Pressan - 08.10.1992, Page 36

Pressan - 08.10.1992, Page 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. OKTÓBER 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU • Harpa Harðardóttir sópransöng- kona heldur tónleika sem eru síðasti hluti burtfararprófs hennar frá Söng- skólanum í Reykjavík. Aðalkennarar Hörpu hafa verið Olöf Kolbrún Harðar- dóttir og Garðar Cortes. Á efnisskrá tónleikanna eru sönglög eftir Verdi, Schumann, Strauss, Grieg, Jórunni Viðar, Pál ísólfsson og Karl O. Runólfs- son. Meðleikari er Kolbrún Sæmunds- dóttir. Langholtskirkja kl. 20.30. Leiklist Stræti. Frumsýning á jþessu leikverki Jims Cartw- Iright sem frumsýnt var í ■Royal Court-leikhúsinu 1986 og vakti mikla athygli, en höfundurinn var þá með öllu óþekktur. Sögusvið leikritsins er fátækrahverfi sem höf- undur þekkir af eigin raun. Margt góðra leikara. Smíðaverkstœði Þjóð- leikhússins kl. 20.30. • Ríta gengur menntaveginn Bíómyndin vinsæla hefur nú verið endurlífguð uppi á sviði með Tinnu Gunnlaugsdóttur og Arnar Jónsson í aðahlutverkum. Sjá nánar leikdóm PRESSUNNAR. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Hafið. Samkvæmt leikdómi Lárusar Ýmis Óskarssonar fá áhorfendur hér góðan skammt af átökum og nóg af kímnigáfu. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Dunganon. Góð skemmtun og nóg að hugsa um að sýningu lokinni, svo enn sé vitnað í leikdóm Lárusar Ýmis Óskarssonar. Borgarleikhúsið kl. 20. WKMiMm-mmiWMimwM • Lucia di Lammermoor Þessi ópera eftir Gaetano Donizetti hefur hlotið frábæra dóma og prímadonn- an, hún Diddú, slær gjörsamlega í gegn. íslenska óperan kl. 20. • Kæra Jelena. Mesta sigurstykki síðasta leikárs. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Dunganon. Borgarleikhúsið kl. 20. • Lína langsokkur. Frumsýning fyr- ir norðan á þessu sívinsæla barnaleik- riti eftir Astrid Lindgren. Leikritið er sönqleiksgerð eftir bókunum um gralíarann Línu en með hlutverk hennar fer Bryndís Petra Bragadóttir. Leikfélag Akureyrar kl. 14. • Stræti. Smíðaverkstœðið kl. 20. • Hafið. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Ríta gengur menntaveginn. Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30. • Dunganon. Borgarleikhúsið kl. 20. • Emil í Kattholti. Barnaleikrit sem enginn krakki getur staðist, enda Emil með afbrigðum uppátækjasamur og forvitnilegur strákur. Þjóðleikhúsið kl. 14. • Kæra Jelena. Þjóðleikhúsið kl. 20. • Lucia di Lammermoor. íslenska óperan kl. 20. Klassíkin acaaaoraBBBJE J^Ljóðatónieikar Gerðu- bergs. Elsa Waage kontra- alt syngur á þessum fyrstu Ijóðatónleikum Gerðubergs í vetur. Að loknu söngnámi hér heima stundaði Elsa einkanám í Amsterdam og hélt síðan til Bandaríkjanna. Hún hefur haldið tónleika í Bandaríkjunum, í Færeyjum og hér heima. Á tónleik- unum syngur hún Ijóðasöngva m.a. eftir Hallgrím Helgason, Emil Thor- oddsen, J. Sibelius, Gustav Mahler og Kurt Weil. Meðleikari er Jónas Ingi- mundarson. Gerðubergkl. 17. • Lína langsokkur. Leikfélag Akur- eyrarkl. 14. Myndlist • Edda Jónsdóttir opnar sýningu í Nýhöfn á akrílmálverkum sínum og nokkrum stórum þrykkimyndum unn- um síðastliðin tvö ár. Þetta er þrett- ánda einkasýning Eddu. Opið kl. 14-18. • Louise Bourgeois Opnuð hefur verið sýning á verkum bandarísku listakonunnar Louise Bourgeois í sýn- ingarsalnum Annarri hæð. Listakonan, sem komin er á níræðisaldur, vinnur fyrst og fremst þrívíð verk. Á sýning- unni eru teikningar sem spanna feril hennar og eitt skúlptúrverk. • Hulda Hákon hefur hengt upp verk s(n á Mokkakaffi. Um er að ræða portrett af dýrum ( miðbænum, en verkin eru unnin með akríllitum í tré. Opið kl. 9.30-22.30. • Ellefu álenskir listamenn sýna um þessar mundir verk sín í Norræna húsinu þar sem um er að ræða vatns- litamyndir, grafík og Ijósmyndir. Opið kl. 14-19. • Jóhann Eyfells, sem búsettur hef- ur verið ( Bandaríkjunum í áratugi, sýnir verk sin i Listasafni Islands og gefur þar meðal annars að líta skúlþ- túra og pappírsverk. Opiðkl. 12-18. • Fígúra-Fígúra nefnist sýning sem nú stendur yfir í vestursal Kjar- valsstaða. Þar eiga verk nokkrir helstu myndlistarmenn okkar af yngri kyn- slóð; Brynhildur Þorgeirsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hulda Hdkon, Jón Öskar, Kjartan Ölason og Svala Sigur- leifsdóttir. Myndefnið er fígúran — og fígúrur. Opið 10-18. • Björn Birnir sýnir verk sín í FÍM- salnum og ber sýningin heitið Um- verfi sandanna. Þar er að finna verk unnin með akríllitum á striga og pappír, auk nokkurra teikninga sem gerðar eru með tússi á pappír. Opið kl. 14-18. „Það er samstarfþeirra þriggja, Arnars, Tinnu ogMaríu Kristjáns- dóttur leikstjóra, sem fœr sýning- una til að lifa oghalda mannifrá upphafi til enda. “ LÁRUS ÝMIR ÓSKARSSON Rita nýtur sín ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ, LITLA SVIÐIÐ RÍTA GENGUR MENNTAVEGINN EFTIR WILLY RUSSEL LEIKSTJÓRI MARÍA KRISTJÁNSDÓTTIR AÐALHLUTVERK TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR ARNAR JÓNSSON Fólk hefur velt því íyrir sér hver staða leikhússins sé á þessum tíma kvik- myndarinnar. Hvað réttlæti til- veru þess þegar kominn er miðill þar sem allt er mögulegt; bæði að lýsa atburðum náttúrunnar og ímyndunaraflsins og líka komast svo nálægt leikurum að maður geti talið á þeim svitaholurnar og séð minnstu vipru við auga eða munnvik? Þessar vangaveltur koma upp í hugann þegar farið er að sýna leikrit, sem hefur verið kvik- myndað með ffábærum leikurum og góðum árangri á allan annan hátt, eins og Ríta gengur mennta- veginn eftir Willy Russel. Það sem leikhúsinu hefur verið talið til tekna umffam kvikmynd- ina er nálægð áhorfandans við leikarann, og það að áhorfandinn er með viðbrögðum sínum virkur þátttakandi í sýningunni. Einnig það, að hver sýning er einstök, ekki bara af því að nýir áhorfend- ur eru í hvert sinn, heldur vegna þess að leikarinn er ekki nákvæm- lega sama manneskja frá degi til dags. Um þetta mætti skrifa langt mál eins og hefúr reyndar oft ver- ið gert. Til þess er ekki vettvangur hér. Ég vil bara árétta að það er svo með leikhúsið eins og annað — t.d. Rítu í leikritinu — að það nýtur sín best ef það er sem næst eðli sínu og notar styrk sinn eða hæfileika. Grunnþættir leikhúss- ins eru leikarinn og áhorfandinn. Á öld kvikmyndanna verður ieik- hús iðulega hjákátlegt þegar það ætlar að hrífa áhorfendur sína með effektum og tækni, en þegar það heldur sig við manneskjuna og þetta ritúal, sem fúndur leikar- ans og áhorfandans er, þá hefur það mesta möguleika á að snerta hjarta og heila. Ég er þeirrar skoðunar að „Ríta gengur menntaveginn“ njóti sín betur á sviði en í kvikmynd. Þarna eru tvær persónur, Ríta og kenn- arinn hennar Frank. Ailt snýst um þau, samskipti þeirra og hvernig þau hafa áhrif hvort á annað. Eng- inn reykur, fólk kemur ekki upp úr sviðinu eða niður úr rjáffinu. Eitt er það þó sem fer forgörð- um, og reyndar er ekki hægt að gera við því á íslandi, og það er munurinn á því tungumáli sem Ríta og Frank tala. Mikið er stílað upp á það í enskunni að þau tala mismunandi mállýskur; alþýðu- mál annarsvegar og háensku hinsvegar. Þýðingin er annars lip- ur og sleppur nokkuð vel ffamhjá þessu með því að leggja áherslu á orðbragð persónanna, hvorrar fyrir sig. Tinna Gunnlaiigsdóttir leikur Rítu. Það er gaman að kynnast Rítu í meðförum hennar; hún er ör og hlý og skynsöm en ómennt- uð alþýðukona, sem vill þroska sig og njóta krafta sinna þegar við kynnumst henni. Síðan gengst hún upp í þeirri menntun sem hún verður sér úti um, en spillist þó ekki. Það sem mér finnst helst að er að Ríta sýnist áhyggjulaus í upphafi leiksins og það kemur ekki nógu sterkt fram að hún er taugaóstyrk og hrædd. Eins að farið er framhjá og yfir þann kyn- ferðislega undirtón, sem textinn gefur stundum tilefni til. Hvort tveggja er auðvitað mál leikstjór- ans líka. En Tinna er orðin mjög fær leikkona og bætir hér við sig frá því sem ég hef séð til hennar áður. Það má segja að sýning eins og þessi standi og falli með leikurun- um og samleik þeirra. Og það ger- ist ekki öllu betra en í þessari sýn- ingu. Arnar Jónsson er óaðfinn- anlegur í hlutverki Franks. Hann hefur öll blæbrigðin á valdi sínu og leikmátinn er hófstilltur og ná- kvæmur. Stundum vill bregða við í íslensku leikhúsi að maður hafi á tilfinningunni að leikarar séu ekki að leika í alveg sömu sýningunni þótt þeir standi á sviðinu samtím- is, en því er ekki fyrir að fara hér. Það má segja að það sé auðveldara fyrir leikstjórann að samhæfa leik- mátann þegar fáir leikarar eru í sýningu, en það er lfka auðvelt að klúðra því. Það er samstarf þeirra þriggja, Arnars, Tinnu og Maríu Kristjánsdóttur leikstjóra, sem fær sýninguna til að lifa og halda manni ffá upphafi til enda. Aðrir þættir sýningarinnar eru í góðu lagi. Leikmyndin og ljósin voru í smekklegu samræmi við heildarhugsun sýningarinnar. Tónlist fannst mér þó eitthvað út úr kú. Hún samanstóð af stuttum stefjum á milli atriða en gerði svo- sem ekkert af sér. Fyrir þá leikhúsgesti sem ekki eru að eltast við nýjungar, heldur gömlu góðu leikhússkemmtunina með hæfilegu ívafi af umhugsun- arefni, þá mæli ég eindregið með þessari sýningu. Lárus Ýmir Óskarsson Hlutlaust svœði fyrir sáttafundi ASKUR SUÐURLANDSBRAUT 4 ★★ HELSTU KOSTIR; ALLTAF HÆGT AÐ FÁ BÉARN AISE, TILTÖLULEGA HÓGVÆRTVERÐ. HELSTU GALLAR: STÍL- OG STEMMNINGARLAUS SALUR, LÍTIL- SIGLD ELDAMENNSKA ÞRÁTT FYR- IRLANGAN SEÐIL. □ Askur á Suðurlandsbraut 4 er veitingahús fyrir íjöl- slyldur — eða öÚu held- ur fyrir þá sem telja fjölskyldur hafa sjálfstæða tilveru einhvers staðar undir eða ofan við einstak- lingana sem hún samanstendur af. Flest veitingahús sem reyna að laða til sín heilu fjölskyldurnar úr úthverfunum eru líkari flughöfn- um, verslunarsamstæðum eða biðstofúm en almennilegum veit- ingahúsum. Ekkert á matseðlin- um né nokkuð í innréttingunni, veggskrautinu eða tónlistinni má fæla einhvem aldursflokkinn burt. Þess vegna finnur enginn neitt að þessum veitingahúsum en það finnur heldur enginn neitt sér- stakt við þau. Svona veitingahús er Askur. Hann er stíllaus, flatur og frekar leiðinlegur — en alls ekki svo að það særi nokkurn djúpu sári. Ef fjölskyldur vilja fara út að borða er miklu nær að fara á ung- æðislegt Hard Rock eða miðaldra Ítalíu. Ef brúa á kynslóðabilið er betra að gera það á heimavelli annars aðilans í stað þess að búa til hlutlaust svæði. Hlutlaus svæði eru Genf, Bonn, Haag og önnur lífvana pláss. Það er engrn hætta á að matar- gestir gleymi sér yfir góðri máltíð á Aski og leiðist út í langt spjall um heima og geima að henni lok- inni; eins og vill gerast á hlýlegri veitingahúsum. Askur er því kjör- inn staður fyrir þá sem vilja borða, borga og hverfa á braut. Og allt þetta er hægt að gera án vand- kvæða á Aski. Maturinn er þokkalegur þótt eldamennskan rísi aldrei hátt. Matseðill er fjölbreyttur. Þar má finna allt frá smáréttum og skyndibitum upp í íburðarmeiri rétti, sem flestir eiga ættir að rekja til amerísks eldhúss — þó án áhrifa frá Flórída, nágrenni New Orleans eða öðrum stöðum sem gætu dregið úr einhæfninni. Stuðlar og vafningar RAGNA RÓBERTSDÓTTIR NÝLISTASAFNINU JAEfA Ragna Róbertsdóttir P^í«Pvinnur út frá tveimur ^"L^grunnhugmyndum. Annars vegar raðar hún saman ferköntuðum steinsúlum, jafn- stórum í hveiju verki fyrir sig, og myndar með þeim samhverf tíg- ulmynstur. Hún notar tilsagað grágrýti og hraunsteina, sem við fyrstu sýn h'ta út eins og óvenju- holóttar steypueiningar. Hins veg- ar vefur hún gúmmflengjum utan um steinsívalninga, síðan er rúll- unum raðað í röð, og í a.m.k. einu verki er sömu lengjunni vafið utan um tvo steina, réttsælis um annan en rangsælis um hinn. Þetta til- brigði er síðan útfært frekar í veggteikningum, í bylgjumynstri sem hefur gengið undir nafninu „fljúgandi hundur“. Verkin hafa því einfalt, skýrt yfirbragð og upp- bygging þeirra er regluleg. Steinstuðlunum er raðað horn í horn, inn í reglulegt, jafnhliða rúðunet þar sem skiptast á steinar og eyður. í sumum verkanna er steinunum eingöngu raðað hlið við hið, en í öðrum er þeim raðað hverjum ofan á annan. Flötu steinverkin hafa skrautkennt yfir- bragð og tígulmynstrið minnir á vefnaðarmynstur eða steinhleðslu í gólfi. Þau verk sem eru hlaðin eru myndrænni og gefa færi á samlíkingu við landslagsform. Þetta sést best í verkinu í neðsta sal safnsins. I því má sjá skýra samlíkingu við náttúrulegan stuðlabergsklett. Það verk sker sig úr, því það er áberandi stærst og jafnframt eina verkið á sýning- unni sem er ekki samhverft frá öllum hliðum. Þetta er best heppnaða verkið á sýningunni. Stærðin vinnur líka með því, það er u.þ.b. mannhæðarhátt og hefúr því samsvörun bæði við víddir mannslíkamans og víddir salar- ins. f samanburði verða hin verk- in eins og skissur eða hugmyndir að verkum sem bíða eftir stærri útfærslu. Jafnvel þótt verkin séu einföld í útfærslu má samt sem áður greina tvær tilhneigingar í þeim; hið skrautkennda og hið myndræna. Myndræni kosturinn virðist væn- legri, því hið reglubundna og rytmíska samhengi parta í mynstri dregur úr sérstöðu efnis- ins. Aftur á móti spila form og uppbygging verkanna annars veg- ar og sérkenni hraungrýtisins hins vegar vel saman í myndrænni verkunum. Það sama gildir um gúmmívafningana; sambandið milli efnisnotkunar og formupp- byggingar er ekki nógu náið. Vafningarnir eru ný útfærsla á

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.