ FÁ GÖGN FRÁBANKANUM Sveini Skúlasyni mun hafa tekist, eftir ítrekaðar og lang- vinnar tilraunir, að fá bókhalds- gögn frá bankanum varðandi G. Hansson hf. og er með þau gögn í skoðun í því skyni að komast að því hvert lánafyrirgreiðslur frá bankanum runnu í raun, enda séu uppi grunsemdir um að hluta lánanna hafi verið ráð- stafað til persónulegra þarfa Al- berts og til fyrirtækja hans. Samkvæmt sérstöku sam- komulagi frá 14. desember 1990 afsöluðu Albert og Erla sér sam- tals 50 þúsunda króna hlutabréf- um í G. Hanssyni hf. og með samþykki Grétars losnuðu þau um leið undan umtalsverðum ábyrgðum; fyrst og fremst vegna lánafyrirgreiðslu Lands- banka íslands, en einnig vegna annarra víxla og skuldabréfa. Samkomulagi þessu fylgdi und- irritun Bjama Magnússonar úti- bússtjóra á sérstakri yfírlýsingu. G. HANSSON HF. í GJALD- ÞROT OG NÝTT FYRIR- TÆKISTOFNAÐ f júní 1991 vom tvær rútubif- reiðir í eigu G. Hanssonar hf. skráðar á nafn Elínborgar K. Sigsteinsdóttur, eiginkonu Grét- ars. Á rútum þessum eru veð vegna Landsbanka íslands upp á 27 milljónir króna samtals að núvirði, en raunvirði bflanna er talið á bilinu 7 til 9 milljónir. Fáeinum dögum síðar var eign- arhlutur hjónanna á Blikastöð- um sleginn Landsbankanum á 10,5 milljónir króna. Mánuði síðar var Grétar tekinn til per- sónulegra gjaldþrotaskipta. Kröfur í búið nema samtals 29,7 milljónum króna og þar af á Landsbankinn kröfur upp á 23,6 milljónir króna, en búið er eignalaust. Þá liggur fyrir að fyrirtækið G. Hansson hf. er á leið í gjaldþrot og er í undirbún- ingi stofnun ný fyrirtækis, Is- ferða hf. Þá má geta þess að kaupendur Alga-rútubíla, sem þeir Grétar og Albert fluttu inn, hyggja jafnvel á skaðabótamál vegna alvarlegra galla sem komið hafa í ljós í bflunum, sem em yfirbyggðir í Júgóslavíu, en með þýska grind. Auk galla er því haldið fram að við afhend- ingu hafi vantað ýmsa fylgihluti sem áttu að vera með í kaupun- um. f sérstakri rammagrein er fjallað um kæm Allrahanda hf. á hendur Alberti og Bjarna Magnússyni vegna viðskipta í tengslum við kaup á einni slíkri rútubifreið. ALLIRÚTS: ÉG TAPAÐI7 TIL 8 MILLJÓNUM Á GRÉTARI Albert Rútsson vildi lítið tjá sig um þessi mál. „Það er alger firra að ég hafi hagnast á einn eða annan hátt á viðskiptunum með Grétari. Satt að segja tapaði ég 7 til 8 milljónum á þessu dæmi. Þegar við hættum sam- starfi var gert sérstakt sam- komulag og við það tækifæri var meðal annars viðstaddur Er- lendur Einarsson til að aðstoða Grétar við að gæta hagsmuna sinna. Auk þess sem ég tók á mig víxla og fleira þess háttar tók ég að mér að greiða rútu sem fór inn í fyrirtæki Grétars, rútu upp á 5 til 6 milljónir. Ég er með í höndunum bunka af skjölum í sérstakri möppu og get sannað mitt mál. Sveinn Skúlason má gera það sem hann vill, það sem hann segir er ósatt,“ sagði Albert. Hann bætti því við að það hefði verið Grétar sem hafði ífumkvæðið að viðskilnaðinum. „Hann hélt því fram að tengdaforeldrar hans, gömlu hjónin á Blikastöðum, ætluðu að koma með 10 til 15 milljónir inn í fyrirtækið til að bjarga fjár- málum dóttur sinnar, en settu það sem skilyrði að ég færi út. Hagsmuna Grétars við viðskiln- aðinn vargætt í hvívetna" Friörik Þór Guömundsson Allarhanda hf kærir Alla Rúts til RLR Rútubílafyrirtækið Allra- handa hf. kærði fyrir nokkrum dögum Albert S. Rútsson til RLR og sakar hann um fjárdrátt. í sömu kæru er tilgreint að til at- hugunar sé kæra á hendur for- ráðamönnum útibús Lands- banka íslands í Breiðholti — Bjama Magnússyni — íyrir að hafa afhent Alberti víxla, sem með réttu áttu að afhendast Allrahanda. Er farið fram á rannsókn á hlutdeild útibúsins í meintu misferli Alberts. Kærendur málsins halda því lfam að Albert hafi ekki staðið skil á peningum, sem hann tók við í formi víxla og seldi síðar í Landsbankaútibúinu hjá Bjama. Andvirði víxlanna var lagt inn á persónulegan tékkareikning Al- berts í útibúinu. Samkomulag hafi verið unt að Albert greiddi tiltekna erlenda ábyrgðarskuld Allrahanda, sem Albert útveg- aði sjálfur, vegna kaupa á rútu- bifreið. Það hafi hann ekki gert, heldur hagnýtt sér peningana í eigin þágu. Þurfti Allrahanda að greiða skuldina þótt Albert hefði fengið til þess peninga. Þegar það hafði verið gert vom Alberti afhentir víxlarnir og neitaði hann að afhenda Allrahanda þá. Þessu til viðbótar kærir Allra- handa Albert vegna milligöngu hans við kaup á rútubifreið frá Alga í Þýskalandi. Halda for- ráðamenn Allrahanda því fram að Albert hafi nýtt sér þau kaup til að taka sjálfur út vörur í gegnum reikning Bflasölu Alla Rúts hf. — Alberts sjálfs — og snýst það mál um 40 þúsund mörk eða 1,5 milljónir króna. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR var reynt að fara sáttaleið í máli þessu og meðal annars mun Albert hafa afhent kærendum víxla upp í kröfuna. Því er hins vegar haldið fram að þessir víxlar séu „málamynda- víxlar“, meðal annars gefnir út af „dæmdum síbrotamanni", Hallgrími Jóhannessyni, fyrir hönd Icelandic Horse Sale á Bretlandi, en að Royal Bank of Scotland hafi staðfest að víxl- arnir séu til málamynda og ógildir. Þá mun Albert hafa afhent víxla sem útgefnir voru af eig- endum hlutafélagsins Veitinga- hússins Höfðatúni 2 hf„ en það er af kærendum kallað mála- myndahlutafélag, þ.e. gervifýr- irtæki, og mun vera í rannsókn hjá RLR vegna annarra mála. Stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri jress fyrirtækis er skráður Erling Laufdal Jónsson. Útibússtjóri Landsbankans í Mjódd Fyrirgreiðslur Bjarna Magnússonar í rannsúkn Bjarni Magnússon, útibús- stjóri Landsbankans í Breið- holtsútibúinu í Mjódd, kemur mikið við sögu bæði vegna beiðni Sveins Skúlasonar, lög- manns Grétars Hanssonar, um opinbera rannsókn á viðskilnaði Alberts Rútssonar við fyrirtæk- ið G. Hansson hf. og vegna kæru Allrahanda hf. á hendur Alberti fyrir fjárdrátt, þar sem um leið er farið fram á rann- sókn á þætti Bjama. Bjarni hefur verið útibús- stjóri Landsbankans í Mjódd í 10 ár, en þar áður var hann úti- bússtjóri Múlaútibúsins í önnur 10 ár. Hann hefur áður komið við sögu á síðum PRESSUNN- AR vegna vafasamra viðskipta. Bjami var í nánum tengslum við Byggingarfélagið Ós allt frá því Landsbankinn tók Ós inn sem viðskiptavin þangað til skömmu áður en Ólafur Bjöms- son, eigandi Óss, greip til um- talaðrar nafnbreytingar á fyrir- tæki sínu til að losna við skuldir upp á hundmð milljóna. Ólafur fékk verulega lánafyrirgreiðslu hjá Bjama eftir að Olafur hafði með umdeildum hætti skipt fasteigninni Suðurhrauni 2 í tvennt og fengið þæinig. „nýja“ fasteign til að veðsetja. Tengsl Bjama við Ós voru með þeim hætti að eiginkona hans, Sigrún Steingrímsdóttir, og sonur, Magnús Bjarnason, vom skráð fyrir sameignarfé- laginu Úrlausn, en það fyrirtæki annaðist verktöku fyrir Ós. Ekki einasta var Bjami þannig í nánum tenglsum við Ós vegna viðskipta fyrirtækis fjölskyldu hans, heldur var sonurinn Magnús á sama tíma starfsmað- ur hagdeildar Landsbankans. Á meðan á þessu stóð beind- ust augu manna að viðskiptum Bjama og Alberts Rútssonar. Einum eða tveimur mánuðum eftir að Albert var persónulega úrskurðaður gjaldþrota veitti Bjarni Bílasölu Alla Rúts hf. lán upp á 15 milljónir króna með veði í Vagnhöfða 11. Þetta húsnæði hafði Albert keypt af Guðbirni Guðmundssyni. Veð Landsbankans lenti á fjórða Bjarni Magnússon. Óskað hefur verið eftir rannsókn á þætti hans í kærumáli Allrahanda hf. vegna viðskilnaðar Alberts Rútssonar og Grétars Hanssonar og fyrir skemmstu var hann undir smá- sjánni vegna lánafyrirgreiðsiu til Ólafs Björnssonar í Ósi um leið og ffilskylda Bjarna var undir- verltfcjti hjá Ósi. mm veðrétti á eftir 30 milljónum vegna húsakaupanna og 12 milljóna króna veðkröfum Reykjavogs hf. Bmnabótamat hússins var að vísu skráð um 70 milljónir króna, en 30 milljónir vom taldar eðlilegt kaupverð og raunvirði hússins. Nú blasir við málshöfðun vegna deilna Alberts Rútssonar og Grétars Hanssonar, þar sem Bjami kemur mikið við sögu vegna umtalsverðra lánafyrir- greiðslna umfram tryggingar. Um leið hefur Albert verið kærður til RLR af Allrahanda hf. og er þar beðið um sérstaka rannsókn á þætti Bjama.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.