Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 11.06.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN ll.JÚNÍ 1992 25 E R L E N T Danir urðu fyrstir, hverjir eru næstir? Sjálfstæði Eystrasaltsrík janna er enn ekki að fullu fengið Fyrir þremur árum þurfti sá, sem þetta ritar, að fara í danskt alfræðiorðasafn frá þriðja ára- tugnum til þess að finna mynd af fánum Eystrasaltsríkjanna. Vest- urlandabúar höfðu um áraraðir látið, sem þau væm ekki lengur til, fánamir vom öllum löngu gleymdir og þar með höfðu menn í raun lagt blessun sína yfir innrás Sovétríkjanna og innlim- unina á ríkjunum þremur. Og það em aðeins örfá ár síðan ís- Íenskur þingmaður — sem enn situr á þingi og gefúr sig út fyrir að vita eitthvað um utanríkismál — sagðist ekkert skilja í þessu brölti í Eystrasaltsríkjunum, rétt eins og þar væri aðeins einhverj- ir óknyttadrengir á ferðinni, sem veita þyrfti ráðningu. Nú þegar fmnst manni óra- langt síðan Sovétríkin liðuðust í sundur og sjálfstæði Eystrasalts- ríkjanna fyrir löngu í höfh, enda íslendingar fremstir í hópi jafn- ingja í viðurkenningu þess. Þó er ekki liðin nema rétt liðleg með- ganga frá hinu misheppnaða valdaráni í Moskvu og viður- kenningu Islands á sjálfstæði ríkjanna, sem sigldi í kjölfarið. En þrátt fyrir allt og allt em ríkin þijú enn nátengdari Rúss- landi í hugum margra en hinar nýsjálfstæðu þjóðir kæra sig um. Enn fmnast engar landabréfa- bækur með hinum nýju landa- mæmm og í ríkjunum þremur em rússnesk áhrif enn gífúrleg. Þetta breytist nokkuð á næst- unni, því á döfinni er útgáfa eigin gjaldmiðils í stað rúblunnar. Stærri og öflugari ríki Sovétríkj- anna gömlu hafa enn ekki hætt sér út í slíkar aðgerðir, en næsta víst má telja að stofnun nýs gjaldmiðils mun leggja auknar byrðar á herðar Eista og ekki síð- ur þá 500.000 Rússa — bæði hermenn og almenna borgara — sem enn búa í Eistlandi. Stjómvöld í Moskvu munu vafalaust halda því fram að út- gáfa eistnesku krónunnar sé sýndarmennska ein og helst til þess fallin að klekkja á Rússum. Svo er þó ekki, því þessi breyt- ing er nauðsynleg til þess að Eistar fái stjóm efnahagsmála landsins í eigin hendur og er auk þess nær eina færa leiðin til þess að þrýsta á Rússa um uppræt- ingu hergagnaiðnaðarins í Iand- inu og í raun á þetta við um Letta og Litháa líka, því sennilegt er að þeir feti í fótspor granna sinna. En Eystrasaltsþjóðimar ætla ekki að láta þar við sitja, því þær hafa hótað því að beita neitunar- valdi sínu gegn lokasamþykkt Ráðstefnu um öryggi og sam- vinnu í Evrópu (ROSE), sem haldin verður í Helsinki í næsta mánuði. Þátttakendur á ráðstefn- unni em nú 52: öll ríki Evrópu auk Bandaríkjanna og Kanada. Eystrasaltsríkin krefjast þess að Rússar fastsetji fyrir ráðstefn- una hvenær síðustu rússnesku hermennimir verði famir úr löndunum þremur. „Það verður afar erfitt fýrir okkur að undirrita skjal án þess að þessu atriði sé gaumur gefinn,“ segir Jaan Min- itskíj, hinn nýi utanríkisráðherra Eistalands. Enn er þó óvíst hvort Eystra- saltsríkin láti verða af þessari hótun sinni og spilli þannig ráð- stefnunni fyrir George Bush, Borís Jeltsín og öðmm helstu pótintátum aðildarríkja RÖSE. A hinn bóginn em vangaveltur þessar til marks um vaxandi ágreining Eystrasaltsríkjanna og Rússlands. Eistar óttast að Rúss- ar reyni að taka upp fyrri ný- lendustefnu eftir að þeir koma lagi á herinn á nýjan leik. Eistar saka Vesturlandabúa um að skilja ekki hversu skamman tíma þeir hafi fyrir höndum og að alls ekki sé nóg að gert til þess að hjálpa þeim til þess að samlagast Evrópu og sleppa undan klóm bjamarins áður en hann mmskar áný. Um 36% íbúa Eistlands em rússneskir borgarar, en alls búa í landinu um 1,4 milljónir manna. Þorri Rússanna vinnur í her- gagnaiðnaði eða í rússneskum herstöðvum, sem enn em starf- ræktar víðsvegar í landinu. Her- stöðvamar em undir beinni stjóm hemaðaryfirvalda í Moskvu og eistneskir embættis- menn játa að þeir hafi ekki hug- mynd um hvað eigi sér stað í her- stöðvunum og verksmiðjunum. Þessir embættismenn hafa jafnframt óljósar hugmyndir um hveijir muni greiða hinum rúss- nesku launþegum kaup eftir gjaldmiðilsbreytinguna og í hvaða valútu. Ljóst má vera að Eistar muni taka upp gjaldeyris- eftirlit á landamærum og það mun koma við kaunin á Rússum. Líkast til mun gjalmiðilsbreyt- ingin eiga sér stað fyrir 20. júní eða á þeim degi, því þá verða 52 ár liðin frá innrás Rússa. Rússar segja að herlið þeirra, sem talíð er vera um 20.000 manns, verði kallað heim áður en yfir lýkur. En Kremlverjar þvertaka fyrir að ræða um það að rússneskum borgurum verði gert að snúa heim. Eistnesk yfirvöld líta á þessa afstöðu sem sönnun þess að stjómvöld í Moskvu hafi enn ekki tekið pólitíska ákvörð- un um að herinn verði kallaður heim. Sumir kunna að segja Eystra- saltsbúa óþarflega viðkvæma og kröfuharða í garð Rússa. Menn skyldu þó ekki gleyma því að þeir máttu þola meira en hálfrar aldar hersetu í löndum sínum og skipulegar tilraunir til þess að má út þjóðarvitund þeirra. Þeir hafa þess vegna áunnið sér rétt til þess að láta Vesturlönd taka mark á mati þeirra á fyrirætlunum Rússa. Meira að segja Lenart Meri, fyrrverandi utanríkisráðherra Eista, rithöfundur og kvik- myndagerðamaður, sem er af- skaplega hæglátur maður getur vart stillt sig þegar hann þarf að hlusta á endalausar ráðleggingar Vesturlanda um að Eystrasalts- búar og Rússar þurfi að gleyma hinu liðna og jafna ágreininginn í nafhi stöðugleika í alþjóðamál- um. „Hvemig getur heims- byggðin viðurkennt Rússland og tekið inn í fjölskyldu þjóðanna, þegar Rússar sjálfir hafa enn ekki áttað sig á því hvað Rúss- land er eða komist að niðurstöðu um landamæri sín?“ „Vesturlönd þurfa að tala við Rússa á tvo vegu. Annars vegar þarf að tala blíðlega við lýðræð- isöflin og koma þeim í skilning um Rússland hafi af því hag að eiga landamæri að þremur vin- samlegum lýðræðisríkjum, en hins vegar þarf að tala af hörku til þess að koma öðrum í skilning um að alþjóðleg aðstoð við land- ið er bundin því hvernig Rússar koma fram við Eystrasaltslönd- in.“ Og Meri bætir við: „Það er ekki ósennilegt að Vesturlanda- búar þurfi að beita báðum að- ferðum við sama fólkið." Að vissu leyti eru þessar at- hugasemdir Meris jákvæðar, því þær gefa til kynna trú hans á að unnt sé að breyta nýlenduhugar- farinu í Kreml. Þvert á reynslu sína og tilfinningu útloka Meri og aðrir hófsamir Eistar það ekki að unnt sé að rökræða og komast að samkomulagi við risann í austri, sem réðist inn í og hersat land þeirra í meira en aidarhelft. íslendingar eiga nú sem fyrr að beita sér í þágu Eystrasalts- þjóðanna og hvetja Rússa til þess að láta af gömlu útþenslufreist- ingunum á sama tíma og styðja þarf hin nýftjálsu ríki beint. Það getum við gert á vettvangi nor- rænna þjóða, Atlantshafsbanda- lagsins og RÖSE. Andrés Magnússon. Baráttunni viö nýlenduherrana er ekki lokiö. S L Ú Ð U R Thafcher öðluð Elísabet II. Englandsdrottning hefur nú aðlað Margaret Thatcher, fyrrver- andi forsætisráðherra Breta, og er hún nú barónessa í eigin nafni, en hún var reynd- ar lafði fyrir, þar sem eigmaður hennar, Denis, hafði þegar verið sleginn til ridd- ara. Talið er að síðar meir kunni henni að vera boðin lendur jarlsdómur, sem þá gengi að erfðum. Um leið og Thatcher var gerð að barónessu fengu fleiri stjóm- málaforingjar frímiða inn í lávarðadeildina, en þeirra á meðal voru Geoffrey Howe, fyrrum utanríkisráðherra, Nigel Lawson, fyirum fjármálaráðherra, Cecil Parkinson, fyrrum orku- og samgönguráð- herra, og David Owen, fyrrum utanríkisráðherra og leiðtogi sósíal- demókrata. Ætli myndirnar batni? Cosby á hvíta tjaldið Gamanleikarinn Bill Cosby hefur undirrit- að samning við Paramount-kvikmyndaverið um framleiðslu og leik í kvikmyndum á næstu ámm. Ekki var greint frá því hversu margar myndir fælust í samningnum eða launakjör Cosbys. Sjónvarpsþáttaröðin um Huxtable- fjölskylduna rann nýverið skeið, en hún gerði Cosby einn af auðugustu skemmtikröftum í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir vinsældir hennar, hafa kvikmyndir Cosbys til þessa allar fallið. Cosby er um þessar mundir upptekinn af undirbúningi endurvakinna viðtalsþátta fyrir sjónvarp. Siðprýði frk. Mússóliní Nýfasistinn og sonardóttir fyrrum einræð- isherra Italíu, Allessandra Mússólíní, vann á dögunum mál gegn ítalska tímaritinu Play- men, en þar var gefið til kynna að hún hefði leikið í klámmyndum. Rétturinn féllst á að þrátt fyrir að AJlessandra hefði komið ffam býsna léttklædd í ýmsum myndum, ræddi þar um einstakar erótískar senur í kvikmynd- um, en þær gætu ekki talist klámmyndir fyrir vikið. Dómstóllinn setti því lögbann á sölu blaðsins uns skipt hefði verið um forsíðu á því. Axl Rose eflirlýstur Lögreglan í St. Louis í Bandaríkjunum hefur lýst eftir Axl Rose, söngvara hljómsveitarinnar Guns ’n’ Roses. Hljómsveitin þurfti að fresta tónleikum í Chicago og Detroit fyrr á árinu vegna hótana um handtöku hans. Astæðan er meint sök hans á óeirðum á tónleikum þar í júlí á síðasta ári, en um 40 áheyrendur og 20 lögregluþjónar slösuð- ust í áflogum, sem urðu eftir að Axl henti sér af sviðinu inn í áheyrendahópinn, að því er virðist til þess að stöðva mann, sem tók myndir af tónleikunum í heimildar- leysi. Talsmaður hljómsveitarinnar segir að Axl hyggist gefa sig ffam á næstunni. Yfirvöld segja að það þurfi að gerast fyrr en síðar, „.. .annars verður hans leitað sem hvers annars flóttamanns undan réttvís- Vilja þeir hann lífs inni,“ segir saksóknari í St. Louis. „Það auð- eöa liöinn? veldar reyndar leitina að það er prýðilega aug- lýst hvar hann verði á hveiju kvöldi.“ THE WALL STREET JOURNAL Ottinn við Tiananmen-torg Þijú ár em liðin síðan Tiananmen-torg í Kína varð alþjóðlegur sam- nefnari fyrir kúgun og blóðsúthellingar. Nafnið eitt vekur enn minn- ingar um óhugnanlegar sjónvarpsmyndir, sem varpað var um heims- byggðina alla og sýndu hvemig kínverski herinn notaði skriðdreka og byssur til að drepa fjöldahreyfingu Kínveija, sem höfðu drýgt þann glæp einn, að óska eftir frelsi. Kommúnistastjómin í Peking þarf að sætta sig við það að fjölda- morðin á Tiananmen-torgi em orðin alþjóðleg viðmiðun á stjómar- hætti. Annars vegar em siðaðar ríkisstjómir, sem fara að vilja fólksins þegar á reynir, og hins vegar em ríkisstjómir á borð við hina kín- versku, sem lætur skjóta það. Ekkert kom jafriilla við stjómina í Thaí- landi eins og þegar aðgerðir hennar gegn mótmælendum í síðasta mánuði vom bomar saman við fjöldamorðin á Tiananmen-torgi. Sá dagur, að hinir 1,15 milljarðar Kínveija — sem em fimmtungur mannkyns — öðlist ffelsi, er aftur á móti nær en áður, einmitt vegna fjöldamorðanna. Áratugum eftir valdatökuna 1949 drápu kínverskir kommúnistar milljónatugi landa sinna í ömggu skjóli bambustjalds- ins. En árið 1989 var staðan breytt — bæði vegna tækniffamfara og aukinna samskipta Kínverja við umheiminn — og myndir af óhugn- aðinum bámst út fyrir Kína. Eftir það hefur enginn ríkisleiðtogi getað hitt kínverska kollega sfna án þess að vita af gerðum hinna aldur- hnignu glæpamanna. Kommúnistastjómin í Peking kýs þögnina. Blátt bann er lagt við því að nokkur geri nokkuð, sem unnt er að túlka sem gagnrýni á fjöldamorðin. Verkamaður, sem sýndi það hugrekki að breiða úr mót- mælaborða í síðustu viku, varhandtekinn umsvifalaust. í opinberri til- kynningu, sem hangir uppi á torginu, er tilkynnt að bannað sé að sitja á torginu, liggja þar, leggja niður blóm og meira að segja að hlæja. Þetta segir okkur að það er ekki bara hinn ríflegi milljarður Kín- verja, sem lifir í ótta. Illvirkjastjómin, sem kýs þögnina, og aðrar fyrir- litlegustu ríkisstjómir heims, bíða óttaslegnar eftir næstu tilraun til ffelsisbyltingar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.