Pressan - 08.10.1992, Síða 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. OKTÓBER 1992
31
PRESSAN/JIM SMART
„Guðbergur Bergsson metsölu-
bók“. Titill bókar sem hann vill
láta heita „Þetta er ekki ævisaga...
og þó“ — ekki eftir hann heldur
um hann. Viðtalsbók þar sem
maðurinn er á eintali, ræðir við
sjálfan sig, ræðir við höfundinn.
Engin venjuleg bók. Engin ætt-
fræði, engin játning, ekkert kvart
og ekkert kvein. Einungis hann,
án upphafningar, án niðurlæging-
ar, nánast heimildarmynd.
Það hefst ekkert viðtal á heimili
Guðbergs án þess að búið sé að
hella upp á kaffi handa gestinum.
Þegar það er komið má fara að
ræða saman um tilvonandi ritverk
og hvað annað sem verða vill.
Maðurinn fer hægt af stað, er ekk-
ert að flýta sér og tekur sér skáld-
legar pásur þegar hann talar. Þeg-
ar á líður eykst samband hans og
blaðamanns og undir lokin er
Guðbergur kominn á flug —
hann er staðinn upp, farinn að
spássera fram og aftur um stofu-
gólfið.
Engin venjuleg viðtalsbók
Það var Þóra Kristín Ásgeirs-
dóttir sem hringdi í hann og bar
upp það erindi hvort hún mætti
skrifa viðtalsbók, „...ég sagði já
og hélt að þetta væri bara venjuleg
íslensk della“. Það kom hins vegar
á daginn að Þóru var alvara.
„Þetta er engin venjuleg íslensk
viðtalsbók. Hún er ekkert um það
hvenær ég er fæddur, hver móðir
mín hafi verið eða faðir og í henni
er engin viðkvæmni gagnvart
sjálfum mér. Sagan er ekki játning
á borð við ævisögur heilags Ág-
ústínusar eða heimspekingsins
Rousseaus.
Ég gef innsýn í h'f mitt en ekki í
þeim smáatriðum sem sjálfsævi-
sagan segir frá. Mikill munur er á
sjálfsævisögu og ævisögu, sem
annar skrifar. Ævisaga kemst
aldrei inn í manns eigið tilfinn-
ingalíf, hversu góður sem blaða-
maður eða bókmenntafræðingur
er, á sama hátt og sjálfsævisaga.
Fólk fær að vita um líf mitt á
Spáni, þar sem ég hef búið mikið í
rúm þrjátíu ár, og þar sem ég hef
aldrei rætt um það býst ég við að
það geti vakið áhuga einhvers.“
Eru menn trúir sjálfum sér í
viðtalsbókum?
„Ég veit ekki vel hvað er að vera
trúr sjálfum sér eða hvað ég er. En
ég lýg ekki. Þetta er engin sálar-
kreppubók þar sem einstaklingur-
inn er haldinn þeim veikleikum
sem vekja einfaldar eða auðveldar
tilfinningar. Þetta er ekki heldur
efni uppblásið af frægð eða
orðstír. Þetta er ekki um líf manns
í gerviheimi sem er ímyndun hans
og hann reynir að þröngva upp á
eða lætur aðra dást að eða öfunda.
Ég er engin Halla Linker.
Bókin er um íslending sem
stendur andspænis stóru samfé-
lagi innan um einstaklinga sem
eru meiri en hann og hvernig
hann, úr sínu litla samfélagi, reyn-
ir að standa jafnfætis þeim.“
Þetta hljómar nánast sem
heimildarmynd þar sem þú leikur
sjálfan þig.
„Þetta er heimildarmynd að því
leyti að ég nálgast mig á hlutlaus-
an hátt, eins og venjulegur evr-
ópskur listamaður en ekki út-
kjálkalistamaður sem er að reyna
að gera sig stóran innan síns litla
samfélags.
Ég reyni að setja fram kenning-
ar mínar í bókinni og ef fólk vill
aðgang að mér þá getur það gert
það þarna. Ef þú vilt fá mig
ímyndaðan geturðu farið í skáld-
verk mín. Ég skipti sjálfum mér
vandleganiður."
Bókin er semsagt dyr að Guð-
bergi Bergssyni?
„Þetta eru einu dymar sem eru
til að mér. Fyrir utan þær sem eru
í verkum mínum.“
Er enginn skáldskapur í bók-
inni?
„Nei, enginn.“
Fámenni þarf ekki að vera
fátæklegt
Líka þérfrumdrögin?
„Ég er mjög sáttur við samstarf
okkar Þóru Kristínar, þar sem
hún var tilbúin að fara nýjar leiðir.
Sú fátækt sem ríkt hefur á sviði
ævisagna hér stafar af því hvað við
erum einhliða, það virðist ekki
vera nema ein hlið á þeim persón-
um sem fjallað er um.“
Er þetta ekki bara staðlaðform
sem menn hafa ekki áttað sig d
að breyta?
„Að vissu leyti, en líka af því við
íslendingar erum staðlaðir í sam-
félaginu, það staðlar okkur. Að
auki erum við hræddir við að fara
út fyrir hefðbundnar brautir og
kunnum heldur ekki almennilega
að ganga á brautum af því við höf-
um verið svo mikið í þýfi.“
En viljum við ekki útskýra
slíka stöðlun, eins og annað, með
fámenninu?
„Fámenni þarf ekki að vera fá-
tæklegt. Samfélagið sem við búum
í er ekki margbrotið en þyrfti að
vera djarft til að fá fjölbreytni, sem
fólk hér kallar rugling. Þetta er líkt
og í einræðisríkjunum.“
Ertu hjátrúarfullur?
„Nei. Ég er venjulegur maður
að öllu leyti. Svo venjulegur að
Ameríkani mundi kalla mig
„completely plain“. Venjulegur
maður sem ekki er haldinn vand-
ræðum eða vandamálum. Bara
eins og maðurinn á götunni sem
enginn mundi taka eftir, því hann
sker sig ekki úr á neinn hátt.“
Venjulegur. En hvaðan kemur
dýptin hjá manneskjunni?
„Þú finnur það ef þú giftist
henni og býrð með henni í fjöru-
tíu ár. Ef þú vilt kynnast fólki
verður þú að giftast því, helst öll-
um heiminum. Þú verður að fara
á milli landa og búa með mann-
kyni í fjörutíu ár. Það er erfitt en
vel þess virði.“
Séní eru ekki til
ímynd þín út á við segir okkur
að þú sért skáld, frœgur, virtur og
þar frameftir götunum. Hvernig
erþín upplifun?
„Ég upplifi ekki sjálfan mig sem
ímynd og það hvarflar aldrei að
mér að ég sé rithöfundur eða neitt
sérstakt. Þess vegna þarf ég ekki
að horfast í augu við þetta vanda-
mál. Ég umgengst sjálfan mig á af-
ar eðlilegan hátt. Sjómaður er ekki
alltaf að hugsa um að hann sé sjó-
maður. Hann veit hvað hann er
þegar hann er á sjónum og vinnur
sitt verk og þannig veit ég það líka
þegar ég skrifa. Þess á milli leiði ég
ekki hugann að mér og því.“
Þú hefur skoðanir. Er litið á
þigsem „enfant terrible“?
„Það er mjög auðvelt að af-
greiða menn með því að einhver
sé „óþægðarangi“. Þetta er eins og
hver annar orðaleppur sem hefur
orðið innlyksa hér á útkjálkanum
þar sem enn eru til séní. Þau eru
löngu útdauð í Evrópu, hættu að
vera til þar á öldinni sem leið.
Menn fæðast með möguleika,
ekki snilligáfu. Séní eru ekki til.“
Þessi ímynd veldur því þó að
fjölmiðlar vilja ná viðtölum við
þig, þaðerfalast eftir því að skrifa
um þig bók. Truflar ímyndin þig
frd ritstörfum?
„Þetta truflar mig að því leyti að
í það fer tími. Þess vegna þarf ég
að skipuleggja lífið vandlega svo
ég geti gengið úr einu verki í ann-
að án mikilla örðugleika.
Þurfa listamenn að lifa á list
sinni? Það er goðsögn hér eða bá-
bilja. Flestir rithöfundar hafa þurft
að stunda önnur störf en ritstörf
og gengið prýðilega. Fyrst þegar
ég kom til Spánar vildi einhver sjá
vegabréfið mitt. Ég sagðist vera
ljóðskáld þegar ég var spurður að
því við hvað ég starfaði. Það var
hlegið og vinir mínir sögðu að
enginn hefði það að atvinnu. Þá
gerði ég mér grein fýrir því hvað
ég hefði útkjálkalegt viðhorf til
listarinnar. Svo ég beið eftir því að
vegabréfið félli úr gildi svo ég gæti
breytt því. Síðan hef ég verið
kennari."
Hvað er útkjálkaviðhorf?
„Útkjálkaviðhorf er viðhorf
fólks á einangruðum stöðum sem
byggist fremur á ímyndun en
reynslu.“
En menn á einangruðum stöð-
um hafa oft meira innsœi en þeir
sem sigldari eru.
„Það er vegna þess að þeir hafa
dregið sig í hlé af fusum og frjáls-
um vilja.“
Sérstöðu og einangrun
ruglað saman
Menningarvitar afýmsu tagi;
rithöfundar, leikhúsfólk og aðrir
listspekúlantar, vísa mikið í ís-
lendingasögurnar og mikilvœgi
þess að halda tengslum við þessa
menningararfleijð - einangrun
ogfomarhefðir.
„Það má segja að þetta sé end-
urtekning, svona eins og hjá páfa-
gaukum. Þegar gerð er kvíkmynd
eða eitthvað þvíumlíkt verður sag-
an hjákátleg. Maður vissi ekki
hvort víkingarnir væru komnir af
kúrekum eða japönskum sam-
úræjum ef það væru engar fisk-
spyrður. Þar af leiðandi er þetta
bara í nösunum á fólki. f því felst
líka flótti frá nútímanum. Menn
eru ekki í tengslum við fortíðina
þótt þeir séu með þorskspyrður á
trönum. Kvikmynd eins og Vegg-
fóður er miklu betri kvikmynd en
aðrar kvikmyndir, borin uppi af
lífskrafti og er skemmtilegri en
langlokumar sem hjassast áfram á
hvíta tjaldinu. Ég held að þær séu
gerðar vegna þess að íslensku
kvikmyndagerðarmennirnir
halda að fornmenning okkar sé
útflutningsvara á svipaðan hátt og
kúrekamyndimar vom bandarísk
útflutningsvara. Þetta er venjulega
háskólagengið fólk sem er mglað í
menningunni. Það tók langan
tíma fyrir Ameríkana að búa til
goðsögnina um kúrekann sem átti
enga fyrirmynd í bókmenntum og
það að færa goðsögur um víking-
inn inn í evrópska vitund krefst
meira hugmyndaflugs og þekk-
ingar en hefur verið beitt hingað
til og kvikmyndin rekst líka á fs-
lendingasögumar, sem em miklu
betri en skuggar á tíaldi.“
Er verið að leita að sérstöðu?
„Ég held að við tölum mikið
um sérstöðu en vitum ekki vel
hver hún er. Ef þú ert innan um
margt fólk, það fýkur í þig og þú
gengur út þá er það ekki vegna
einhverrar sérstöðu heldur er
púkaleg ólund í þér, þú getur ekki
verið innan um annað fólk. Ef fólk
verður innlyksa á eyðistað er það
ekki sérstaða, sérstaða felst í því
að vitsmunir taka ákvörðun. Fólk
ruglar off saman einangrun og
sérstöðu."
íslendingar halda þvífram að
þeir hafi mikla sérstöðu.
„Einangrað fólk talar um að
það hafi sérstöðu en mglar henni
saman við að vilja vera merkilegt.
Þegar það kemst menningarlega
séð á visst villustig talar það um
sérstöðu, en notar ekki orðið ein-
angrun. Þegar myndast sérstaða
hér og eitthvað er vel gert þá hætt-
ir fólk að hafa áhuga. fslenska
óperan var ekki merkileg í fyrstu
en þegar hún var komin vel af stað
hætti fólk að hafa áhuga. Þegar
slíkt gerist eru það fyrstu merki
þess að eitthvað fer að hafa sér-
stöðu. Áður fór fólk í Óperuna
vegna þess að það var forvitið.
Forvitið á sama hátt og dýr; kýr
þegar þær þefa af einhverju. Én
þær geta ekki þefað af sama hlutn-
um lengi, þær missa áhugann.
Þetta er eins á öllum sviðum,
hvort sem um Óperuna, málara-
list eða ritverk er að ræða. Fólk
fylgist með fyrstu verkunum en
missir svo áhugann. Það hefur
ekki andlega getu til að fylgja því
eftir sem kemst af frumstigi. Við
höfum ekki úthald. Við höfum
ekki andlega getu. Enga sérstöðu.“
Er sátt þín við tilveruna alger?
Já, ég er lítið íslenskur að því
leyti tíl að ég upplifi ekki geðsveifl-
ur.“
Geðsveiflur eru nú bara
mennskar.
„Já, ef menn ráða við þær; ann-
ars þreytandi."
Telma L. Tómasson