Pressan - 08.10.1992, Side 2
2
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. OKTÓBER 1992
ÞESSU
BLAÐI
VEGNAR
VEL
... eins ogfátæka
drengnum afFreyju-
götunni, honum
Gunnari Björgvins-
syni, sem hefur grætt
svo mikið í viðskiptum
að hann á orðið höll í
öðru hverju landi i
Evrópu eitis og lesa má
um á blaðsíðu 13.
... ogmunskáren
Sambandinu, sem er
ekki aðeins að hverfa
heldur hefur það lika
tapað öllu trausti al-
mennings eins og sjá
má af niðurstöðum
skoðanakönnunar-
innarsem birterá
blaðsíðu 22.
... eins og einstæðum
foreldrum, þessum
óskabörnum stjórn-
málamannanna. Eins
og sjá má á blaðsíðu
14 fá einstæðir for-
eldrar svo mikla styrki
frá riki og sveitarfé-
lögum að það er ekki
nema brjálað fólk eða
flugrikt sem gengur I
hjónaband.
... einsogþeimsem
hafa réttan lit á
árunni sinni. Á blað-
síðu 30 má sjá hvernig
sá litur á að vera. Og
líka hvernig áran get-
ur komið upp um okk-
arverri hliðar.
... einsog Ameríkan-
anum sem seldi utan-
rikisráðuneytinu ráð-
gjöfum fríiðnaðar-
svæði og lesa má um á
blaðsíðu 10. Þótthann
eigi ekki stærra fyrir-
tæki en Gúmmívinnu-
stofan hefurhann tal-
ið ráðherranum trú
um að hann geti leyst
vanda Suðurnesja-
manna með því að
flytja hluta starfsem-
innar hingað.
Er sérstakur kafli um
framúraksturinn í
myndbandinu um
Perluna, Gunnar?
„Nei, þar er ekki nokkurn skapað-
an hlut minnst á fjármálin. Þau
eru ekki með, enda aldrei mein-
ingin.“
(svari Gunnars Kristinssonar hitaveitu-
stjóra um stórhækkun á rekstrar- og við-
haldskostnaði við Perluna á þessu ári
kom fram að 1,5 milljónir hefðu farið í
frágang á myndbandi um byggingar-
sögu hússins.
F Y R S T
F R E M
S T
FRIÐRIK JÓHANNSSON.Tók við slæmu búi af Gunnari Helga Hálf-
danarsyni segja Skandia-menn. GUNNAR HELGI. Var hann búinn að
gleyma hversu slæmt ástandið var?
GUNNAR HELGI ÆTLAÐI
AÐ ICAUPA FJÁRFESTING-
ARFÉLAGIÐ
Forráðamenn Skandia, sem
keyptu sjóði Fjárfestingarfélagsins
hærra verði en þeir eru nú álitnir
standa undir, halda því fram að
vandi sjóðanna eigi sér langa sögu
sem nái vel aftur fyrir tíð núver-
andi forstjóra, Friðriks Jóhanns-
sonar. Á undan Friðriki gegndi
starfi forstjóra Fjáfestingarfélags-
ins Gunnar Helgi Hálfdanar-
son, sem nú er forstjóri Lands-
bréfa hf. Það voru einmitt Lands-
bréf sem voru að íhuga kaup á
Fjárfestingarfélaginu þegar í ljós
kom hversu illa staddir sjóðirnir
voru.
VILHJÁLMUR FÆR RUKK-
UNARBRÉF
Héraðsfréttablaðið Feykir á
Sauðárkróki sendi Vilhjálmi Eg-
Ussyni, þingmanni Sjálfstæðis-
flokks, óvenjulegt rukkunarbréf
um daginn. Það var í formi opins
bréfs, þar sem Þórhallur Ás-
mundsson ritstjóri skammaði
Vilhjálm íyrir breytingar á virðis-
aukaskattskerfinu og upplýsti í
leiðinni að hann hefði ekki enn
borgað áskriftina sína að Feyki
þrátt fyrir rukkanir. Þetta olli tölu-
verðum titringi á Sauðárkróki,
enda eru Skagfirðingar ekki vanir
svona framkomu við virðulega
stjórnmálamenn. Blaðstjórn
Feykis kom sérstaklega saman
vegna málsins og lýsti yfir að
skrifin væru ekki á hennar ábyrgð,
heldur ritstjórans. Vilhjálmur tók
þessu hins vegar öllu með jafnað-
argeði og skaut föstum og lausurn
skotum að ritstjóranum í svar-
bréfi, þar sem hann gaf í skyn að
Feykir hefði borist til sín eins og
hver annar óumbeðinn ruslpóst-
ur. Þingmaðurinn rifjaði í leiðinni
upp þá daga þegar þeir Þórhallur
spiluðu saman fótbolta á Krókn-
um og sagði Þórhall hafa markað
„djúp för í kantana á vellinum",
væntanlega með langvarandi
varamannsbekkjarsetu. Með bréf-
inu fylgdi svo vitanlega ávísun fyr-
ir áskriftinni.
GUÐNI STORMAR AF
STAÐ
Þeim fækkar ekki ævintýrun-
um í viðskiptasögu Guðna Þórð-
arsonar í Sunnu. Hann ætlar að
hefja útgáfu vikublaðs í lok mán-
aðarins og taka þar á málum sem
honum þykir þurfa umfjöllunar
við. Vinnuheitið á blaðinu er Felli-
bylur, en endanlegt nafn verður
mildara og hefur heitinu Nýr
stormur heyrst fleygt. Skrif verða
að mestu í höndum lausapenna,
en ekki hefur alveg verið gengið
frá mannahaldi. Guðni leitaði til
að minnsta kosti eins nafnkunns
íjölmiðlamanns til að ritstýra
blaðinu, en fékk neikvætt svar og
mun því stýra því sjálfur. Guðni
verður ekki sjálfur eigandi blaðs-
ins og hvílir töluverð leynd yfir því
hverjir eigendurnir verða. Við
höfum þó hlerað að það séu
nokkrir vel þekktir lögffæðingar í
bænum.
SH TEKURVIÐ AF SÍS
Samband íslenskra samvinnu-
félaga hefur árum saman haft
mesta veltu allra íslenskra fyrir-
tækja. Á nýjum lista Frjálsrar
verslunar yfir 100 stærstu fyrir-
tækin er þó órækasti vitnisburð-
urinn um fall samvinnurisans. SÍS
hrynur langt niður listann yfir fyr-
irtækin með mestu veltuna, en í
stað þess trónir nú Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna á toppnum
undir stjóm Friðriks Pálssonar.
Það er svo kaldhæðni örlaganna
að Landsbankinn, sem er að yfir-
taka helstu eignir SÍS, er í öðru
sætinu, að því er ff egnir herma.
EINKAVÆTT FYRIR
KOMMANA
I bókabransanum er beðið með
töluverðri eftirvæntingu eftir
fundi í menntamálaráði sem verð-
ur haldinn í dag. Þar á að taka af-
stöðu til tilboða í útgáfurétt Bóka-
útgáfu menningarsjóðs. Útboðið
mun ekki hafa tekist eins vel og til
var ætlast og bárust til dæmis eng-
in tilboð í stóran hluta bókalagers-
ins. En slagur stendur um gull-
molann, Orðabók Menningar-
Sextán daga jóðl- og
bjórhátíð hefet á
krónur.
Framhaldið verður á Gauk á Stöng á
sunnudag, á mánudag verður bjórhátíðin á
Café Amsterdam, á þriðjudag á Tveimur
vinum, á miðvikudag verður bjórhátiðin i
Hafnarfirði á Fjörukránni, á fimmtudag í
Duushúsi og Berlín, á föstudag í Naust-
kránni þar sem slegið verður upp tjaldi að
þýskum sið og á laugardaginn verður
Hressó fyrir valinu og garðurinn opinn.
morgun
„Við erum með þessari hátið
að reyna að skapa þýska bjór-
stemmningu, en þeir sem hafa
einhvern tíma farið á „Oktober-
fest" í Miinchen gleyma því
aldrei. Þar sitja menn með bjór í
annarri hendinni og kjúklinga-
læri í hinni í allt að sjöþúsund
manna tjaldi og jóðla," segir
Magnús Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Viking Brugg,
sem stendur fyrir októberhátið
hér. Héðan í frá á októberhátíð
að vera árlegur viðburður til að
hressa landann í haustrigning-
unum.
Hátíðin hefst á morgun á Ak-
ureyri, nánar tiltekið í Sjallan-
um. Hin formlega opnunarhátíð
í Reykjavík verður hins vegar á
laugardagskvöldið á Eiðistorgi
og þess vænst að fólk fjölmenni.
Að þýskum sið verður mikill við-
búnaður í tengslum við hátíð-
ina; til að mynda munu konur
og karlar í þýskum búningum
þeysast um og þjóna þeim bjór-
þyrstu. Bryndís Schram er ein
þeirra sem ætla að bregða sér í
þýskan búning og veita bjór.
Mörgum er þó til efs að henni
takist að halda á tuttugu lítrum
i einu eins og þýskar kynsystur hennar fara
létt með. Die Fidlen Munchener, þýskir jóðl-
arar, munu skapa réttu stemmninguna og
ferðast milli bjórhátíðarstaðanna þessa
sextán daga.
Bjórverðið er aðaláhugamál Þjóðverj-
anna fyrir hverja bjórhátíð. Magnús sagði
að ekki væri búið að ákveða endanlegt há-
tiðarverð en heyrst hefur að lítrakrúsin af
bjór komi til með að kosta sexhundruð
sjóðs. Hæsta tilboðið barst frá Leó
Löve í ísafold upp á 39 milljónir,
næsthæst var Mál og menning
með 23,5 milljónir, þá Setberg,
Hið íslenska bókmenntafélag og
loks aðrir með lægri boð. Tilboð
Leós gerir ráð fyrir greiðslum á
mörgum ámm, en Mál og menn-
ing reiknar með að greiða fyrir
orðabókina að mestu á einu ári.
Þegar tilboðin hafa verið endur-
reiloiuð með tilliti til þessa kemur
í ljós að tilboð Máls og menningar
er líklega ívið betra en tilboð ísa-
foldar. Svo ólíklega gæti því farið
að einkavæðararnir í mennta-
málaráði með Bessí Jóhanns-
dóttur í broddi fylkingar seldu
gamla kommafyrirtækinu mjólk-
urkúna úr búinu. Það er heldur
ótrúlegt að það hafi verið ætlunin
þegarlagtvarafstað.
VILHJÁLMUR EGILSSON. Gleymdi að borga áskriftina að Feyki og fékk rukkunarbréf frá ritstjóranum.
GUÐNI í SUNNU. Nýr stormur í aðsigi I eigu lögfræðinga í Reykjavík. FRIÐRIK PÁLSSON. Sölumiðstöðin
með mesta veltuna eftir fall Sambandsins. BESSÍ JÓHANNSDÓTTIR. Tilboð (safoldar í orðabók Menn-
ingarsjóðs lækkaði verulega við umreikninginn. Neyðist hún til að selja kommunum í Máli og menn-
ingu mjólkurkúna úr sjóðnum?
UMMÆLI VIKUNNAR
„Kyrrsetumenn og kvenfólk, sem er meira
og minna hálfstíflað, cettu að láta rándýr
hœgðalyffrá Sighvati vera því að sölin
ryðja úr þeim. “
KARL ÞORLÁKSSON, ÁHUGAMAÐUR UM SÖL
„Það er eins og það sé eitthvað
sexí við tölvuveirur."
Friðrik Skúlason
tölvuveirubani
Er það einhver kúnst?
„Síðast en ekki síst verða stjóm-
völd að kenna fólki að vera at-
vinnulaust."
Páll Kr. Pálsson
framkvæmdastjóri
Misjafn sitjandinn
„fslenskur rass þolir danskan stól,
íslenskur stóll hæfir áströlskum
rássi.“
Þórarinn Eldjárn
rithöfundur
Bölvuð þvæla
„Það er engin hemja að fullorðið
fólk skuli stela frá bömum.“
Anna Ólafsdóttir
Vonandi ekki
demónar
„Þið vitið, lesendur, hvemig þessir
blaðamenn em sumir hveijir."
Gunnar Þorsteinsson
Krossinum
Ekki ðkil ég úthaldið hjá þeesum Skandia-mönnum.
Eftírað hafa átt verðbréfasjóði Fjárfestingarféiagsins
sex. mánuði komust þeirað því að það vantaði 163 millj-
ónir í ipá; eða S>8>6 þúsund krónur fyrír hvern daq sem
sjóðimir höfðu verið í þeirra eigu. Eg heid að þeir ættu að
taka kúrs hjá Sambandsmönnum. Á sex árum tapaði
Sambandið iO milljörðum. bað samsvarar þvíað tapið
hafi verið 4 milljónir og 566 jpúsund krónur hvern ein-
asta daq. bað er meira en fimmfalt tap Skandia. Samt
hafa Sambandsmenn ekki barmað sér. Gáum að því.