Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN ll.JÚNÍ 1992 PRESSAN Utgefandi Blaðhf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Ritstjórn, skrifstofur og auglvsingar: Nýbýlavegi 14, sími 64 30 80 Faxnúmer: 64 30 89 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 64 30 85, dreifing 64 30 86 (60 10 54), tæknideild 64 30 87, slúðuriína 64 30 90. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. Stærstu áföllin eiga ekki upptök sín í sjónum í PRESSUNNI í dag er umfjöllun um þá sem hafa komið íslenska samfélaginu á hausinn. Þar er rakin hörmungasaga íslenskrar efnahagsstjómar og ævintýramennsku stjómmála- manna í atvinnulífinu og greint frá höfundum og fram- kvæmdamönnum stærstu afglapanna. I raun væri hægt að skrifa þessa sögu í miklu lengra máli en kemst fyrir á síðum PRESSUNNAR. Undanfama tvo áratugi — og reyndar enn lengur — hafa ráðamenn þreytt vonlausa baráttu við að beygja gmndvallarlögmál efnahagslífsins undir sérviskulegar hugmyndir sínar um stjóm efnahagsmála. Oft virðast þessar hugmyndir eiga rót að rekja til mikil- mennskubrjálæðis þeirra sem ganga með þær. Þeir virðast telja sig þess umkomna að snúa atvinnuþróuninni við með smábrögðum hér og þar. Stundum bera þessar hugmyndir hreinni heimsku vitni. Ráðherrar láta blekkjast af væntingum um skjótfenginn gróða rétt handan við homið. Þeir kasta gífurlegum fjármunum á glæ í von um þann stóra. í öðmm tilfellum er ekki hægt að rekja afglöpin til neinna hugmynda heldur til hreinnar og klárrar spillingar. Ráðamenn notfæra sér aðstöðu sína til að bjarga félögum sínum; ýmist samflokksmönnum eða félögum sínum í hinum flokkunum. Þó er langalgengast að rótin að gegndarlausri sóun fjár- muna og heimskulegum lögum og reglugerðum liggi í undir- lægjuhætti ráðamanna gagnvart hagsmunaaðilum í atvinnulíf- inu. Stjómmálamenn hafa sniðið landbúnaðarkerfið að þörf- um forkólfanna í landbúnaðinum. Þeir hafa púkkað upp á of- fjárfestingu í landbúnaði og sjávarútvegi til að gera forsvars- mönnum þessara greina til hæfis. Þeir hafa fellt gengið, lækk- að vexti og dælt út ríkisábyrgðum í sama tilgangi. Yfirvofandi samdráttur á þorskkvóta er mikið áfall fyrir þjóðarbúið. Það er þó ekki mikið í samanburði við þau áföll öll sem hafa dunið yfir það af völdum afglapa stjómmála- manna við efhahagsstjómina. Ef stjómmálamenn létu af tilraunum sínum til að setja mark sitt á efhahags- og atvinnulífið gæti þjóðin sjálfsagt staðið af sér minnkandi þorskafla. En á meðan þeir halda afskiptum sínum áfram er ástæða til að ugga um ffamtíðina. V I K A N STÆRSTA TAPIÐ KOM MINNST Á ÓVART Reikningar Sambandsins, dótturfyrirtækja jress og kaupfé- laganna voru gerðir upp með 1,7 milljarða rekstrartapi á síðasta ári. Það eru dálítið miklir pen- ingar, 1.700.000.000 krónur. Þetta er hærri upphæð en kostaði að reka íslenska diplómatíið þrátt fyrir EES og allar ferðir Jóns Baldvins. Og þetta er hærri upphæð en varið var til rekstrar Háskólalslands. Með öðrum orðum hefði Sambandið getað tekið að sér rekstur Háskólans ef það hefði ekki tapað svona miklu. Og það hefði orðið jafn gott á eftir og það er t dag. Það sérkennilegasta við fréttir af feiknalegu tapi Samvinnu- hreyfmgarinnar er að þær koma ekki nokkrum manni á óvart. Þau fyrirtæki sem rekin eru í nafni hennar hafa tapað hvetjum milljarðinum á fætur öðrum á síðustií árum og fátt bendir til að breyting verði þar á. Þó svo að fféttir bærust urn það einn dag- inn að Sambandið tapaði millj- arði á ntánuði ntundi sjálfsagt enginn kippa sér upp við það. Enda er spurning hverjunt kemur það við. Ekki kvarta eig- endumir! ÍSLAND í ÞUNGAMIÐJU HEIMSMÁLANNA * Litlu munaði að Island kæm- ist í þungamiðju heimsmál- anna, eins og landkynningar- frömuði hefur dreymt um, þegar filippeyskur fánaberi hugðist reka Aquino forseta í gegn með íslenska fánanum. Ef honum hefði tekist það hefði athygli heimsbyggðarinnar beinst hing- að norður á skerið, hvað allt of sjaldan gerist. Og þegar íslensk- ur fáni væri dreginn að húni í er- lendum stórborgum velktist eng- inn lengur í vafa um hvers fáni þar færi. GULLÆÐI Á DJÚPSLÓÐ Eftir að ljóst varð að þorskur- inn er svo til horfinn af ísland- smiðurn er hafið nokkurs konar gullæði á djúþslóð. Togarinn Júlíus Geirmundsson fór þannig í rannsóknarleiðangur í leit að arftökum þorsksins og fann ein- ar 80 tegundir. Þar af margar sem enginn vissi að væru til og varð fyrir vikið að endurvinna bók um íslenska fiska sem kom- in var í prentun. Skipverjar á Júlíusi smökkuðu á fiskunum 80 og fannst þeir allir góðir og l£k- legt hnossgæti á veisluborð í út- löndum. Hvort útlendum þykir fiskamir jafhgóðir og sjómönn- unum á eftir að koma í Ijós. Ef til vill þarf fólk að vera haldið temmilegri örvæntingu vegna hruns þorskstofnsins til að finn- ast þeir góðir á bragðið. HVERS VEGNA Getum við ekki lifað á neinu öðru en sjávarútvegi? HÖRÐUR SIGURGESTSSON, FORSTJÓRI EIMSKIPS, SVARAR ,J fyrsta lagi vil ég svara því til að við getum lifað af ýmsu öðru en sjávarútvegi og gerum það nú þegar, þar sem við flytj- um út bæði þjónustu og iðnaðar- vöru. En enn er það þannig að sjávarfang skiptir mestu máli. Við höfum yfir fjórum auð- lindum að ráða; hafinu, orkunni, landinu og fólkinu. Ástæðan fyr- ir því að sjórinn er og mun um langan tíma verða sú auðlind sem skapar okkur mestar tekjur er einfaldlega sú að sjósókn er hlutur sem við kunnum og höf- um gert mjög lengi. Ef fiskveið- amar em bomar saman við aðra möguleika kemur í ljós að þetta liggur betur fyrir okkur en flest annað. Við höfum mikla þekk- ingu á þessu sviði og sjávarút- vegurinn þarf ef til vill ekki eins mikið fjánmagn og fjárfesting í nýjum greinum. Hins vegar er sjálfsagt að horfa á aðra möguleika og ekki vera með of mörg egg í einni körfu. Það er mjög áhugavert að halda áfram að þróa hér mögu- leika með orkuffekan iðnað en það er hins vegar verkefni sem tekur mörg ár eða áratugi að gera að þýðingarmikilli grein. Það kostar því mikla þolinmæði og mikið fjármagn, og ekki líklegt að við náum árangri á þeim vett- vangi nema í samstarfl við er- lend fyrirtæki. Þá verðum við að huga að ffekari eflingu ferðamannaþjón- ustu og mjög áhugavert er að freista þess í vaxandi mæli að koma hér upp útflutningi á þekk- ingu. Á þeim vettvangi gilda sömu lögmál og við verðum því að þola að það getur tekið mörg ár eða áratugi að ná góðum árangri. Okkur hefur fram að þessu skort þolinmæði til að fjárfesta til langs tíma og við búum við mjög óljósa atvinnustefnu og óvissu um að hveiju við viljum stefna í atvinnumálum á Islandi í framtíðinni. I meginatriðum er byggt á því að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera, en ekki reynt að svara spumingunni um það hvað við ættum að vera að gera.“ * Astæðan fyrir því að sjórinn er og mun um lang- an tíma verða sú auðlind sem skapar okkur mestar tekjur er einfaldlega sú að sjósókn er hlutur sem við kunnum og höfum gert mjög lengi U fóP HÁiXA Fkesr.R AÞ ÞErrA Sé eítthvAÐ HVftDDA HAUf!! HELvfTÍ Á DðrfTEtfslLANfJi Eaj |>aí> ep. ívo EMS 05- FÁ 'ATT Brr>R Al> rjÁ 05- vit> ERiAM, HeujiAPEkkf 1 9 Wp \ íTjáPrtiA //Á'kV* jf l EPDEKki HRFSS?! BUBLEBUBLe.. . BLétgBÍLiÁB& EfiHAG-i SAF-A K/LAÞA R4Þ Ep i OBSASAi WE* þAA/VA EfiM TVgi/e BvWlfc fLjóriAR ViÞ 'ÆáSWW a© H^sKkVA E&ft stSKIcvA í

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.