Pressan - 08.10.1992, Síða 26

Pressan - 08.10.1992, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. OKTÓBER 1992 Eommar el Ixöfilljdds samtímans Nýlega gerði bandaríska vikutímaritið Newsweek aukið ofbeldi gegn hommum að umtalsefni. Þar kemur fram að kannanir í fimm af stærstu borgum Bandaríkjanna sýna aukinn fjandskap í garð homma. Fordómar eru hluti af daglegu lífi homma á ís- landi; draugur sem þeir verða stöðugt að slást við. I skoðanakönnun sem News- week stóð fyrir kemur fram að 53% aðspurðra töldu samkyn- hneigð ekki vera eðlilega hegðun. 45% töldu að réttindabarátta homma og lesbía væri ógnun við bandarísku fjölskylduna og sið- ferði hennar. Þá kemur fram að 78% aðspurðra töldu að samkyn- hneigt fólk ætti að njóta sömu réttinda til vinnu og gagnkyn- hneigt fólk, 32% töldu að samkyn- hneigðir ættu að fá að ættleiða börn á meðan 35% töldu að hjónaband samkynhneigðra ætti að vera refsivert. I þeim nýja veruleika sem nú ógnar mörgum hommanum og lesbíunni í Bandaríkjunum hafa trúarsamfélög ekki legið á liði sínu við að halda við kreddum og for- dómum. Þær hugmyndir eru reif- aðar í Newsweek að stór hluti kristinna leiðtoga hafí það á stefnuskrá að losna við þennan „smánarblett" á þjóðfélaginu. Þótt erfitt sé að flagga tölum úr íslenskum veruleika er ljóst að samkynhneigðir á fslandi hafa átt undir högg að sækja í gegnum tíð- ina, enda sýnir nýleg könnun Ská- fs fyrir PRESSUNA að 60% að- spurðra voru andvíg samkyn- hneigðum. Það er því greinilegt að hommar og lesbíur sækja enn á brattann. Þorvaldur Kristinsson, formað- ur Samtakanna ’78, sem er félag lesbía og homma á íslandi, segir þessar tölur ekki koma sér á óvart. „Fordómar í samfélaginu eru ná- tengdir efnahagssveiflum," segir Þorvaldur. Sem dærni bjuggu hommar og lesbíur við tiltölulega mikið frelsi og umburðarlyndi í Þýskalandi á þriðja áratugnum. „Það var mikil upplýsing á ferð- inni,“ segir Þorvaldur. „Síðan var þetta allt saman grafið í gleymsku og hommar ofsóttir og sendir í vinnubúðir nasista. öll sú viður- kenning sem hommar höfðu áunnið sér var þurrkuð út og þeir urðu ósýnilegir. Við sjáum þetta líka í Bretlandi, sem og í Austur-Þýskalandi, að þegar syrtir í álinn í efnalegu tilliti er mjög auðvelt að vekja upp of- sóknir meðal almennings. Nýjasta þróunin er ofsóknir nýnasista og skallafasista á hendur samkyn- hneigðum. Bandaríkin eru að ganga í gegnum mjög mikla og langvarandi efnahagskreppu og þá er leitað að blórabögglum. Þar liggja samkynhneigðir einmitt vel við höggi, ekki síst þegar alnæmi ógnar þjóðinni. Það sama vil ég segja um ísland. Ef syrtir alvarlega í álinn og kreppir að þá eiga bæði kynþáttafordómar sem og kyn- ferðisfordómar auðvelt uppdrátt- ar. Gegn því eigum við þó eitt haldbært svar: Að sameinast um sýnileikann." NÆTURLÍFIÐ EIN- MANALEGT Þorvaldur var 29 ára þegar hann kom úr felum. Þá var hann í námi í Danmörku ásamt sambýl- iskonu sinni, en þau höfðu búið saman í sjö ár. „Þetta leiddi til skilnaðar okkar,“ segir Þorvaldur, „ég ákvað að horfast í augu við að ég væri hommi. Ég gekk því í gegnum skilnað og allt sem því fylgdi. Næturlífið í Danmörku fannst mér afskaplega einmana- legt, það færði mér reyndar elsk- huga en ég eignaðist fáa vini. Ég byrjaði því að leita eftir vinskap við homma í dagsbirtu og tókst að lokum að herða upp hugann og gekk í fræðsluhóp á vegum LBL, sem eru dönsku samtökin. Þarna öðlaðist ég sjálfstraust og lærði að lifa góðu lífi sem hommi.“ Þorvaldur kom heim til íslands árið 1982 og hóf stuttu seinna að starfa með Samtökunum ’78. „Fyrsta árið var ég alltaf á leiðinni út aftur, því mér fannst óbærilegt að lifa sem hommi í því litla sam- félagi sem mætti mér hér.“ Þorvaldi verður tíðrætt um kröfuna um sýnileikann og að hún hafi vaknað fyrir áhrif rétt- indabaráttunnar á vesturlöndum, sérstaklega í Bandaríkjunum, um 1970. „Þetta fylgdi ’68-hreyfíng- unni. Hommar gerðu sér grein fyrir því að þeir voru þrælkúgaðir, kúgaðir fyrir það að hafa neitað sér um réttinn til að elska eins og annað fólk, elska í dagsbirtu í stað þess að gera það í skjóli nætur eða í felum. Þá vaknaði krafan um að hommar og lesbíur gætu átt fjöl- skyldulíf og gengið í hjónaband. Samtökin ’78 eru í raun angi af þessari vakningu." ÁKVEÐINN LÍFSSTÍLL GERIR MISRÉTTIÐ SÝNILEGT Þó svo að markmiðið með stofnun Samtakanna ’78 hafi í byrjun verið óljóst hefúr komið í ljós að þörfin var fyrir hendi. „Ég held að menn hafi í upphafi ekki vitað afskaplega mikið hvað þeir vildu, en áttuðu sig fljótlega á því til hvers þeir voru að stofna bar- áttu- og réttindafélag. Okkur er ljóst í dag að um leið og við förum að gera kröfú um ákveðinn lífsstíl þá verður misréttið sýnilegt, þá kemur það upp á yfirborðið, bæði innan ljölskyldunnar sem og ann- ars staðar í samfélaginu.“ Landinn hefur lifað með hommum eins lengi og menn muna og þó svo fæstir kæmu auga á þá voru þeir auðvitað hér sem annars staðar. „Ég veit gömul dæmi um hræðilega niðurlægingu homma á fslandi," segir Þorvald- ur, „en það fór mjög leynt og það varð enginn til að taka upp hansk- ann fyrir viðkomandi menn. Ég veit til þess að menn hrökkluðust úr landi af því að þeir treystu sér ekki til að lifa sem hommar í fá- menninu á Islandi, létu sig hverfa í stórborgina. Enda er það alþjóð- legt fýrirbæri að samkynhneigðir leita í stórborgir.“ LOKSINS Á ALÞINGI Þorvaldur á í fórum sínum safn frásagna um misrétti í garð sam- kynhneigðra. I framhaldi af þings- ályktunartillögu, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir talaði fýrir síð- astliðið vor á Alþingi og var sam- þykkt, hefur verið sett á laggirnar „Mér finnst það merkilegur vitnisburður um vaxandi sjálfsör- yggi homma og lesbía í dag, að fólk er afskaplega fúst til að segja mér sögur af misrétti sínu. Með öðrum orðum; það gerir sér grein fýrir að ekki er allt eins og það ætti að vera. Áður þögðu menn um slíka reynslu. Misrétti er margvís- legt; á vinnumarkaði, í skólum og innan fjölskyldunnar þar sem það er mikið og fer leynt. Dæmi eru til þess að reynt sé að hindra um- gengnisrétt feðra við börn sín ef þeir eru hommar. Þá viðgengst misrétti í opinberri þjónustu eins og á skemmtistöðum og leigu- markaði. Ég hef sjálfur misst hús- næði fýrir það að vera hommi.“ Það sem er ef til vill forvitnileg- ast af þessu er fjölskyldan og í leiðinni eflaust sá þáttur tilver- unnar sem gerir samkynhneigð- um erfiðast fýrir með að koma út úr skápnum. Þorvaldur segir það í eðli mannsins að verja fjölskyldu sína og blygðast sín fýrir það mót- læti sem maður verður fyrir í „faðmi“ hennar. „En vandamenn verða að svara til saka fyrir for- dóma,“ segir Þorvaldur. „ viö verðum að ögra meira, vera einu skrefí á undan. Stundum langar mig i kröfugöngur og gera allt vitlaust.u nefnd til að kanna misrétti gagn- vart samkynhneigðu fólki.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.