Pressan - 08.10.1992, Page 37

Pressan - 08.10.1992, Page 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 8. OKTÓBER 1992 37 LÍFIÐ EFTIR VINNU „Jafnvelþótt verkin séu einföld í útfœrslu má samtsem áðurgreina tvœr tilhneig- ingar íþeim; hið skrautkennda og hið myndrœna. “ GUNNAR J. ÁRNASON rata víða og ekki aðeins til skóla- fólks, svo eiguleg er hún og falleg. Kolbrún Bergþórsdóttir Grilluð skessa og telefax Bjartmar Engisprettufaraldur, Haraldur Geimsteinn ★★ torfrúllum sem Ragna hefur unn- ið með, en eitthvað skortir á til að gera þessi verk virkilega áhuga- vekjandi. I heildina er sýningin varkárari en mætti hafa búist við, en skýr- ingin kannski sú að verkin eru formfastari en við eigum að venj- ast af íslenskum listamanni. Gunnar J. Amason Fallegt verk og eigulegt SVÖRT VERÐA SÓLSKIN MÁL OG MENNING 1992 ★★★ Sú var tíð á íslandi að Imæður tuggðu þungan mat ofan í kornaböm og töldu þeim það hollt. Svipaða að- ferð nota umhyggjusamir skóla- menn gjarnan þegar þeir vilja næra nemendur á þungmeltum menningararfi. Þá kemur lærimeistarinn í móður stað og mýkir hina and- legu fæðu áður en hann afhendir hana ungmennum til að gæða sér á. Ný kennslubók Máls og menn- ingar er sýnisbók þar sem finna má úrval af goðsögnum en einnig texta úr nútímaverkum sem end- urspegla heima goðsagna. Þessi fallega og áhugaverða bók byggir að nokkru á þeirri aðferð sem hér var lýst. Þar er að finna Völuspá í endursögn Þórarins Eldjárns og Heimir Pálsson tekur að sér að endursegja sögur úr Snorra-Eddu. Það býr nokkur dirfska, og kannski örlítill skammtur af ósvífni, í því tiltæki að endursegja (enduryrkja) Völuspá, en um leið ber að hafa í huga að það er álit hæfra íslenskukennara að Völu- spá hafi grunnskólanemendur ekki styrk til að meðtaka, svo tor- melt sé kvæðið ungu fólki. Verk Þórarins er unnið með það sjón- armið í huga að þar eigi að ein- falda kvæðið og koma efni þess vel til skila, síðan bíði það menntaskólanna að ota réttum texta að nemendum og sannfæra þá um listfengi hans. Og þar sem mér virðist þetta að mörgu leyti skynsamleg leið þá mótmæli ég ekki. öllu ósáttari er ég við endur- sögn á Snorra-Eddu. Heimi Páls- syni má treysta til góðra verka en hann er ekki Snorri ffernur en við hin. Snorra Sturluson þolir vídeó- kynslóðin vel að fá beint í æð. Hann skrifar ekki einungis vel heldur einnig skiljanlega og engin þörf er á að skýrt texta hans. Kost- urinn við endursögn Heimis er hins vegar sá að þar má koma meira efni til skila en annars væri. Og þótt ég sé ekki sátt við aðferð- ina viðurkenni ég um leið að Heimir endursegir texta Snorra- Eddu af stakri smekkvísi. Það er afar mikið af góðu efni í sýnisbókinni og ekki verður það allt talið hér. Þarna er endursögn á hluta af Kalevala, grænlenskar og samískar sagnir og bráðskemmti- leg og stórfróðleg frásögn araba sem komst í kynni við sænska vík- inga árið 922. Nútímaskáldskapurinn er upp og ofan eins og búast má við. Meðal þess besta er Draumur Vil- borgar Dagbjartsdóttur um Óðin og eitt það versta ljóð sem hún þýðir eftir Finnann Valkeapaa en helmingur þess (18 línur) er vél- ritun á a: „aaaaaaaaaaaaaaaa- aaaaaaaaaaaaaaaaa... “ Kannski er þetta frjósemisstuna einhvers goðsins eða áreynsluandvarp en góður skáldskapur er þetta örugg- lega ekki. Kaflar eru úr unglingabókum sem gerast eiga á heiðnum tíma og erfitt er að dæma um gæði þeirra verka af stuttum útdrátt- um, þó á Mette Newth þar trúlega áhrifamestu frásögnina úr bók- inni Mannráni en Guðlaug Richt- er þá sem síst er rituð. Bókin kemur út samtímis á Norðurlöndum. Hún ber vott um metnað þeirra skólamanna sem að henni unnu. Það mega mörg hrósyrði falla um ffágang þessarar bókar. Hún er ríkulega myndskreytt og prent- uð á góðan pappír. Hún á skilið að GUNNAR HJÁLMARSSON Tveir karlar sátu á GrandakafB einn daginn m-JRI og voru að rabba saman. Ég sat nálægt og lagði við hlustir. „Helvíti er hann Bjartmar alltaf skemmtilegur,“ sagði annar og hinn samþykkti og bætti við: „Já, þetta nýja lag er magnað. Mein- ingin í textanum er virkilega góð.“ Upphaf skeggræðnanna var að verið var að spila lagið „Engi- sprettufaraldur, Haraldur11 í út- varpinu. Það er eitt af ellefu lögum á sjöttu plötu góðlega vísnasöngv- arans með meðvituðu barnssál- ina. Nokkuð er um liðið síðan Bjartmar sendi frá sér plötu síðast. Hann hefur verið að hlaða batter- íin og nýja platan er affakstur erf- iðisins. Þeir sem hafa gaman af stráknum fá mikið fýrir sinn snúð en hinir, sem aldrei hafa fílað Bjartmar, hafa enga ástæðu til að byrja á því núna. Tónlistin er sem fyrr dálítið gamaldags. Ólíkt Bubba og Meg- asi, sem hafa þróað stílinn og tek- ið áhættu, er Bjartmar fastur í ein- hverju sveitapoppi. Æðsta tak- mark laganna er að fá partígesti í fjöldasöng og veit ég dæmi um að þetta hafi tekist — Bjartmar er t.d. mjög vinsæll hjá kennurum á Akranesi. Tónlistin er notaleg en aldrei ágeng eða ffumleg, sem er líklega eins og Bjartmar vill hafa það. Hann er ágætis raulari og liðtækur á munnhörpuna og spiliríið er fi'nt hjá hægri hendi Bjartmars og Tryggva Hubner sem spilar á gít- ar, bassa (ásamt Rúnari Júl.) og hljómborð. Textarnir hafa aflað Bjartmari vinsælda í gegnum tíðina. Hann er alþýðuskáldið holdi klætt; áhorfandi að lífi fjöldans og eins- konar rödd þjóðarinnar. Hann er sem fýrr fundvís á smáatriði dag- lega amstursins og kynnir nú til sögunnar nokkrar skemmtilegar persónur; Bárður sefur af sér fýrsta maí og Tómas rekur við af baunum. Bjartmar fer lítið í barnaföt í þetta skiptið. Aðeins einu sinni gerist hann bamalegur og semur textann „Foreldrar og ffanskar“ með dóttur sinni Elmu Björg. Það er fínt barnapopp. Bjartmar er líka alþýðumálari. Teikningar hans á umslaginu eru ágætis viðbót við textana. Líklega sögðu karlarnir á Grandakaffi allt sem segja þarf um Bjartmar. Ég er líka viss um að Bjartmari þykir gagnrýni karlanna miklu merkilegri en tuð misvit- urra gagnrýnenda úti í bæ. Gunnar Hjálmarsson „Æðsta takmark laganna er aðfá partígesti í JJöldasöng og veit ég dœmi um að þetta hafi tekist er t.d. mjög vinsæll kennurum á Akranesi. “ 18.00 Fjörkálfar 18.30 39 systkini í Úganda. Danskir þættir um börn á munaðarleysingjahæli íúganda. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Úr ríki náttúrunnar. Fuglar og dýr þvælast fyrir á breskum golfvöllum. 19.30 ★ Auðlegð og ástríður. 20.00 Fréttir. 20.35 Sódóma Reykjavík. Það er skrítin hugmynd að gera þætti um það hvernig bíómyndir eru gerðar. Samt er það farið að tíðkast. 20.55 Nýjasta tækni og vísindi. Einn elsti og leiðinlegasti þátturinn á dagskránni. 21.10 ★★ Eldhuginn 22.00 Háskaleikir. Þáttur um gerð myndarinnar Patriot Games sem sýnd er í Háskólabíói. Sko. 22.25 Úr frændgarði. Allt leiðinlegasta sjónvarpsefnið sem framleitt er á Norðurlöndunum klippt saman. Nema Nýjasta tækni og vísindi. 23.00 Fréttir og skákskýring Helga Ólafssonar. 23.20 Þingsjá. Vonandi er ekki of mikið að gerast í þinginu. Þá fellur þátturinn kannski niður. —nmiinii— 17.40 Þingsjá E 18.00 Sómi kafteinn 18.30 Barnadeildin 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 ★ Sækjast sér um líkir. Lokaþáttur, fáir verða til að syrgja það. 20.00 Fréttir 20.35 Kastljós. 21.05 *★ Sveinn skytta. .Göngehövdingen' þýðir ekki gunguhöfðinginn. 21.35 ★ ★ Matlock 22.25 Brenndar brýr. Burning Bridges. Amerísk, 1990. Marflöt sjónvarpsmynd um gifta konu sem heldur við lækni. Kvikmyndað sjoppublað. Leikarar óþekktir. 23.55 i takt við lífið. Breskur skemmtiþáttur þar sem vakin er athygli á eyðingu regnskóga. í þæninum kemur fram fallegt og frægt fólk. Fyrir konurnar Jeremy Ir- ons, Warren Beatty, Sting og Simon Le Bon. Fyrir karlana Daryl Hannah, Nastassia Kinski, Christy Tur- lington, Naomi Campbell og Stefanía af Mónakó. —miii.iu.tiT—■ 14.25 Kastljós. E 15.00 Ólympíumót fatlaðra á Spáni. E 16.00 fþróttaþátturinn. 18.00 Múmínálfarnir. 18.25 Bangsi besta skinn 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 k Strandverðír. 20.00 Fréttir. 20.35 Lottó. 20.40 ★★ Leiðin til Avonlea 21.30 Manstu gamla daga? Helgi Pé bregður upp svip- mynd af Ölafi Gauki og nýtur við það aðstoðar Svan- hildar, Önnu Mjallar og tíu manna hljómsveitar. 22.00 ★★ Boltahetjan. Everybody's All-American. Amer- ísk, 1988. Vel meinandi mynd um fótboltahetju sem er komin að lokum ferils síns. Hann reiðir ekki vitið í þverpokum, en nýtur hjálpar konu sinnar og vinar. Ágætir leikarar, Jessica Lang, Timothy Hutton og Dennis Quaid, en samt er myndin ekki eftirminnileg. 00.05 ★ Einkaspæjari deyr. Le systeme Navarro — Le ci- metiere des élephants. Frönsk, 1989. Navarro lög- regluforingi er enn ekki farinn í megrunina. Honum veitti samt ekki af því og kannski þáttunum hans ekki heldur. —rn'i'ii.rra— 13.35 Rakarinn frá Sevilla. Ópera eftir Rossini í uppfærslu svissneska sjónvarpsins. í einu hlutverki er Kristinn okkarSigmundsson. 16.15 Slysið mikla við Mýrar. Stikluþáttur Ómars Ragrv arssonar þar sem hann fjallaði um sjóslysið sem varð Kristínu Jóhannesdóttur að efni í kvikmynd. E 16.50 Mið-Evrópa. Franskur myndaflokkur, fjallað um tímabilið frá 1939 til 1953, stríðið og valdatöku kommúnista. 17.50 Sunnudagshugvekja. 18.00 Ævintýri úr konungsgarði. 18.30 Sjoppan. 18.40 Birtingur. Norræn klippimyndaþáttaröð.E 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Ævintýri frá ýmsum löndum 19.30 Vistaskipti. Lokaþáttur. Sjónvarpsáhorfendum nær og fjær er óskað til hamingju með það! 20.00 Fréttir. 20.35 Hvíti víkingurinn. Annar þáttur. Líklega eru sjón- varpsþættirnir eitthvað heillegri en bíómyndin. 21.55 ★ Vínarblóð Músíkin er fín, en þættirnir algjör moðsuða. 22.50 Austrið heillar. Fjallgöngumenn sem fóru að klifra í Pamírfjöllum, lengst austur í Tadzhikistan, segja Sig- rúnu Stefánsdóttur frá ferðalögum sínum og sýna myndir. 23.10 Sögumenn. Góðir grannar, ævintýri frá Fílabeins- ströndinni. S" in ■ II LAUGARDAGUR 17.00. Undur veraldar. Ævintýramaðurinn mikli þvælist um í Tasmaníu, þar sem Jörundur hundadagakon- ungur bar beinin. 18.00 Spánn í skugga sólar Öðruvísi Spánn. E 17.00 Skýjakljúfar. Nútímans. E 18.00 Iquitos. Mynd um borg þar sem eitt sinn bjuggu milljónamæringar. E 16.45 Nágrannar. 17.30 Með afa. E 19.19 19.19 20.15 Eiríkur. Eiki. 20.30 Þögnin rofin. Jón Ársæll Þórðarson stjórnar átaki gegn sifjaspellum. Þarna er frumsýndur nýr banda- rískur þáttur sem heitir Scared Silent: Exposing and Ending Child Abuse, en að honum loknum stýrir Jón Ársæll umræðum í beinni útsendingu. Mælst er til þess að börn horfi ekki eftirlitslaust á dagskrána. Lok þáttarins eru óákveðin og því einnig upphaf bíó- myndar kvöldsins. ???? ★★ Með tvær í takinu. Love at Large. Amerísk, 1989. Mynd sem er ekki næstum því jafnsniðug og ætlun- in var. Einkaspæjarar, karl og kona, þvælast hvort fyrir öðru við rannsókn morðmáls, þar sem enginn veit hver er hver. En konum þykir Tom Berenger sætur og kannski vill einhver sjá rokkarann Neil Young í smáhlutverki. —Ttminiini^æ 16.45 Nágrannar 17.30 Á skotskónum 17.50 Litla hryllingsbúðin 18.15 Eruð þið myrkfælin? 18.30 Eerielndiana E 19.19 19.19 20.15 Eiríkur 20.30 Aðeins ein jörð. Röð 52 þátta sem Ómar Ragnars- son og Sigurveig Jónsdóttir hafa gert í samvinnu við Landvemd. Umfjöllunarefnið er umhverfismál. 20.30 KæriJón 21.10 ★ Stökkstræti 21 22.00 ★ Eiginkona forstjórans The Boss’s Wife. Amer- isk, 1986. Gamanmynd frá uppatímanum, um vandamál sem þá virtust raunveruleg. 23.25 ★ Eliot Ness snýr aftur. The Return of Eliot Ness. Amerisk, 1990. Eliot Ness, mesti óvinur bruggaranna, var endurvakinn í The Untouchables eftir Brian de Palma. En það var alveg óþarfi að endurvekja per- sónuna í annað sinn. 00.55 ★ Aðrar 48 stundir. Another 48 Hours. Amerisk, 1990. Framhaldsmynd sem er álíka aum og fyrri myndin var óvænt snjöll. E 09.00 Með afa 10.30 Lísa f Undralandi 10.50 Súper Maríó-bræður. Þáttur um tölvuspil. 11.15 Sögur úr Andabæ Gengur það? 11.35 Merlin. Seiðkarl. 12.00 Landkönnun National Geographic. 12.55 Bílasport E 13.25 Visasport E 13.55 Dansæði. Kunnur danshöfundur, Hermes Pan að nafni, segir frá dönsum sem hann samdi. E 15.00 Þrjúbíó. Gosi. Ekki Disneymyndin sígilda. 16.00 Oliver Stone. Þáttur um kvikmyndaleikstjórann sem þykir stækur vinstrimaður á amerískan mælikvarða. 17.00 Hótel Marlin Bay. Hótelið rambar á barmi gjald- þrots. 18.00 Popp og kók. 18.40 ★★ Addams-fjölskyldan 19.1919.19 20.00 ★ Falin myndavél 20.30 Imbakassinn. Spaugstofa þeirra á Stöð 2. Laddi, Örn Árnason, Pálmi Gestsson og Sigurður Sigurjónsson slá öllu upp í grín. Karl Ágúst varð eftir hjá ríkinu. 20.50 ★★ Morðgáta 21.40 ★★ Tveir f stuði My Blue Hcaven. Amerísk, 1990. Þeir, sem á annað borð er gefið að þola Steve Mart- in, gætu haft nokkurt gaman af þessari grínmynd. 23.15 ★★★ Tveir á toppnum. Lethal Weapon. Amerísk, 1987. Fyrsta myndin í þessum geysivinsæla flokki og sú frísklegasta. 00.55 ★ Straumar. Vibes. Amerisk, 1988. Cyndi Lauper og öll New York-smartheitin sem hún var fulltrúi fyrir, allt það er hræðilega langt úti. E —rrmiiiiii— 09.00 Kormákur. 09.10 Rognboga-Birta. 09.20 össi og Ylfa. 09.45 Dvergurinn Davíö 10.10 Prins Valíant 10.35 Maríanna fyrsta 11.00 Lögregluhundurinn Kellý. 11.30 Blaöasnáparnir 12.00 Réttur dagsins. Mystic Pizza. Amerísk, 1988. ★ Yfir- leitt eru menn vanir að hampa frekar yfirlætislausum smámyndum af þessu tagi, en satt að segja er ekki hægt að mæla með þessari. 13.40 ★ í klípu Trouble in Paradise. Amerísk/áströlsk, 1988. Rígfullorðin en spengileg Raquel Welch sprangar um í hópi Ástralíumanna. E 15.15 ★★ Rokkog ringulreið. Great Balls of Fire. Amer- ísk, 1989. Það vantar svolítið, ekki alltaf mikið, upp á að hún sé nógu góð þessi mynd um rokkbrjálæð- inginn Jerry Lee Lewis. 17.00 Listamannaskálínn. Vivienne Westwood E 18.00 Lögmál listarinnar Hér er spurt hvað sé list og hvað ekki. Áleitin spurning fyrir ríka kaupendur. 18.50 Aðeins ein jörö. Ómar, Sigurveig og umhverfið. E 19.1919.19, 20.00 ★ Klassapíur 20.25 ★★ Lagakrókar. Eða LA Law. 21.15 Bræðralag rósarinnar Brotherhood of the Rose. Amerísk, 1989. Langdregin, ruglingsleg og í alla staði vitlaus sjónvarpsmynd í tveimur hlutum sem fjallar um njósnir, gagnnjósnir og svoleiðis sprell. í aðalhlutverkum eru útbrunnir leikarar á borð við Ro- bert Mitchum (sem lítur út eins og ofvaxinn, aldrað- ur kalkúnn) og Peter Strauss. 22.45 Arsenio Hall. Einna þekktust gesta er söngkonan Lisa Stansfield, 23.30 ★★ Lífið er lotterí Chances Are. Amerísk, 1989. Ekki svo afleit rómantísk og smágamansöm mynd um ekkju sem er trú manni sínum eftir að hann er dauður. Svo birtist hann aftur í líki ungs manns. Meðal leikara eru Cybill Shepherd og Ryan O'Neal. E ★★★★Pottþétt ★★★Ágætt ★★Lala ★Leiðinlegt ® Ömurlegt E Endursýnt efni

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.