Pressan - 08.10.1992, Síða 4

Pressan - 08.10.1992, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. OKTÓBER 1992 Rykfallnir SKÓLAR „ Um 6 til 7 prósent íslend- inga eru haldnir ofnœmi. Þeir hafa ofncemi fyrir frjókornum og ryki margir hverjir. Þetta er sjúkdómur, sem herjar hvað harðast yfir hásumarið, þegar loftið fyllist af frjókornum. Þá líður þessufólki, sem haldið er sjúkdómnum, illa ogþað verður að taka lyf til að hafast við. Eins og áður sagði er ryk einnig mik- ill ofnœmisvaldur og þegar Ijóst er að svo hátt hlutfall fólks er haldið þessum sjúkdómi er óskiljanlegt, að skólayfirvöld skuli teppaleggja skóla. Einn slíkur er t.d. Fossvogsskóli og þegar teppi verða gömul jyllast þau af ryki. Það er því augljóst að þeir nemendur, sem haldnir eru ofnœmi, hljóta að finna fyr- ir þessu í skólanum og þyrfti í raun að kanna, hvort árangur ofnœmissjúkra barna í slíkum skólum er lakari en annarra.“ Víkverji í Morgunblaðinu Kári Arnórsson, skóla- stjóri Fossvogsskóla: „Það er greinilegt að Víkverji hefur ekki lagt leið sína í Fossvogsskólann nýlega. Þegar skólinn var byggð- ur fyrir um 20 árum var hann allur teppalagður eins og þá tíðkaðist með skólabyggingar, en auk þess sem teppi þóttu hlý- legri var hljóðeinangrunin af þeim talin mikill kostur. Hin síð- ari ár hafa menn þó verið að ef- ast um ágæti teppa, enda safna þau í sig miklum óhreinindum og erfitt reynist að hreinsa þau svo vel sé. Þegar að því kom að endurnýja þurfti gólfefhi í Foss- vogsskóla á síðasta ári var því ákveðið að leggja dúk á öll gólf og hefur verið gert stórt átak í þeim efnum. Nú hefur dúkur verið lagður á alla ganga skólans og kennslustofur að frátöldum ftmm bráðabirgðastofum sem og bókasafni. Allt annað rými sem nemendur skólans nota er dúklagt og ætlunin er að ljúka við það sem eftir er hið fyrsta." Leiðinlegt á ÞINGI „Staðreyndin er sú að þessir mörgu tugir þingmanna eru til mikillar óþurflar fyrir þjóðina. Ýmis mál, sem eru mjög til bóta, eru að þvœlast íþinginu vikum og mánuðum saman. Afgreiðsla þeirra er afar þung í vöfum þar sem svo margir eiga hlut að máli. Þá má einnig leiða getum að þvi að slíkur földi þing- manna slœvi ábyrgðarkennd þeirra. Hversu oft höfum við ekki horft á útsendingar sjón- varpsfrá umrœðum á Alþingi? í þingsal eru einungis örfáar hrœður, sem dottafram á borð- in og hundleiðist auðsjáanlega. Stundum er alls enginn í þing- salnum. Þó er þessi samkunda kjörin til aðfara með málefni þjóðarinnar. Mér dettur í hug að menn hugsi sem svo að það geri ekkert til þótt þeir „skrópi" —það séu nógir aðrir til þess að hangayfir umrœðunum.“ Erlendur S. í DV Salóme Þorkelsdóttir, for- seti Sameinaðs Alþingis: „Því miður er þetta enn eitt dæmið um það hve margir hafa litla þekkingu á störfum þingmanna. Það er til dæmis á misskilningi byggt ef bréfritari heldur að þingmaður sé að skrópa ef hann þarf að bregða sér út úr þing- salnum. Það er aðeins einn þátt- ur í störfum þingmanna að sitja þingfundi. önnur störf fara fram í fastanefndum þingsins sem halda fundi utan þingsalarins, í öðrum húsakynnum Alþingis. Svo má ekki gleyma þeim störf- um sem þingmenn þurfa að sinna í kjördæmum sínum sem og ýmsum erindum sem ein- staklingar eða samtök eiga við þingmenn og geta oft verið tímafrek. Segja má að þingmenn séu á vaktinni alla daga, allan sólarhringinn.“ Orgelæði „Fyrir skömmu var keypt orgel í Hallgrímskirkju fyrir tugi milljóna og nú hefur annar söfnuður í Reykjavík farið fram á aðfá orgeljyrir um 40 millj- ónir. Eitt œttu þessir söfnuðir að athuga, að þeir byggja ekkert fyrirdrottin sjálfan. Dýrirhlutir og miklar fjárfestingar eru ekki Gísli Örn Lárusson forstjórí Skandia ísland B E S T Best við Gísla er hve mikla orku hann hefur sem hann smitar auð- veldlega út frá sér. Hann er framsýnn athafna- maður og jákvæður með afbrigðum og að auki mikill diplómat. Hann er mjög opinn gagnvart nýjungum og stór- skemmtilegur. V E R S T Stærsti ókostur Gísla er að hann er alltaf að lcita að hinu bcsta. Hann hef- ur ríka fullkomnunar- þörf og hcldur stunduin að grasið sé grænna hin- um megin við girðing- una. það sem drottinn œtlast til af mönnum, hann biður um ein- lœgni hjartans en ekki ytra prjál. Þess verður að gœta að fjármálaumsvif skyggi ekki á orðið sjálft.“ Konráð Friðfinnsson í Morgunblaðinu Hörður Áskelsson, for- maður fjáröflunarnefndar um orgelkaup: „Ég er hjartan- lega sammála manninum og þetta eru sannarlega orð í tíma töluð, þó að þau eigi að mínu mati ekki endilega við um orgel- kaup Hallgrímskirkju. Söfnunin fyrir þessu orgeli hefur staðið yf- ir í 40 ár og aldrei verið neinn hávaði í kringum hana, þó að þörfin á hljóðfæri væri orðin brýn. Þess hefur ávallt verið gætt vandlega að ganga aldrei of langt og með söfhuninni hefur aldrei verið tekið frá öðrum góðum málum. Það hefur enginn verið látinn gefa fé í orgelsjóðinn nauðugur viljugur, menn hafa aðeins gert það af eigin hvötum. Ef menn vilja vera neikvæðir má auðvitað deila um orgelið og vissulega hefði verið hægt að komast af með minna, en er ekki hægt að segja slíkt hið sama um svo margt annað sem fjárfest er í hér? Ég er þess fullviss að orgelið á eftir að þjóna geysilega mikil- vægu hlutverki, bæði kristilegu og menningarlegu, um ókomin ár og fólk á eftir að hafa ánægju af tónlistinni og öðlast trú og styrk í gegnum hana í margar kynslóðir." F Y R S T F R E M S T SIGTRYGGUR BALDURSSON PRESSAN/JIM SMART er meðlimur Sykurmolanna, sem hyggj- ast halda til Bandaríkjanna um miðjan mánuð til tónleikahalds með U2. Eini stóllinn sem þeim er setturfyrir dyrnar erpeningaleysi en nú er verið að reyna að leysa þann vanda. Það gengur hins vegar bæði seint og illa. massíf land- kynning Sykur- molarnir Þið eruð aðfara í tónleikaferð og skortir enn jjármagn. Hvemig erstaðan? „Við erum að reyna að afla fjár- magns því enda þótt við fáum greitt fast gjald fyrir hverja tón- leika nægir það ekki fyrir kostnaði við ferðina. I þeim tilgangi höfum við verið að tala við aðila sem við teljum að hafi augljósan og beinan hagnað af þessari ferð okkar; Ferðamálaráð, Útflutningsráð og menntamálaráðuneytið, þar sem þetta er útflutningur á íslenskri menningu. En þetta gengur mjög hægt og illa.“ Hver er ástæðan? „í fyrsta lagr gátum við ekki byrjað að þreifa fyrir okkur fyrr en fyrir tveimur vikum vegna þess að okkur barst ekki staðfesting fyrr. I öðru lagi veldur tímaskortur því að viðræðuaðilar okkar virðast af- skaplega hægfara í ákvarðanatöku og það er einn stóri bömmerinn. Það er eins og enginn sé fær um að taka ákvörðun. Við höfum gengið út ffá því í máli okkar að vera með beina og óbeina fs- landskynningu." Ykkurfinnst það alveg skýlaus rétturykkar að menn bregðist vel við? „Þetta er það borðliggjandi stór- túr að okkur finnst að menn eigi að minnsta kosti að bregðast við. Okkur finnst við hafa kynnt ísland geysilega vel, bara með því að vera héðan. í viðtölum við hljómsveitina og í allri umjöll- un er þess alltaf getið hvaðan hún er... og þykir ekki lítið merkilegt oft á tíðum. Það eru margir sem vita ekki hversu stórt þetta er og hversu ffæg hljómsveit U2 er.“ Eru menn ekki með á nótun- um? „Það er kannski ekki beinlínis hægt að ætlast til þess að þeir sem stjórna þessum sjóðum séu mjög „hipp“ á poppsenunni í dag. Við höfum aldrei áður beðið um nokkurn skapaðan hlut frá opin- berum stofriunum eða öðrum, en nú, þegar við förum í gang og okkur vantar aðstoð til að gera ferðina að veruleika, er eins og öll- um sé sama.“ Er þetta þá bara nokkuð merkilegt? „Menn geta spurt sig að því hvort það sé nokkuð merkilegt að Sykurmolarnir skuli hita upp með U2 fyrir milljónir manna. En óháð því er þetta massífur útflutningur á íslenskri menningu og jafhfhamt massíf landkynning. Þetta eru staðreyndir sem ekki er hægt að hrekja, óháð því hvort menn á annað borð hlusta á popptónlist. Það er þetta sem við viljum að fólk kveiki á. Við erum ekki að reyna að fá fólk til að ffla Sykurmolana, sem sjálfsagt fæstir íslendingar gera. Þetta er stórt tækifæri fyrir okkur.“ Hafið þið fengið einhver já- kvœð viðbrögð? „Já, á nokkrum stöðum, en okkur finnst eins og fólk sé að humma þetta fram af sér þar til það er orðið of seint. Við höfum reynt að leggja áherslu á að tíminn skiptir okkur miklu máli. Það var búið að bjóða okkur túrinn og við þáðum það en það er ekki langt síðan endanleg staðfesting kom. Fyrst bjuggumst við jafnvel við að fá ekki borgað fyrir þetta og við færum alls ekki neitt.“ Eruð þið ekki bara fómarlömb kreppunnar? „Að sumu leyti, en lítum á hverju Utflutningsráð eyðir í markaðssetningu. Hvaða pening- um er verið að moka í hvað í sam- bandi við útflutning og kynningu á landinu erlendis?“ Erykkar leið betri en hinar? „Tvímælalaust — alltént miklu áhrifaríkari." Er það réttur hópur sem þið höfðið til? „Við höfum heyrt það áður að markhópur okkar sé óæskilegur; ungt fólk, bakpokagengi. í þess- um túr koma jafnmargir bissness- menn og bakpokakrakkar til að hlusta á okkur.“ Hvað vantar mikið upp á? „Okkur vantar eina og hálfa milljón til að endar nái saman. Þá erum við ekki að tala um laun til okkar.“ Á RÖNGUNNI TVÍFARAR „Nú reynirá athyglina piltar, skoðið þetta vel og vandlega... Við vitum ekki hvað þetta er, en þetta er það eina af vísund- inum, sem við nýtum ekki." Það ersvipur meðþeim Malcolm McDowell, leikaranum breska sem meðal annars lék t Clockwork Orange, ogséra Hjálmari Jónssyni, presti og Júróvisjón-textahöfundi. Lið- irnir í hárinu eru meira að segja eins, — eða voru það um það leyti sem myndirnar voru teknar í upphafi áttunda áratugsins. Um innrœtið er eftil vill erfiðara að segja. Prestar halda sínar leiksýningar í kirkjum á meðan kolleg- ar McDowells halda sig við leikhús og bíó. Ogþaðmá líka segja aðpersónan sem McDowell lék í Clockwork Orange hafi snúiðfrá villu stns vegar, alveg eins ogséra Hjálmar boðar í messum sínum.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.