Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 19.11.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. NÓVEMBER 1992 Þetta blað er heitt ... eins og starfs- menn Seðlabankans þegar þeirfara i sauna í vinnunni eins og sjá má á blaðsíðu 16. Á meðan er Magn- úsi Péturssyni og öðrum starfsmönn- um fjármálaráðu- neytisins heitt í hamsi vegna þess að fólk er að skipta sér afgufubaðinu þeirra. ... eins og næturlífið i Reykjavík. Sjá sýnis- horn afþvi á blaðsíðu 32. ... eins og blóðið i körfuboltamönnun- um i NBA-deildinni. Þeir vilja ekki sjá það að spila við Magic Johnson eins og lesa má um á blaðsíðu 26. Þeir eru hræddir um að þeir gætu smitast afeyðni og segja að eina ástæðan fyrir þvi að honum hefur gengið vel í æfinga- leikjum sé sú að eng- inn þori að koma ná- lægthonum. ... eins og Sigurður G. Tómasson. Sam- kvæmt skoðana- könnun á blaðslðu 24 er enginn útvarps- maður heitari en hann. Þjóðin elskar Sigurð. ... eins og syndin. Að minnsta kosti sumar afþeim syndum sem kaþólska kirkjan hef- ur samviskusamlega skráð á yfir 600 siður eins og lesa má um á blaðsíðu 18. ... eins og Jet Black Joe. Gunnar Hjálm- arsson segir á blað- síðu 8 i bóka- og plötublaðinu að það sé heitasta bandið i dag. Og ekki lýgur dr. Gunni. Ætlarðu að elta Sigríði Dúnu yfir í Sjálfstæðis- flokkinn, Ingibjörg Sólrún? „f fyrsta lagi er mér ekki kunnugt um að Sigríður Dúna sé í Sjálf- stæðisflokknum þó að maðurinn hennar sé það og í öðru lagi er það alveg á hreinu að ég er ekki á ieið- inni þangað.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingkona Kvennalistans, sagði í umræðu á Alþingi um atvinnuleysi það vera fráleitt að skella skuldinni af efnahagsvandanum á ríkisstjórnina eða að „allt [væri] einhverj- um Davíðisma að kenna" — þar kæmu fleiri við sögu. F Y R S T F R E M S T ÓLAFUR JÓHANN SIGURÐSSON. Hælt á hvert reipi í frægum amer- ískum útvarpsþætti. VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR. Hrósað fyrir að hafa unnið dyggilega í þágu írskrar æsku. ÓLAFUR JÓHANN ELDRl Á AMERÍSKUM LJÓS- VAKA Nýlega kom smásagnasafn Ól- afs Jóhanns Sigurðssonar út í enskri þýðingu Alans Boucher prófessors og hefur vakið tölu- verða athygli vestan hafs að minnsta kosti. Ritsafnið ber enska heitið The Star of Constantinople og síðastliðinn föstudag birtist um það dómur í vinsælum útvarps- þætti sem heyrist um öll Banda- ríkin og reyndar víðar. Ritdómar- inn, bókmenntaprófessor við Ge- orge Mason-háskóla í Virginíu, hældi Ólafi á hvert reipi og fannst sem hann sjálfur snerti íslenska jörð og náttúru við lestur á lýsing- um Ólafs á landi og þjóð. Útvarps- þátturinn umræddi heitir All Things Considered og er reyndar margverðlaunað fréttamagasín sem tugmilljónir hlusta á daglega á stöðvum tengdum National Pu- hlic Radio, sem er auglýsingalaust útvarp. Þátturinn er sendur út á besta útvarpshlustunartíma og því hafa ófáir Bandaríkjamenn fengið fregnir af íslenskum bókmennta- afrekum á milli frétta af verðandi forseta sínum og stríðsrekstri í Bosníu. ERVIGDÍS FORSETI ÍRLANDS? Mikil íslensk menningarhátíð stendur yfir í Lundúnum þessa dagana, annars vegar innan vé- banda norrænnar menningarhá- tíðar í Barbican-miðstöðinni og hins vegar á vegum Jakobs Frí- manns Magnússonar, menn- ingarfúlltrúa Islands í borginni. Af þessu tilefni fara flugvélar milli Keflavíkur og Heathrow drekk- hlaðnar af listamönnum, menn- ingarvitum og ráðuneytisfólki. Breska dagblaðið The Indepen- dent gerir menningarhátíðina að umræðuefni og birtir mynd af Vigdísi Finnbogadóttur með myndum af norrænu stórmenni á borð við og H.C. Andersen, Hendrik Ibsen, Ingmar Berg- man, Gretu Garbo, Jean Sibeli- us, Dag Hammarskjöld og Alfred Nobel. 1 greininni kemur þó fram að ísland er ekki alltaf ofarlega í huga fófks á Bretlandseyjum. Segir að landið minni fólk á víkinga, þorskastríð eða kannski alls ekki neitt. Þar er blaðið meðal annars að agnúast við náunga sem heitir Humphrey Burton og var kynn- ir á málþingi um norræna vitund í Barbican-miðstöðinni á miðviku- daginn í síðustu viku. Þar ávarp- aði Humphrey þessi Vigdísi og hrósaði henni sérstaklega fyrir hvað hún hefði unnið dyggilega fyrir æsku írlands. GUÐLAUGUR TRYGGVI AÐSTOÐAR VIÐ VAL Á FÖTUM Á VIGDÍSI F O R S E T A í síðasta helgarblaði DV er greint frá ferð þriggja íslendinga til Par- ísar þar sem þeim hlotnaðist sú upphefð að fá að vera viðstaddir tískusýningu hjá hönnuðinum fræga Sonyu Rykiel. Var hún haldin í Louvre-höll og giltu sér- stakir boðsmiðar og komust færri að en vildu. fslendingarnir sem komust á þessa ágætu skemmtun ásamt fréttamönnum og tískufólki voru Elín Kristjánsdóttir, sem rekur verslun í Bankastræti, Vigdís Bjarnadóttir, deildarstjóri á skrifstofu forseta, og eiginmaður hennar, Guðlaugur Tryggvi Karlsson, þekktur hestamaður og krati. Segir í frétt DV að Elín hafi ver- ið að kaupa kjóla fyrir verslun sína og hafi notið aðstoðar Vigdísar við það. Vigdís hafi einnig skoðað fatnað fyrir nöfnu sína, en DV segir að Vigdís Bjarnadóttir sjái um fatakaup Vigdísar forseta. Og þá má líklega gera ráð fyrir að Guðlaugur Tryggvi, sem segir að „stemmningin á tískusýning- unni hafi verið einstök", nýtist líka við að aðstoða konu sína við að velja föt á forsetann. Vínskápur opnaður hjá ÁTVR Höskuldur Jónsson, forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar rík- isins, er maður nýrra hugmynda í viðskiptum með áfengi. í hans tíð hefur hver nýjungin af ann- arri litið dagsins ljós. Ein róttæk- jista byltingin átti sér stað fyrir fáeinum árum þegar nokkrar tegundir áfengis voru seldar á út- söluprís og héldu margir í fyrstu að um gabb væri að ræða. Nú hafa Höskuldur og félagar hans uppi áform um að auka þjónust- una enn með því að koma upp sýningarskáp í áfengisútsölunni á Stuðlahálsi með þeim tegund- um áfengis sem ekki fást hjá ÁTVR. „Þetta eru aðeins áform og enn hefur ekki verið ákveðið hvenær af þessu verður," segir Höskuldur. Með þessu fyrirkomulagi eiga viðskiptavinir möguleika á að sérpanta víntegundir í gegnum frísvæðið svokallaða, en um- boðsaðilar áfengis hér á landi hafa í auknum mæli gert samn- inga við viðskiptafyrirtæki sín er- lendis og fengið þau til að geyma lager á frísvæðinu af þeim teg- undum sem ÁTVR hefúr ekki á söluskrá. Getur þetta ekki orðið hvatn- ing fyrir umboðsaðilana um að auka enn frekar úrvalið á frí- svæðinu? „Jú, það er hugsanlegt, og þetta gæti jafnvel orðið okkur leiðarvísir um hvað við tökum inn í verslanimar." Verða vínskápar kannski sett- ir upp í fleiri áfengisútsölum? „Það er ekki úti!okað.“ Hjá ÁTVR er vín nú selt með fernu móti. í fyrsta lagi er það vín sem fæst í öllum verslunum; í öðru lagi vín sem fæst aðeins í Mjóddinni og Austurstræti en er að auki tiltækt fyrir öll veitinga- hús; í þriðja lagði vín sem fæst á frísvæðinu en er ekki á listum ÁTVR; og í fjórða lagi vín sem hægt er að sérpanta í gegnum ÁTVR og getur tekið allt frá tveimur upp í átta vikur að ber- ast til neytenda. Áform eru uppi um að ÁTVR setji upp sýning- arskápá Stuðlahálsi með áfengistegund- um þeim sem ekki fást í verslununum en fólk getur sérpantað. LILLI LEIKURKÖTT Um jólin sýnir Regnboginn tal- setta teiknimynd í bíómyndar- lengd fyrir börn og segir þar frá stríði kattarins Tomma og músar- innar Jenna sem er alþekkt úr sjónvarpinu. Ýmsir þekktir leikar- ar leggja þarna fram raddirnar sínar, Sigrún Edda Bjömsdóttir talar fyrir músina, en örn Áma- son fyrir köttinn. Kannsld er það ekkert sérstak- lega í frásögur færandi, nema vegna þess að kötturinn, Örn, fer með hlutverk Lilla klifurmúsar í geysivinsælli sýningu Þjóðleik- hússins á Dýrunum í Hálsaskógi. FORMAÐUR SKRIFAR LOKSINS SKÁLDSÖGU AFTUR Þegar Þráinn Bertelsson var kjörinn formaður Rithöfunda- sambands íslands var honum meðal annars legið á hálsi fyrir að vera kannski ekld afkastamesti rit- höfundur á íslandi. Að sönnu hafði hann nýskeð gefið út bók um vin sinn Ladda og ekki svo langt síðan hann safnaði saman útvarpspistlum í bók, en samt fannst til dæmis Einari Kárasyni hann ekki „alvörurithöfundur", eins og það var orðað í Mannlífi. Tungumál fuglana var varla talið með, því það var bók um eins konar Helgarpóst og Hafskipsmál sem Þráinn skrifaði undir dul- nefni. En nú hefur formaðurinn brugðið við skjótt og gerir heiðar- lega tilraun til að bæta þarna úr. Fyrir jólin kemur út eftir hann skáldsagan Sigla himinfley og er það fyrsta skáldsagan sem hann gefur út undir eigin nafni síðan 1974. Reyndar var verkið handrit að samnefndri og samnorrænni sjónvarpsþáttaröð allt þangað til nú í sumar. Þá kastaðist í kekki milli Þráins og Sjónvarpsins og nú koma himinfleyin siglandi sem- sagt fyrir almenningssjónir — í formi skáldsögu. ÞRÁINN BERTELSSON. Loks skáldsaga undir eigin nafni eftir 18 ára hlé. EINAR KÁRASON. Fellst hann á að taka Þráin í tölu „alvörurithöfunda"? GUÐLAUGUR TRYGGVI KARLSSON. Hjálpar Vigdísi við að velja föt á Vigdísi. ÖRN ÁRNASON. Lilii klifurmús gefurfrá sér einkennileg hljóð. UMMÆLI VIKUNNAR „Það kom rœðafráfrauku að norðan, Þóru Hjaltadóttur, þarsem húngagn- rýndi Dagsbrún fyrir léleg vinnubrögð. Orð hennar, sem féllu átölulaust, fylltu mœlinn. Égátti ekki mikla þolinmœði eft- ir en þarna missti ég hana alveg og neit- aði að sitja undirþessu. “ m guðmundur „jaw guðmuiídssonVerkalýður. Jakahlaup „Það er einhvem veginn þannig að sumir mega segja allt um alla, en geta ekki hlustað á neitt um sjálfa sig.“. Þóra Hjaltadóttir frauka Skata með hömstrum „Þetta verður að kosta eitthvað, annars mundi folk bara hamstra." Reynir Hugason atvinnuleysingi og skötusölumaður 111 • • • Gúð hugmynd fyrir Frikka skattmann „Þetta er ekki ósvipað því ef fara ætti að skattleggja heiðranir á veg- um ríkisins, t.d. fálkaorðu ogþess háttar, og hafa þá sennilega mis- munandi skattþrep eftir því hvort um væri að ræða fálkakrossinn eða stórriddarakross.“ Jón Arnþórsson menningan/iti Snýst þetta þá um hálfvita? „Enginn heilvita mað- ur reynir að dreifa kókaíni hér á landi.“ Steinn Ármann Stefánsson skiptinemi í Kólumbiu Áhrifavaldar sögunnar „Ég sagði að tími væri kominn til breyt- inga. George Bush varð að fara og Ev- ander Holyfield varð að fara. Ég er slæm- ur maður.“ Riddick Bowe nýkrýndur heimsmeistari í hnefaleikum Ég sá Ipað í blaði um daqinn að heimsmeistarinn í boxi, Evander Holyfíeld, hefði fengið 936 milljónir fyrir að tapa gegn Riddick öowe. Petta er dálítið álitieg upphæð eða ' um 16 prósent affjáriagahaila næsta árs samkvæmt Ijárlagafrumvarpinu. Mérdettur í hug hvort ekki væri ráð að láta ráðherrana vinna fyrir kaupinu sínu með þvíað taka þátt í svona siag. Jafnvel þótt Jóhönnu Siqurðar- dóttur væri gefíð frí asttu þeir að geta halað inn um 3 milljarða og 375 milljónir króna. Peirgætu þvígreitt nið- ur fjáriagahallann sinn og lækkað aðstöðuqjald fyrir- tækja eitthvað í leiðinni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.