Pressan - 08.10.1992, Page 22

Pressan - 08.10.1992, Page 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. OKTÓBER 1992 Skoðanakönnun Skáfs fvrir PRESSUNA EIMSKIP TREYST BEST SÍS Á BOTNINUM Trúverðugleiki og vinsældir Hagkaups og Bónuss virðast hafa dvínað í kjölfar sameiningarinnar. Umræðan um slysagildruna vegna aðkeyrslunnar að Heklu virðist ekki hafa skaðað fyrirtækið. Sambandshúsið við Kirkjusand. Þegar spurt var um minnsta traustið fékk SÍS þrefalt fleiri tilnefningar en næsta fyrirtæki. Á innfelldu myndinni er Guðjón B. Ólafsson, forstjóri S(S. Eimskipafélag fslands er það fyrirtæki sem Islendingar nefna helst þegar þeir eru spurðir til hvaða fyrirtækja þeir beri mest traust. Þetta kemur fram í niður- stöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Skáís hefur gert fyrir PRESS- UNA. Flugleiðir eru í öðru sæti og skera þessi tvö félög sig nokkuð úr. Það vekur athygli í þessu sam- bandi að í tveimur efstu sætunum skuli vera fyrirtæki sem hvor- tveggja eru í flutningastarfsemi og með talsverða markaðsyfirburði á sínu sviði — búa við mjög tak- markaða innlenda samkeppni. SÍS MEÐ ÞREFALT MINNI TILTRÚENRÚV Það fyrirtæki sem íslendingar virðast aftur á móti bera minnst traust til er Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS). f könnun- inni var fólk áberandi síður reiðu- búið að tjá sig um neikvætt við- horf til fyrirtækja, en SfS lenti í ör- uggu fyrsta sæti með nær þrefalt fleiri tilnefningar en fyrirtækið með næstminnsta traustið, Ríkis- útvarpið (RÚV). Afleit útkoma SfS þarf varla að koma á óvart eft- ir sviptivinda undanfarinna miss- era, en á hinn bóginn er rétt að undirstrika að SfS lenti um leið í fjórða til sjötta sæti yfír traustustu fyrirtækin, svo ekki er Sambandið án velunnara. ÞESSUM ER BEST TREYST... i. Eimskipafélagið (55) 2. Flugleiðir (48) 3. ÍSAL (29) 4.-6. Hekla (21) 4.-6. Landsvirkjun(21) 4.-6. SÍS (21) 7. ÁTVR (20) 8. Landsbankinn(19) 9. Ingvar Helgason hf. (18) 10. Hagkaup(17) 11. Mjólkursamsalan (15) 12.-13. Jámblendiverksmiðjan (14) 12.-13. íslenskiraðalverktakar (14) 14.-15. Búnaðarbankinn (13) 14.-15. íslandsbanki(13) 16. Bónus(IO) 17. Sól hf. (9) 18.-19. Glóbus (8) 18.-19. Hótel Holt (8) 20. RÚV (6) Auk þess sem Eimskipafélagið og Flugleiðir, tvö traustustu fyrir- tækin, eru bæði í flutningastarf- semi eru þau að talsverðu leyti samtvinnuð. Eimskipafélagið er langstærsti einstaki eignaraðibnn í Flugleiðum og hefur þar í reynd meirihlutavald. Þessi fyrirtæki hafa mikið verið í umræðunni um „Kolkrabbamf' svonefnda, en virðast samkvæmt þessu ekki hafa misst mikla tiltrú fólks í þeirri umræðu. Þó ber að geta þess að Eimskipafélagið lendir í sjöunda sæti og Flugleiðir í því sjötta yfir fyrirtæki sem minnst trausts njóta. Þau eru því að vissu leyti umdeild, en já- kvæðu viðhorfm yfirgnæfa þau neikvæðu. KOMUM- RÆÐANUM SLYSAGILDR- UNAHEKLU ÁBLAÐ? f þriðja sæti á lista yfir traust- ustu fyrirtækin lenti ÍSAL, eða álverið við Straumsvík, en sama fyrirtæki var um leið í fjórða sæti meðal þeirra sem minnsts trausts njóta. Þetta er það fyrirtæki sem virðist hvað umdeildast samkvæmt þessu, auk Sambandsins. Ekki er auðvelt að gera sér grein fyrir þessu jákvæða viðhorfi til fSAL á þessari stundu, eftir öll vonbrigðin vegna frestun- ar á byggingu nýs álvers, lækkandi álverðs og deilna í Straumsvík. Má í því sambandi geta þess að þegar tímaritið Frjáls verslun birti nið- urstöður eftir svipaða, en ekki hliðstæða, könnun frá í desember sl. komst ÍSAL hvorki á blað með- al þeirra tuttugu fyrirtækja sem fólk hafði jákvæðast viðhoif til né þeirra sem fengu neikvæðasta út- komuna. Innflutningsfyrirtækið Hekla Ienti ásamt Landsvirkjun og SfS í fjórða til sjötta sæti yfir traustustu fyrirtækin. Hekla virðist því ekki hafa misst tiltrú fólks eftir umræð- una um slysagildruna á Laugavegi fyrir framan fyrirtækjð, þvert á móti. Umræðan hefur komið fyr- irtækinu á blað, en það komst ekki á áðurnefndan lista tuttugu vinsælustu fyrirtækjanna hjá Frjálsri verslun. Þar var heldur ekki að finna Landsvirkjun, sem í þessari könnun lendir í efsta sæti á meðal opinberra fyrirtækja. SAMEININGIN VIRÐIST HAFA SKAÐAÐ HAGKAUP OGBÓNUS Tvö opinber fyrirtæki af ólíkum toga eru reyndar í næstu sætum yfir traustustu fyrirtækin, ÁTVR og Landsbankinn. Þar næst kem- ur bílaumboðið Ingvar Helgason hf. í tíunda sæti er síðan Hagkaup, sem lenti í efsta sæti í könnun Frjálsrar verslunar í desember sl. Kannanirnar eru sem fyrr segir ekki fyllilega sambærilegar, því ... EN ÞESSUM ER SÍST TREYST 1. S(S (46) 2. RÚV(16) 3. Skattstofan (10) 4.-5. ÍSAL (9) 4.-5. fslenskir aðalverktakar (9) 6. Flugleiðir (8) 7. Eimskipafélagið (7) 8. ÁTVR (6) 9. Bónus (5) 10. Stöð tvö (4) hjá tímaritinu var fólk beðið að nefha eitt til fjögur fyrirtæki sem það hefði jákvætt viðhorf til, en í þessari könnun var spurt til hvaða fyrirtækja fólk bæri mest traust. Engu að síður vekur athygli hversu slök útkoman er hjá Hag- kaup að þessu sinni. I því sam- hengi má bæta við að Bónus lenti í öðru sæti hjá Frjálsri verslun, en aðeins í sextánda sæti í könnun Skáís fyrir PRESSUNA. Sem kunnugt er hafa þessir verslunar- risar á matvörumarkaði samein- ast og fylgdi í kjölfarið talsverð umræða um áhrif þess á sam- keppnina á markaðinum. Er freistandi að álykta að sameining- in og umræðan hafi dregið úr tU- trú fólks á verslanirnar tvær og skaðað ímyndþeirra. SKATTSTOF- AN EKKIFYR- IRTÆKIEN LENTIÞÓÍ ÞRIÐJA SÆTI Sambandið reyndist sem fyrr segir það fyrir- tæki sem svar- endur báru minnst traust til, hlaut 46 tilnefn- ingar, nær þrefalt fleiri en RÚV. í þriðja sæti er Skattstofan. Engan þarf að undra þótt Skattstofan njóti takmark- aðra vinsælda og segir það sína sögu að hún skuli nefhd þegar spurt er um fyrirtæki, því hér er um stofnun að ræða en ekki fyrir- tæki í eiginlegri merkingu þess orðs. Má ætla að Skattstofan og hugsanlega aðrar stofhanir hefðu lent ofar á blaði ef sérstaklega hefði verið spurt um fyrirtæki og stofnanir. fSAL kemur þar næst og í fimmta sæti á listanum lenda ís- lenskir aðalverktakar með níu til- nefningar, en sama fyrirtæki lenti í tólfta til þrettánda sæti á meðal traustustu fyrirtækjanna.________ Friðrik Þór Guðmundsson

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.