Pressan


Pressan - 20.08.1992, Qupperneq 24

Pressan - 20.08.1992, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. ÁGÚST 1992 Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Fjármáiastjóri Kristinn Albertsson Auglýsingastjóri Sigríður Sigurðardóttir Dreifingarstjóri Haukur Magnússon Tákn umhörm- ungar kjördæma- pots í nafni byggðastefnu Vestmannaeyjaferjan Herjólfur er orðin tákn um þær hörm- ungar sem pólitískt kjördæmapot í naíhi byggðastefnu getur leitt af sér. Því miður var þannig staðið að undirbúningi að smíði ferj- unnar og allri framkvæmd að skipið er nánast ónothæft til sigl- inga milli lands og Eyja. Hugsanlega er því ekki hægt að hafa það til annars brúks en sem táknmynd um kjördæmapotið og delluna sem stjórnmálamenn komast æ ofan í æ upp með að demba yfir þjóðina. Eins og lesa má í frétt PRESSUNNAR um Herjólf er saga skips- ins ein samfelld hörmungasaga þar sem annarlegir hagsmunir réðu ferðinni á öllum stigum málsins. í upphafi var teiknað skip, sem þrátt fyrir ýmsa galla hefði án nokkurs vafa orðið betra sjó- skip en það sem á endanum var smíðað. Þegar teikningar lágu fyrir kom hins vegar í ljós að skipið var of stórt til að Slippstöðin á Akureyri gæti smíðað það. Slippstöðin er í kjördæmi fyrrverandi samgönguráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, og því kom ekki annað til greina en minnka það svo Slippstöðin gæti fengið verk- ið. Hönnuðirnir settust því niður, breyttu teikningunni og styttu skipið. Þar sem stutt var til kosninga og Steingrímur þurffi að koma smíði skipsins á koppinn fyrir þær (auk þess sem hann þurfti að vígja Ólafsfjarðargöngin og koma Vestfjarðagöngunum í gegnum þingið) var sjálfsagt meiri fljótaskrift á breytingunum en annars hefði orðið. En þessi breyting á teikningunum dugði ekki til. Forsvarsmenn Slippstöðvarinnar lögðu fram tilboð sem var svo himinhátt yfir lægsta tilboði að jafnvel Steingrímur J. gat ekki kyngt því. Telja má víst að hann hefði verið tilbúinn að verja 300 milljónum eða svo af skattfé almennings til að fá smíði skips- ins heim í hérað en forsvarsmenn Slippstöðvarinnar virðast hafa ofmetið getu hans og buðu um 600 milljónum yfir lægsta tilboði. Það lenti því í hlut norskrar skipasmíðastöðvar að smíða Herj- ólfinn sem teiknaður var handa Slippstöðinni á Akureyri. Vegna þessara breytinga, slælegs undirbúnings vegna tíma- skorts og grundvallarmistaka strax í upphafi sitja íslendingar nú uppi með ferju sem mun aldrei gagnast til siglinga milli lands og Eyja á vetrum. Ef freista ætti þess að lagfæra mistökin gæti það kostað um hálfan milljarð króna. Ef eðlileg sjónarmið hefðu ráðið ferðinni strax í upphafi hefðu Vestmanneyingar fengið lengri Herjólf en þann sem nú skoppar milli lands og Eyja. Landsmenn allir hefðu greitt sambærilega upphæð fyrir þetta stærra skip. Nú er staðan hins vegar sú að ef nýta á þetta skip þurfa landsmenn líklega að borga 500 miUjónir í viðgerð og lagfæringar. Það er sá skattur sem þeir greiða vegna hinna annarlegu sjónarmiða sem réðu ferðinni við smíði skips- ins. Ef landsmenn eru ekki tilbúnir að borga þennan skatt er fátt annað að gera en draga Herjólf upp á land og nota hann sem minnismerki um Steingrím J. Sigfusson og aðra ámóta stjórn- málamenn sem misnotað hafa aðstöðu sína til að reyna að afla sér persónulegs fylgis meðal kjósenda. Ritstjórn, skrifstofur og augiýsingan Nýbýlavegi 14-16, sími 64 3080 Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu BLAÐAMENN: Andrés Magnússon, Anna H. Hamar, Dóra Einarsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Haraldur Jónsson, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jim Smart Ijósmyndari, Jónmundur Guðmars- son, Karl Th. Birgisson, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Sigurður Már Jónsson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari,Telma LTómasson. PENNAR: Stjórnmál og viðskipti; Birgir Árnason, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Össur Skarphéðinsson. Kynlíf; Jóna Ingibjörg Jónsdóttir. Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Lárus Ýmir Óskarsson leiklist. Teikningar; Andrés Magnússon, Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI V I K A N BÆNDUR FÁ ÖLMUSU Það bar til tíðinda í liðinni viku að gengið var frá nýjum búvöru- samningi við bændur, en ljóst er að kostnaður skattgreiðenda af honum verður á fjórða tug millj- arða áður en hann rennur út 1998. Þar af fá bændur um 18 milljarða fyrir sauðfé, sem enginn vill éta. En meira að segja mjólkin, sem landsmenn drekka þó ótilneyddir, mun kosta skattborgarana 16 milljarða. Og samt munu bændur fulir yfir að fá ekki meira. SÆGREIFARNIR BLANKIR LÍKA Sægreifar landsins, sem flestir búa að gífurlegri reynslu í væli, eru Iíka í þann veginn að væla út aura úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Aðalágreiningurinn er um það hverjir fái fellda niður vexti hjá Fiskveiðasjóði og hveijir fái sendan tékka í pósti. En á meðan milljörðum er eytt til þess að henda peningum í ónýtan atvinnurekstur er ráðist gegn nýsköpun í atvinnulífi, eins og þegar lögreglan lokaði einu umfangsmesta brugghúsi bæjar- ins við Laugaveg 27a. FYRIRGEFNING SYNDANNA Hin dívína kommeddía suður með sjó tók enda þegar sættir virt- ust takast með síra Ólafi Oddi Jónssyni og sóknarbörnum hans í Keflavík. Ráða má af orðum síra Ólafs að demonískra hughrifa gæti ekki lengur hjá hjörð hans og sóknar- börnin bera að sálnahirðirinn hafi jafnvel brosað til sumra að lokinni messu. ELLILÍFEYRISÞEG- AR BYLTINGAR- INNAR Úr austurvegi bárust enn frekari fréttir af tengslum sovéskra félags- hyggjumanna og trúbræðra þeirra hér á landi. Þannig upplýsti dr. Arnór Hanni- balsson að Lúðvík Jósepsson, Magnús Kjartansson og Eðvarð Sigurðsson hefðu fullvissað koll- ega sína eystra um að stefnuskrá Alþýðubandalagsins yrði í senn marxísk og sósíalísk, en um svip- að leyti sótti Kristinn E. Andrés- son, þáverandi forstjóri Máls & HVERS VEGNA Er ekki hœgt að leggja afstyrki til landbúnaðar áfáeinum árum? JÓN MAGNÚSSON HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR Nú nýtur landbúnaðurinn styrkja með ýmsum hætti. Verð á búvörum hér er hvað hæst í heimi. Ríkið ábyrgist búvöru- framleiðendum kaup á tilteknu magni búvara við ákveðnu verði. Landbúnaðurinn nýtur innflutn- ingsverndar og ríkið ákveður verð afurðanna. Þá eru ótaldar niður- greiðslur auk beinna styrkja. Þetta kerfi veldur því, að hér eru fram- leiddar hvað dýrastar búvörur í veröldinni. Æda mætti miðað við þetta, að landbúnaður væri blómleg at- vinnugrein og bændur rökuðu saman fé. Svo er þó ekki. Núver- andi skipan hefur ekki stuðlað að framþróun í búvöruframleiðslu og aukinni hagsæld bænda. Þvert á móti bendir ýmislegt til þess, að hagur þeirra hafi og muni, miðað við óbreytt kerfi, fara versnandi. Þegar ofangreindar staðreyndir eru hafðar í huga er eðlilegt að menn spyrji hvort nokkur vitglóra sé í því að halda í svo ómögulegt kerfi. Að sjálfsögðu er engin vit- glóraíþví. Það er full þjóðarsátt um það, að nauðsynlegt sé að tryggja lág- marksvelferð allra borgara. Þann- ig erum við sammála um að að- stoða þá sem minna hafa úr að spila, með þeim hætti, að þeir hafi mat, klæði, læknisþjónustu, hús- næði og að jafnrétti sé til náms. Það er hins vegar engin þjóðarsátt um það velferðarkerfi atvinnuveg- anna sem byggt hefur verið upp síðustu áratugina. Þetta velferðar- kerfi kvóta og styrkja hefur dregið mátt úr íslensku atvinnulífi, dreg- ið úr nýsköpun og veldur því, að við höldum óðfluga inn í efna- hagslegt öngstræti stöðnunar og versnandi lífskjara. Að mínu mati er nauðsynlegt að stuðla að framþróun í land- búnaði sem og öðrum atvinnu- greinum, að ríkið hætti þeirri of- stjórn og styrkjakerfi sem við lýði er. I fýrsta lagi hefur þjóðin ekki efhi á að halda uppi velferðarkerfi heilla atvinnugreina auk þess sem það mismunar borgurunum. í landbúnaðinum verður að þessu leyti að gjörbreyta um stefnu. Af- nema verður kvóta. Afnema verð- ur kaup ríkisins á ákveðnu magni búvara og laga búvöruframleiðslu og sölu að markaðnum. Þá er hægt að afnema styrki til land- búnaðar á fáum árum. Hitt er svo annað mál, að um nokkurt skeið, meðan aðlögun búvörufram- leiðslu á sér stað, er nauðsynlegt að hún njóti innflutningsverndar. FJÖLMIÐLAR Afkvabbi í þremur rithöfundum Á undanförnum tveimur vik- um hef ég hitt þijá rithöfunda sem allir hafa lýst því yfir hversu ómenningarlegt blað PRESSAN sé. Ekki samt á sama hátt og sum- ar eldri frúr af báðum kynjum og öllum aldri hafa gert. Þetta fólk veit að Sunday Times er ágætt blað en The Sun hins vegar af- skaplega vont og vill nota þessa sömu mælistiku á íslensk blöð. Mogginn fær því hrós án þess að bjóða nokkurn tímann upp á við- líka vandaða fréttamennsku og Sunday Times. Og PRESSAN er skömmuð fyrir að hnýsast í einka- líf fólks þótt hún geri það aldrei. En þetta er annað mál og á frekar rætur í þörf fólks fyrir að kaupa sér smekk og viðhorf í stað þess að koma sér sjálft upp slíku en að það snerti blaðamennsku sérstaklega. Rithöfundunum þremur fannst PRESSAN aftur á móti ómenning- arleg af annarri ástæðu. Fyrir nokkrum mánuðum birti blaðið tvær greinar um styrki úr ríkis- sjóði til listamanna. Tekið var fimm ára tímabil og greint frá hvaða listamenn hefðu fengið mest frá ríkinu. Nú mundu flestir ætla að þetta væru næsta saklausar upplýsing- ar. Eðlilegt sé að almenningur viti hvert skattfé hans fer. Og ef menn vilja diskútera hvort listamanna- styrkir eru of háir eða of lágir er nauðsynlegt að vita hvert styrkir undanfarinna ára hafa runnið svo hægt sé að leggja mat á gagnsemi þeirra eða gagnsleysi. Og lista- mönnunum sjálfum ætti að vera ósárt um að tilgreint sé hversu mikið þeir hafa þegið úr ríkissjóði. Þeir sem sækjast eftir styrkjum úr opinberum sjóðum geta ekki búist við öðru en um það sé fjallað op- inberlega. Ef þeir kæra sig ekki um það eiga þeir að leita fjár- stuðnings annars staðar. í sjálfu sér er ekki hægt að taka menningar, um ellilífeyri fyrir vel unnin störf í þágu byltingarinnar. NÝTT ÞING - MEIRA STUÐ! Alþingi var sett til þess að karpa um Evrópska efnahagssvæðið. Meiri tíma var þó eytt í umræður um skipan forsætisnefndar svo að Kvennalistinn gæti verið með, hvers vegna Eykon væri vanhæfur til að leiða utanríkismálanefnd og hvort Svavar Gestsson eða Mar- grét Frímannsdóttir væri hæfari til að stýra þingflokki Alþýðubanda- lagsins, þó svo bæði gæfu sig út fyrir að bafa voða lítinn áhuga á starfinu. MIAMI í MOSFELLSSVEIT Landsmenn vöknuðu upp við vondan draum þegar bílaeltinga- leik við íslenskan kókaínbarón lauk með skelfingu á Vesturlands- vegi. í bílnum hafði gangsterinn kókaín að verðmæti um 15 millj- ónir króna. Samdægurs hækkaði gangverð efnisins á götum Reykjavíkur. Þannig erum við sammála um að aðstoða þá sem minna hafa úr að spila, með þeim hcetti, að þeir hafi mat, klœði, lœknis- þjónustu, húsnæði og aðjafnrétti sé til náms. karp rithöfundanna alvarlega. Það er álíka merkilegt og heitstreng- ingar bænda gagnvart DV á átt- unda áratugnum. Svo virðist sem fólk, sem hefur stóran hluta ffarn- færslu sinnar af styrkjum af al- mannafé, eigi erfitt með að rétt- læta það fýrir sjálfu sér. Minnsta röskun á þeirri réttlætingu kallar því á viðbrögð eins og um stór- ágjöf sé að ræða. Og því miður hefur þessi jafnvægiskúnst gert umræðu um listir og menningu frekar fábreytta og flata. Álíka leiðinlega og þegar umræðan um landbúnaðinn sner- ist um fallþunga og heyfeng._____ Gunnar Smdri Egilsson

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.