Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN ll.JÚNÍ 1992 Upplýsingar um persónuharmleiki Díönu valda írafári á Bretlandi Kona á sífelldum barmi taugaáfalls? Fréttir af konunglegum harm- leik, þar sem söguþráðurinn er óhamingjusamt hjónaband Dí- önu og Karls, hafa fyllt alla fjöl- miðla á Bretlandi síðastliðna viku. Astæðan er væntanleg út- koma bókanna Diana: A Princ- ess And Her Troubled Marriage eftir Bandaríkjamanninn Nichol- as Davies og Diana - Her True Story eftir Bretann Andrew Mor- ten. Kaflar úr bandarísku bókinni birtust síðastliðinn föstudaginn í Daily Mail, sem tryggði sér birt- ingarréttinn að henni. Það er hins vegar breska bókin sem vekur mesta athygli hér á landi, en kafl- ar úr henni hafa birst í The Sutiday Times, sem er sagt hafa keypt birtingarréttinn fyrir 250.000 pund (jafnvirði um 25 milljóna íslenskra króna). Það sem valdið hefur mestu fjaðrafoki er að Díana er sögð vera með í ráðum. Margar myndir úr fjölskyldualbúmum hennar birtast nú í fyrsta sinn op- inberlega í bresku bókinni og vitnað er í nána vini hennar og ættingja. í bókinni kemur fram að Dí- ana hafí fimm sinnum reynt að binda enda á líf sitt. Hún hafi þjáðst af þunglyndi, farið í taugameðferð og leitað hjóna- bandsráðgjafar. Allt er þetta sett undir smásjá. Vitnað er í per- sónuleg rifrildi þeirra hjóna og vinir prinsessunnar staðhæfa að framkoma Karls, allt frá hveiti- brauðsdögum þeirra, hafi dæmt Díönu til að lifa í ástlausu hjón- bandi. Til að fullkomna harm- leikinn hefur gömul vinkona prinsins verið sett í eitt af aðal- hlutverkum hins ómissandi þrí- hymings allra ástarævintýra. Prinsinn átti í nánu vináttu- sambandi við Camillu Parker ár- ið 1973, en sagt að hann hafi brostið kjark til að biðja hennar. Þau hafa þó alla tíð haldið nán- um vinskap, þrátt fyrir andstöðu Díönu. HÆTTA Á STJÓRNAR- FARSKREPPU Sögusagnimar magnast dag frá degi. Sagt er að alvarlegri ógn hafi ekki steðjað að konungsveldinu frá því Játvarður VIII. afsalaði sér krúnunni til að geta gengið að eiga konuna sem hann elskaði, Wallis Simpson, en hún var frá- skilin (eftir að eiginmaður henn- ar ákvað að standa ekki í vegi fyrir ástarsambandi hennar og prinsins). Menn hafa gengið svo langt að spá því að þetta geti verið upphafið að endalokum einveld- isins í Bretlandi og að lýðveldis- stjómarfar sé komið á dagskrá. Ef það gengur eftir væm það vissulega mikil tíðindi ef nær 1.000 ára konungsveldi væri að líða undir lok. Þegar Buckingham-höll brást loks við vangaveltum fjölmiðla með yfirlýsingu um að Díana hefði ekki átt neina samvinnu við höfundana um gerð bókanna tveggja var um leið fullyrt að ekki væri von á stjómarfars- kreppu þótt til skilnaðar kæmi. Lagaprófessorar og klerkar, sem gerst þekkja sögu konungs- veldisins, hafa fylgt í kjölfarið með yfirlýsingar sama efnis. Þótt viðurkennt sé að handhafa kon- ungssprotans gæti þótt starf sitt erfiðara án maka eru engar stjómarskrárhindranir sagðar fyrir því. Samkvæmt lagagrein um hjónaband ríkisarfans ífá því 1700 er einungis bannað að hann giftist rómversk-kaþólikka og þótt undirstrikað sé í annarri lagagrein frá 1772 að þetta kon- unglega hjónaband sé það mikil- vægasta í ríkinu, er ekki tekið fyrir skilnað. Hins vegar ætti Karl þess ekki kost að giftast öðm sinni innan kirkjunnar ef Kaldlyndur eiginmaður eða fórnarlamb fjölmiðlatilræðis? hann skildi við Díönu og sæktist eftir konungdómnum, enda er þjóðhöfðinginn aukin heldur æðsti yfirmaður Ensku biskupa- kirkjunnar og „vemdari trúar- innar“. FJÖLMIÐLAR SAKAÐIR UM AÐ SKAÐA KON- UNGSVELDIÐ I kjölfar uppþotsins hafa lærðir sem leikir hvatt til hertrar löggjafar um friðhelgi einkalífs- ins. Fjölmiðlar em sakaðir um að hafa farið langt yfir velsæmis- mörk í frásögnum af málinu í hagnaðarskyni. Jafnvel ritstjóri Daily Telegraph hefur tekið undir gagnrýnina og sagt að með umfjöllun af þessu tagi sé verið að skaða konungsveldið og hjónaband ríkisarfans. Almenningur getur varið mannorð sitt og kært ærumeið- ingar, en meðlimir konungsíjöl- skyldunnar fara hins vegar ekki þá leið. Fordæmi þar um er þó til, frá 1911. Þá réðst blaðamað- ur á Georg V. og ásakaði hann um tvíkvæni. Blaðamaðurinn var ákærður og dæmdur í 12 mánaða fangelsi fýrir glæpsam- legar ærumeiðingar. Á hinn bóginn er bent á að það geti verið áhættusamt fýrir kon- ungsfjölskylduna að leggja út á þá braut, því með tilheyrandi uppistandi og ffamkomu [teirra í réttarsal væri betur heima setið en af stað farið, ef slíkt mál tap- aðist. Enginn getur heldur bent á að brotnar hafi verið reglur í þessu máli, þótt siðanefnd blaðamanna hafi séð ástæðu til að gefa yfir- lýsingu um að fréttaflutningur- inn hefði farið úr böndunum og væri stéttinni til lítils sóma. Eftir stendur svo spumingin um hver hafi verið tilgangurinn með öllu saman. Ymist er sagt að Díana hafi með þessu ætlað að gera lokatilraun til að vinna ástir hins kaldlynda prins á nýjan leik og bjarga hjónabandinu, sem hún viðurkenni nú að sé naíhið tómt. Eða hún hafi viljað undirbúa jarðveginn fyrir skiln- að með því að skapa sér næga samúð hjá almenningi svo hún gæti haldið forræðinu yfir son- um sínum. Það gæti reynst erfitt þar sem Vilhjálmur prins stendur næst föður sínum í ríkisarfaröð- inni. Sums staðar hefur því verið haldið fram að Díana og Sarah Ferguson, hertogaynja af Jórvík og svilkona hennar, hafi verið samferða í skilnaðarhugleiðing- um sínum, en Díana hætt við á síðustu stundu og sett skyldumar ofar tilfinningunum. Það er sam- dóma álit manna að hún hafi vaxið í starfi sínum sem prins- essan af Wales og almenningur setur hana næst á eftir drottning- unni sjálffi þegar kannaðar em vinsældir meðlima konungsfjöl- skyldunnar. Anna Hildur Hildibrandsdóttir ...vinir prinsess- unnar staðhœfa að framkoma Karls, alltfrá hveitibrauðsdög- um þeirra, hafi dœmt Díönu til að lifa í ástlausu hjónbandi. Menn hafa gengið svo langt að spá því að þetta geti verið upphafið að endalokum ein- veldisins í Bret- landi og að lýð- veldisstjórnarfar sé komið á dag- skrá. Ættir mannsins raktar lengra en til „Evu“ stofnum mannsins mætti rekja til stökk- menn hallast að því að Homo erectus brcytinga á ættkvíslum, sem rekja mætti hefði komist á legg í Afríku og þaðan til einnar og sömu formóðurinnar. Sam- breiðst út til Evrópu og Asíu, en síðan Tvær ævafomar höfuðkúpur, sem ný- verið fundust í Kína, hafa rennt stoðum undir kenningar um að Homo sapiens, hinn vitibomi maður, hafi þróast við kyn- blöndun misþróaðra ftummenna. Aftur á móti gefur fundurinn tilefni til þess að draga í efa kenninguna um „Evu", að allt mannkyn eigi sér sameiginlega formóð- ur, sem á að hafa verið uppi í Afríku íyrir um 200.000 ámm. Auk þessa kann fund- ur hausaskeljanna að varpa ljósi á upp- runa þriggja meginkynþátta mannsins, hins gula, svarta og hvíta. Það var tímaritið Nature, sem greindi frá fundinum, en hann bendir til þess að guli kynþátturinn geti rakið ættir sínar aftur til forsögulegra manna, sem kunna að hafa búið í Asíu í allt að ntilljón ár samfleytt, en kynblandast manntegund- um, sem fluttust að vestan. Undanfarin ár hafa mannfræðingar hallast að kenningunni um „Evu“, en rannsóknir á erfðaefni víðs vegar í heim- inum bentu til þess að muninn á kyn- kvæmt kenningunni höfðu afkomendur hennar breiðst út til Arabíuskaga, þaðan til Asíu og Evrópu og seinna ffá Asíu til Ameríku og kontið í stað Homo erectus, eða upprétta mannsins. Áður en þessi kenning var reifuð höfðu hefði hver kynstofn um sig þróast sjálf- stætt í hverri álfu. Rannsóknir á líkams- byggingu og eríðastofnum sýna hins veg- ar að kynstofhamir em svo líkir að afar ósennilegt er að þeir hafi verið aðskildir jafnlengi og þeir þyrftu samkvæmt kenn- ingunni. Veruleg blöndun hlaut að hafa átt sér stað. Kínverku höfuðkúpumar hafa hins vegar einkenni bæði Homo erectus og Homo sapiens og upphaflegir eigendur þeirra vom ofan jörðu löngu áður en „Eva“ kom til sögunnar, því talið er að þær séu um 350.000-400.000 ára gamlar. Sennilegt vcrður því að teljast að í Asíu hafi Homo erectus þróast í Homo sapi- ens. Enn merkilegra er þó sú staðreynd að andlitsfallið hefur þá þegar verið með sérasískum einkennum. í Evrópu og Aíríku hafa þegar fundist mtmnaleifar, sem benda til þess að Homo erectus hafi þróast í Homo sapiens. Þar af leiðandi er sennilegra en fyrr var talið að samskonar þróun hafi átt sér stað víðs- vegar á hnettinum, en kynblöndun og þjóðflutningar hafa að líkindum verið mun meiri og flóknari en hingað til hefur verið talið, nóg til þess að „samræma" manninn, en ónóg til þess að koma í veg fyrir sundurgreiningu kynþáttanna.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.