Pressan - 08.10.1992, Síða 34
34
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 8. OKTÓBER 1992
Popp
FIMMTUDAGUR
• Þúsund andlit hljóta
að vera flutt í bæinn. Að
minnsta kosti skemmta
_ öll þessi andlit kvöld eftir
lænum og nú á Gauknum.
• Karaoke á Tveimur vinum og
öðrum í fríi. Hressandi þegar skamm-
degið nálgast.
• Tommy MacCracken er Che-
rokee-indíáni sem syngur blús. Það
er líka erfitt að vera indíáni. Hann
kemur fram með Vinum Dóra alla
helgina á Púlsinum.
• Kuba libra er í raun og veru tríó
sem leikur létta tónlist. Á Fógetan-
um.
• Guðmundur Rúnar er líklega
enn einn á Rauða Ijóninu.
■imiiiiai
• Gal í Leó á Gauknum: Rafn Jóns-
son trommari, Sævar Sverris söngv-
ari, Örn gítarleikari, Jósep á hljóm-
borð og Einar Bragi saxófónleikari.
Með þessum gömlu brýnum leikur
nýr bassaleikari sem ekki vill láta
nafns getið.
• Tommy MacCracken syngur
blús ásamt Vinum Dóra á Púlsinum.
• Hermann Ingi trúbador hefur
sinn fasta sess á Fógetanum.
• Guðmundur Haukur organisti
leikur á Dansbarnum þar sem Gömlu
brýnin eru komin í smáfrí.
Sveitaböll
• Þotan Keflavík: Sveita-
stemmning með dans- og
skemmtihljómsveitinni Sál-
inni hans Jóns míns.
• Gömlu brýnin þreyta danssjúk
gamalmenni á Dansbarnum.
miniiiHiii
J Gal í Leó aftur á Gauknum.
• James Olsen Björn Thorodd-
sen og Bjarni Sveinbjörnsson
blúsa aftur og djassa á Blúsbarnum.
• Rick Barbarino and the Dom-
inos er ný hljómsveit á gömlum
grunni. Þeir verða á Hressó.
• Tommy MacCracken og vinir
hans í Vinum Dóra á Púlsinum.
• Snæfríður og stubbarnir er
sveitahljómsveit frá Þorlákshöfn.
Þetta eru allt snæfríðir stubbar sem
verða á Fógetanum.
• Tveir Logar frá Eyjum kyrja írska
söngva á Rauða Ijóninu.
• Gömlu brýnin brýna það fyrir
sjálfum sér og öðrum að dansa vals.
• Die Fieblen Munchener jóðla á
Gauknum í tilefni Októ- fest, hinnar
miklu bjórhátíðar, sem haldin verður
víða um land í næstu viku. Jóðlararn-
ir koma hingað alla leið frá Þýska-
landi til þess eins að skemmta land-
anum, en með háu jóðli rennur bjór-
inn Ijúfar niður.
• Vin K og allir hinir Bob Moran-
mennirnir verða á Hressó.
• Bogomil Font og milljóna-
mæringarnir verða með enn einn
kveðjukonsertinn um helgina, en
þeir hófu kveðjuhátíð sína fyrir all-
nokkru. Nú ætlar Bogomil að fara að
aðstoða vin sinn hann Sigtrygg og
jafnvel skella sér með honum til út-
landa til að hitta gamla vini og von-
andi eignast einhverja nýja.
• James Olsen barþjónn hoppar
fram fyrir barinn um helgina og
syngur og trommar með þeim Birni
Thoroddsen og Bjarna Sveinbjörns-
syni á Blúsbarnum. Nú er Blúsbarinn
að taka upp blúsþráðinn að nýju, en
samkvæmt litum áranna merkir blái
liturinn sköpunargleði.
ogg
BARIR
► Drykkjumaður
ÍPRESSUNNAR var á ferð
um Leifsbúð á Keflavík-
urflugvelli í síðustu viku
ist með samlöndum sín-
um kl. 6.30 að morgni við
drykkju á meðan beðið var eftir
flugi. Drykkjumaðurinn gladdist
mest yfir því að landinn hefur í
engu breytt þeirri venju sinni að
hella í sig áfengi um leið og kom-
ið er inn í flughöfnina. Því var
haldið fram hér áður fyrr að
þessi sérstæða árátta landans
tengdist bjórleysinu og menn í
takmarkalausri löngun eftir
bjórnum breyttu út af lífsmynstr-
inu þetta eina skipti svona
snemma morguns. En sem sagt
ekkert hefur breyst með tilkomu
bjórsins hvað þessa venju áhrær-
ir þannig að annarra skýringa er
þörf á fyrirbærinu. En drykkju-
maður PRESSUNNAR er auðvitað
ánægður með að þessi góða
þjóðvenja haldist. Annars var
einnig önnur ástæða fyrir því
hversu drykkjumaðurinn tók
snarplega við sér þegar á barinn
var komið. Hann varð nefnilega
fyrir lífsreynslu á leiðinni til
Keflavíkur. Drykkjumaðurinn ók
sem leið lá á u.þ.b. 120 km hraða
í átt til Keflavíkur þegar svört
Audi-bifreið merkt stjórnarráð-
inu skaust fram úr og hvarf út í
myrkrið. Drykkjumaður áætlaði
(ódrukkinn að vísu) að bifreið
stjórnarráðsins hlyti að hafa ver-
ið ekið á 140-150 km hraða í það
minnsta. Við komuna til Kefla-
víkur mátti sjá bílstjóra Audi-
bílsins bíða eftir yfirmanni sínum
sem hefur verið að koma með
fluginu. Þeir sögðu að hann héti
Kiddi rótari, en vissu ekki hvort
hann var kominn með prófið frá
því síðast.
• Sjallinn Akureyri stendur fyrir
bjórhátíð fyrir norðanmennina í til-
efni Októ-fest. Leiðandi þar verður
stórsveitin Júpíters, sem eflaust getur
jóðlað eins og allt annað.
• Þotan Keflavík verður með ein-
hvers konar eróbikkhátíð frá Æfinga-
stöðinni. Tryllt fjör.
• Sálin hans Jóns míns verður á
Hressó í kvöld.
• Tommy MacCracken og Vinir
Dóra á Púlsinum.
• Viðar og Þórir með sveitatónlist
í Borgarvirkinu, að vanda.
• Snæfríður og stubbarnir er
ungsveit frá Þorlákshöfn sem leikur
þjóðlagatónlist á Fógetanum.
• Tveir Logar leika írska sveita-
lubbatónlist á Rauða Ijóninu.
• Sniglabandið er enn á lífi með
Skúla Gauta, Didda, Pálma, Þorgils,
Einar og Björgvin Ploder innanborðs.
Þeir eru mjög miklir vinir þrátt fyrir
fjölmenni. Þeir verða á Tveimur vin-
um.
Fljótt á litið gæti maður haldið að maðurinn væri samhverfur, það er að
segja að vinstri hlið hans sé spegilmynd hinnar hægri. Svo er hins vegar
nær undantekningarlaust ekki. Augljós dæmi um þetta er vitaskuld að
finna í köllum eins og Míkhaíl Gorbatsjov, en þegar valbránni sleppir er ekki
eins auðvelt að koma auga á það við fyrstu sýn. Til að láta reyna á þetta
birtast hér myndir af fjórum konum, sem þekktar eru um víðan völl fyrir
fegurð og myndarskap, og með tæknibrellum athugað hvernig þær yrðu
útlits ef andlit þeirra væru fullkomlega samhverf — bæði ef stuðst væri við
w- vinstri helminginn og hinn hægri.
Vinstri hlið Hægri hlið
PIPARSVEINAR
HALDA
PORNÓHATÍD
Ríkisfangslaus
„íslendingur“
Það eru ekki margir íbúar Islands sem bera nafnið
Amal Qase. Enda ekki Islendingur heldur Sómali og
hefur verið búsett á Islandi undanfarin fimm ár.
Amal komst ísviðsljósið fyrir skömmu er Sóm- ij
alíusöfnunin fór fram, þar sem hún vakti athygli á ’
ástandinu fyrir hönd landa sinna. Hún vakti ekki sístS
athygli þjóðarinnar sem talaði um hve„ask... huggu-
leg hún væri", en það eru margir Sómalir. Þekktust er sjálfsagt hin
nýgifta fyrirsæta Iman sem giftist poppgoðinu David Bowie fyrir
skömmu.
Amal er sómölsk og vill gerast fslendingur.
Hún á von á barni og vill ekki
vera ríkisfangslaus þegar
það kemur í heiminn.
meyjar munu dilla sér á pip-
arsveinahátíðinni. Að
minnsta kosti tvær þeirra
eru taldar til fimmtán þeirra
bestu í faginu í gervallri
Danmörku.
Sönggyðjan Sigga Beinteins þykir einatt bera af hvað fíngerðan kvenleika snertir,
en þegar vinstri helmingurinn er notaður lítur hún út eins og verbúðardrottning í
Grænu höllinni á Höfn, sem greinilega er ýmsu vön. Þegar hægri helmingurinn er
notaður birtist hins vegar óörugg menntaskólapía, sem vel væri hægt að trúa til
þess að „hoppa upp í bíla með hverjum sem er" eins og skáldið kvað.
Það er orðið langt siðan Amal var búsett í Sómalíu, svo langt að 1
ástandið þar var þá með besta móti. Siðan flutti hún til Suður-Arabiti
en bjó svo í Englandi í tæp sjö ár. Nú vill hún hins vegar gerast íslenskm
ur ríkisborgari eftir að hafa verið búsett á Islandi í um það bil fimm ár\
oghúná von á fyrsta barni sínu. „Ég er ríkisfangslaus um þessar L
mundir því vegabréfíð mitt rann úti byrjun ársins og ég er farin að ótt-1
ast að ég fái ekki islenskan rikisborgararétt. Úrskurður um það kemuQ
ídesember,"sagði Amal sem talar feiknagóða íslensku, enda nemur I
hún íslensku í Háskóla íslands. Auk þess hefur hún það fyrir stafni að 1
kenna ensku, bæði í grunnskóla og í einkatímum. Og hér vill hún búa 1
og hvergi annars staðar.
Steinn Ármann
Magnússon
leikari
„Þetta er sjálfvirkur símsvari
hjá Steini Ármanni og Jenný.
Við erum ekki heima eins og
er. En vinsamlega skiljið eftir
skilaboð og við munum hafa
samband.“
íslenskir piparsveinar eru allnokkrir og samstæður
hópur, ef marka má samkundur þeirra undanfarin ár.
Um helgina verður ein slík haldin á Hótel íslandi en
hingað til hafa þær staðið í höfuðstað Norðurlands,
Akureyri. Nú ætla norðanmennirnir sumsé að bregða
sér í bæinn og heljarinnar skemmtun verður haldin í
tilefni þess eins að mennirnir hafa ekki enn náð að
festa ráð sitt. Samkvæmt skilgreiningu merkir orðið
piparsveinn „ókvæntur maður á miðjum aldri eða
eidri“.
Að sögn Björns nokkurs Snædal, piparsveins og
eins frumkvöðla hátíðarinnar, verður öryggið sett á
oddinn í þetta sinn og fær hver piparsveinn jarðar-
berjasmokk íbyijun kvölds.
Ætla piparsveinamir að slaffa í sig þriggja rétta mál-
tíð, láta skemmtiatriðin kitla hláturtaugarnar og Jón
Axel og Gulla á Bylgjunni þruma yfir sér.
Valinn verður piparsveinn ársins og er forvalið þeg-
ar hafið. Sá útvaldi hlýtur að launum ferð til „porn-
óborgarinnar" Amsterdam. Þrír hafa hlotið þennan
eftirsótta titil til þessa: Biggi bakari, sem var ekki lengi
piparsveinn effir það; Haddi Ring, þekktur Póllands-
fari; og síðast var kjörinn Magnús nokkur Aðalsteins-
son sem blámyndbandavæddi Akureyrarbæ. Hann ku
vera nokkru minni glamorgæi en þeir Biggi og Haddi.
Hápunktur kvöldsins verður þegar þrjár danskar
frænkur heimsækja piparsveinana á Hótel íslandi.
Þetta munu vera þijár eðalnektardansmeyjar og eru í
það minnsta kosti tvær þeirra taldar í hópi fimmtán
bestu nektardansmeyja í Danmörku. „Þær kosta lfka
sitt og mér skilst að þær séu flottar en alls ekki sóðaleg-
ar eins og brenna vill við. Ein þeirra er til dæmis stælt-
ur eróbikkkennari,“ sagði Björn.
Að sögn Björns hefur verið lögð heil milljón í undir-
búninginn fýrir þéssa skemmtun. Piparsveinarnir em
bjartsýnir á að vel takist til. Og stelpur! Húsið verður
opnað fyrir ykkur á miðnætti.
Feguröardrottningin Linda Péturs hefur undanfarin ár þótt íslenskra kvenna ríkust
af ómenguðum kyntöfrum. Þegar vinstri hlutinn er notaður fer aftur minna fyrir
kyntöfrunum, nema fyrir þá sem kjósa konurnar ieðurklæddar í stígvélum með
svipu í annarri hendi og handjárn í hinni. Þegar hægri helmingurinn er notaður
minnir hún hins vegar fremur á hollívúskt smástirni frá þriðja áratugnum, sem viss-
ara er að umgangast með ilmsölt í vasanum ef hún skyldi hníga í ómegin.
Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti lýðveldisins, er með glæsilegustu konum á fs-
landi, sjálfsöryggið uppmálað og stoltið leynir sér ekki. Þegar stuðst er við vinstri
helminginn birtist ráðrík húsmæðraskólastýra, sem lætur sér fátt fyrir brjósti
brenna. Með tvo hægri helminga glatast hins vegar töluvert af þessu og eftir situr
músarlegur frönskukennari, sem þreytist ekki á að minna á að nafn sitt sé skrifað
með accent aigu.
Björk Guðmundsdóttir, söngkona Sykurmolanna, býr yfir fegurð og sérkennilegum
kynþokka Lolitu og virðist ófær um að eldast hætishót. Og það er sama hvor helm-
ingurinn er tekinn; Björk yngist enn frekar fyrir vikið. Munurinn felst í því að hin
vinstrisinnaða Björk hefur greinilega átt erfiðari æsku lyklabarnsins meðan hin
hægrisinnaða Björk býr yfir áhyggjulausri hamingju prinsessunnar á heimilinu .