Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN ll.JÚNÍ 1992 15 Steingrímur Hermannsson. Með ólíkindum hversu mörgum mistökum nafn hans tengist. stofnuðu Hlutabréfasjóð og At- vinnutryggingasjóð til að forða fjöldagjaldþrotum. Eftir að sá síðarnefndi er búinn að lána tæpa ra'u milljarða í sjávarútveg- inn. Og áður en þorskafli verður skorinn frekar niður. Það er dijúgt meira en umtalaður niður- slöirður á þorskveiðum. DÝRÍBÚRUM I fyilstu sanngimi þá voru þeir búnir að uppgötva þetta. Að þorskurinn myndi ekki endast að eilífu. Þess vegna prófuðu þeir loðdýraræktína. Engum þóttí sú hugmynd snjallari en Steingrími Hermannssyni, sem öðmm leng- ur hefúr verið efnahagsmálaráð- herra. Það var eiginlega ekki fyrr en hann uppgötvaði fiskeldið líka að fölva fór að slá á min- kinn. En þá var það of seint. Starfs- menn hans í Byggðastofnun voru búnir að sannfæra hann. f skýrslu sem stofnunin gaf út í ársbyijun 1987 var því spáð að um þetta leyti yrðu loðdýrabú orðin nokkur hundruð og ásettar læður samtals um tvö hundruð þúsund á ári, svona sirka. Og Stofnlánadeild landbúnaðarins yrði búin að lána um það bil átj- án hundruð milljónir króna í dýr- in. Þetta stóðst nokkum veginn. Stofiilánadeildin er búin að lána sautján hundmð milljónir, læð- umar em tæplega fjömtíu þús- und við síðustu talningu og búin innan við eitt hundrað. Þar fyrir utan hefur Framleiðnisjóður lagt til tæpan milljarð og Ríkis- ábyrgðasjóður er í ábyrgð á þijú hundmð milljónum tíl viðbótar. Nefnd á vegum landbúnaðarráð- herra hefur lagt til massívar skuldaniðurfellingu og Ríkis- endurskoðun hefur varað við óhjákvæmilegum afskriftum. En það máttí reyna. Það máttí líka reyna fiskeldið. Það byijaði á svipuðum tíma og loðdýra- ræktin, en eftir fimm ár skuld- uðu fiskeldisfyrirtæki rúmlega tíu milljarða, einn tíunda þess sem allur sjávarútvegurinn skuldar nú. Mest af því hjá bönk- um og opinberum sjóðum, sem mikil hætta er á að sé tapað fé. Loðdýrin og fiskeldið vigta sumsé svipað og fjömtíu prósent þorskveiðiskerðing í eitt ár. En erþetta allt Steingrími að kenna? Það er auðvitað freistandi að segja já, en þá væmm við að taka heiðurinn af mönnum á borð við Matthías Bjamason, Ólaf Þ. Þórðarson, Karvel Pálmason, Stefán Guðmundsson, Pálma OG MILLJ- ARÐARHÉR OGÞAR Þeir eru fleiri sem hafa nokkra milljarða á sam- viskunni. Man einhver eftir flug- stöðinni sem húrr- að var upp í mikl- um flýtí í tæka tíð fyrir alþingis- kosningar 1987? Hún fór reyndar bara þijá milljarða fram úr áætlun, sem er h'tíð á land- búnaðarmæli- kvarða, en mikið fyrir Matthías A. Mathiesen, sem á endanum ber ábyrgð á ævintýr- inu. Flugstöðin skuldar ríkinu þijá og hálfan milljarð króna. Lánin em að vísu afborgunarlaus þar tíl á næsta ári, en flugstöðin er þeg- ar í vanskilum með vextina. Miðað við óbreyttan rekstur stöðvarinnar er vonlaust að nema helmingur skuldarinnar fá- ist greiddur. Það kostar ríkið um 1,7 milljarða. Það er nokkmm sinnum það sem sjúkrahúsunum var gert að spara í ár. Og um hundrað milljónir á hvem mánuð sem Matthías var utanríkisráð- herra. Um þessa flugstöð fóm einu sinni flugvélar Amarflugs. Sér- stakur áhugamaður um rekstur þess var Steingrímur Hermanns- son, sem hélt því í loftínu með aðstoð ríkissjóðs í nokkur ár. Brotlendingin kostaði ríkissjóð þrjú hundmð milljónir beint í kröfum sem varð að afskrifa, eft- ir að flugvél og húseignir hafði verið selt. Annar Reyknesingur hefur af- greitt frá sér nokkra milljarðana. Ólafur Ragnar Grímsson sat í stjóm Landsvirkjunar þegar lagt var af stað í fjárfestíngar upp á milljarðatugi tíl að framleiða raf- magn sem ekki selst. Hann segist vita benir núna. Hann vissi líka betur þegar hann skrifaði hundr- að milljóna króna tékka haustíð 1989 fyrir draugaskip sem aldrei hefúr sést. Hann sá tíl þess árið 1983 ásamt félaga sínum Eyjólfi Konráð Jónssyni (sem líka var áhugamaður um fiskeldi) að rík- ið ábyrgðist lán til að hægt væri að finna Gullskipið á Skeiðarár- sandi sem sagt er frá þjóðsög- unni. Landsbankinn lánaði, fékk ekki borgað og ætlaði að setja fé- lagið í gjaldþrot. Sem fjármála- ráðhenra borgaði Ólafur Ragnar bankanum kröfuna upp á hundr- að milljónir. Það fé er týnt. Skip- ið er ekki fúndið. Raunvemlegt skip, nýr Her- jólfur, sigldi til hafnar í Vest- mannaeyjum í vikunni með laumufarþega í lestinni. Það er 750 milljóna króna lántaka sem ríkið ber ábyrgð á. Ríkisendur- skoðun lyfti gula spjaldinu í haust og sagði útreikninga benda tíl þess að rekstur skipsins stæði aldrei undir afborgunum af þessu láni. Þar með félli það á ríkissjóð og fyrir það má líklega þakka þingmönnum Suðurlands með Þorstein Pálsson í broddi fylkingar. Dæmin em of sorglega mörg, stór og smá, tíl að þau verði talin upp hér. VOND HAGSTJÓRN I sumum tilfellum er ósann- gjamt að gera einstaklinga ábyrga fyrir milljörðum sem só- að er. Þeir vissu stundum ekki betur—eða vildu ekki vita. Arið 1978 \wTómas Amason fjármálaráðherra í seinni rfkis- stjóm Ólafs Jóhannessonar. Þá var ákveðið að fella niður sölu- skatt á matvælum. Þetta var hlutí af efnahagsaðgerðum og sam- komulagi við launþegahreyf- ingu, enda þýddi þetta lækkun vísitölu upp á ein 2,6 prósent. I krónum talið tapaði ríkissjóður árlega beint 1,3 milljörðum á nú- virði. í reynd þýddi þetta hins vegar að söluskattskerfið varð hriplekt og heildartap ríkissjóðs vegna undanskota í söluskatti var mælt í milljarðatugum. Lausatök á ríkisfjármálum em önnur illmælanleg stærð ef reikna á út hversu miklum skaða þau hafa valdið. Þensla, erlend skuldasöfhun, háir vextir innanlands — allt em þetta hlið- arverkanir sem veikt hafa stöð- una enn ffekar. Og áhersla á að auka framleiðslu frekar en framleiðni, framleiða meira fremur en að framleiða hag- kvæmar. Hagspekingar halda ffam að verðbólga ein og sér dragi úr hagvextí. Það hefúr ekki verið reiknað út hversu mikið verð- bólga síðustu tuttugu ára kostaði okkur, burtséð frá neikvæðum raunvöxtum, ónýtu verðskyni og öðmm fylgikvillum. Hver svo sem talan er, þá á stóran hlut í henni ríkisstjóm Gunnars Thor- oddsen, sem skildi við í þeirri ill- ræmdu 130 prósenta verðbólgu. Gunnar hafði sem iðnaðarráð- herra í annarri ríkisstjóm komið á koppinn fyrirtækjum á borð við Sjóefnavinnsluna, sem kost- aði ríkissjóð á endanum 250 milljónir. En hann hafði aðstoð í Jón Sigurðsson. Milljarðarnir í At- vinnutryggingasjóð dugðu skammt. sinni eigin ríkisstjórn, þegar hann kom verðbólgunni í þriggja stafa tölu. Þar vom nefnilega innanborðs reyndir menn eins og Svavar Gestsson og — þetta hlýtur að vera tílviljun — Stein- grímur Hermannsson. “ Karl Th. Birgisson Lúðvík Jósepsson. Hleypti afstað fjárfestingum sem gleymdist að skrúfa fyrir. Jónsson, Halldór Blöndal, Egil Jónsson, Eggert Hauk- dal og Guðna Agústsson, svo fáir séu nefndir. LANDBÚNAÐURINGÓLFS Sem vitanlega leiðir hugann að landbúnaðinum. Þar hefur fjárfesting síðastu mttugu ár ver- ið umtalsvert meiri en í fisk- vinnslunni. Kostnaður skatt- greiðenda og neytenda er yfir- leitt metinn í kringum tuttugu milljarðar á ári — bein fjárútlát í kerfið og kostnaðurinn við inn- flutningshöftin. Það em svo sem fimm hundmð milljarðar þegar upp er staðið, ef sú tala hefúr ein- hverja merkingu. En það em fimmföld fjárlögin, til dæmis. Eða fjömtíu prósent þorskveiða- skerðing í 20 tjl 30 ár. Það var ekki ffamsóknarmað- ur með stómm staf sem ýttí þess- um bolta af stað, heldur Ingólfur Jónsson á Hellu, landbúnaðar- ráðherra allan valdatíma Við- reisnar. Hinir hafa reyndar verið trúir meistaranum og oft heittrú- aðri eins og aðrir lærisveinar. Það em flestir þeir sömu og nefndir em hér að ofan. I heild- ina em þetta býsna margir millj- arðar á mann. AGNESI Bragadóttur var sleppt lausri á þjóðina eftir nokkra hvfid og það var eins og við manninn mælt; hausamir byrjuðu að fjúka. Fyrstur fór Gunnar Birgisson, en Agnes sagði jið framboð hans hjá VSI hefði bara verið brandari. Hún gleymdi reyndar besta brandaranum, þegar Gunn- ar þóttist hafa hætt við að tekjutengja meðlagsgreiðsl- ur til að koma til móts við kröfur námsmanna! Auð- vitað hafði Gunnar gleymt því að samkvæmt dómi er meðlag eign barnsins og því utan valdsviðs LIN. En það er önnur saga. Þau Jó- hanna Sigurðardóttir og QUÐMUNDUR Arni Stefánsson fá sinn skerf líka hjá Agnesi, enda ljóst að þau gætu ekki bylt ömmu sinni þótt mikið lægi við - hvað þá Jónunum. Og síðast en ekki síst fær Vig- dís Finnbogadóttir sinn skerf. En það er ekki hægt að tala um Agnesi án þess að nefna Gunnar Þorsteins- son í Krossinum. Á eftir efninu kemur amen. Gunn- ar er búinn að mana Ólaf Skúlason biskup fram á vígvöllinn - segist hafa fengið heldur kaldar kveðj- ur frá Ólafi, sem þó ber ábyrgðina á að hafa fermt Gunnar á sínum tíma. Svona er trúarlífið. En það vildu margir vera í sporum starfsmanna Borgarspítal- ans, því hann ÁRNI Sigfússon ætlar að borga þeim aukalega fyrir hve mikið þeir hafa sparað. Ég myndi treysta mér til að spara heilan helling ef ég fengi borgað fyrir það. En potari vikunnar er tvímæla- laust ffiippeyski fánaberinn sem reyndi að drepa Coraz- on Aquinb með íslensku fánastönginni við setningu ólympíuskákmótsins. Þegar hann var gripinn í miðju til- ræði sagðist hann bara hafa verið að grínast þannig að hann er að sjálfsögðu einn- ig grínisti vikunnar. En efnilegustu deilusmiðir vik- unnar eru ELLERT B. Schram og Einar Sveins- son sem þrátta um verðið á Stöð 2 á sínum tíma. Reyndar hefur deilan beinst inn á ný svið því nú hefur Ellert upplýst að Einar sé ákaflega lélegur í að standa í biðröðum. Einar vildi nefnilega svara Ellert í DV en þurfti að fara í hefð- bundna biðröð þar. Það lík- aði Einari ekki og fyrir slembilukku slapp hann strax í gegr.um röðina á Morgunblaðinu og gat svar- að fullum hálsi þaðan. Tjáningarfrelsinu fullnægt.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.