Pressan - 08.10.1992, Page 10

Pressan - 08.10.1992, Page 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. OKTÓBER 1992 FRIÐRIK Sophusson tjármálaráðherra þrengir ekki um mörg göt á beltinu sínu á næsta ári. Hann tilkynnti í íyrradag niðurskurð á ferðakostnaði og risnu ríkis- ins um fjögur prósent, líklega sem mótvægi við fjögurra pró- senta samdrátt íþjóðartekjum. Reiknað út frá dagpeningum er þetta ekki átakamikil fórn. Meðalráðherra, sem ferðast þrjátíu daga á ári, hefur rúm- lega 32 þúsund í dagpeninga. Fjögurra prósenta skerðing er því þrettán hundruð krónur eða rúmlega hundraðkall á mánuði. Þrettánhundruðkall dugar ekki einu sinni fyrir annarri erminni á nýjum jakkafötum á best klædda karl- manninn og ekki fyrir hálfri flösku af sæmilegu koníaki. Samráðherra Friðriks, ÓLAFURG. Einarsson, ráðherra menning- ar- og skólamála, er heldur ekki gefinn fyrir að leggja mik- ið undir. Hann segist vera á móti bókaskattinum, en verja hann samt, líklega af því að hann er náttúrlega trúr sinni ríkisstjóm og stnum ráðherra- stól. Alvöruráðherra í alvöm- landi sæti nefnilega ekki lengi eftir svona yfirlýsingu. En Ólafi þykir áhættuminna að koma þessu á ffamfæri í Mogganum, svona alveg prívat, eins og það skipti ekki meira máli en ef til dæmis Sighvatur Björgvinsson segðist vera á móti þjónustu- gjöldunum, en verði þau samt, svona upp á móralinn. SIGHVATUR virðist lfka hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi engu að tapa lengur. Hann er varla búinn að skola af sér blóðið effir slátrunina á sjúk- lingunum og er nú farinn að brýna hníf sem er ætlaður fylli- byttum, einstæðum foreldrum og öldruðum. Lægra verður nú varla sokkið og það lýsir ann- aðhvort kjarki eða fífldirfsku hjá Sighvati að takast á við þessa stóm og ört vaxandi hópa. Minnsti hópurinn, tann- réttingamenn, þarf hins vegar engu að kvíða. Þeir em tólf á landinu og fengu yfir hundrað milljónum meira á þessu ári en ædað var. Það eru um tíu millj- ónir á mann eða hátt í milljón á mánuði. Það tæki Friðrik Sop- husson með þrettánhundruð- kallinn sinn næstum tíu þús- und ár að spara í dagpeningum það sem tannréttingamaður- inn fékk umfram á árinu. Það eru mörgjakkafatapör. Aðalráðgjafi Jóns Baldvins um frísvæði á Keflavíkurflugvelli REKIIR SMÁFYRIRTÆKI MEfl ÁRSVELTU Á Vlfl GÚMMÍVINNUSTOFUNA Efasemdir embættismanna um frísvæði á Keflavíkurflugvelli beinast ekki síst að aðalhöfundi sjömilljóna- skýrslunnar, Bandaríkjamanninun Dan Charny. „Ég mundi ekki kaupa notaðan bíl af þessum manni," sagði háttsettur embættismaður eftir fund með Dan Charny, aðalhöfundi skýrsl- unnar um frísvæði á Keflavíkurflugvelli. Hann kaliar frísvæðið vegabréf fslendinga inn í 21. öldina. í síðustu viku var hér á ferð Bandaríkjamaðurinn Dan Charny, sem hefur verið helsti hvatamaður að stofiiun frísvæðis á Keflavíkurflugvelli og nágrenni. Hann átti fundi með íslenskum embættismönnum og kom fram í sjónvarpi þar sem hann skamm- aði ríkisstjórnina fyrir seinagang í málinu. Embættismenn og hags- munaaðilar hafa látið í ljós efa- semdir um gildi þessara hug- mynda, en ekki síður hafa þeir efasemdir um Chamy sjálfan eftir fundi með honum nú og áður. Chamy skilaði í sumar skýrslu um málið sem hann skrifaði ásamt Magnúsi Norðdahl, sölu- stjóra hjá ACO, og Steinari Trausta Kristjánssyni viðskipta- fræðingi. Skýrslan er einkum samsafn upplýsinga um verðlag og skipulag á öðrum fríiðnaðar- svæðum í heiminum og bollalegg- ingar um möguleika Keflavíkur- Pkerfinu hafa viðbrögð við þessum hugmyndum verið mjög misjöfh. Þröstur Ólafsson hefur fyrir hönd Jóns Baldvins Hanni- balssonar unnið mikið í málinu og stendur nú meðal annars í samningum við Flugleiðir um rift- un samnings við þá um rekstur Keflavíkurflugvallar, með það að markmiði að einkavæða flugvöll- inn. Það er talin ein forsenda þess að völlurinn verði samkeppnisfær og fleiri flugfélög fáist til að hafa þar reglulega viðkomu. Öðrum embættismönnum þykir tillögur Charnys óljósar og loðnar og þeir sjá ekki þær gull- gæsir á flugi sem utanríkisráð- herra virðist vilja skjóta niður. Fjármálaráðuneytið gaf út fyrir um ári reglugerð um ffísvæði og Tollvörugeymslan hóf snemma á þessu ári rekstur fnsvæðis í sam- ræmi við hana. Á þessum víg- stöðvum eru miklar efasemdir um hugmyndir Charnys, auk þess sem maðurinn sjálfur þykir ekki ýkja traustvekjandi. Embættis- menn víða í kerfinu gefa ítrekað í skyn að Þröstur og Jón Baldvin séu ein- faldlega að láta mál- glaðan Bandaríkja- mann plata sig og einnig knýi þá áfram slæmt atvinnuástand á Suðumesjum. VELTIR ÞRJÚ HUNDRUÐ MILLJÓNUM Á ÁRI Eftir því sem næst verður komist skutu hugmyndir Charnys fyrst upp kollinum fyrir um tveimur ár- um. Þá átti hann fundi með forráða- mönnum Tollvöru- geymslunnar, Flug- leiða og Landsbank- ans og virtist erindið vera að setja hér upp verksmiðju til sam- setningar á tölvum. Aldrei kom þó fram nákvæmlega hvaða aðstöðu Charny taldi sig þurfa og einu töl- urnar sem hann nefhdi um umsvif fól- ust í þeim aðgangi sem hann vildi fá að lánsfé í Landsbankanum. Ekkert varð af fleiri fyrirhuguðum fundum hans með þessum aðil- um. Chamy talaði líka við Verslun- arráðið, sem á endanum kom honum í samband við Þröst Ólafs- son. Þá virtist áhugasvið hans hafa breikkað og eftir marga fundi varð niðurstaðan að Charny var feng- inn til að gera umrædda skýrslu um hugsanlega stofnun frísvæðis á Keflavíkurflugvelli. Fyrir hana greiddi utanríkisráðuneytið alls um sjö milljónir, en ekkert af því kom í vasa Chamys persónulega. Hann þáði engin Iaun fyrir verkið, en fékk greiddar ferðir og uppi- hald vegna dvalar sinnar hér. Fyrirtæki Charnys heitir Hi Tech Marketing og framleiðir HTM- tölvur. Það er í fimm hundmð fermetra leiguhúsnæði í New York og samkvæmt heimild- um PRESSUNNAR vinna um tíu manns hjá fyrirtækinu sem veltir í kringum þijú hundruð milljónum króna á ári eða svipað og Gúmmf- vinnustofan hf. eða Reykjalundur. Charny hugðist upphaflega reyna að koma vörum sínum á markað innan EFTA með rekstri fyrirtæk- is á frísvæði hér, en hugmyndir hans um breytingar á Keflavíkur- flugvelli em mun víðtækari. EMBÆTTISMENN FULLIR TORTRYGGNI Tortryggni í kerfinu á hug- myndir Charnys beinast ekki að- eins að efnisatriðum, heldur að Charny sjálfum. Hann þykir með eindæmum skrautlegur karakter og ekki alltaf með fætuma á jörð- inni, hvort heldur er í lýsingum á sjálfum sér eða hugmyndum sín- um. „Ég mundi ekki kaupa notaðan bíl af þessum manni,“ sagði hátt- settur embættismaður sem átti fund með Charny nýlega. Charny er ákafamaður og málar hlutina sterkum litum, að því er virðist aðeins of sterkum fyrir smekk ró- lyndra íslenskra embættismanna. Þeir þykjast líka merkja ýkjur og jafnvel bein ósannindi í lýsingum hans á sjálfum sér og viðskipta- tengslum sínum. Það á við um meint viðskipta- umsvif hans í Austur-Evrópu og Suður-Ameríku, en einnig tengsl hans við áhrifamenn í Bandaríkj- unum. Þannig sagðist hann vera í góðum tengslum við ákveðinn bandarískan þingmann, en þegar það var kannað nánar kom í ljós að ekkert hafði farið á milli mann- anna annað en bréf ffá Charny og staðlað svarbréf frá þingmannin- um. Það vakti heldur ekki traust embættismanna þegar Charny benti á Grænland á landakorti og talaði um það sem fsland, fyrir- hugaða flutningamiðstöð á Norð- ur-Atlantshafinu. Á að minnsta kosti einum fundi ábyrgðist Charny að frísvæði í Keflavík mundi á fáeinum árum velta jafn- miklu og allur sjávariðnaður á fs- landi gerir nú. Önnur smærri at- riði, auk ofhotkunar á hæsta stigi lýsingarorða, urðu til þess að embættismenn víða í kerfinu fyllt- ust enn frekari efasemdum um hugmyndir um frísvæði á Kefla- víkurflugvelli. í utanríkisráðuneytinu er við- urkennt að Charny sé ákafamaður og geti tekið stórt upp í sig til að ná athygli viðmælenda sinna. Það þykir þó ekki draga úr gildi hug- myndarinnar um fh'svæði í Kefla- vík og er þess að vænta að niður- staða fáist í viðræðum við Flug- leiðir á næstu vikum. _________ Karl Th. Birgisson Skoðanakönnun Skáís fyrir PRESSUNA Fólk vill hátekjuskatt en er tregara til að samþykkja tveggja þrepa virðisaukaskatt Þátttakendur í skoðanakönnun sem Skáfs gerði fyrir PRESSUNA voru almennt fylgjandi sérstökum hátekjuskatti. Hins vegar skiptust þeir í tvö horn þegar þeir voru spurðir um tveggja þrepa virðis- aukaskatt. Meirihluti þeirra sagð- ist þó andsnúinn honum. Af úrtakinu tóku 90,9 prósent afstöðu til spurningarinnar um hátekjuskatt. 64,8 prósent sögðust fylgjandi skattinum en 26,1 pró- sent var á móti honum. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu þá sögðust 71,2 prósent vilja há- tekjuskatt en 28,8 prósent vera andsnúin honum. Þrátt fyrir að hátekjuskattur hafi verið nokkuð til umræðu á undanförnum árum hefur hann aldrei notið meirihlutafylgis innan ríkisstjórnarinnar. Helstu rökin gegn upptöku hans hafa verið þau að hann skilaði tiltölulega litlu miðað við það óhagræði sem hann mundi valda hjá innheimtu- mönnum ríkissjóðs. Einnig hefur verið bent á að núgildandi skatt- kerfi feli í sér stighækkandi skatt- byrði. Rökin með hátekjuskattinum hafa fyrst og fremst verið þau að hann sé í sjálfu sér réttlátur. Ann- ars vegar sökum þess að þeir tekjuhærri eigi að borga hlutfalls- lega meira í ríkissjóð en þeir gera nú og hins vegar vegna þess að nota eigi skattkerfið til tekjujöfn- unar umffam það sem nú er gert. Mun fleiri þátttakendur voru óráðnir varðandi tveggja þrepa virðisaukaskatt. 23,2 prósent úr- taksins tóku ekki afstöðu til hans. 34,3 prósent vildu taka upp tveggja þrepa skatt en 42,6 pró- sent voru á móti því. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 44,6 vilja tveggja þrepa skatt en 55,4 pró- sent voru á móti honum. Sem kunnugt er hefur tveggja þrepa virðisaukaskattur farið inn og út úr tillögum rflusstjómarinn- ar á undanförnum vikum. Þegar hann er inni gerir ríkisstjórnin ráð fyrir að 14 prósenta skattur leggist á hótel og gistihús, hitaveitur og önnur orkufyrirtæki, fjölmiðla og bókaútgáfu og ýmsa aðra starf- semi sem hingað til hefur verið undanþegin skattinum. Rökin með upptöku skattsins hafa verið þau að undanþágur í virðisaukaskattskerfinu séu í sjálfu sér slæmar. Þær bjóði upp á Ertu fylgjandi hátekjuskatti? Hér eru aöeins sýndir þeir, s?m tóku afstööu. Oákveönir voru 9,1 %. Neij r 1 J é i i w W* : .... PRtSSAN/AM undanskot og mismuni atvinnu- greinum. Rökin á móti upptöku tveggja þrepa skatts hafa verið þau að sú starfsemi sem hingað til hef- ur verið undanþegin skatti sé þess eðlis að það sé sjálfsagt að ríkið styðji við hana með skattffíðind- um. Gömul rök gegn tveggja þrepa Ertu fylgj- andi tveggja þrepa virðis- aukaskatti? Hér eru abeins sýndir þeir, sem tóku afstööu. Óákvebnir voru 23,2% MtBSSAN/AM skatti eru þau að slíkur skattur sé vondur þar sem hann mismuni ekki síður en undanþágurnar — aðeins helmingi minna. Þessi rök hafa ekki mikið verið reifuð á undanförnum vikum, enda felst í þeim að undanþágur yrðu aflagð- ar og öll atvinnustarfsemi sett í 24,5 prósenta skattþrep.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.